Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 54

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 54
DAGBÓK 54 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skógafoss, Freri, Örfir- isey, Venus, Vigri og Mánafoss fara í dag Hafnarfjarðarhöfn: Richmond Park kom í gær, Helga María fór í gær, Rán og Viking fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göng- unni, allir velkomnir, kl. 14 brids og spila- mennska, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur opnað mánudaginn 6. janúar með pútti kl. 10, tréskurði kl. 13og fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöð- in og matur í hádegi. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Opið frá 9–16.30, m.a. spilamennska frá hádegi kl. 13.15. Lagt af stað í messu í Digraneskirkju, að því loknu er ekið um höfuðborgarsvæðið, ljós- um prýtt. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 17, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Föstudaginn 3. janúar kl. 14 verður ára- mótaguðsþjónustu í Digraneskirkju, pr .sr. Guðmunur Þor- steinsson, lagt af stað frá Hraunbæ kl. 13.30, skráning í síma 587 2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun. Fótaaðgerð, hár- snyrting. Allir velkomn- ir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Getum bætt við nemendum í mósaik, keramikmálun og bútasaum. Upplýs- ingar og skráning í síma 562 7077. Þjónustu- miðstöðin er opin öllum óháð aldri. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids verður spilað næst þriðjudaginn 7. janúar. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftið í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gigtarfélagið. Hóp- þjálfun hefst eftir jólafrí þriðjudaginn 7. janúar. Hádegisleikfimi, létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Leik- fimi fyrir gigtarfólk og aðra fullorðna. Ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Skráning og upp- lýsingar á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minn- ingakort Breiðfirðinga- félagsins eru til sölu hjá Sveini Sigurjónssyni, s. 555 0383 eða 899 1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu, verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kort- ið kostar 500 kr. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552 4994 eða síma 553 6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Háteigs- veg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, s. 520 1300, og í blómabúð- inni Holtablóminu, Langholtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkju- húsinu v/Kirkjutorg. Minningarkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104, og hjá Ernu s. 565 0152. Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC- hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, í síma 561 6117. Minning- argjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslu- korti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan Skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er föstudagur 3. janúar, 3. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóh. 14, 15.) Skrif Sveins Haralds- sonar um leiklist SVEINN skrifar í Morgun- blaðið 27. desember leik- listargagnrýni um leikritið „Með fullri reisn“ sem var frumsýnt annan dag jóla. Eftir að hafa séð leikritið þennan sama dag og lesið grein rýnisins má ég til með að benda honum á að umsögn um einn leikarann vantar alveg. Hann hlýtur að sjá það sjálfur, maður- inn, ef hann les rýni sína að hann gleymir Sigríði Þor- valdsdóttur leikkonu sem fór alveg á kostum og var hreint út sagt frábær í hlut- verki sínu bæði að mínu mati og annarra sem voru þarna með mér. Vil ég þakka henni og öllum öðr- um leikurum og starfsfólki Þjóðleikhússins fyrir ein- staklega skemmtilega, vel gerða og fjöruga sýningu. Soffía Guðmundsdóttir, Hagalandi 11, Mosf. Tapað/fundið Hálsmen í óskilum HÁLSMEN, silfurlitað með bláum steini, fannst sl. föstudag á Hagkaupsplan- inu í Skeifunni. Upplýsing- ar í síma 588 3990. Jólapakkar týndust POKI með jólapökkum týndist á Vitastíg á að- fangadagskvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 6249 eða 861 4993. Silfurlitað kvenúr týndist SILFURLITAÐ kvenúr týndist 28. desember sl., sennilega í verslunarmið- stöðinni Firði í Hafnarfirði eða í nágrenni. Skilvís finn- andi hafi samband við Önnu í síma 555 0125. Dýrahald Kettlingar fást gefins ÞRÍR fallegir og kassavan- ir kettlingar óska eftir góðu heimili. Uppl. í síma 557 7788. Páfagaukur týndist Á LAUGARDAGINN flaug út um glugga í Skipa- sundi lítil gárastelpa, blá og hvít að lit. Ef einhver hefur fundið hana þá vinsamlega hafið samband við Sigríði í síma 698 2376. