Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 17 HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Kefla- vík nam 118 milljónum króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn 170 milljónir króna og dróst hann því saman um 31% milli ára. Arð- semi eigin fjár lækkaði úr 11,2% í 6,8%. Í tilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að í áætlun þessa árs er gert ráð fyrir sambærilegri af- komu og í fyrra. Hreinar vaxtatekjur námu 754 milljónum króna og jukust um fjórðung. Vaxtamunur hækkaði milli ára úr 3,82% í 4,04%. Í fyrra var 12 milljóna króna gengistap af annarri fjármálastarf- semi, en árið á undan var 118 millj- óna króna hagnaður af þessari starfsemi. Launakostnaður hækkaði um tæpan fjórðung og nam í fyrra 364 milljónum króna. Kostnaðarhlutfall hækkar Samanlagt hækkuðu rekstrar- tekjur um 11% milli ára, í 1.032 milljónir króna, og rekstrargjöld um 18%, í 752 milljónir króna. Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins, hlutfall kostnaðar af tekjum, hækk- aði úr 69% í 73%. Framlag í afskriftareikning út- lána dróst saman um 13% og nam 139 milljónum króna í fyrra. Af- skriftareikningur í lok síðasta árs var svipað hlutfall af útlánum og fyrra ár, eða rúmlega 1,8%. Útlán jukust um 9% milli ára og innlán um 6%.                                                !    " #""$       %     &  & &%  '%      &  '   #""  ( )*+,  """     " "- %./ &./ %.% .'/ ./ .'     !       "#$   Ársuppgjör Sparisjóðs- ins í Keflavík 118 millj- óna króna hagnaður ● FITCH, sem er alþjóðlegt lánshæf- ismatsfyrirtæki, hefur lækkað mat sitt á flestum helstu bönkum Japan, að því er fram kemur í frétt á vefsíðu fyrirtækisins. Þar segir ennfremur að útlitið sé áfram neikvætt og að lækk- að mat endurspegli bæði versnandi fjárhagsstöðu bankanna og lækkandi mat á efnahagsástandi landsins í heild, eins og fram kom í skýrslu Fitch síðastliðinn nóvember. Meðal bankanna sem Fitch lækkar mat sitt á er Mizuho Financial Group, stærsti banki í heimi mælt í eignum. Langtímamat á honum er þó að hann sé enn á fjárfestingarstigi, invest- ment grade, og rökstyður Fitch það mat með því að japanska ríkið muni væntanlega grípa inn í ef nauðsyn krefji, en fjárhagsstaða ríkisins og þar með svigrúm þess til inngripa fari að vísu versnandi. Fram kemur að til að bankarnir komist yfir erfiðleikana þurfi að koma til fjárhagsaðstoð ríkisins og jafnvel þjóðnýting, eða bati í efna- hagslífinu sem byggi á uppstokkun kerfisins. Fitch ítrekar þá gagnrýni sína að ríkisstjórn Japan gangi of hægt í umbótaátt í efnahagsmálum. Fitch lækkar mat á japönskum bönkum ♦ ♦ ♦ GENERAL Electric er virtasta fyr- irtæki heims samkvæmt könnun PricewaterhouseCoopers meðal meira en 1.000 stjórnenda í yfir 20 löndum. GE hefur haldið þessu sæti síðustu árin og Microsoft, sem er í öðru sæti, hefur einnig vermt það undanfarin ár. Í þriðja sæti er IBM, líkt og í fyrra, en Coca-Cola færist nú upp í fjórða sæti úr því fimmta. Toyota er í fimmta sæti, þá koma Sony, General Motors, Wal-Mart, 3M og Dell. Meðal fyrirtækja sem hækka mikið á listanum eru Dell, sem hækkar úr 25. sæti í það 10., Proct- er & Gamble, sem hækkar úr 27. sæti í það 11. og Unilever, sem hækkar úr 47. sæti í það 12. Meðal fyrirtækja sem lækka mikið eru Nokia, sem lækkar úr 7. sæti í það 29., Ford, sem lækkar úr 13. sæti í það 31. og Intel, sem lækkur úr 9. sæti í það 36. Af tíu virtustu fyrirtækjunum eru átta bandarísk og tvö japönsk. Af þeim 90 fyrirtækjum sem raðað er á lista yfir virtustu fyrirtækin eru 36 bandarísk, 14 bresk og 11 þýsk. General Electric virtast í heimi Reuters Jeffrey Immelt stjórnarformaður. Í FLOKKI FRÆÐIBÓKA OG BÓKA ALMENNS EFNIS Í FLOKKI FAGURBÓKMENNTA Ingibjörg Haraldsdóttir Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson TIL HAMINGJU Þingvallavatn Hvar sem ég verð með Ís lensku bókmenntaverðlaunin 2002 – Undraheimur í mótun www.edda. i s – Ljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.