Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 15% afsláttur af öllum vörum Eina verslunin á Íslandi sem selur vörur frá Rosenthal Laugavegi 52, sími 562 4244 LEIÐTOGAR átta Evrópuríkja hafa í opnu bréfi, sem birt var í tólf dag- blöðum í Evrópu í gær, lýst yfir stuðningi við afstöðu Bandaríkja- stjórnar í Íraksmálinu. Afstaða átt- menninganna er í ósamræmi við stefnu Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, og Jacques Chiracs Frakklandsforseta og þykir því hafa svipt hulunni enn á ný af þeim klofn- ingi sem nú er meðal samstarfsþjóða á vettvangi Evrópusambandsins eða Atlantshafsbandalagsins. Um er að ræða leiðtoga Danmerk- ur, Bretlands, Tékklands, Ungverja- lands, Ítalíu, Póllands, Portúgals og Spánar. Lýsa þeir í bréfi sínu yfir stuðningi við Bandaríkin og leggja áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar verði að tryggja að Írakar afvopnist. „Taugin sem raunverulega tengir Bandaríkin og Evrópu felst í þeim lífsgildum sem við deilum […]. Styrk- ur okkar felst í samstöðu,“ segir m.a. í bréfinu. „Við verðum áfram að standa saman og krefjast þess að þessi stjórn [í Írak] sé afvopnuð. Samstaða, sam- eiginleg afstaða og sterkur ásetning- ur alþjóðasamfélagsins er okkar besta von um að þetta megi gera með friðsamlegum hætti,“ sögðu leiðtog- arnir átta einnig í bréfinu. „Við getum ekki leyft einræðisherra að hunsa ítrekað ályktanir [öryggisráðs SÞ]. Ef ekki er farið eftir þeim mun örygg- isráðið verða áhrifalaust og veröldin yrði fyrir vikið ófriðlegri.“ Fyrir tæpri viku lýstu utanríkis- ráðherrar Evrópusambandsríkjanna því yfir að þeir væru sammála um nauðsyn þess að leyfa vopnaeftirlits- mönnum SÞ að halda áfram starfi sínu í Írak. Vakti það mikla reiði í sumum löndum Evrópu er Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði lítið úr Þjóð- verjum og Frökkum og sagði þá hluta af „gömlu Evrópu“; að þeir töluðu ekki fyrir alla álfuna. Virðist bréf áttmenninganna nú staðfesta þessi orð Rumsfelds; a.m.k. þykir það benda til að ekki ríki ein- hugur meðal leiðtoga Evrópuland- anna í þessu efni. Dagblað vildi greinargerð Haft var eftir embættismanni hjá ESB að bréfið væri „sigur“ fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, en hann fer til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta í Camp Dav- id í dag. „Blair vill sanna hversu mik- ilvægur hann er og að hann geti feng- ið aðra evrópska leiðtoga til liðs við sig,“ sagði embættismaðurinn. Blair er þó ekki sá eini sem heimsækir Bush þessa dagana því Silvio Berl- usconi, forsætisráðherra Ítalíu, var í Washington í gær og Leszek Miller, forsætisráðherra Póllands, mun eiga fund með Bush í næstu viku. Báðir eru þeir Berlusconi og Miller meðal bréfritara. Fram kom í The Wall Street Journal í gær að Bandaríkjastjórn hefði frétt af bréfinu sl. föstudag og litist vel á, enda vill Bush síður fara einn gegn Írökum, heldur fara fyrir „bandalagi hinna viljugu“. Forsaga málsins er sögð sú að WSJ hafi haft samband við aðstoðarmenn Blairs, Berlusconis og Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, í síðustu viku og beðið um að leiðtog- arnir gerðu grein fyrir þeim mun sem væri á afstöðu þeirra og Frakka og Þjóðverja. Hafði Aznar þegar samband