Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 39
biðja einnig fyrir börnunum sínum. Fjölskyldan var henni alltaf efst í huga. Arndís og Haukur eignuðust fimm börn, sem öllum hefur vegnað vel, enda með gott veganesti úr foreldra- húsum. Með Hauki syni sínum og eiginmanni mínum, keypti hún fyr- irtækið Borgarljós á árinu 1978, sem þau ráku saman um árabil. Þá var yngsta barnið, Hörður, kominn á legg og hana langaði til að láta gaml- an draum rætast. Hún hafði áhuga á að takast aftur á við verslunarrekst- ur, en hún hafði rekið litla búð í Búð- argerði um nokkurra ára skeið þegar börnin voru ung. Arndísi var kaup- mennska í blóð borin og fékk hún at- hafnaþrá og sköpunargleði sinni út- rás í versluninni og innkaupaferðum tengdum henni. Jafnframt gerði reksturinn þeim hjónum kleift að fara til langferða erlendis og náðu þau að ferðast til nær allra heimsálfa, ýmist ein eða með vinum sínum Dídó og Finnbirni. Arndís og Haukur áttu gott líf saman. Þau studdu hvort annað í þeim verkefnum sem þau hvort um sig tóku sér fyrir hendur og bæði náðu árangri í störfum sínum. Það var jafnræði með þeim í lífi og starfi. Fjölskyldan var þeirra líf og yndi. Aldrei leið Arndísi betur en þegar fjölskyldan var saman komin á heim- ili þeirra, eða á Fróðá á Snæfellsnesi, sem þau áttu hlutdeild í um árabil eða í sumarbústaðnum í Vaðnesi. Þá var slegið upp veislu, stórveislu að hætti hússins. Ekkert tilefni var svo lítið að það verðskuldaði ekki að haldið væri upp á það. Fyrirhöfnin var aldrei neitt mál. Síðasta árið dvaldist Arndís á hjúkrunarheimilinu Sóltúni við sér- staklega góðan aðbúnað. Þar naut hún einstaks viðmóts, umönnunar og hlýju starfsfólks, sem við þökkum innilega fyrir. Fjölskyldan sinnti henni vel og naut þess að koma til hennar. Hún mætti okkur ætíð með blik í auga og glaðværðin var aldrei langt undan þrátt fyrir erfið veikindi. Ég vil sérstaklega nefna hve mikla ánægju og stuðning heimsóknir Guð- mundar mágs og Jónu svilkonu hennar veittu þeim hjónum í veikind- unum. Þau voru þeim sannir félagar sem byggðist á ævilangri tryggð og vináttu. Blessuð sé minning einstakrar konu. Megi Guð varðveita hana um alla tíð. Ásta Möller. Í dag er Arndís kvödd hinstu kveðju. Frá því að ég kynntist Herði syni hennar og Breiðagerðisfjöl- skyldunni á ég ótal minningar um tengdamóður mína og þær minning- ar eru allar svo góðar að hvergi ber skugga á. Allt frá fyrstu kynnum í heimsókn til þeirra hjóna, Öddu og Hauks, að Fróðá um 17. júníleytið fyrir um 15 árum, boð sem var ár- visst tilhlökkunarefni, skynjaði ég strax velvild og hlýju í minn garð. Eftir að börnin okkar Harðar fædd- ust og stækkuðu áttu þau sér trygg- an aðdáanda, ömmu sína, sem nú er sárt saknað. Heimsóknir í sumarbú- staðinn Hraunprýði eru eftirminni- legar. Hvergi voru steikurnar betri en hjá þeim Öddu og Hauki. Eftir matinn var spilað á spil og spjallað fram eftir kvöldi. Frásagnir af ferða- lögum þeirra til fjarlægra landa voru hafsjór af fróðleik og skemmtilegum atvikum. Það voru greinilega engar hvíldarferðir sem þau hjón völdu sér, heldur mikil ferðalög og krefjandi dagskrá. Hún Adda var afar drífandi og framtakssöm, hún virtist aldrei vera þreytt, jafnvel eftir langan vinnudag eða erilsama vinnuviku var hún ekki fyrr komin heim en hún var farin að sinna fjölskyldu eða vinum, búin að skipuleggja matarboð eða annan at- burð. Það iðaði allt af lífi og fjöri hvar sem hún fór. Ég minnist hennar Arn- dísar með virðingu og þakklæti fyrir að hafa átt hana að sem tengdamóð- ur. Jóna Jakobsdóttir. Amma okkar Arndís Þorvalds- dóttir, eða amma í Breiðagerði, er látin og í dag munum við kveðja með þakklæti og hlýju. Amma var mikil athafnakona og í minningunni fannst okkur aldrei neitt skrítið þótt hún væri á fullu í einhverju, hún hafði alltaf nóg fyrir stafni. Stjórnaði heimili með Hauki afa, rak fyrirtæki með einum sona sinna og bauð öllum í mat að loknum löngum vinnudegi með engum fyrir- vara, ömmu óx fátt í augum. Þegar við lítum til baka þá skynj- um við hverskonar kjarnakona