Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 47
✝ Gunnlaugur JónHalldór Jónsson
Briem fæddist á
Galtastöðum í Gaul-
verjabæjarhreppi í
Árnessýslu 27. sept-
ember 1917. Hann
lést á Landspítala
Landakoti 24. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Gunn-
laugs voru Jón G.
Briem, afgreiðslu-
maður í Rvík, og
kona hans, Guðrún
Gunnlaugsdóttir.
Faðir Jóns var Stein-
dór Briem, prestur í Hruna, Jó-
hannssonar Briem, prófasts í
Hruna, Gunnlaugssonar Briem,
sýslumanns á Kjarna í Eyjafirði.
Móðir Jóns var Kamilla, dóttir
Péturs Hall, verslunarmanns í
Rvík, og Önnu, dóttur Sigríðar,
systur Helga Thordersens bisk-
ups. Móðir Gunnlaugs, Guðrún,
var dóttir Gunnlaugs, b. og dbrm.
á Kiðjabergi, Þorsteinssonar,
sýslumanns á Kiðjabergi, Jóns-
sonar. Móðir Guðrúnar var
Soffía, Skúladóttir, prófasts á
Breiðabólsstað í Fljótshlíð Gísla-
sonar. Móðir Skúla var Ragnheið-
ur Vigfúsdóttir, sýslumanns á
Hlíðarenda í Fljótshlíð Þórarins-
sonar. Móðir Ragnheiðar var
Steinunn Bjarnadóttir, landlækn-
is Pálssonar og Rannveigar
Skúladóttur, landfógeta Magnús-
sonar.
Systkini Gunnlaugs eru Stein-
dór Briem, látinn 10. janúar 1999,
og Soffía Briem.
Gunnlaugur kvæntist 2. júní
1945 Zophaníu E. Briem, f. 28.
janúar 1925, dóttur Einars fisk-
matsmanns á Siglufirði, Halldórs-
sonar og konu hans Svanborgar
Benediktsdóttur. Börn Gunn-
laugs og Zophaníu eru Svanborg,
vinnur í fjármálráðuneytinu, gift
Braga Ólafssyni flugumferðar-
stjóra, þau eiga fjög-
ur börn, Halldór
Gísli, hótelstjóri í
Nanjing í Suður-
Kína, kvæntur Líðu
Briem, þau eiga einn
son, og Einar Jón
tölvurekstrarfræð-
ingur, kona hans er
Anna Jóna Jóhanns-
dóttir, þau eiga tvö
börn.
Gunnlaugur lauk
prófi frá Verslunar-
skóla Íslands 1935
og var við verslun-
arstörf í Keflavík og
síðan hjá versluninni Liverpool í
Rvík. 1935–1938. Hann starfaði
hjá stjórnarráðinu 1938–1941 og
síðan hjá Heildverslun Garðars
Gíslasonar frá 1942, í 55 ár, fyrst
sem gjaldkeri, síðan sem fulltrúi.
Gunnlaugur var í stjórn Glímu-
félagsins Ármanns 1944–1951 og
í fyrstu stjórn Glímuráðs Rvíkur
1944 og formaður þess 1946.
Hann var í stjórn ÍBR 1949 og í
framkvæmdastjórn ÍSÍ (gjald-
keri) 1952–1953 og 1961–1978.
Gunnlaugur var gjaldkeri Ólymp-
íunefndar Íslands frá 1978 til
1997 og í stjórn Verslunarmanna-
félags Rvíkur 1952–1962 og vara-
formaður síðustu árin. Hann var
varaformaður fyrstu stjórnar
Landssambands íslenskra versl-
unarmanna 1957–1962 og var í
stjórn Lífeyrissjóðs verslunar-
manna frá stofnun 1956–1974.
Gunnlaugur var í sóknarnefnd
Háteigskirkju í Rvík 1959–1968
og formaður Getrauna frá því
þær voru endurvaktar 1969.
Hann var í skólanefnd grunn-
skóla Mosfellssveitar 1974–1982
og sýslunefndarmaður fyrir Mos-
fellshrepp 1978–1987. Gunnlaug-
ur er heiðursfélagi ÍSÍ og Glímu-
félagsins Ármanns.
Útför Gunnlaugs var gerð frá
Háteigskirkju 2. janúar.
Ég var svo heppinn að Gunn-
laugur Briem (Gulli) móðurbróðir
minn og móðir mín bjuggu með
fjölskyldur sínar í sama húsi í
Lönguhlíðinni á meðan ég var að
alast upp. Það var því alla tíð mik-
ill samgangur þar á milli. Gulli var
þannig innrættur að honum fannst
hann verða að stuðla að framförum
allra þeirra sem hann umgekkst.
