Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 57

Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 57 Beth Gibbons and Rustin’ Man – Out of Season Um það bil þeg- ar maður var að gefast upp á bið- inni eftir nýrri Portishead-plötu þá kemur þessi líka snilld út og eyðir allri gremju sem biðin hafði valdið. Hér er nefnilega á ferð sam- vinnuverkefni Gibbons söngkonu sveitarinnar og Paul Webb fyrrum Talk Talk-liða, plata sem gefur plötunum tveimur með Portishead lítið eftir og sýnir í raun og sannar hversu ríkulegt hennar framlag var til þeirra. Þótt hún sé enn á reyk- mettum, strengjum hlöðnum og tregafullum djassnótum fer minna fyrir tripphoppinu. George Harrison – Brainwashed Svanasöngur Harrisons heit- ins sem þeir Jeff Lynne upptöku- stjóri og sonur hans Dhani Harrison bjuggu til útgáfu eftir að hann féll frá síðla árs 2001. Á stöku stað átakanleg áheyrnar enda flest lögin samin af fársjúkum andans manni sem þekkir örlög sín og bíð- ur eftir kallinu. Hressileg Travell- ing Willburys-stemmningin sem svífur yfir vötnum í lögum eins og „Any Road“ á þannig kannski ekki alveg nógu vel við en á heildina er platan hinn prýðilegasti legsteinn um einhvern merkasta tónlistar- mann rokksögunnar. Johnny Cash – American IV: The Man Comes Around Cash karlinn hefur sannarlega víða farið og heyrt margan sönginn um langa og við- burðaríka ævi. Og enn heldur hann áfram að túlka með sínu nefi þau sem hjarta hans standa næst. Það var vitað að erfitt yrði að fylgja eftir framúrskarandi þriðju plötu í Ameríku-bálkinum og vissu- lega eru lögin veikari á þessari fjórðu, sum meira að segja æði vafasöm („Bridge Over Troubled Water“, „Personal Jesus“, „In My Life“, „Danny Boy“) en þau sem vel heppnast („The Man Comes Around“, „Hurt“, „I’m So Lone- some I Could Cry“ m. Nick Cave, „Desperado“) eru ekkert minna en mögnuð og gera plötuna ómiss- andi. Blue – One Love Sir Elton segir þá besta stráka- bandið og hver deilir við hann um slíkt. Samt sem áður er önnur plata drengja ekki alveg nógu góð. Titillagið er fínt, grípandi og svalt en hin lögin síðri og það sem meira er, allt of mörg, eða 15 tals- ins. Svo er ég ekki alveg að kaupa útgáfuna á Elton-perlunni og mesta furða að karlinn skuli gera það sjálfur.  Whitney Houston – Just Whitney Hún er upprisin, þvert á spádóma bölsýnismanna og sýnir hér vissu- lega að hún á enn nóg inni, að því uppfylltu að hún hafi sér við hlið réttu hjálpar- hellurnar. Gall- inn við þessa annars ágætu endurkomu dív- unnar (óhætt að fara að kalla hana það nú eftir öll afrekin sem hún hefur unnið þau ríflega 15 ár sem hún hefur verið í bransanum) er að hún slysaðist til að leita á náðir of margra hjálp- arhellna – Babyface, Kevin „She’k- spere“ Briggs, Missy Elliott og Rob Fusari – og útkoman því held- ur losaraleg. En sprettirnir inn á milli eru fínir, eins og í upphafslag- inu „Whatchulookinat“ og „Things You Say“. Erlend tónlist Skarphéðinn Guðmundsson BANDARÍSKA söngkonan Diana Ross var tekin fyrir meintan ölv- unarakstur í Ari- zona í Banda- ríkjunum eftir að lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag henn- ar. Áfengismæling sýndi að hún var með meira en tvöfalt leyfilegt alkóhólmagn í blóði. Lögreglan sagði að Ross hefði verið yf- irheyrð en henni hefði síðan verið ekið til dvalarstaðar síns í Tucson en hún býr í Los Angeles. Söng- konan neitaði því tvisvar við lög- reglu að hafa verið að drekka. Hún sagðist hafa verið á leið á myndbandaleigu en hún hafi villst. Í maí á þessu ári lagðist Ross inn á meðferðarstofnun í Los Angel- es og gekkst undir áfeng- ismeðferð áður en hún fór í hljóm- leikaferð. Kemur hún fyrir rétt hinn 13. janúar vegna þessa … FÓLK Ífréttum Diana Ross fyrirtaeki.is Almennur harmonikkudansleikur verður haldinn í Miðgarði Innri-Akraneshreppi laugardagskvöldið 4. janúar frá kl. 22.00—02.00. Miðaverð 1.200 kr. Ps. getum ekki tekið við greiðslukortum. Stjórn Duna. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.