Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður RósaMeyvantsdóttir fæddist í Reykjavík 2. júní 1918. Hún andaðist á Landa- kotsspítala 23. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Meyvant Sigurðsson, bílstjóri og bóndi á Eiði, þar sem nú er Eiðistorg, f. 5 apríl 1894, d. 8. sept. 1990, og Elísabet Jónsdótt- ir húsmóðir, f. 26. des. 1891, d. 13. jan. 1974. Systkini Sigríð- ar eru: Sigurbjörn Frímann, f. 26. júní 1913. d. 31. jan. 1951, Þórunn Jónína, f. 2. ágúst 1914, d. 11. ágúst 1981, Valdís, f. 4. jan. 1916, d. 23. maí 2002, Sverrir Guðmundur, f. 5. okt. 1919, Ríkharður, f. 20. jan. 1922, d. 7. jan. 1983, Þórólfur, f. 23. ágúst 1923, Elísabet, f. 24. maí 1927, og Meyvant, f. 16. maí 1930. Sigríður giftist 13. des. 1941 Ein- 6. júlí 1956, Hörður, f. 16. ágúst 1958, Fjóla, f. 21. apríl 1960, Lilja, f. 31. júlí 1962, Björk, f. 6. apríl 1968, og Svavar, f. 18. sept. 1972. Sonur Björns og Sigríðar er Stein- dór, f. 12. júní 1953, kvæntur Helgu R. Jónsdóttur. Börn hans eru Björn, f. 7. sept. 1970, Brynhildur, f. 2. júlí 1974, Linda Hrönn, f. 22. maí 1979, og Bjarni Þór, f. 1. mars 1984. Sigríður giftist 12. júlí 1980 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Magn- úsi Steingrímssyni, f. 20. jan. 1920. Magnús átti fimm börn frá fyrra hjónabandi og á nú 20 barnabörn og 30 barnabarnabörn og gekk Sigríður þeim í móður og ömmu stað. Sigríður og ólst upp og starfaði við ýmis störf í Reykjavík. Lengi starfaði hún við verslunarstörf, m.a. hjá Kristni mági sínum í versl- uninni Skúlaskeiði við Skúlagötu. Einnig vann hún lengi í Skátaheim- ilinu við Snorrabraut. Í mörg ár sá hún um ræstingar hjá Ferðaskrif- stofu Íslands. Sigríður starfaði mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var m.a. í fulltrúaráði flokksins. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. ari Oddbergi Sigurðs- syni, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Magnús Þór, f. 9. apríl 1942, kvæntur Carmen Ein- arsson. Börn hans eru Sigríður Rósa, f. 30. okt. 1971, Elísabet, f. 24. jan. 1974, Ríkharð- ur Leó, f. 8. ágúst 1979, og Telma Dögg, f. 12. maí 1982. 2) Sig- urlín, f. 29. maí 1944. Börn hennar eru Ro- bert Leo, f. 20. mars 1963, Ronald James, f. 4. sept. 1964, Linda Birna, f. 16. júlí 1965, og Vicky Lynn, f. 25. des. 1970. Sigríður giftist 20. nóv. 1948 Birni Steindórssyni, f. 25. feb. 1912, d. 20. nóv. 1974, og gekk Guðrúnu Fanny, f. 16. júlí 1936, dóttur Björns frá fyrra hjónabandi, í móður stað eftir andlát móður hennar. Guðrún er gift Birki Frið- bertssyni, börn þeirra eru: Björn, f. Í dag kveð ég elsku ömmu mína. Amma var einstök kona og þegar ég hugsa um hana skynja ég frið og kærleika. