Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TIL LEIGU Til leigu í þessu glæsilega húsi skrifstofuhúnæði sem uppfyllir allar kröfur til skrif- stofureksturs. Mjög góð staðsetning. Næg bílastæði. Frábært útsýni. 6. hæð ca 430 fm 7. hæð (efsta) 850 fm Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. FORVARNARNEFND Hafnar- fjarðabæjar stóð nýverið fyrir könn- un á sölu tóbaks til barna yngri en 18 ára í bæjarfélaginu. Tveir 15 ung- lingar voru sendir í alla sölustaði tóbaks til að freista þess að fá af- greiðslu. Í tilkynningu frá Hafnar- fjarðarbæ segir að niðurstöðurnar séu verslunarfólki til sóma en enginn staður seldi unglingum tóbak þrátt fyrir sterkan vilja ungmennanna til að kaupa. Könnunin var gerð 21. jan- úar sl. og voru 30 sölustaðir heim- sóttir.  %&       &'   ( ) )   *+,,-. /  &' & & %0*  0 *+1*& %       Enginn staður seldi unglingum tóbak 30 sölustaðir tóbaks heimsóttir Hafnarfjörður FULLTRÚAR foreldraráðs Lang- holtsskóla afhentu á dögunum Stef- áni Jóni Hafstein, borgarfulltrúa og formanni fræðsluráðs, undirskrift- arlista frá 430 foreldrum þar sem skorað er á fræðsluyfirvöld að standa við loforð um viðbyggingu við skólann. Í áskoruninni er á það minnt að í fimm ára áætlun fræðsluráðs frá 1997 sé gert ráð fyrir viðbyggingu við skólann árið 2001 og skv. endur- skoðaðri áætlun frá 1999 hafi fram- kvæmdir átt að hefjast árið 2001 og viðbyggingin að vera tekin í notkun 2002. Þá segir þar að í frumdrögum að „enn endurskoðaðri kostnaðar- áætlun fyrir 2003 er gert ráð fyrir 15 milljónum til þessa verks. Ljóst er að ef þetta er niðurstaðan mun það dragast enn að við í Langholtsskóla fáum þær úrbætur í húsnæðismálum sem við höfum lengi beðið eftir og eru sannarlega orðnar brýnar.“ Að sögn Jakobínu Ólafsdóttur, formanns foreldraráðs Langholts- skóla, telja foreldrar að auk þess sem ekki hafi verið staðið við loforð um viðbyggingu hafi viðhaldi á skól- anum verið ábótavant. Aðstaða í skólanum sé mjög ófullnægjandi og skólinn í mikilli niðurníðslu. Sem dæmi sé ekki aðstaða fyrir börnin til að borða hádegismat. „Þetta er nokkuð sem hefur áhrif á menninguna í skólanum. Það er ákveðin siðmenning í því að setjast til borðs og borða matinn sinn.“ Að sögn Jakobínu er hvorki mat- salur né eldhús í skólanum. Stefán Jón Hafstein segir að fræðsluyfirvöldum sé vel kunnugt um þann húsnæðisvanda sem steðjar að Langholtsskóla og þau verkefni sem bíða þar úrlausnar. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem þarf að ráðast í fljótlega,“ segir hann. Hann bendir á að verið sé að vinna að nýrri fimm ára áætlun fræðslu- ráðs og að ekki verði nefndar neinar dagsetningar í tengslum við fram- kvæmdir við einstaka skóla fyrr en búið sé að skoða málið í heild sinni. Hann segir að víðar en í Lang- holtsskóla matist börn inni í stofum og það fyrirkomulag hafi gengið upp þótt það sé ekki æskilegt. Gert sé hins vegar ráð fyrir matsal í nýrri byggingu við Langholtsskóla. Morgunblaðið/Golli Fulltrúar foreldraráðs Langholtsskóla afhenda Stefáni Jóni Hafstein, for- manni fræðsluráðs, undirskriftalista foreldra. Frá vinstri: Jakobína Ólafs- dóttir, formaður foreldraráðs, og Ragnheiður Halldórsdóttir. Foreldrar í Langholts- skóla krefjast úrbóta Reykjavík HEIMASÍÐA Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is, hefur nú fengið nýtt útlit. Meðal nýjunga á vefnum er að framvegis verður hægt að hlusta á fundi borgarstjórnar í beinni útsendingu. Þá er í athugun að setja eldri fundi á vefinn. Fundir borgarstjórnar eru haldnir fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast að jafnaði kl. 14. Um árabil hefur fundunum verið út- varpað á FM 98,3 og verður svo áfram. Að sögn Hreins Hreinssonar, upp- lýsingafulltrúa hjá