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR flaug inn um gluggann hjá okkur í Fossvogi á nýársdags- kvöld. Gauksi er í góðu yf- irlæti en saknar nú samt eigenda sinna og eru þeir beðnir um að hringja í síma 588 6411. Rambó er enn týndur KÖTTURINN Rambó týndist úr gæslu á jóladag frá Kattholti. Hann er svartur, 14 ára og mjög gæfur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í Kattholt í síma 567 2909 eða 581 2181. Glóey er týnd GLÓEY varð skelfingu lostin á gamlárskvöld og flýði út í myrkrið í Kjósinni. Hún á heima í Mosfellsbæ og er að reyna að komast heim þar sem henn- ar er sárt saknað. Glóey er tveggja ára, leir- ljós og fremur loðin, með kolótt trýni og rauða hálsól með gulu merki í. Hún er ljúf og blíð og kemur með gleði til þeirra sem kalla á hana. Ef ein- hver hefur séð Glóey þá vinsamlega hafið samband í síma 699 3250 eða 69 69 299. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... VÍKVERJI brá sér í Þjóðleikhús-ið með nokkrum vinum sínum og sá jólasýningu leikhússins, söng- leikinn Með fullri reisn. Eins og flestir vita gengur leik- ritið í staðfærðri útgáfu út á að at- vinnulausir menn í sjávarplássi taka upp á því að dansa nektardans til að krækja sér í aura. Í lokaatriði leik- ritsins ganga þeir „alla leið“, þ.e. leikararnir fara úr hverri spjör. Í senunni er lýsingu reyndar beitt svo hugvitssamlega að konur í vinahópi Víkverja kvörtuðu sáran yfir að hafa ekki „séð neitt“ þrátt fyrir að sitja á fremsta bekk. Aðrir áhorfendur á fremsta bekknum veltu hins vegar fyrir sér – aðallega í gríni – hvort það gæti ver- ið að nýjar reglur Reykjavíkurborg- ar um fjarlægð á milli nektardansara og áhorfenda hefðu verið brotnar á þeim, þar sem fjarlægðin milli þeirra og „nektardansaranna“ hefði verið minni en fjórir metrar. Niðurstaða af umræðum í hópnum varð þó sú að þessi nektardans væri ekki í alvöru og að reglurnar næðu ekki yfir hann. Í staðfærslu leikritsins hefur því reyndar verið komið að hvaða reglur gildi um nektardans í Reykjavík; spurt er hvort þetta athæfi sé ekki bannað, og því svarað til að það sé bara einkadansinn, og „bara fyrir sunnan“. x x x VÍKVERJI komst ekki hjá því aðvelta því fyrir sér meðan á leik- ritinu stóð, hvort það hefði þótt jafn- fyndið og skemmtilegt ef leikurinn hefði gengið út á konur í þessari sömu stöðu, þ.e. sem dansa nektar- dans sér til lífsviðurværis. Líkast til endurspeglar það valdahlutföllin og ólíka stöðu kynjanna að það þykir í lagi að gera grín að körlum, sem vinna fyrir sér með „strippi“, en sama á ekki við ef konur eiga í hlut. Það þykir einfaldlega fjarlægur möguleiki að karl þurfi nokkurn tím- ann að leggjast svona lágt. Það er þess vegna ekki auðvelt fyrir fólk að heimfæra þær aðstæður, sem leik- ritið lýsir, upp á blákaldan raunveru- leikann. x x x NEIKVÆÐUM umsögnum í fjöl-miðlum um íslenzk skáldverk, bíómyndir, leikrit o.s.frv. er oft illa tekið af aðstandendum þessara verka. Hvað ætli höfundar nýju dönsku kvikmyndarinnar Bertram & Co hafi þá sagt er þeir lásu dóm í Berlingske Tidende, sem byrjar svona: „Hálfum öðrum tíma eftir að „Bertram & Co“ byrjar hefur hún verið búin í tíu mínútur. Það eru góðu fréttirnar. Það er ekki eins gott, að á milli þessara tveggja punkta eru áttatíu mínútur af grófri kvikmyndalegri móðgun, sem er byggð á annars dauðri kenningu um að almennir áhorfendur samanstandi af fólki með valhnetu fyrir heila.“ Síðar í dómnum bætir gagnrýn- andinn því við að leikstjórnin sé við- líka fáguð og biluð þurrkaratromla, leikurinn sé bezt gleymdur og að vilji einhver sjá myndina sé hann líklega haldinn sjálfspíningarhvöt. Þeir, sem á annað borð sjái myndina, verði að vera varkárir þegar þeir komi úr bíó, af því að það sé svo erfitt að ganga á samankrepptum tám! Líklega er íslenzk gagnrýni bara nokkuð ígrunduð, varkár og orðvör, þegar allt kemur til alls. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 aumingja, 4 helmingur, 7 smábýlið, 8 skjálfa, 9 elska, 11 keyrir, 13 karl- fugls, 14 grefur, 15 lög- un, 17 reiður, 20 agnúi, 22 blíða, 23 kvistótt, 24 sefaði, 25 manndrápi. LÓÐRÉTT: 1 yrkja, 2 fetill, 3 kven- dýr, 4 fornafn, 5 telja úr, 6 bik, 10 slanga, 12 bel- jaka, 13 lík, 15 hófdýr, 16 sundra, 18 útlimir, 19 hvalaafurð, 20 skott, 21 málmur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kunngerir, 8 votar, 9 dugir, 10 tíu, 11 rolla, 11 reisa, 15 hross, 18 árnar, 21 tók, 22 rifti, 23 aflar, 24 un- aðslegt. Lóðrétt: 2 umtal, 3 narta, 4 eldur, 5 Ingvi, 6 sver, 7 urra, 12 les, 14 err, 15 horf, 16 orfin, 17 stirð, 18 ákall, 19 ný- leg, 20 rýrt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.