Ég naut þess í ríkum mæli. Hann
kom okkur Halldóri, eldri syni sín-
um, í kynni við ýmsa nytsamlega
tómstundaiðju þegar við vorum að
alast upp. Ég á t.d. ennþá fyrstu
skákbókina sem ég eignaðist, en
hana gaf Gulli mér til að hvetja
mig til að stunda skák. Skeljasöfn-
un var ein tómstundaiðjan sem
hann kom okkur í kynni við og
fannst okkur það hin besta
skemmtun. Einnig gaukaði hann
oft að mér frímerkjum til að bæta
við frímerkjasafnið mitt. Hann fór
oft með okkur Halldór á glímu-
keppnir, við vorum áhorfendur en
Gulli var iðulega dómari á glímu-
mótum. Hann hafði sjálfur verið
góður glímumaður þegar hann var
yngri. Ekki ánetjuðumst við Hall-
dór íslensku glímunni en okkur
þótti þetta mjög spennandi.
Í kjallaranum í Lönguhlíðinni
geymdi Gulli stangir og lóð til að
æfa lyftingar. Líklega var hann
hættur að nota þetta þegar ég sá
tækin fyrst. En lóðin voru þung og
að mati ungs drengs var enginn
vafi á að Gulli frændi væri einhver
mesti jaki sem til væri í Hlíðunum
og jafnvel þótt víðar væri leitað.
Ég átti eitt uppáhaldsfrímerki og
var mjög stoltur af myndefninu og
textanum. Þar voru tveir glímu-
menn að glíma og annar var að
leggja hinn með glæsilegu bragði.
Og textinn hljóðaði þannig: „GÓÐ
ÍÞRÓTT, GULLI BETRI.“ Ég var
aldrei í neinum vafa um að myndin
á frímerkinu væri af Gulla frænda
mínum eð leggja andstæðing sinn.
Ég hef alla tíð verið mjög stoltur
af Gulla frænda mínum. Þegar ég
eltist fór ég að sinna ýmsum fé-
lagsmálum af töluverðu kappi. Þá
var það oft nefnt við mig að ég líkt-
ist honum móðurbróður mínum að
þessu leyti. Mér leiddist ekki að
vera líkt við hann.
Þeir sem þekkja til Gulla vita að
hann var mikil félagsmálafrömuð-
ur. Það mátti heita að hann væri
alls staðar valinn til forystu þar
sem hann sýndi málefninu ein-
hvern áhuga. Þetta undrar engan
sem veit hvernig hann var. Honum
var ekkert mannlegt óviðkomandi.
En það var ekki af vilja til að
ráðskast með fólk eða stjórna því.
Það var af velvilja og áhuga á að
láta gott af sér leiða. Ég þekki
engan mann sem þekkti fleira fólk
en hann. Áhugi hans á mannlegum
samskiptum tel að hafi verið ein-
hver sterkasti þátturinn í persónu-
leika hans.
Það er nú varla hægt að minnast
á Gulla án þess að tala um Góu,
konuna hans um leið. Það var sama
hvert maður heimsótti þau, alls
staðar bjuggu þau til svo falleg
heimili unun var að. Það átti líka
við um sumarbústaðinn þeirra á
Hesti í Grímsnesi. Þar dvöldu þau
löngum stundum og þangað var
gott að heimsækja þau. Gestrisni
þeirra var alveg einstök. Það fundu
allir sem heimsóttu þau. Þau tóku
alltaf fagnandi á móti gestum og
fylgdu þeim út á hlað þegar kvatt
var.
Ég á ekkert nema hlýjar minn-
ingar um Gulla móðurbóðir minn.
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Jón G. Briem.
Nú er móðurafi minn fallinn frá
eftir stutt veikindi.
Ég hef verið svo lánsöm að eiga
hann sem afa í 37 ár. Sem barn
velti ég þessu ekki svo mikið fyrir
mér. Oft fékk ég að eyða helginni
hjá afa og ömmu í Mosfellssveit-
inni. Það var alltaf jafn gaman og
spennandi. Alltaf var afi eitthvað
að gera. Vinna í matjurtagarðinum,
skrifa eitthvað eða var kominn í
kjólfötin á leið á fund. Þá fannst
mér hann nú fínn.
Mér fannst ég uppgötva á ung-
lingsárunum hvern mann hann
hafði að geyma, þegar hann hætti
að vera bara afi fyrir mig. Ég var
þá sendill hjá fyrirtæki í miðbæn-
um og afi var á sínum stað á
Hverfisgötunni. Leiðir okkar lágu
því oft saman í bænum. Ég ung-
lingurinn var hálfsmeyk við fólk
sem hélt oft til í miðbænum og
hafði ekki haft gæfuna með sér.
Afa var hvergi brugðið þótt það
yrti á hann. Hann svaraði því iðu-
lega af kurteisi og stakk að því
aurum fyrir kaffi ef hann hafði þá
handbæra, ef ekki á leiðinni í bank-
ann, þá hafði hann þá á bakaleið-
inni. Þarna var honum rétt lýst og
hafa margir notið gjafmildi hans og
góðmennsku í gegnum tíðina.
Mikill aldursmunur er á milli
okkar sjö, barnabarna ömmu og
afa, eða u.þ.b. 30 ár á milli þess
elsta og þess yngsta. Á þeim tíma
hafa afi og amma eignast annað og
hentugra heimili og sumarbústað.