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti henni því afi er þar fremstur manna. Afa mínum kynnt- ist ég því miður aldrei því hann lést sama ár og ég fæddist. Allir segja að hann hafi verið yndislegur maður og ég veit hversu sárt hún amma sakn- aði hans. En amma öðlaðist þá ham- ingju að verða ástfangin aftur, hún kynntist honum Magga sínum og sér hann nú á bak konu sinni. Maggi afi, eins og ég kallaði hann alltaf, var mjög góður maður. Hann hefur stað- ið eins og klettur við hlið ömmu í öll- um hennar veikindum og hugsað ein- staklega vel um hana. Elsku Maggi afi, takk fyrir að hafa reynst ömmu svona vel öll þessi ár. Heimili þeirra í Álftamýri og síðar á Grensásveginum voru falleg. Allt var hreint, hver hlutur á sínum stað, rúmið glæsilega uppbúið með fal- legri brúðu fyrir miðju þess. Amma var glæsileg kona, vel klædd og með hárið fallega lagt. Hún tók alltaf hlý- lega á móti mér. Minnisstæðar eru kaffiveitingarn- ar, heimabakaðar kökur af öllum gerðum og snyrtilega raðað á borð. Það var eins gott fyrir mann að koma svangur til ömmu því ekkert þýddi að mótmæla fyrirhöfninni. Það var gaman að sitja við eldhúsborðið hjá ömmu, gæða sér á kræsingunum og spjalla við hana því hún var skarpgreind og hafði áhuga á því sem var að gerast í kringum hana. Auk þess hafði hún góða kímnigáfu og sagði vel frá. Handavinnan var hennar líf og yndi og var hún iðin við að hekla. Hún var mjög gjafmild og þakklát fyrir allt. Hún heklaði jafnvel fallega dúka í þakklætisskyni fyrir lækna og annað hjúkrunarfólk sem annaðist hana. Maður gat í raun miðað veik- indi ömmu við hvort hún var að hekla eða ekki, nú undanfarna mánuði hef- ur hún verið rúmliggjandi og þá hliðraði hún sér bara til í rúminu og hélt áfram að hekla og alltaf jafn undurfallega. Ég hef aldrei á ævi minni kynnst öðrum eins lífskrafti og lífsánægju og amma mín bjó yfir, lengi hafa veikindi hrjáð hana en alltaf hefur hún barist og haft betur. Þrátt fyir mótlæti hélt hún sínu góða skapi. Margar eru minningarnar um ánægjulegar stundir þar sem við töl- uðum saman um allt milli himins og jarðar. Ég minnist þess að fyrir tíu árum var ég á leið til Bandaríkjanna til að dvelja þar í eitt ár og þá varð mér hugsað hvort ég ætti nokkuð að fara því amma gæti skilið við á með- an. En amma mín var sterkasta kona sem ég þekki og fór ekki fyrr en hún var tilbúin til þess og núna var hún það. Ég veit að henni líður vel núna. Nú kveð ég þig, mín elskulega amma, í hinsta sinn, en ótæmandi minningar um þig geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég fæ það aldrei fullþakkað að hafa átt slíka ömmu og ég mun alltaf elska þig amma mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Minning um þig mun lifa að eilífu. Þín Brynhildur Steindórsdóttir. Elsku amma Sigga. Okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum og þakka þér fyrir að hafa komið inn í líf okkar. Það er blessun að hafa fengið að kynnast þér, þú reyndist okkur sem móðir, amma og vinur. Húsmóðir varstu alltaf mikil og veislu barstu á borð eins og ekkert væri. Það voru einhverjar þínar skemmtilegustu stundir þegar þú barst mat á borð fyrir alla þá sem litu inn til þín og góð varstu heim að sækja. Börnum okkar tókst þú eins og þínum eigin barnabörnum og kunna þau svo sannarlega að meta þig fyrir það og viljum við þakka þér fyrir alla þá ást- úð og umhyggju sem þú færðir okk- ur. Þú barðist eins og hetja í veik- indum þínum og varst ekki tilbúin að gefast upp nærri strax er veikindi þín fóru