Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 29
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir úr- skurð setts umhverf- isráðherra um Norð- lingaölduveitu vera vel rökstuddan en sú spurning sé sér efst í huga hvort Lands- virkjun treysti sér til að ráð- ast í þessa framkvæmd. „Mér sýnist þetta vera vel rökstuddur úrskurður. Þarna er farinn ákveðinn millivegur og reynt að sætta sjónarmið,“ segir hún. Valgerður segir að sú stóra spurning sé henni nú efst í huga hvort Landsvirkjun treystir sér til þess að ráðast í þessa framkvæmd. „Ég vonast auðvitað til þess að svo verði vegna þess að það skiptir miklu máli að Norðurál geti farið út í stækkun það fljótt að toppurinn þar verði liðinn hjá þegar framkvæmdir verða í hámarki fyrir austan. Þetta er púsluspil sem við höfum reynt að vinna svo að þenslan yrði ekki of mikil í þjóð- félaginu,“ segir hún. Aðspurð segist Valgrður alls ekki vilja útiloka að af framkvæmdum við Norðlingaölduveitu verði þó að hún geri sér grein fyrir að þetta sé ekki óskastaða fyrir Landsvirkjun. „Þetta er mjög vandasamt mál og viðkvæmt og ég sé að settur umhverfisráðherra hefur vandað mjög til verka við þennan úrskurð,“ segir hún. Valgerður kveðst ekki gera ráð fyrir að Landsvirkjun sé tilbúin að svara því strax hvaða áhrif úrskurðurinn hefur á áætlanir fyrirtæk- isins. „Þetta er náttúrlega þónokkuð mikil breyt- ing frá því sem hefði verið þeirra óskastaða, ef eingöngu er horft á málið út frá sjónarmiði fyr- irtækisins,“ segir Valgerður. Hún segir að þrátt fyrir þá miklu breytingu sem í úrskurðinum felst sé framkvæmdin engu að síður ótrúlega hagkvæm. Spurð hvort hún telji að úrskurðurinn muni setja niður deilur um þessa framvæmd segir Val- gerður að hann hljóti að vera leið til að sætta ólík sjónarmið. „Það er ekki farið inn í friðlandið sem er stóra málið og er að sjálfsögðu glæsilegt út frá umhverfissjónarmiðum,“ segir hún. Vona að Lands- virkjun treysti sér í málið ÓLÖF Guðný Valdimars- dóttir, formaður Land- verndar, segir að helst hefði hún viljað sjá að hætt hefði verið við framkvæmdina við Norðlingaölduveitu í úr- skurðinum og friðlandið stækkað enda hafi samtökin lagt það til. „Þarna er hins vegar veruleg breyting og það sem er gott í þessu er að framkvæmdin er farin út úr friðlandinu,“ segir hún. „Þetta er þá kannski í fyrsta skipti sem við höfum séð að menn eru tilbúnir til að virða það að svæðið er friðlýst.“ Hún segir að við fyrstu sýn virðist sem um nýja framkvæmd sé að ræða. „Hún er það mikið breytt frá þeirri framkvæmd sem lá á borðinu að hún þarf sérstakrar skoðunar við því umhverfisáhrifin af henni eru ekki aug- ljós.“ Ólöf vill þó ekki segja til um hvort þörf sé á nýju umhverfismati. „Það er alveg spurning því það þarf að skoða hvernig þessari fram- kvæmd verður háttað og hvort það sé í þessum nýju gögnum gerð nægileg grein fyrir um- hverfisáhrifunum.“ Hún segir eftir standa að það þurfi að breyta þeim aðferðum sem viðhafðar eru í slík- um málum. „Það þarf að breyta því að fram- kvæmdaraðilinn byrji á því að rannsaka og bora inni í friðlöndunum óáreittur, ákveði síðan stórar framkvæmdir og setji þær í mat á um- hverfisáhrifum. Síðan hefjist varnarbarátta náttúruverndarfólks við að reyna að minnka framkvæmdir og vernda það friðland sem löngu er búið að ákveða að friðlýsa. Þarna þurfa stjórnvöld verulega að grípa í og tryggja að friðlýsing hafi eitthvert gildi. Það er kjarni málsins að þessu þarf að breyta.“ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Veruleg breyting að menn vilji vernda friðlöndin ÁRNI Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, segir vonbrigði að ráð- herra skuli fallast á fram- kvæmdina. „Hann gerir það með nokkuð óvæntum hætti,“ segir Árni. „Hann fellst á yfir 575 metra hátt lón yfir sjáv- armáli en setur skilyrði þann- ig að lónið verði í 566 metra hæð. Þetta gerir hann augljóslega til að komast hjá því að setja framkvæmdina í nýtt mat á um- hverfisáhrifum. Við vonum núna í ljósi þessarar niðurstöðu að Landsvirkjun sjái hag sinn í því að draga þessa framkvæmd til baka.“ Hann segir að þó að friðland Þjórsárvera verði fyrir utan framkvæmdina sé ljóst að verði af virkjuninni verði ekki hægt að stækka það eins og lagt hafi verið til. „Úrskurðurinn er þannig að lónið fer niður í 566 metra en eins og við lesum út úr honum þá leiðir hann í raun og veru af sér sjötta áfanga Kvíslarveitu, sem fulltrúi Lands- virkjunar í Þjórsárveranefnd hafði fallist á að ætti ekki að fara í.“ Hann bendir á að með því verði þrengt að Þjórsárverum úr þremur áttum, þ.e. austan að með Kvíslarveitu, norðan að með setlóninu og sunnan að með lóninu og stíflunni. „Það rýrir vitaskuld náttúruverndargildi veranna.“ Hins vegar segir Árni jákvætt að ráðherra taki fullt tillit til skuldbindinga Íslands gagnvart Ramsarsamningnum um verndun votlendis með úrskurði sínum. „Þó að við séum ekki sátt að öllu leyti við niðurstöðu setts umhverfisráðherra er ég þess fullviss að hún helgist að miklu leyti af þeirri baráttu, því mikla starfi og umræðu sem verið hefur verið um umhverfismál og náttúruverndarmál á Íslandi undanfarin misseri.“ Árni Finnsson Úrskurðað með óvæntum hætti MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 29 arnir menn muni fagna þessari niðurstöðu“ Morgunblaðið/RAX RAGNAR Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Norðuráls, segir óljóst hvað úrskurðurinn þýði. „Það er út af fyrir sig jákvætt að það er fallist á framkvæmdina og ef þetta gengur upp efnahagslega hjá Landsvirkjun þá gæti þetta verið lausn sem sættir mis- munandi sjónarmið í málinu,“ segir hann. „Hins vegar veit ég ekki hvaða áhrif þetta hefur á hag- kvæmnina og þá framkvæmdahraðann hjá Landsvirkjun.“ Hann segist búast við að fundað verði með fulltrúum Landsvirkjunar í næstu viku þar sem rætt verði hvað úrskurðurinn hafi í för með sér. Sem stendur hafi hann ekki forsendur til að meta hvort þetta muni hafa áhrif til hækkunar orkuverðsins til Norðuráls. „Það verður að fara í gegn um hvort þetta hafi áhrif á ramma- samkomulagið sem við gerðum síðastliðið sumar og þá eins tímasetningar,“ segir hann. Ragnar Guðmundsson Óljóst með áhrif úrskurðarins verkinu, verði til þess að stækkun álversins á Grundartanga og framkvæmdir við virkjanir vegna hennar tefjist og lendi saman við fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði. Það var ætlunin að reyna að byggja þennan áfanga áður en kúfurinn kæmi í verkefnin fyrir austan.“ SVERRIR Hermannsson, for- maður Frjálsynda flokksins, segist fagna því ef úrskurður setts umhverfisráðherra leiðir til þess að ekki verði um frek- ari röskun á Þjórsárverum að ræða. Sverrir tók þó fram að sér hefði ekki gefist tóm til að kynna sér niðurstöðu ráðherra í smáatriðum. Hægt að leysa orkuspursmálið með öðrum hætti „Ég get ekki metið þetta í sjónhendingu en þetta er mikið í áttina við fyrstu sýn,“ segir Sverr- ir. „Ég er grimmur varðveislumaður Þjórsárvera og hef verið það frá 1964. Ég fagna því ef þetta verður til þess að engin frekari röskun verður við Þjórsárver,“ segir hann. „Við vissum alltaf að það kostar okkur peninga en það kostar líka peninga að varðveita landið okkar, þótt menn séu gráðugir í orkuna. Hægt er að leysa orkuspursmálið neðar í Þjórsá, það er hægt að leysa