Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGINN 23. janúar var til fyrstu umræðu á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum og læknalögum vegna uppsetningar á lyfjagagnagrunn- um. Ætlunin er að setja upp tvo lyfjagagnagrunna á vegum Trygg- ingastofnunar til afnota fyrir stofn- unina, landlækni og Lyfjastofnun. Annar gagnagrunnurinn verður með ópersónugreinanlegum upp- lýsingum. Hinn verður með per- sónugreinanlegum upplýsingum og hafa Tryggingastofnun, landlæknir og Lyfjastofnun aðgang að honum til eftirlits með misnotkun ávana- og fíknilyfja. Allar upplýsingar af sérhverjum lyfseðli verða færðar inn í gagnagrunnana beint úr tölvukerfum lyfjaverslananna. Eft- ir atvikum kemur fram á lyfseðli notkun ávana- og fíknilyfja en einnig upplýsingar um lyfjanotkun er varða til dæmis kynlífsvanda, áfengissýki, getnaðarvarnir, kyn- sjúkdóma og geðsjúkdóma. Ljóst er að einstaklingur getur orðið fyr- ir óbætanlegu tjóni ef viðkvæmar persónubundnar upplýsingar um lyfjanotkun hans „leka“ út úr lyfja- gagnagrunni. Í umræðunni fram til þessa hefur ekki verið fjallað um að gögn úr lyfjagagnagrunni verði flutt í hinn miðlæga gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem fyrirtækið Ís- lensk erfðagreining hefur fengið leyfi til að reka. Ég tel fullvíst að þessi flutningur muni eiga sér stað. Lögin um miðlæga grunninn heim- ila það (að fráskildum upplýsingum um einstaklinga sem hafa sagt sig úr miðlægum gagnagrunni). Nú verða rakin nokkur dæmi um misnotkun. 31. maí 2002 kom frétt um það í RÚV að lyfjasölufyrirtæki gættu ekki trúnaðar við meðferð persónuupplýsinga eins og þeim ber. Fréttastofan komst yfir lista yfir á annað hundrað lyfjaávísanir til einstaklinga. Meðal upplýsing- anna, sem fram koma á listanum, eru nöfn þeirra sjúklinga sem fá lyfin, kennitölur þeirra og heim- ilisföng. Listinn er yfir ávísanir frá einum lækni á fimm mánaða tíma- bili. Þessi leki mun hafa stafað af því að skakkt faxnúmer var notað þegar senda átti upplýsingar til Tryggingastofnunar. Í Kaliforníu urðu blaðaskrif út af því að kona sem stóð í skilnaðarmálum fór þess á leit að lyfjaverslunin, sem hún hafði átt viðskipti við, léti fyrrver- andi eiginmann hennar ekki fá upplýsingar úr sölukerfinu. Engu að síður gat maðurinn fengið upp- lýsingar um hvaða lyf konan hafði fengið og nýtti sér upplýsingarnar til að sverta mannorð hennar. Árið 1999 urðu blaðaskrif í New York Times um að borgarstjórinn í New York hefði uppi áform um að fá að- gang að gögnun um endurgreiðslu lyfja. Tilgangurinn var að finna áfengis- og eiturlyfjafíkla til þess að þvinga viðkomandi til meðferð- ar. Blaðaskrifin urðu til þess að ekki varð úr þessum áformum. Rit- að hefur verið um að yfirlæknir á geðsviði Landspítalans hafi flutt gögn um sjúklinga frá spítalanum í einkafyrirtæki sitt og síðan selt þau Íslenskri erfðagreiningu. Mörg dæmi eru um að viðkvæmar upp- lýsingar hafa fundist á tölvudisk- um, sem teknir hafa verið úr notk- un. Tölvuþrjótar hafa brotist inn í kerfi með ýtrustu öryggisráðstöf- unum. Margoft hafa heilsufarsupp- lýsingar verið notaðar í auðgunar- skini eða til fjárþvingunar. Í Bandaríkjunum hefur verið ritað um að upplýsingar varðandi geð- heilsu frambjóðenda hafa lekið út og orðið til að eyðileggja pólitískan frama viðkomandi. Tölvukerfi er tölvubúnaður, hug- búnaður og tölvutæk gögn ásamt fólkinu sem vinnur við kerfið. Ýmsir koma þar að verki og má nefna skipuleggjendur, kerfishönn- uði, forritara, prófunaraðila, rekstraraðila, viðgerðarmenn, margs konar birgja auk starfs- fólksins sem sér um daglegar