við Blair og í kjölfarið rituðu aðstoðar- menn þeirra bréfið. Hafði Aznar síð- an samband við Portúgala og Ítali á meðan Blair fékk leiðtoga Danmerk- ur og Mið-Evrópuríkjanna til liðs við sig. Blair ræddi raunar einnig við hol- lenska ráðamenn, en þeir vildu ekki skrifa upp á bréfið þar sem nú væru að eiga sér stað stjórnarskipti í kjöl- far þingkosninga. Vaclav Havel, for- seti Tékklands, slóst í hópinn á mið- vikudagskvöld, að sögn WSJ. Talsmaður Blairs sagði að Frakkar og Þjóðverjar hefðu ekki verið beðnir um að skrifa undir bréfið. Þá kom fram í gær að gríski forsætisráð- herrann, Costas Simitis, hefði ekki verið hafður með í ráðum, en Grikkir hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn, rétt eins og Frakkar og Þjóðverjar. Efni bréfsins felur ekki endilega í sér nýja afstöðu af hálfu bréfritara en þykir hins vegar gera þýskum og frönskum ráðamönnum erfitt fyrir að halda því fram að þeir tali fyrir hönd Evrópu er þeir gagnrýna Bush Bandaríkjaforseta í Íraksmálunum. 82% Evrópubúa á móti Athygli vekur hins vegar að ekki er hægt að segja að leiðtogarnir tali hér fyrir hönd þjóða sinna en skoðana- könnun, sem birt var í gær, sýndi að 82% allra Evrópubúa væru á móti hernaðarárás á Írak, a.m.k. á meðan öryggisráð SÞ leggur ekki blessun sína yfir slíka árás. Leiðtogar átta Evrópuríkja lýsa yfir stuðningi við afstöðu Bush í Íraksmálum Brussel, London, Washington. AFP. Sýnir klofning meðal ráðamanna í Evrópu EKKI er að finna nýjar upplýsingar um meint tengsl stjórnvalda í Írak við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin í þeim gögnum sem Bandaríkjamenn hyggjast leggja fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag í næstu viku til að sýna fram á að Írakar séu brotlegir við ályktun ör- yggisráðsins um afvopnun. Þetta er haft eftir bandarískum embættis- mönnum í The Washington Post en bæði George W. Bush Bandaríkja- forseti og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, fullyrtu fyrr í vik- unni að um slík tengsl væri að ræða. Það er utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Colin Powell, sem fær það verkefni að sýna öryggisráðinu gögnin, sem Bandaríkjamenn segja sanna að Írakar hafi falið vopnabúr sitt fyrir vopnaeftirlitsmönnum SÞ. Embættismenn í Washington segja að þessi gögn séu ekki þess eðlis að þar sé að finna eitthvert eitt sem óvefengjanlega staðfestir brot Íraka. Þegar öllu sé safnað saman muni Powell hins vegar geta sýnt fram á – með loftmyndum, orðsend- ingum milli íraskra aðila sem banda- ríska leyniþjónustan hefur komist yfir og framburði ýmissa manna – að íraskir vísindamenn hafi verið beittir hótunum, til að þeir sýni vopnaeft- irlitsmönnum ekki samstarfsvilja, og vopnabúnaður og gögn þeim tengd hafi verið falin fyrir útsendurum SÞ. