Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGTAKIÐ heilabilun er notað yfir truflun á heilastarfsemi sem or- sakast af sjúkdómum í miðtauga- kerfi. Talið er að allt að 3.000 manns séu með heilabilun hér á landi og um 150 einstaklingar bætist í þann hóp á ári. Sjúkdómar þessir eru aldurs- tengdir, þ.e. líkur á heilabilun aukast með hækkandi aldri. Á síðastliðnu hausti bárust fréttir af því í fjölmiðlum að loka ætti sjúkradeild fyrir heilabilaða á Landa- kotsspítala til áramóta vegna sparn- aðaraðgerða. Þrátt fyrir að fréttir af fjárhagsvanda sjúkrastofnana og lok- unum deilda í sparnaðarskyni séu al- vanalegar var mörgum verulega brugðið er fréttist af fyrrgreindum áformum og framkvæmd þeirra. Nú berast af því fréttir að enn eigi að ganga á hlut þessa sjúklingahóps og fjölskyldna þeirra og að deildin fyrir heilabilaða verði ekki opnuð á ný um áramót heldur verði húðdeild, sem staðsett hefur verið á Vífilsstöð- um, flutt í það húsnæði. Virðingarleysi Þrátt fyrir að margt sé enn óþekkt varðandi þá sjúkdóma sem kallaðir eru heilabilun er vitað að þessi sjúk- lingahópur á erfitt með að þola breyt- ingar á högum sínum og er viðkvæm- ur fyrir ytra áreiti. Því hefur öll röskun á þjónustu við heilabilaða ein- staklinga slæmar afleiðingar sem langan tíma getur tekið sjúklingana að vinna bug á með aðstoð þeirra sem annast þá sem eru bæði fagfólk og að- standendur. Í ljósi þess að umræddur sjúk- lingahópur er ófær um að bera hönd fyrir höfuð sér er fyrrgreind aðgerð, eða ef til vill er réttara að tala um að- gerðaleysi í málefnum heilabilaðra, sem forráðamenn Landspítala boða að mínu mati virðingarleysi við alla hlutaðeigandi aðila og óforsvaranleg. Lokaorð Útgjöld til heilbrigðismála eru mjög mikil og vaxa stöðugt. Þau verða yfir 100 milljarðar króna á næst ári. Þrátt fyrir það er talað um fjárskort nánast alls staðar í heil- brigðiskerfinu. Ritstjórnargrein Morgunblaðsins hinn 29. nóvember sl. ber heitið „Heilbrigðiskerfi í kreppu“ en þar segir m.a. að tímabært sé að Alþingi og ríkisstjórn komi sér saman um róttækar aðgerðir til að ná tökum á vanda heilbrigðisþjónustunnar. Ég tel það löngu tímabært og að það þoli enga bið. Eftir Elínu Margréti Hallgrímsdóttur „Nú berast af því fréttir að enn eigi að ganga á hlut þessa sjúklingahóps og fjöl- skyldna þeirra.“ Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Hvers eiga sjúk- lingar með heila- bilun að gjalda? SLYS á börnum á Íslandi eru stórt vandamál og eru slys á börnum helmingi algengari á Íslandi en í ná- grannalöndunum sem við berum okkur gjarnan saman við. Slys á börnum má í langflestum tilvikum fyrirbyggja með góðum forvörnum, aðgæslu og fræðslu. Nú er sá árstími að það er myrkur nánast allan sólar- hringinn. Umferðarþungi er mikill og óvæginn og allir eru að flýta sér. Því er mikilvægt að allir taki hönd- um saman og vinni að því að fækka slysum. Í fréttum undanfarnar vikur og mánuði hefur því miður verið sagt frá allmörgum slysum á börnum sem hefði mátt fyrirbyggja með aðgæslu. Dæmi eru um að mjög ung börn séu ein að leika sér úti eða á ferðinni án gæslu fullorðinna. Slíkt verður að teljast til vanrækslu á börnum. Þá eru dæmi um eldri börn sem taka mikla áhættu t.d. með því að stökkva út á götu án þess að gæta að sér, oft með skelfilegum afleiðingum. Fræðsla um slysavarnir þarf að byrja snemma og á heimilunum. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá foreldrum. Þeir verða sjálfir að vera góð fyrirmynd og þeir verða að fræða börnin sín. Aðrir aðilar, svo sem heilsugæsla, leikskólar og skól- ar, eru foreldrum og börnum til stuðnings. Notkun endurskinsmerkja er ódýr líftrygging en þau eru því mið- ur alltof sjaldan notuð. Við sem erum fullorðin verðum þarna að vera góð fyrirmynd. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá okkur. Það er einnig á ábyrgð foreldra og annarra fullorð- inna að gæta lítilla barna sem ekki hafa þroska og getu til að gæta sín sjálf. Þá þarf að kenna börnum snemma á lífsleiðinni að forðast hættur í umferðinni og að fara eftir umferðarreglum og ekki síst að vera þeim gott fordæmi. Ágætu foreldar, gleymið því ekki að því fylgir mikil ábyrgð að eiga börn. Á liðnu ári hafa fimm börn lát- ist í umferðinni og nokkur slasast al- varlega. Þetta ár var með verstu ár- um í langan tíma. Láttu ekki barnið þitt bætast í hópinn. Eftir Herdísi Storgaard og Katrínu Davíðsdóttur „Gleymið því ekki að því fylgir mikil ábyrgð að eiga börn.“ Katrín er barnalæknir, Miðstöð heilsuverndar barna, og formaður Félags íslenskra barnalækna. Herdís er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Árvekni. Katrín Davíðsdóttir Herdís Storgaard Er barnið þitt ávallt öruggt í umferðinni? LISTIR PÍANÓLEIKARINN David Zoffer og gítarleikarinn Adam Larrabee leika á Kaffi Reykjavík annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 21. Þetta djassdúó frá Boston lék hér á landi síðast fyrir þremur árum á tónleik- um á Sóloni. Tónleikarnir á Kaffi Reykjavík nú koma í kjölfar útgáfu á nýjum geisladiski þeirra, Courage in Closeness. David Zoffer og Adam Larrabee eru báðir prófessorar í djasstónlist við New England Conservatory of Music í Boston og hafa leikið saman í rúman áratug. David Zoffer og Adam Larrabee hafa komið víða við á tónlistarferli sínum og hafa bæði saman og hvor í sínu lagi leikið með mörgum þekkt- ustu djass- og spunamönnum Bandaríkjanna. David Zoffer hefur leikið með tónlistarmönnum á borð við Eddie Gomez, Don Alias, Harry Connick og Don Byron og meðal samstarfsmanna Adams Larrabees eru Dave Holland og Jimmy Heath og rokkarinn Bruce Hornsby. Á tónleikunum annað kvöld leika þeir tónlist af nýju plötunni, en einn- ig alls konar útsetningar á tónlist allt frá „svellandi grúvi“ til klassískra verka. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Zoffer og Larrabee á Kaffi Reykjavík David Zoffer píanóleikari og Adam Larrabee gítarleikari. SIGURÐUR Freyr Guð- brandsson opnar ljósmynda- sýningu í Listasafni Borgar- ness á morgun, laugardag, kl. 15 og nefnist hún Ferðalag. Sigurður stundaði nám í Noregi og því samfara ferðaðist hann víða um heimsbyggðina til að afla sér menntunar og reynslu, m.a. til Spánar, Kan- ada, Bólivíu og Pakistans. Sigurður Freyr fæddist í Reykjavík þann 22. júlí fyrir liðlega 30 árum. Allt til tvítugs bjuggu foreldrar hans í Reykjavík níu mánuði ársins en á sumrin fluttust þau út í sveit hvar þau ráku veiðihúsið í Þrándargili í Dölum. Nú er Sig- urður sestur að í Reykholts- dalnum, byggir þar hænsna- kofa og les Íslendingasögur. Myndirnar á sýningunni eru teknar á ferðalögum Sigurðar um álfurnar. Hann gerir sér far um að blanda saman myndum af sem fjölbreyttustu landslagi og fólki en býr þó til ákveðin þemu þar sem samskonar myndum er raðað saman. Hverri mynd fylgir lítill texti. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarð- ar, Bjarnarbraut 4–6, Borgar- nesi, og verður sýningin opin frá 13–18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Sýningin stend- ur til 29. janúar. Ljós- myndasýn- ing í Borg- arnesi 415 LJÓSMYNDIR bárust í ljós- myndakeppni á Netinu á slóðinni www.ljosmyndari.is. Keppnin var öllum opin og hver einstaklingur gat sent þrjár myndir. Nú er komið að vali á bestu myndunum og til 11. jan- úar má sjá allar myndirnar en eftir það fækkar þeim um helming og stigahæstu myndirnar halda áfram keppni. Vikulega frá 12. janúar verð- ur hægt að greiða atkvæði þeim myndum sem eftir standa en end- anleg úrslit liggja fyrir um mánaða- mótin febrúar-mars. Síðustu tvær vikurnar ræður þriggja manna fagdómnefnd úrslit- um. Aðalverðlaunin eru stafræn myndavél að verðmæti 59.900 kr. og aukaverðlaun eru ljósmyndabækur. Ljósmyndakeppni á Netinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.