vinnslur. Misferli og mistök eiga sér stað og eru í sumum tilvikum vegna vanþróaðra eða gallaðra kerfa en í flestum tilvikum vegna meðvitaðra aðgerða einhvers ein- staklings sem kemur að kerfinu. Í lyfjaverslunum eru lyfseðla- upplýsingarnar hluti af tölvukerfi fyrirtækjanna, sem notað er í dag- legum rekstri. Margir starfsmenn nota slík kerfi og í mismunandi til- gangi svo sem til þess að fylgjast með hvernig lyf seljast. Telja verð- ur frekar líklegt að persónubundn- ar upplýsingar um lyfjanotkun geti lekið út úr kerfum þessum (eins og dæmið um faxið sem lenti hjá RÚV sýnir). Fyrirhugaðir lyfja- gagnagrunnar hjá Tryggingastofn- un eru nokkuð umfangsmiklir og munu margir starfsmenn og not- endur koma þar til sögu. Í fram- lögðum gögnum hefur ekki verið rætt um að gerðar verði sérstakar öryggisráðstafanir varðandi þessa gagnagrunna. Því verður að telja líklegt að gögn geti lekið út úr grunnunum. Hjá Íslenski erfða- greiningu eru lögum samkvæmt gerðar strangar öryggiskröfur um starfrækslu miðlægs gagnagrunns. Engu að síður eru þar áhættu- samir vinnsluþættir svo sem við inntöku gagna í gagnagrunninn. Með tíð og tíma verður miðlægur gagnagrunnur mjög verðmætur og eykur það líkur á að til misnotk- unar komi. Af því sem hér hefur verið sagt má í fyrsta lagi ætla að þó nokkrar líkur séu á því að persónuupplýs- ingar leki út úr fyrirhuguðum lyfjagagnagrunnum og í öðru lagi þá muni viðkomandi einstaklingar bera skaða af, jafnvel óbætanlegan skaða. Lyfjagagnagrunnur er áhættusamur Eftir Odd Benediktsson „Í fram- lögðum gögnum hef- ur ekki verið rætt um að gerðar verði sérstakar öryggisráðstafanir varð- andi þessa gagna- grunna.“ Höfundur er prófessor í tölvunar- fræði við Háskóla Íslands. ALLT frá því haustið 2001 hefur Starfsgreinasamband Íslands og síðan önnur landssambönd innan ASÍ varað við því að búast mætti við atvinnuleysi færi að aukast. Séð væri fyrir endann á ýmsum stórum verkefnum, samdráttur væri á sviði ákveðinna þjónustugreina t.d. í tölvugeiranum og margar fleiri blikur töldu menn sig sjá sem gæfu tilefni til að hafa varann á. Stjórn- völd á Íslandi eru ekkert sérlega ginnkeypt fyrir aðvörunarorðum verkalýðshreyfingarinnar og létu þau sem lítinn vind um eyru þjóta. Þegar einstakir forystumenn stjórnarandstöðunnar tóku undir orð hreyfingarinnar, fengu þeir jafnvel háðsglósur frá æðstu leið- togunum. Þeir kynnu ekki að klæða sig eftir veðri. Því miður hefur komið á daginn að þessar aðvaranir veðurspámanna verkalýðshreyfingarinnar voru ekki byggðar á svartsýninni einni sam- an. Þær voru byggðar á næmi fólks sem er í tengslum við veruleikann á vinnumarkaðnum. Fólks sem les allt umhverfið en ekki bara valda góðviðriskafla. Á vef vinnumálastofnunar má finna tölur um atvinnuleysi. Í lok nóvember 2002 voru það 4.582, í lok desember 5.071, og 27. janúar 2003 var talan komin í 5.777. Raunverulegt fólk Atvinnulausir eru ekki bara tölur á blaði. Þeir eru fólk af holdi og blóði. Það að missa vinnu er mikið áfall fyrir þann sem fyrir því verður, einnig fyrir fjölskyldu hans og hans nánasta fólk. Þegar einstaklingur- inn, sem hefur misst vinnuna upp- götvar að það er litla sem enga vinnu að hafa og jafnvel þúsundir eru í sömu stöðu, þá getur verið erf- itt að vera bjartsýnn, hversu mikið sem maður trúir á leiðtogana. Næsta áfall kemur svo þegar at- vinnuleysisbæturnar eru greiddar út og í ljós kemur að sá sem var í fullu starfi fyrir atvinnumissinn þarf að lifa á 77.452 kr. á mánuði. Þegar búið er að draga frá skatt, líf- eyrissjóð og félagsgjald þá geta staðið eftir 71.741 kr. Greiðslurnar lækka svo