Við eldri kynslóðin nutum notalegs
heimilis afa og ömmu í Mosfells-
sveit og eftir að þau fluttu þaðan
hefur yngri kynslóð barna-
barnanna notið þess að vera með
þeim í sumarhúsinu þeirra, í Hest-
landi í Grímsnesi. Þar naut afi sín í
matjurtagarðinum og við skóg-
rækt.
Nú er komið að kveðjustund. Við
eldri kynslóðin skiljum að öllu lífi
fylgja þessi endalok. Erfiðara er
þetta yngri barnabörnunum.
Að endingu vona ég að almættið
styðji þá sem eftir lifa, ekki síst
ömmu mína.
Bryndís Bragadóttir.
Í dag kveðjum við afa okkar. Það
er svo stutt síðan við vorum hjá
honum og ömmu í sumarbústaðn-
um að halda upp á 85 ára afmælið
hans þar sem vinir og ættingjar
mættu til veislu.
Okkur systkinunum er svo minn-
isstætt hvað var gaman að koma til
þeirra afa og ömmu í Lækjartúnið
í Mosfellssveitinni þegar við vorum
börn. Afi fór með okkur út í garð
og gaf okkur radísur og gulrætur
og jarðarberin, sem hann var svo
stoltur af, og fleira gott sem þau
ræktuðu í garðinum. Og það var
svo gaman að fá að gista hjá þeim.
Afi og amma ferðuðust mikið og
alltaf hlökkuðum við jafn mikið til
að fá þau heim og alltaf komu þau
færandi hendi með fallega hluti frá
hinum ýmsu löndum eins og t.d.
Grikklandi, Kóreu, Borneó, Kína
og Ástralíu.
Það var alltaf svo gott að koma
til afa og ömmu í sumarbústaðinn
Álfabrekku, þar sem þau eyddu
mörgum stundum, og fá heitt kakó
og meðlæti. Afi og Gulli, sem var
oftast kallaður litli Gulli, fóru sam-
an og lögðu net í Hestvatnið og
fóru svo aftur í bústaðinn þar sem
þeirra beið góður matur sem amma
eldaði.
Þetta er bara brot af þeim minn-
ingum sem við eigum um afa Gulla.
Við þökkum afa okkar samfylgd-
ina og erum þakklát fyrir árin sem
við áttum með honum. Við biðjum
góðan Guð að styrkja ömmu okkar
á þessum erfiða tíma.
Ásdís, Hjördís og Gunnlaugur.
Á aðfangadag sást hér fallegur
regnbogi á lofti sem ég hef aldrei
áður séða á þessum Drottins degi.
Það var léttir eftir allan dumbung-
inn á þessu blessaða hausti. Þá
hringdi Guðrún dóttir mín í mig og
tjáði mér að Gunnlaugur hefði lát-
ist á Landakotsspítala á aðfanga-
dagsmorgun. Þannig eru vegir
Guðs órannsakanlegir, góðir menn
hverfa sjónum manna og skilja eft-
ir regnboga er líður um himininn
og ber í Brúarárskörð hér í Bisk-
upstungum.
Gunnlaugur var vanur að koma á
aðfangadag með jólagjafir handa
börnum Steindórs bróður síns frá
fjölskyldu sinni og Soffíu systur
sinni. Eitt sinn fengu strákarnir
upptrekkta bíla frá Gunnlaugi og
annar drengjanna komst í pakkann
og tókst að eyðileggja bílinn fyrir
jólin og er honum minnisstætt
hversu sárt honum þótti það.
Gulli var því jólasveinn okkar
heimilis og nú deyr hann að
morgni aðfangadags. Hann fór í
sínum jólasveinabúningi í líkingu
regnboga í gullvagni Drottins.
Við þökkum Gunnlaugi Briem
fyrir áralangar velgjörðir og góða
samfylgd.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Málfríður Jónsdóttir
Stekkholti,
Guðrún Sigríður, Jón og Krist-
inn Geir Steindórsbörn.
Á aðfangadag kvaddi einstakur
mannkostamaður, Gunnlaugur J.
Briem, þetta jarðneska líf, og flutt-
ist til æðra tilverustigs, þar sem
hann hefur örugglega fengið góðar
móttökur. Hann var 85 ára er hann
andaðist, en þrátt fyrir nokkuð há-
an aldur var hann glæsimenni á
velli, með framkomu hefðarmanns.
Við áttum góða samleið í Oddfell-
owreglunni, þar sem hann naut
virðingar sem „Nestor“ í okkar fé-
lagsskap.
Ég kveð þig núna fyrir hönd
bræðra okkar í stúkunni, þess full-
viss að við munum aftur hittast, er
jarðvist okkar lýkur, og þá skulum
við halda fundi í anda vináttu, kær-
leika og sannleika.
Kæra Zophanía og fjölskylda,
Guð veri með ykkur á þessum erf-
iða tíma.
Bjartar og blessaðar séu minn-
ingar um góðan dreng.
Gunnar Jónsson,
ym. st. nr. 21, Þorláks helga.
GUNNLAUGUR J.
BRIEM
Fleiri minningargreinar
um Gunnlaug J. Briem bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.