það með gufuaflsvirkjun og með öðrum hætti. Ef þetta er nægjanlegt til þess að ekki verði um frekari skerðingu á Þjórsárverum að tefla, þá fagna ég því,“ sagði Sverrir Her- mannsson. Sverrir Hermannsson Fagnaðarefni ef ekki verður frekari röskun Valgerður Sverrisdóttir STEINGRÍMUR J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, segir úrskurð setts umhverf- isráðherra um Norð- lingaölduveitu valda miklum vonbrigðum. „Þetta er enn einn dapur dagur í sögu um- hverfismála í landinu og þeir hafa verið býsna margir síð- ustu misserin,“ segir Steingrímur. Átti að hafna framkvæmdinni „Þetta er óskaplega framsóknarlegur úrskurð- ur. Það er eins og þeim framsóknarmönnum sé fyrirmunað að segja annaðhvort já eða nei,“ segir Steingrímur. „Ég lýsi miklum vonbrigðum með að settur um- hverfisráðherra skuli ekki hafa kjark til að hafna þessari framkvæmd og fella úrskurðinn úr gildi. Það er eina niðurstaðan sem ég tel viðunandi og í samræmi við verðmæti þessa svæðis,“ segir hann. „Menn myndu sjálfsagt segja að það liti skár út til að byrja með að lónið væri minna og í minni hæð yfir sjó, og næði þar af leiðandi ekki inn í nú- verandi friðland. En rétt er að hafa í huga að það hefur lengi verið keppikefli manna að fá þetta friðlýsta svæði stækkað vegna þess að það tekur ekki á nokkurn hátt til Þjórsárvera í heild sinni sem náttúrufars- eða landfræðilegar einingar, heldur eru þetta beinar línur dregnar á kort þvert á gróðurland. Það er því í raun og veru ákveðinn kattarþvottur eða skálkaskjól að skáka í því skjóli að lónið nái ekki inn fyrir núverandi friðland. Ég hygg að þarna valdi mestu að ríkisstjórnin var orðin hrædd við skuldbindingar okkar sam- kvæmt Ramsar-sáttmálanum. Það er næsta víst að við hefðum fengið á okkur kærur ef mannvirki hefðu farið inn á friðaða svæðið,“ segir Stein- grímur. „Ég tel mikið umhugsunarefni að þessu tengist líka óhjákvæmilega setlón nyrst í Þjórsárver- unum og ef af þessum framkvæmdum verður verður staðan sú að Þjórsárver verða römmuð af mannvirkjum á þrjá vegu. Nyrst í þeim verður stórt og mikið setlón, með tilheyrandi mann- virkjum. Austan við Þjórsárver og niður með þeim öllum eru Kvíslaveitur, með mörgum stíflum og lónum, og sunnan við verður svo þetta nýja lón,“ segir Steingrímur. Hann bendir einnig á að þessi niðurstaða leiði til þess að Landsvirkjun fái leyfi til að athafna sig á svæðinu. „Hún kemur fætinum á milli stafs og hurðar. Ég hef alla fyrirvara á því og tortryggi að dyrnar eru opnaðar með þessum hætti fyrir Landsvirkjun í hálfa gátt. Gæti það nú ekki orðið niðurstaðan að erfiðleikar yrðu í rekstri þessa litla lóns og að það mundi fljótlega fyllast af seti. Er þá ekki augljós sú freisting að hækka stífluna þegar aðilar á Grundartanga eru orðnir háðir orkunni? Þó að menn kunni að telja það vera ókristilegt hugarfar er ég svo tortrygginn á framgöngu Landsvirkjunar, eins og hún hefur birst okkur að undanförnu, að ég treysti litlu í þessum efnum,“ segir hann ennfremur. Hann segir einnig ljóst að þrátt fyrir þennan úrskurð um minni hæð Norðlingaöldulóns eigi margt eftir að skýrast betur, t.d. hvort fram- kvæmdirnar muni í framtíðinni kalla á leiðigarða upp með ánni sem færu að teygja sig inn í Þjórs- árverin. „Af minni takmörkuðu jarðfræði- og vatnafræðiþekkingu ímynda ég mér að áin gæti farið að hlaða undir sig efst í lóninu og ofan við það. Þá byrjar sami leikurinn og fyrirsjáanlegur var með hitt lónið sem kallar á mótvægisaðgerðir í framtíðinni, er þrengja æ meir að verunum.“ Steingrímur J. Sigfússon Úrskurðurinn veldur miklum vonbrigðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.