hlutfallslega ef viðkom- andi hefur ekki náð fullum bóta- rétti. Í Vinnunni.is, vefriti ASÍ sem kom út 29. janúar sl. er grein, sem segir frá því hvað kjör atvinnu- lausra hafa rýrnað frá því árið 1995. Þar er dregin upp ófögur, en engu að síður raunsönn mynd. Hér með er skorað á stjórnvöld að hækka at- vinnuleysisbætur. Í áðurnefndu vefriti ASÍ, er að finna tillögur um aðgerðir í efna- hagsmálum. Hér með er skorað á stjórnvöld að taka þær tillögur til alvarlegrar athugunar. Til að brjót- ast úr þessum vítahring er jafn- framt mikilvægt að auknu fé verði varið í námskeiðahald, sem og náms- og starfsráðgjöf fyrir at- vinnulausa. Vert væri líka að huga að því hvort hægt sé að gera sér- stakt átak, t.d. í starfsmenntun þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði. Skorað er á ríki og sveitarfélög að leggja allt kapp á að flýta framkvæmdum, sem áætlaðar eru á næstu 12–24 mánuðum, þann- ig að þeim gæti verið lokið áður en áhrifa af virkjunar- og stóriðju- framkvæmdum á Austurlandi, fer að gæta. Svæðabundið atvinnuleysi Rétt er að benda á að huga þarf að því að atvinnuleysi er mjög svæð- isbundið. Sem dæmi má nefna að haustið 2001 var mesta atvinnuleysi á landinu á Norðurlandi vestra, nú er það minnst þar, þó vandinn sé vissulega til staðar. Nú er mesta at- vinnuleysið á Suðurnesjum og fer hratt vaxandi á höfuðborgarsvæð- inu. Einnig er ástandið mjög slæmt á fleiri stöðum t.d. Vestmannaeyj- um og á Höfn í Hornafirði. Á árunum 1992 og fram á árið 1996 var mikið atvinnuleysi í land- inu. Næstu ár þar á eftir var ráðist í mjög miklar framkvæmdir, virkjan- ir, stóriðjur stækkaðar, vegafram- kvæmdir voru miklar og byggingar reistar í stórum stíl. Ef litið er á töl- ur um atvinnuleysi frá því fyrir þensluárin, þá kemur í ljós að stærsti einstaki hópur atvinnu- lausra samanstóð af konum úr verslunarstétt, sem ekki er líklegt að hafi farið í vinnu við bygginga- og vegagerð. Því er vert að gefa því gaum nú, hvaða hópar það eru sem hafa verið að missa vinnuna og miða úrræði og aðgerðir út frá því. Skoða þarf hvort gera mætti átak varðandi umönnun aldraðra og auka við þau úrræði sem nú eru í boði varðandi búsetu bæði aldraðra og fatlaðra, með því að bæta við fólki í fé- lagsþjónustu og liðveislu. Á þessu sviði eru mörg verkefni að vinna bæði til skamms og langs tíma. Ekki einkamál atvinnulausra Hér er einungis tæpt á nokkrum atriðum varðandi bráðavanda þeirra sem verða fyrir þeirri ógæfu að missa vinnuna. Það er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir því að sá vandi er ekki einkamál þeirra sem fyrir því verða, heldur samfélagsins alls. Enn og aftur er skorað á alla þá sem geta með einhverju móti lagt þessum málum lið að taka nú á. Atvinnuleysi er áfall Eftir Signýju Jóhannesdóttur Höfundur er formaður Verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði og gegnir nú formennsku í atvinnu- málanefnd ASÍ. „Nú er mesta at- vinnuleysið á Suður- nesjum og fer hratt vaxandi á höf- uðborgarsvæðinu.“ MÖNNUM verður æ betur ljóst að stefnumótun getur verið for- senda árangurs og betri nýtingar þeirra fjármuna sem fyrir hendi eru. Hertar refsingar hafa verið ráðandi þáttur í stefnu stjórnvalda hérlendis gagnvart fíkniefnabrot- um. Margt bendir til þess að sú stefna skili hvorki betri árangri í baráttunni gegn fíkniefnaneyslu og fíkniefnabrotum né leiði til hag- kvæmrar nýtingar fjármuna. Hert- ar refsingar eiga svo sannarlega við þegar um er að ræða einstak- linga sem láta mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhenda þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt. Að