hún amma var. Heimili þeirra ömmu og afa í Breiðagerði 4 var einskonar hornsteinn þessarar fjölskyldu, þar voru allir velkomnir, hvort sem það var skyr og rjómi í hádeginu eða stórveislur á hátíðum eða bara veisla að hætti ömmu. Eftir að þau hjónin höfðu komið öllum sínum börnum úr hreiðrinu, þá tók við næsti kafli í lífi ömmu. Í stað þess að fara nú að slaka á og njóta þess að eiga mann sem gat séð fyrir þeim báðum, þá stofnaði hún fyrir- tækið Borgarljós með Hauki syni sínum, og tóku nú við miklir anna- tímar í lífi hennar. Virtist rekstur eiga vel við hana þar sem fyrirtækið óx og dafnaði og amma vann hörðum höndum svo lengi sem heilsa og orka leyfði. Í dag erum við sorgbitin og döpur þegar við horfum á bak ömmu, en fyrr en varir mun sorgin víkja fyrir minningunni um ömmuna, húsmóð- urina, minningunni um athafna- konuna, bjartsýniskonuna, minning- unni um manneskjuna sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar og byggt okkur upp í anda hennar til að verða nýtir og virkir þjóðfélagsþegnar. Blessuð sé minning hennar. Guð blessi Hauk afa og allt okkar fólk. Arndís, Hafrún og Karen. Það er svo skrítið að allt í einu sé amma farin, ég hef alltaf átt hana að og alltaf getað leitað til hennar um hvað sem er, hvenær sem er. Þegar mamma hringdi í mig til Danmerkur og sagði mér að hún væri farin tók það mig smátíma að átta mig á því, og þó svo að ég héldi að ég væri reiðubúinn þessum fréttum, þá var ég það ekki. Og núna síðustu daga hef ég verið að hugsa til baka og þá get ég ekki annað en brosað í gegn- um tárin. Öll þau skipti sem ég borð- aði hjá henni og afa hádegismat í Breiðagerðinu, öll þau skipti sem ég horfði á fótbolta með afa og hvað hún hló að öskrunum í mér þegar einhver skoraði mark. Einnig þótti mér svo frábært þegar amma gaf mér gömlu bókina um Pétur og úlfinn um þar síðustu jól, þessa bók las amma fyrir mig margoft þegar ég svaf hjá þeim þegar ég var yngri. Ég átti svo góðar stundir með henni og ég mun sakna hennar mikið. Og síðan fæddist son- ur minn hann Júlían auðvitað 23. mars, á afmælisdaginn hennar. Og eftir að ég varð pabbi og fór að hugsa um lítið barn fannst mér svo vænt um að hugsa til þess að amma mín hefði hugsað um mig fyrstu vikurnar í lífi mínu út af veikindum móður minnar. Ég efast ekkert um það að amma situr núna í svítunni í himnaríki og vakir yfir okkur öllum, ég á eftir að sakna hennar alveg óskaplega mikið og ég mun alltaf eiga það að sem hún sagði mér og kenndi. Elsku afi og öll fjölskylda, ég votta ykkur öllum mína innilegustu samúð. Júlíus Hafstein yngri. Englarnir komu og breyttu lang- ömmu Öddu í engil og hún flaug með þeim til himna, nú getur hún fylgst með stóru fjölskyldunni sinni frá himnum, öllum á Íslandi, Birnu frænku í London og mér langömm- ustráknum, pabba og mömmu í Dan- mörku. Hún er orðin verndarengill- inn okkar og nú líður henni vel. Það var mjög sérstakt samband milli pabba míns og langömmu Öddu og þau voru miklir vinir. Ég fæddist að morgni 23. mars 2001, á afmælisdegi langömmu Öddu, og mikið var pabbi minn glað- ur þegar hann hringdi í ömmu sína til þess að óska henni til hamingju með afmælið og tilkynna henni að hún hefði eignast lítinn langömmustrák í afmælisgjöf, ég hef án efa verið hennar besta afmælisgjöf og mikið þótti pabba vænt um að ég ætti sama afmælisdag og langamma. Mamma og pabbi ætla að hjálpa mér að kveikja á kerti fyrir lang- ömmu Öddu á afmælisdegi okkar í framtíðinni og pabbi mun halda áfram að segja mér sögur og sýna mér myndir af langömmu. En partur af langömmu mun lifa áfram í ömmu Ernu því pabbi segir að þær séu af- skaplega líkar og segi alveg sömu hlutina. Farvel langamma mín og mundu að þriðja kertið sem mun loga á næsta afmælisdegi okkar er kertið þitt. Þinn langömmustrákur Júlían Hafstein. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. (Halldór Laxness.) Kæra svilkona, þá ert þú lögð af stað í þína hinstu för. Þú ferðaðist um öll heimsins höf og lönd, keyrðir um þvera og endilanga Evrópu, flaugst til Asíu, Ameríku, Suður-Am- eríku og skoðaðir heiminn; stundum var ég með þér og stundum ekki. Kveðja senn ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Höf. ók.) Ég sakna þín og kveð þig með sömu orðum og áður. Góða ferð, Guð gæti þín. Jóna. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 39 Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns og fóstra, VALDIMARS ÞÓRARINSSONAR frá Húsatúni, Haukadal, Dýrafirði. Unnur Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Aðalsteinsson og fjölskylda. Ástkæri eiginmaður minn, GUÐNI HALLDÓRSSON fv. heilbrigðisfulltrúi, Kirkjubraut 52, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 30. janúar. Lilja Guðrún Pétursdóttir. Kæri afi. Okkur langar til að þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við heimsótt- um þig svo oft upp á Hlíð þegar þú varst fluttur þangað og iðulega var Tópas með í ferðinni. Þér fannst gott að fá smá gott í munninn og ekki var ánægjan minni hjá okkur. Elsku amma, nú er hann afi hjá guði og þótt við söknum hans eins og þú vitum við að nú líður honum vel. Guð veri með þér og öllum hinum sem hann átti að. Kveðja, Elín Helga, Ásdís Jóna, Hall- dór Níels og Andrés Már. Elsku afi okkar, nú þegar þú hef- ur kvatt þennan heim, langar okkur til að minnast þín með nokkrum orð- um. Þegar við vorum krakkar fannst okkur alltaf jafn gaman að koma til þín og ömmu, heim í Vallholt. Þið tókuð alltaf vel á móti okkur með ný- bökuðu sætabrauði og mjólkurglasi. Þá voru ekki ófá skiptin sem þú reyttir af þér brandarana. Alltaf var hægt að hlæja að þeim, þótt þeir væruekki allir jafn trúlegir. Því þú áttir til að krydda hlutina svolítið og jafnvel stundum einum of. Samt gat maður hlegið og glott út í annað. Það er líka mjög eftirminnilegt að sjá hvað þér þótti rosalega vænt um hvítu fínu löduna þína. Hún var allt- af eins og ný. Það mátti aldrei sjást rykkorn á henni og alls ekki fluga. Um leið og það sást fluga, það var þá fluga sem þú sást en enginn annar, var vasaklúturinn dreginn upp úr rassvasanum og flugan þurrkuð burt. Svo eru það bílferðirnar með þér, sem er alls ekki hægt að gleyma. Þú varst ekki vanur að geysast á fullri ferð, þú varst vanur að fara aldrei yfir 30, í minningunni keyrðir þú alltaf að minnsta kosti VALDEMAR HALLDÓRSSON ✝ Valdemar Hall-dórsson fæddist á Akureyri 29. jan- úar 1921. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju 29. janúar. mjög hægt. Svo blótað- ir þú öllum öðrum öku- mönnum fyrir hvað þeir óku hratt, þú tal- aðir alltaf um að karl- arnir væru að flýta sér heim, því konurnar biðu óþolinmóðar heima eftir þeim. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur hitt- umst við ekki eins oft. En við gleymum því aldrei þegar þú og amma komu suður, keyrandi á lödunni, fyrir um 12 árum. Við systurnar vorum á leið í bíó, og á leiðinni sáum við hvíta lödu sem við könnuðumst við. Það undarlega við hana var að bíllinn kom akandi á móti umferð. Gat það verið að þarna væru amma og afi á ferð? Já, þarna komuð þið, og rötuðuð varla heim til okkar. Þar sem við hittum ykkur var ekki nema mínútu fjarlægð frá heimili okkar. Þannig að þið voruð á réttri leið. Við vorum það tímanlega á ferð fyrir bíóið að við gátum vísað ykkur leiðina heim til okkar og fór- um síðan í bíó. Það er ótrúlegt hvað þetta var mikil tilviljun að við skyld- um hittast þarna. Í hvert skipti sem við höfum kom- ið til Akureyrar, eftir að við fluttum, var alltaf fyrst komið í heimsókn til ykkar ömmu. Og aldrei vantaði kræsingarnar. Elsku afi, nú kveðjum við þig með söknuði og geymum minningarnar um þig í hjarta okkar. Þú ert nú kvaddur í dag á áttatíu og tveggja ára afmælisdegi þínum. Við vitum að pabbi tekur vel á móti þér, með afmælistertu og syngur fyrir þig afmælissönginn. Nú getið þið fylgst saman með því sem við hin erum að gera. Elsku afi, hvíl þú í friði. Við biðjum góðan guð að styrkja þig og blessa, elsku amma, á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín barnabörn, Guðrún Valdís og Helga Kristín. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.