Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Enskur texti Sýnd kl.5.50. Ein umdeildasta og djarfasta kvikmynd ársins er komin í bíó. Myndin er alls ekki við hæfi viðkvæms folks. Kvikmyndaskoðun heimilar einungis kvöldsýningar á myndinni sökum djarfra ástarsena og grófra ofbeldisatriða. Stranglega bönnuð innan 16 ára Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Frumsýning Monica Bellucci Sýnd í stórum sal í dúndur hljóðkerfi kl. 5.40, 8 og 10.15. B. i. 14. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.15. 2 vinsælustu myndir frönsku kvikmyndahátíðarinar DV MBL DVMBL ÓHT Rás 2 Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10 /Sýnd kl. 5. ísl. tal. / Sýnd kl. 8. enskt tal. / / KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK / / ÁLFABAKKI KRINGLAN Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Sýnd kl. 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 10. / ORKA, lækningar og heimspeki eru þau þrjú orð, sem eru höfð til hlið- sjónar í allri starfsemi Heilsudrek- ans, sem er kínversk heilsulind við Ármúla. Dong Qing Guan er eig- andi og framkvæmdastjóri Heilsu- drekans, sem hefur verið starf- ræktur síðustu fjögur árin. Opið hús verður í Heilsudrek- anum í dag og á morgun í tilefni þess að Kínverjar eru að kveðja gamla árið og nýtt ár hefst á laug- ardag. „Það eru alltaf mikil hátíð- arhöld í Kína í tilefni nýja ársins, sem standa í marga daga. Mér fannst leiðinlegt að fagna ekki nýja árinu og ákvað að gera eitthvað skemmtilegt í þetta sinn,“ segir Qing, sem hefur búið á Íslandi frá árinu 1991. „Það eru nefnilega ekki svo margir Kínverjar hér á landi.“ Starfsemi Heilsudrekans er fjöl- þætt og er þar kennd kínversk leik- fimi, hægt að fara í kínverskt nudd, bað og nálastungur, svo eitthvað sé nefnt. Þessu geta gestir Heilsudrekans kynnst í dag og á morgun. Hægt verður að sjá það sem Vestur- landabúar kalla kung fu en í Kína er kallað wushu art, útskýrir Qing. Ráðgjöf á staðnum „Ef einhver hefur áhuga á að vita hvernig tai chi er þá getum við sýnt honum það. Við veitum líka ráðgjöf handa fólki, sem á við gigt, vöðva- bólgu, bakveiki eða önnur vanda- mál að stríða,“ segir hún og hvetur fólk til að koma á staðinn, spyrjast fyrir og prófa. Qing segir að Kínverjar hafi löngum verið þekktir fyrir langlífi og heilbrigða lifnaðarhætti. Hún útskýrir líka að þeir hafi þróað að- ferðir sínar til eflingar líkama og heilsu í gegnum árþúsundir. Öll leikfimin í Heilsudrekanum byggist upp á að þjálfa bæði líkama og sál. Einhverjum kann að finnast það klisja en það þarf ekki annað en að horfa á Qing, til að sjá að þetta skilar árangri því hún geislar af heilbrigði. Kennir hugræna teygjuleikfimi Qing, sem er menntuð í sínu fagi, kennir hugræna teygjuleikfimi, sem hún segir m.a. hafa reynst gigtveiku fólki vel. Hún segir leik- fimina vinna gegn mörgum algeng- um kvillum, losa um uppsafnaða spennu og stirð liðamót. Þegar blaðamaður spyr í sakleysi sínu hvort Íslendingar séu ekki sí- fellt að verða opnari fyrir svona „óhefðbundinni“ leikfimi og lækn- ingum er hún ekki svo viss. „Það hefur vissulega gengið vel en 30% þeirra sem koma hingað eru útlendingar, fólk frá öðrum Evr- ópulöndum, eins og Bretlandi og Frakklandi. Þetta fólk hefur kynnst kínversku leikfiminni og fleiru í heimalandi sínu,“ segir Qing og bætir við að kínverska leiðin eigi enn eftir að skjóta dýpri rótum á Ís- landi. Prófessor í wushu art, sem eins og fyrr segir er betur þekkt undir nafninu kung fu, kennir í Heilsu- drekanum. Einnig eru sérstakir tímar fyrir börn, sem Qing segir hafa komið vel út. „Tai chi er það besta sem hægt er að gera fyrir hjartað. Það er virki- lega góð leikfimi,“ segir hún. Þeir sem ætluðu að koma sér í form um áramótin síðustu en eru ekki enn komnir af stað þurfa ekki að gefast upp. Þeir fá nú annað tækifæri með kínversku áramót- unum, til að koma sér af stað og fylgja heilsusamlegra líferni, hvort sem þeir fylgja kínverskum leiðum eður ei. Opið hús í Heilsudrekanum í tilefni nýs árs í Kína Efling líkama og sálar Morgunblaðið/Sverrir Iðkendur íþróttarinnar wushu art, eða kung fu, í Heilsudrekanum. Opið hús verður í Heilsudrekanum, Ármúla 17a, á föstudag frá klukkan 10–18.30 og laugardag 10–16. TENGLAR ..................................................... www.heilsudrekinn.is ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.