Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 15
%                 %     !     "  # !"    ! $"  % !   &''   (  % ) )  " *   +) )  "       , ,   !- $. !!"!#/ 0 "#$$#$ + %%" "   %    $, ,   !- % $.  #/ 0 %#""$ % !!& # ! & # # '( ) *  +           1 2 3  2"  "  ,43!        " 3 2   ,) 5 )      + 6 7 2 8  ! , 2, " 99  "  2 " "  2  "   "     !7  + *   "2 2  " "   8  ! ,43!  !+  &  '  (  )  "*  +  NORÐLINGAÖLDUVEITA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 15 NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ, undanfari Nátt- úruverndar ríkisins sem nú tilheyrir Umhverf- isstofnun, veitti undanþágu fyrir miðlunarlóni við Norðlingaöldu í 581 metra yfir sjó (m.y.s.) með ákveðnum skilyrðum sem voru í samkomulagi um friðlýsingu Þjórsárvera sem náðist árið 1981 innan sérstakrar samstarfsnefndar á vegum iðnaðar- ráðuneytisins, Náttúruverndarráðs og orkufyr- irtækja, svokallaðrar SINO-nefndar. Gefin var út sérstök auglýsing um friðlýsinguna í Stjórnartíð- indum í lok árs 1981 og hún svo endurskoðuð lítils háttar 1987. Áður en samkomulagið náðist höfðu staðið yfir hatrammar deilur um árabil milli náttúruvernd- arsinna og Landsvirkjunar, sem í tengslum við Búrfellsvirkjun hafði uppi áform um að virkja Efri- Þjórsá með stíflu við Norðlingaöldu. Náttúru- verndarráð fór þar fremst í flokki andstæðinga eft- ir að það var stofnað í ársbyrjun 1972. Landsvirkjun kynnti þessi áform sín í upphafi áttunda áratugarins, fyrir þann tíma höfðu um nokkurt skeið verið uppi hugmyndir um virkjun Efri-Þjórsár, fyrst settar fram árið 1949 af Sigurði Thoroddsen verkfræðingi. Áformin voru ekki að- eins gagnrýnd hér heldur einnig í Evrópu af al- þjóðlegum samtökum og þekktum vísindamönn- um. Í grein Jóhanns Más Maríussonar, fv. aðstoð- arforstjóra Landsvirkjunar, um Norðlingaöldu- veitu í Morgunblaðinu í september sl. segir að allar fyrri hugmyndir hafi átt það sammerkt að virkja Efri-Þjórsá frá upptökum og niður fyrir Sult- artanga eða Búrfell án þess að veita Þjórsá yfir í Þórisvatn. Áform Landsvirkjunar voru kynnt á fundi í Gnjúpverjahreppi vorið 1972 en þá var lón- hæð Norðlingaöldulóns allt að 593 m.y.s. Þar lýsti meirihluti fundarmanna sig andvígan því að Þjórs- árver færu undir vatn. Jóhann Már segir að þessi andstaða hafi leitt til þess að Landsvirkjun og Náttúruverndarráð hafi sest á rökstóla til að reyna að ná sáttum. Fyrst fóru viðræður fram beint milli Landsvirkj- unar og Náttúruverndarráðs en svo tók fyrrnefnd SINO-nefnd til starfa. Fram kom ný hugmynd þess efnis að veita upptakakvíslum Þjórsár og þverám á austurbakkanum til Þórisvatns. Hug- myndin átti stóran þátt í að liðka fyrir viðræðum innan nefndarinnar og í ársbyrjun 1980 lagði Landsvirkjun fram nýja áætlun þar sem m.a. var gert ráð fyrir að hlífa Þjórsárverum að mestu. Var þá samin friðlýsingartillaga sem gerði ráð fyrir þeim möguleika að á jaðarsvæðum friðlandsins gæti orðið nokkur röskun af orkumannvirkjum en meginhluti Þjórsárvera héldist óskertur. Var til- lagan samþykkt innan ráðsins og friðlýsing Þjórs- árvera staðfest í upphafi aðventunnar árið 1981 og birt sem auglýsing í Stjórnartíðindum 17. desem- ber af þáverandi menntamálaráðherra, Ingvari Gíslasyni. Í auglýsingunni frá 1981 er vitnað til heimildar í lögum nr. 47/1971 um náttúruvernd um að Náttúruverndarráð (síðar Náttúruvernd rík- isins og nú Umhverfisstofnun) hafi fyrir sitt leyti ákveðið að friðlýsa Þjórsárver við Hofsjökul. Frið- landið sem um ræðir er 375 ferkílómetrar að stærð. Síðan er mörkum friðlandsins lýst og sjást þau á korti hér á síðunni. Auglýsingin var endurskoðuð af menntamálaráðuneytinu árið 1987 með birtingu í Stjórnartíðindum (nr. 507/1987) og eina breyt- ingin varð á staðháttum í lýsingu friðlandsins. Reglurnar, sem fylgja hér á síðunni í úrdrætti, breyttust ekki og það sem á eftir þeim kemur í auglýsingunni. Þar segir m.a. að Umhverfisstofnun geti veitt heimild til þess að vikið verði frá regl- unum í einstökum tilvikum og kveðið nánar á um vernd svæðisins. Síðan segir: „Þrátt fyrir ákvæði 2. töluliðar er Landsvirkjun heimilt að veita til Þórisvatns úr upptakakvíslum Þjórsár á Sprengisandi og austurþverám hennar, enda verði kappkostað að halda umhverfisáhrifum mannvirkja í lágmarki. Enn fremur mun Umhverf- isstofnun fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun und- anþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppi- stöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m.y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Umhverf- isstofnunar.