að herja á þig og líkama þinn. Alltaf varstu meðvituð um hvað SIGRÍÐUR RÓSA MEYVANTSDÓTTIR ✝ Hildur KristínJakobsdóttir fæddist á Svalbarði á Svalbarðsströnd 7. mars 1935. Hún lést á Seli, hjúkr- unardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, fimmtu- daginn 23. janúar síðastliðinn. For- eldrar Hildar Krist- ínar voru Jakob Vilhjálmur Þor- steinsson, f. 1. júní 1912, d. 15. apríl 1994, og Hólmfríð- ur Þórdís Ingimarsdóttir, f. 26. júní 1913, d. 5. október 1998. Seinni maður Hólmfríðar Þórdís- ar var Karl Hjálmarsson, f. 17. desember 1901, d. 4. júlí 1964. Systur Hildar Kristínar: Oddný, f. 4. febrúar 1936, búsett í Reykjavík og Sigurjóna, f. 4. febrúar 1936, búsett í Reykjavík. Hálfsystkini Hildar Kristínar, samfeðra: Sigríður, f. 26. nóv- ember 1955, búsett í Austurhlíð, Eyjafjarðarsveit, Þorsteinn Magnús, f. 10. október 1957, bú- settur í Hafnarfirði og Ísleifur Óli, f. 14. janúar 1960, búsettur í Reykjavík. Stjúpsystkini Hildar Kristínar: Ásgeir Hjálmar Karls- ur, f. 21. október 1961, börn þeirra eru, Hildur, f. 27. apríl 1986, Gunnar, f. 31. júlí 1988, Vikar, f. 15. maí 1995, stjúpdótt- ir Vals er Ólöf Guðnadóttir, f. 7. júlí 1981, dóttir Vals Birgitta Maggý, f. 20. október 1983, og c) Örn, f. 9. ágúst 1961, fv. maki Ingimunda Maren Guðmunds- dóttir, f. 27. mars 1967, sonur þeirra er Gunnar Máni, f. 27. ágúst 1992, stjúpsonur Arnar Jó- hann Sigurðarson, f. 20. október 1985. Hildur Kristín ólst upp á Þórs- höfn á Langanesi. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Akureyrar og stundaði nám í handavinnukennslu við Håndarbejdets Fremme skole í Kaupmannahöfn. Hildur Kristín bjó lengst af á Hvammstanga. Hún var handavinnukennari við Barnaskólann á Hvammstanga í nokkur ár en lengst af stundaði hún verslunarstörf hjá Kaup- félagi Vestur-Húnvetninga. Hild- ur Kristín var í nokkur ár um- sjónarmaður með barnastúkunni Vetrarblóminu á Hvammstanga, sat í áfengisvarnarnefnd Vestur- Húnavatnssýslu í nokkur ár. Hún var ein af stofnendum UMF Kor- máks á Hvammstanga og var gjaldkeri slysavarnadeildarinnar Káraborgar í nokkur ár. Haustið 2000 fluttist Hildur Kristín til Akureyrar. Útför Hildar Kristínar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. son, f. 13 janúar 1927, d. 2. apríl 1980, Katrín Helga Karlsdóttir, f. 27. nóvember 1932, bú- sett í Svíþjóð og Halldóra Karlsdótt- ir, f. 17. febrúar 1936, búsett í Borg- arnesi. Fósturbræð- ur Hildar Kristínar: Steingrímur Vikar Björgvinsson, f. 31. maí 1941, búsettur í Reykjavík og Karl Davíðsson, f. 4. nóv- ember 1949, búsett- ur á Akureyri. Hinn 12. nóvember 1954 giftist Hildur Kristín Gunnari Valgeiri Sigurðssyni, fv. kaupfélagsstjóra frá Hvammstanga, f. 10. nóvem- ber 1932. Hann er sonur Sig- urðar Gíslasonar, f. 2 júlí 1905, d. 30. maí 1977, og Ingigerðar Guðbjargar Daníelsdóttur, f. 13. júlí 1903, d. 29. júní 1990. Börn Hildar Kristínar og Gunnars Valgeirs eru: a) Þórdís, f. 8. apríl 1955, búsett í Reykja- vík, fv. maki Benedikt Guðmund- ur Grímsson, f. 8. júlí 1953, dótt- ir þeirra er Sara, f. 21. október 1985, b) Valur, f. 5. mars 1958, kvæntur