Morgunblaðið - 12.01.2003, Side 21

Morgunblaðið - 12.01.2003, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 21 Hreyfigreining ehf. Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími: 511-1575 greining@hreyfigreining.is www.hreyfigreining.is NÁMSAÐSTOÐ svo þú getir náð þér á strik í náminu Nemendaþjónustan sf. s. 557 9233 www.namsadstod.is Kæri 10. bekkingur! Viltu ráða því í hvaða framhaldsskóla þú ferð næsta haust? Til þess þarftu að taka a.m.k. 4 samræmd próf og fá góðar einkunnir því skólarnir munu velja nemendur eftir einkunnum. Takirðu ekki prófin verður þér hugsanlega boðið að fara á almenna braut en það seinkar námi þínu um eitt til tvö ár með tilheyrandi kostnaði. Ef þú ert tilbúin(n) að taka á málunum fyrir vorið þá bjóðum við þér VIKUBLAÐIÐ Fréttir og Fjölsýn í Vestmannaeyjum stóð fyrir kjöri manna ársins í byrjun þessa árs. Það kom fáum á óvart í Vestmanna- eyjum að þeir mágar, Haraldur Gíslason og Gunnlaugur Ólafsson, skyldu hljóta sæmdarheitið Eyja- menn ársins 2002 af Fréttum og Fjölsýn. Í lok ársins var upplýst að stór hlutur í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum væri til sölu og brugð- ust þeir skjótt við og keyptu. Talið er af heimamönnum að þeir félagar öðrum fremur hafi tryggt það að ráðandi meirihluti í Vinnslustöðinni verði áfram á hendi Eyjamanna. Hlynur Stefánsson knatt- spyrnumaður fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt til íþróttamála. Hlynur á að baki 20 ára farsælan knattspyrnuferil með ÍBV, landslið- inu og sænska félaginu Örebro. Fyrirtæki ársins var kjörið Berg- ur-Huginn, en félagið á að baki 30 ára farsælan feril og var m.a. það fyrirtæki á Íslandi sem greiddi hæstu meðallaun á árinu 2001. Framkvæmdastjóri Bergs-Hugins er Magnús Kristinsson. Björgunarafrek ársins var þegar þremur mönnum var bjargað úr sjávarháska við Elliðaey sl. sumar. Bátur þeirra fór á hliðina og þrír menn lentu í sjónum, einn komst í land en tveir gátu enga björg sér veitt. Þeir aðilar sem heiðraðir voru fyrir þessa björgun voru Þórarinn Sigurðsson sem hringdi eftir aðstoð, og formaður Björgunarfélags Vest- mannaeyja, Adólf Þórsson. Þá fékk Eygló Harðardóttir blóm- vönd fyrir vasklega framgöngu við að koma fyrirtækinu Þorskur á þurru landi á legg. Morgunblaðið/Sigurgeir F.v. Þórarinn Sigurðsson, Adólf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vest- mannaeyja, Eygló Harðardóttir frá Þorski á þurru landi, Lóa Skarphéð- insdóttir og Þóra Magnúsdóttir frá Bergi-Hugin, Hlynur Stefánsson knatt- spyrnumaður og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sem tók við verðlaununum fyrir Gunnlaug Ólafsson og Harald Gíslason, menn ársins. Kaupendur Vinnslustöðv- arinnar Eyja- menn ársins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.