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn- ar, sagði á mánudag að ekkert benti til að álrör sem Írakar keyptu á sín- um tíma hefðu verið notuð til að búa til plúton (sem aftur er notað til að gera kjarnorkusprengjur) líkt og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Viðurkenna bandarískir embætt- ismenn að mikill hluti þess búnaðar, sem Írakar hafi keypt, sé þess eðlis að hugsanlega megi nota hann til annarra, friðsamlegri nota en gerðar gereyðingarvopna. Írakar hafi hins vegar keypt grunsamlega mikið af búnaði, sem geti haft margvísleg not. „Við munum því geta raðað brotun- um saman þannig að þau sýni heild- stæða mynd,“ segir ónafngreindur embættismaður. Til að gera innkaup Íraka enn grunsamlegri, og þannig færa rök fyrir því að búnaðinn hafi átt að nota til gerðar gereyðingarvopna, hyggj- ast Bandaríkjamenn leggja fram gögn sem sýna að búnaður hafi gjarnan verið keyptur leynilega og að hinir írösku kaupendur hafi gefið seljendum upp rangar upplýsingar. Vilja hjálpa Saddam í útlegð Bandaríkjamenn hafa nú lýst því yfir í fyrsta skipti, þannig að enginn vafi leikur á, að þeir séu tilbúnir til að aðstoða Saddam Hussein, forseta Íraks, og hans nánustu samstarfs- menn við að komast í útlegð. Segir Powell utanríkisráðherra að þessi kostur sé alls ekki óálitlegur, enda mætti þannig koma í veg fyrir hern- aðarátök í Mið-Austurlöndum. Powell, sem ræddi við fréttamenn í fyrrakvöld, vildi hins vegar ekki greina frá því hvort stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til að samþykkja að Saddam yrði veitt friðhelgi en sennilegt er að Saddam krefjist hennar áður en hann fengist til að samþykkja útlegð. „Það er ekki Bandaríkjanna einna að bjóða slíka sakaruppgjöf, fleiri yrðu að koma að þeirri ákvörðun,“ sagði Powell. Bandarísk gögn fyrir öryggisráðið Ekkert nýtt um tengsl Íraka og al-Qaeda Washington. AFP. ÞORPIÐ Mandalasari á eynni Jövu í Indónesíu þurrk- aðist að mestu út í miklum skriðuföllum í gær. Hér ber einn íbúanna son sinn burt úr rústunum en talið er, að 20 menn að minnsta kosti hafi farist og tuga manna er saknað. Mikil úrkoma hefur verið á þessum slóðum í nokkurn tíma. Reuters Skriðuföll á Jövu í Indónesíu KIM Dae-Jung, fráfarandi forseti Suður-Kóreu, varði í gær gerðir rík- isstjórnar sinnar í samskiptunum við Norður-Kóreu, eftir að skýrsla stjórnskipaðrar rannsóknarnefndar var birt þar sem staðfest var að háar summur af suður-kóresku almannafé hefðu verið greiddar með leynd til kommúnistastjórnarinnar í norðri. Suður-kóreskir stjórnarandstöðu- þingmenn hafa sakað ríkisstjórn Kims um að hafa mútað Norður-Kór- euleiðtoganum Kim Jong-Il til að hýsa í norður-kóresku höfuðborginni Pyongyang tímamótaleiðtogafund sem fram fór árið 2000. Það var í fyrsta sinn frá því landið klofnaði sem leiðtogar Kóreuríkjanna tveggja hittust augliti til auglitis og var fund- urinn álitinn glæstasti árangur for- setatíðar Kims Dae-Jungs. 200 millj. dollara færðar á milli Rannsókn ríkisendurskoðunar S-Kóreu leiddi í ljós að 200 milljónir dollara, andvirði 16 milljarða króna, sem voru teknar út úr banka í rík- iseigu í Seoul, hefðu verið greiddar inn á reikning Norður-Kóreustjórn- ar viku fyrir leiðtogafundinn. Í skýrslu endurskoðendanna var engin afstaða tekin til mútuásakananna. Frá því alþjóðleg deila upphófst fyrir þremur mánuðum um kjarn- orkuvopnaáætlanir Norður-Kóreu- manna hefur svokölluð „sólskins- stefna“ Kims Dae-Jungs um aukin tengsl við N-Kóreu – sem milljóna- greiðslurnar eru settar í samhengi við – sætt aukinni gagnrýni í S-Kór- eu. Milljónagreiðslur til stjórnvalda í Norður-Kóreu Kim sagður múta Kim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.