Hermínu Gunnarsdótt- Elsku mamma. Mig langar til að þakka þér fyrir allt og kveðja þig með nokkrum orðum. Mamma átti mjög auðvelt með að hugsa jákvætt og hlúa að því sem henni þótti vænt um. Hún gifti sig ung honum pabba mínum sem var lengi kaupfélagsstjóri á Hvammstanga. Hún hugsaði vel um heimili sitt og okkur Val, Örn og mig, en hafði samt tíma til að sinna flestum sínum áhugamálum. Mamma var heppin að því leyti að hún átti mann sem hefur gengið í gegnum allt með henni, ég veit að hann á eigin sársauka innra með sér, sem hann ber ekki á torg. Í faðmi hans gat hún hjúfrað sig og hann var hennar allra besti vinur. Verkefnalistinn þinn var ekki tómur og þú hafðir ekki tíma til þess að vera veik, því að tími þinn var svo dýrmætur. Ég veit að það er ekki hlutverk lífsins að gera allt fullkomið. Takk fyrir að vera ná- kvæmlega eins og þú varst. Hvers vegna þurftir þú að glíma við þessa sjúkdóma í lífi þínu, elsku mamma, var það kannski til að við hin gæt- um lært eitthvað af því. Sorgin er sársaukafull og oft myndast tóma- rúm þegar frá líður, sem við tökum á og hjálpum hvert öðru. Mamma átti trú, von og vilja til að berjast við herra Parkinson. Það á að taka mark á fólki sem leitar til læknis, og við eigum rétt á því að á okkur sé hlustað. Oft hefur mamma verið við það að gefast upp en þeir á Akureyri hafa hlustað og talað við hana eins og manneskju og fá allir þeir sem hafa verið góðir við mömmu frábærar þakkir frá mér. Mamma sagði oft við sjálfa sig, þrátt fyrir að vera með þennan erf- iða sjúkdóm „ég ætla mér að ganga glöð út í þennan dag“. Henni fannst lífið vissulega harður skóli en eftir erfiða daga vonaði hún að sá næsti yrði betri. Hún botnaði ekkert í fólki sem var í vondu skapi og óánægt með allt og alla, þá sagði hún að það væri betra að lifa lífinu lifandi einn dag í einu. Hún hefur oft orðið fyrir miklum áföll- um á lífsleiðinni en alltaf verið ákveðin í að halda sínu striki með hjálp elsku pabba. Ég veit að eng- inn maður getur leikið það eftir sem pabbi gerði fyrir mömmu. Hún átti auðvelt með að skilja alla og hvetja aðra í kringum sig. Mamma reyndi ávallt að hreyfa sig daglega og sagði, það léttir lundina. Ég vildi óska að hún hefði getað stofn- að hlátursklúbb sem hefði gert mörgum gott, en ekkert varð af því. Talaði hún um að það að hlæja dátt létti ekki bara skapið, heldur lækkaði það blóðþrýstinginn og færði fólki vellíðan, já svona væri lífið. Ég trúi því að við höldum áfram á því stigi sem við vorum á þegar við kveðjum þetta jarðlíf. Það eina góða sem við getum gert fyrir látna ástvini er að biðja fyrir þeim og óska þeim góðs gengis í hinu nýja lífi. Hún mamma var handavinnu- kennari að mennt og ákveðin í að læra og miðla öðrum svo lengi sem hún lifði. Oft sagði hún við mig, flæktu ekki lífið að óþörfu. Við upp- lifum öll efiðar stundir. Þá hjálpar oft að deila þeim með öðrum. Og vera í sambandi við vini sína. Mamma átti auðvelt með að hrósa fólki og gera eitthvað fyrir aðra. Hún talaði oft um að það að gefa af sér yki eigin vellíðan og annarra. Hún hafði jákvæða lífssýn og já- kvæð