“ Í auglýsingunni er næst vikið að rannsóknum sem fram skuli fara á vegum ráðgjafarnefndar, sem tók svo til starfa árið 1984 og hefur gengið undir nafninu Þjórsárveranefnd. Er nefndinni enn- fremur ætlað að fjalla um endanleg mörk um- ræddra mannvirkja, ráðstafanir til að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra á vistkerfi Þjórsárvera og hugsanlega endurskoðun á vatnsborðshæð miðlunarlónsins. „Nefndin skal og gera tillögur til stjórnar Landsvirkjunar og Umhverfisstofnunar um nauðsynlegar rannsóknir í þessu sambandi og skal Landsvirkjun kosta þær að svo miklu leyti sem hlutaðeigandi rannsóknaráætlun hlýtur sam- þykki stjórnar Landsvirkjunar og Umhverfisstofn- unar,“ segir einnig í auglýsingunni. Samkomulagið um Þjórsárver „ÉG ætla hvorki að lýsa harmi né ánægju með úr- skurð ráðherra vegna ýmissa óvissuþátta, en tel samt mjög já- kvætt að frið- landsmörkin skuli virt,“ segir Már Haraldsson, oddviti Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. „Ég vona að með þessu hafi tónninn verið gefinn með því að friðlandsmörk verði í framtíðinni virt.“ Hann segir mikla óvissu ríkja um útfærslu og framkvæmd m.a. í tengslum við set- og veitulónið upp við Þjórsárjökul og þeirri óvissu þurfi að eyða. „Í úrskurði Skipulagsstofn- unar frá síðastliðnu sumri var gert ráð fyrir að eyða setmyndun með dælingu en nú virðist aurskolun vera uppi á tengingnum en þá er spurning hvar aurinn eigi eftir að setjast til á endanum. Eins þarf að vita hversu miklu vatni verður veitt úr setlóninu austur í Kvíslaveitu. Það skiptir máli upp á friðlandið að tryggja rennsli þangað, enda um sjálfa lífæðina í frið- landinu að ræða. Svo er nú mikilvæg spurning sem snýr að Landsvirkjun en hún þarf að svara því eftir hve miklu er að slægjast við breyttar að- stæður. Hagkvæmnin hlýtur að skerðast verulega og orkugetan minnka svo ekki sé minnst á hugs- anlega aukinn rekstrarkostnað.“ Már Haraldsson Jákvætt að friðlandsmörk- in skuli virt  Stífla í Þjórsá á móts við Norð- lingaöldu. Líkleg staðsetning um 2 km neðan ármóta við Svartá.  Veitulón ofan stíflu, að mestu í farvegi Þjórsár, með lækkaðri lón- hæð.  Veitumannvirki, s.s. dælustöð, skurðir, jarðgöng, frá áðurnefndu veitulóni yfir á vatnasvið Þórisvatns.  Setlón í farvegi Vesturkvíslar, vestan núverandi Þjórsárlóns, ásamt veitu frá Litlu-Arnarfellskvísl til set- lónsins.  Veituskurður frá áðurnefndu set- lóni til Þjórsárlóns.  Ýmsar smærri framkvæmdir, t.d. vegir, slóðir, jarðefnanámur og haugsvæði. Tillaga um nýja framkvæmd 1. Sérstök nefnd, Þjórsárveranefnd, er Nátt- úruvernd ríkisins, nú Umhverfisstofnun, til ráðuneytis um málefni friðlandsins. 2. Mannvirkjager ð, jarðrask og aðrar breyt- ingar á landi, svo og breytingar á rennsli vatna og vatnsborðshæð, eru óheimilar nema til komi leyfi Umhverfisstofnunar. 3. Óheimilt er að skaða gróður og trufla dýralíf, svo og að hrófla við jarðmyndunum, gæsaréttum og öðrum minjum. 4. Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða. 5. Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er umferð um varplönd heiðargæsar bönnuð. 6. Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á hefðbundnum leiðum. 7. Flug neðan 3.000 feta hæðar yfir friðland- inu utan jökuls er óheimilt á tímabilinu 10. maí til 10. ágúst. 8. Ekki er haggað hefðbundnum rétti bænda til umferðar vegna nytja og leita á svæðinu. 9. Notkun skotvopna er óheimil á friðland- inu. Úr reglum friðlandsins „ÞAÐ er jákvætt út af fyrir sig að lónið skuli fara út úr friðlandinu, en svo er annað mál hvort Lands- virkjun sé sátt við það vegna hag- kvæmnissjón- armiða,“ segir Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps. „Það koma ábyggilega styttri göng í gegnum Holtamannaafrétt og eitt- hvað af opnum skurðum sem koma í staðinn sem er afskaplega slæmt.“ Hann segir það þá koma sér á óvart hvað gert sé ráð fyrir mikilli minnkun lónsins í úrskurði ráðherra og segir lónið geta verið stærra þótt það væri fært út úr friðlandinu. „En það er kannski ekki aðalatriðið. Það munar miklu að garðurinn skuli vera færður niður um níu metra. Ég taldi 575 metra lónshæð viðunandi hæð gagnvart umhverfisáhrifum og er ekki fyllilega sáttur við 566 metra lónshæð því það eru margir óvissu- þættir varðandi það hvernig vatnið verður tekið í gegnum afréttinn, í göngum eða skurðum. En heiðagæsin fer vel út úr þessu og vonandi eru unnendur hennar ánægðir.“ Jónas Jónsson Hefur áhyggj- ur af opnum skurðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.