mínu mati er hins vegar tíma- bært að skoða aðrar leiðir þegar um vægari brot er að ræða. Við- brögð samfélagsins þurfa að vera í samhengi við eðli brotsins og þann- ig að líklegt sé að viðunandi árang- ur náist. Þegar litið er á dóma í fíkniefna- málum á undanförnum árum vakna ýmsar spurningar. Undirritaður hefur farið yfir dóma Héraðsdóms Reykjavíkur vegna fíkniefnabrota á árunum 1998–2001, það er dóma sem hljóða upp á 12 mánuði óskil- orðsbundið eða minna. Heildar- kostnaður við fullnustu refsidóma vegna fíkniefnabrota var ríflega 74 milljónir króna árið 2001 á verðlagi þess árs þegar horft er framhjá hugsanlegum sparnaði vegna reynslulausnar og hafði hækkað um 173 prósent eða 47 milljónir króna frá árinu 1998. Á tímabilinu fjölgaði einstaklingum í þessum brotaflokki um rúmlega 68 prósent eða úr 19 árið 1998 í 32 árið 2001. Fjölgunin nemur um 14 af hundr- aði á ári að meðaltali. Meðalaldur brotamanna hefur einnig lækkað um tvö ár eða úr 27 árum í 25. Greinilegt er því að harðar refs- ingar draga ekki úr afbrotum sem tengjast fíkniefnum þótt markmið allrar refsivörslu sé að bæta hinn brotlega einstakling með því að hafa jákvæð áhrif á atferli hans. Þannig er refsingu annars vegar ætlað að hafa bætandi áhrif á ein- staklinginn og hins vegar forvarna- áhrif gagnvart honum sjálfum og öðrum þjóðfélagsþegnum í því skyni að stemma stigu við frekari brotum, svokölluð almenn og sér- stök varnaðaráhrif. Yfirvöld leggja áherslu á að með- ferðarstefna grundvalli refsingu fyrir unga afbrotamenn. Afbrota- menn teljast vera ungir þegar þeir eru yngri en 18 ára. Fram til ársins 2002 veitti Fangelsismálastofnun föngum kost á meðferð hjá SÁÁ en þó einungis síðustu 42 daga afplán- unar. Þetta var gert samkvæmt heimild í lögum nr. 48/1988 um fangelsi og fangavist. Þar er kveðið á um að heimilt sé að vista dóm- felldan mann á sjúkrahúsi eða ann- arri stofnun til meðferðar. Þessi valkostur er ekki lengur í boði af hálfu Fangelsismálastofnunar. Mikilvægt er að leita allra leiða til að stemma stigu við fíkniefna- bölinu og minnka neyslu fíkniefna sem fer sívaxandi og er af mörgum álitin eitt alvarlegasta vandamálið sem herjar á nútímasamfélag. Samkvæmt rannsóknum fræði- manna eru það fyrst og fremst jað- arhópar hins íslenska samfélags sem lenda í útistöðum við yfirvöld vegna fíkniefna og má því skil- greina vandann fyrst og fremst sem félags- og heilbrigðisvanda. Vandinn er fyrir hendi og við verð- um að vinna á honum með öllum tiltækum aðferðum en ekki ein- blína á dómhörku og refsigleði. Meðalkostnaður vegna meðferðar- úrræða var um 15.300 krónur fyrir hvern vistunardag árið 2001 á verðlagi þess árs. Kostnaður við fullnustu refsidóma er aftur á móti um 14.850 krónur á sama verðlagi samkvæmt ársskýrslum Fangelsis- málastofnunar. Ýmsir fræðimenn halda því fram að meðferð virki ef hún stendur í að minnsta kosti 60 daga. Eftir 60 daga meðferð þarf að fylgjast með sjúklingnum dag- lega með lyfjaprófum í allt að 12 vikur. Eftirfylgnin yrði mun ódýr- ari en vistun og viðkomandi ein- staklingur jafnvel að einhverju leyti orðinn virkur samfélagsþegn. Í stað 163 sólarhringa fangelsis er viðkomandi settur í 60 daga með- ferð. Hagræðingin er augljós eða um 20 til 25 milljónir árlega. Það munar um minna og árangurinn yrði örugglega ekki lakari. Er fangelsi lausnin gagn- vart fíkniefnabrotum? Eftir Jón Viðar Matthíasson „Mikilvægt er að leita allra leiða til að stemma stigu við fíkniefnabölinu og minnka neyslu fíkniefna sem fer sívaxandi …“ Höfundur er verkfræðingur og nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.