Reykjavíkur- borg, var nýr vefur borgarinnar upp- haflega tekinn í notkun til bráðabirgða í lok október á síðasta ári. Hreinn segir að frá þeim tíma hafi áfram verið unnið að framsetn- ingu efnis á vefnum. Vefurinn er hannaður af Gagarín, efnisumsýsla er í höndum Hugvits og Sjá sjá um viðmótsprófanir og ráðgjöf. Samkvæmt samræmdri vefmæl- ingu Modernus ehf. yfir gestafjölda, flettingar og innlit á heimasíðum er heimasíða Reykjavíkurborgar nú í 26. sæti yfir vinsælustu heimasíð- urnar. Að sögn Hreins hafa viðtök- urnar á nýja vefnum verið mjög góð- ar og er notendaaukningin frá því í lok nóvember á síðasta ári á bilinu 60 – 70%. Um 4.200 gestir skoða vefinn í viku hverri. Algengast er að gestir vefjarins skoði fréttir, fundargerðir, upplýs- ingar um borgarfulltrúa og við- burðadagatal. Um 20% heimsókna á vefinn eru erlendis frá. Að sögn Hreins hefur verið unnið að því að bæta enska hluta heimasíðunnar. Heimasíða borgarinnar fær nýtt útlit Fundum borg- arstjórnar út- varpað beint Reykjavík BORGARRÁÐ hefur samþykkt að útfæra hugmyndir um þjónustumið- stöðvar sem starfræktar verði í borg- arhlutum eða hverfum borgarinnar. Tvær slíkar miðstöðvar eru þegar starfræktar, Miðgarður í Grafarvogi og Vesturgarður í Vesturbæ. Það var Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sem bar upp tillög- una og í greinargerð hennar segir að það hafi verið markmið Reykjavíkur- borgar á undanförnum árum að bæta þjónustu við borgarbúa og styrkja samstarfið við íbúa. Gerð hafi verið tilraun með fjölskylduþjónustu í Graf- arvogi, Miðgarð, árið 1997 sem þótti takast vel en þar var sameinuð ýmis þjónusta við fjölskyldur í Grafarvogs- hverfunum. Um mitt ár 2001 hafi Miðgarður síðan verið festur í sessi innan borgarkerfisins. Þá hafi nýju tilraunaverkefni verið hleypt af stokkunum í Vesturbæ þar sem Skóla- og fjölskylduþjónustan Vesturgarður er. Með samþykktinni verður hafinn undirbúningur að stofnun fleiri þjón- ustumiðstöðva í hverfum borgarinnar þar sem byggt verður á þeirri reynslu sem fengist hefur í Miðgarði og Vest- urgarði. Er þessum þjónustumið- stöðvum ætlað að koma í staðinn fyrir samsvarandi þjónustu sem veitt er hjá einstökum stofnunum innan borg- arinnar. Kemur fram að gert sé ráð fyrir hagræðingu þegar til lengri tíma er litið en hvorki er áformað að fjölga né fækka starfsfólki við þessar breyting- ar. Þjónustu- miðstöðvar komi í alla borgarhluta Reykjavík LEIKSKÓLA- og grunnskólakenn- arar á Seltjarnarnesi héldu á dög- unum sameiginlegan námskeiðsdag en hér er um breytt fyrirkomulag að ræða. Í tilkynningu frá Seltjarnar- nesbæ kemur fram að síðastliðið vor var ákveðið að samræma skóladaga- tal fyrir alla skóla bæjarins og falla skipulagsdagar leikskólans því fram- vegis á sömu daga og starfsdagar grunnskólans. Með þessu sé komið til móts við foreldra. Á námskeiðsdeginum 27. janúar sl. var kennurum allra skóla boðið upp á fyrirlestur um hegðunar- vandamál barna og unglinga og að- ferðir til að sporna við þeim. Samræmt skóladagatal fyrir leik- og grunnskóla Seltjarnarnes ÞRJÚ ný deiliskipulög eru sem stendur í kynningu hjá skipulags- og byggingarsviði borgarinnar. Þau eru: miðborgarreitur (Ölgerðarreit- ur), Reynisvatnsheiði – hitaveitu- geymar og Suðurgötukirkjugarður. Hægt er að kynna sér þau betur á vef skipulags- og byggingarsviðs, www.skipbygg.is, undir liðnum: Mál í kynningu, neðst á síðunni. Á vefnum segir að fólk geti jafn- framt kynnt sér málin í sal skipu- lags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3 alla virka daga milli 10 og 16. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 13. mars nk. Athugasemdafrestur rennur út 13. mars Þrjú ný deili- skipulög í kynningu Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.