markmið. Oft skrifaði hún greinar í dagblöð og þá var hún yf- irleitt að verja lítilmagnann. Alltaf stóð heimili þitt og pabba öllum opið, þú greiddir af mætti úr vanda eftir bestu trú þinni. Elsku pabbi, þú hefur verið mömmu svo góður og átt miklar þakkir og hrós frá mér skilið. Móðir mín var eins og Sigurjóna langamma, þær sáu alltaf björtu hliðarnar á tilverunni. Söru dóttur minni fannst mjög gott og lær- dómsríkt að kynnast ömmu sinni og á hún erfitt með að trúa því að hún skuli ekki hitta hana aftur. Þú varst hetja í okkar augum. Þér féll aldrei verk úr hendi og varst alltaf að skapa og búa til eitt- hvað sem gat glatt þig og aðra. Eitt verð ég að segja þér, elsku mamma, glaðlyndi og gott skap var mjög ríkjandi í fari þínu, enda varst þú ekki nein venjuleg kona og móðir heldur miklu meira sem orð fá ekki lýst. Núna á kveðju- stund rifjast upp hjá mér margar minningar sem eru mér dýrmætar. Allt sem þú kenndir mér er meira virði en gull í sjóði. Það var ekki alltaf auðvelt fyrir þig að tala og tjónka við mig. Oft var ég hræði- lega uppátækjasöm og erfið sem barn og kannski of oft þögul, en ég er bara svona. Mig setti hljóða við þá frétt, að hjarta þitt væri hætt að slá. Núna flytur þú til frelsarans. Innilegar þakkir sendi ég öllum sem sýndu mömmu vináttu og hlý- hug. Sérstakar þakkir til pabba fyrir ljúfa umönnun og ósérhlífni. Megi góði guð hjálpa okkur að sætta okkur við hið óumflýjanlega og þerra trega tárin. Blessuð sé minning móður minnar. Vertu blessuð og sæl, líði þér alltaf sem best. Þín einlæg dóttir Þórdís G. Sú stjarnan sem glóði í gær og gladdi huga minn. Leiftrar enn ljómandi skær þótt líkamans fölni kinn. Þú leitaðir lítt að hróðri um lífs þíns skeið, en hlúðir að hjartans gróðri á hamingju leið. Nú ertu horfin meðal heilladísa í háloftin blá. Heilagir englar um hauður þér lýsa og hörpurnar slá. En sorg og gleði sína þræði spinna í örlagavef. Líkn með þraut er löngum vor græðir; hið ljóðræna lífsins stef. Með þessu ljóði eftir Gunnþór Guðmundsson kveð ég þig, elsku mamma, og takk fyrir allt. Þinn sonur Valur. Nú er tengdmóðir mín, Hildur Kristín, horfin af braut. Þegar Gunnar hringdi snemma morguns 23. janúar og sagði að Hildur væri dáin, kom það svo óvænt en samt ekki óvænt. Það var svo sárt en það væri eigingirni að óska þess að hún væri lifandi í dag. Hún var ung kona í þreyttum líkama. „Herra Parkinson“ eins og hún kallaði parkinsonveikina var henni harður húsbóndi en hún gaf honum ekki leyfi til að brjóta niður lífs- gleðina og atorkusemina. Hún Hildur fór alltaf sínar eigin leiðir og hafði alltaf einhver áhugamál sem hún var niðursokkin í. Hún hafði mikla sköpunarlyst og síðustu árin hefur hún setið í bílskúrnum sem hún kallar „Himnaríki“ og sinnt áhugamálunum. Það hefur hjálpað henni mikið í veikindum hennar. Ólöf dóttir mín var 3 ára þegar við fluttum á Hvammstanga árið 1985, hún tók henni strax sem einu af sínum barnabörnum. Hún hafði alltaf mikið yndi af börnum. Hún sagði þeim margar sögurnar, sum- ar sem hún skáldaði á staðnum, HILDUR KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.