Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ er manni nóg boðið yfir lista- lýðnum í Reykjavík. Það er furðulegt að sjá þetta sama fólk standa í mótmælum fyrir utan Alþingishúsið og aðrar stofnarnir dag eftir dag þeg- ar verið er að fjalla um Kára- hnjúkavirkjun eða álver við Reyðarfjörð. Nei það er kannski ekkert svo furðu- legt, vegna þess að þessi lýður hefur ekkert ann- að að gera. Þetta er sami lýðurinn og auðnuleysingj- arnir sem hanga á kaffihúsum borg- arinnar alla daga. Jú, þeir verða víst að viðra sig. Ég held þeir ættu frekar að viðra sig og koma sér upp að Kárahnjúkum, þangað sem þeir hafa fæstir komið, og kynna sér um leið atvinnuástandið á landsbyggðinni. Einhverjir af þeim þiggja víst listamannslaun af ríkinu sem er fólk- ið í landinu sem stundar sína vinnu, en það skilur ekki lýðurinn. Ég held að lýðnum hefði verið nær að klæða sig í vettlingana sem þeir dreifðu fyrir utan Alþingishúsið og fara að vinna með höndunum og reyna að gera eitthvert gagn í þjóðfélaginu, í stað þess að vera með niðurrifsstarf, sem þeir ættu að skammast sín fyrir. Nú ætla ég að skora á alla sem eru hlynntir virkjun og álveri að mót- mæla, með því að hætta að kaupa þá listsköpun sem þetta fólk selur, jú, margt af þessu fólki er vel þekkt, og á ekkert annað skilið. Við sem viljum virkjun og álver höfum ekki tíma til að hanga fyrir utan stofnanir í Reykjavík og verðum því að mót- mæla á annan hátt. Og að lokum, Smári Geirsson syngur betur en Björk. GRÉTAR RÖGNVALDSSON, skipstjóri á loðnuskipinu Jóni Kjartanssyni SU 111, Eskifirði. Um listalýðinn í Reykjavík Frá Grétari Rögnvaldssyni, skipstjóra, Eskifirði Grétar Rögnvaldsson UNDANFARIÐ hefur verið nokkur umræða um flugatvik sem átti sér stað við Gardermoen-flugvöll í Noregi fyrir um ári. Málsatvik þarf ekki að rekja en í stuttu máli lentu flugmenn í erfiðleikum í lendingu á Boeing-757 vél frá Flugleiðum og jarðnánd var á tímabili hættuleg og álag á vél í há- marki. Það er ljóst að við jafnerfiðar aðstæður og þær sem þarna komu upp og það í mjög lítilli flughæð, verð- ur gífurlegt álag á flugmenn sem þó leystu vandamálið og skiluðu bæði fleyi og farþegum heilum í höfn. Það er aðalatriðið! Formaður bandarísku flugöryggisnefndarinnar sagði orð- rétt: „Það er aðalstarf flugmanna að lenda heilu og höldnu, fyrir það fá þeir borgað.“ Það má telja ómaklegt að vega að, eða efast um færni ís- lenskra flugmanna. Raunar mundi ég, hefði ég verið farþegi í fyrrnefndu flugi, færa flugstjóranum blómvönd í stað þess að vera með umkvartanir. Flest flugslys verða vegna mannlegra mistaka, eða um 70%. Mannleg mistök eru eðlileg og raunar má oft deila um hvað eru mis- tök og hvað ekki. Sem lítið dæmi má nefna að fyrir um 12 árum féll olíu- þrýstingur á öðrum hreyfli B-737 vél- ar í innanlandsflugi í Bretlandi. Þetta eru tveggja hreyfla vélar eins og B-757. Flugmennirnir slökktu á „góða hreyflinum“ og komu honum ekki aftur í gang. Svokölluð „tvennd- armistök“ urðu þarna, þ.e. þar sem um tvo kosti er að ræða, var rangur valinn, í góðri trú. Vélin fórst skömmu síðar. Annað dæmi um slíkt er þegar B-747 var í flugtaki í Kóreu fyrir 3 ár- um og önnur brautin af tveim samsíða var lokuð vegna viðgerða. Áhöfnin valdi ranga braut í lélegu skyggni og vélin rakst á jarðvinnsluvélar í flug- taki og fórst. Fyrir nokkrum vikum var töluverð umræða um það að leigu- vél frá Flugleiðum missti mótor, ann- an af tveimur, eftir flugtak á Spáni. Menn komu fram í blöðum og kvört- uðu yfir slælegum upplýsingum frá flugstjóra á ögurstund! Og hvað halda nú menn að flugmenn séu að gera í flugtaki á þunghlaðinni tveggja hreyfla vél ef annar bilar? Alveg örugglega ekki að spjalla við farþeg- ana! Flugmennirnir eru uppteknir við að bjarga lífi farþeganna! Þannig að raunar ættu menn að færa áhöfninni verðlaun eða sýna þakklætisvott fremur en að vera með illhryssing í garð þeirra manna sem þeir eiga líf að launa. Eitthvað var líka um kvartanir vegna óvæntrar dýfu B-757 vélar Flugleiða á síðasta ári í USA í klifri. Það er skemmst frá því að segja að sú ferð endaði farsællega, ólíkt tveim sambærilegum atvikum á B-757 sem gerst hafa áður. Hraðamælainntök voru stífluð, eitt eða fleiri, vegna mannlegra mistaka eða aðskotahluta. Þetta þýðir að ómögulegt er að fá upplýsingar um réttan flughraða og tölvur tengdar hraðamælunum vinna vitlaust og það þarf ekki að orðlengja það að báðar þessar vélar fórust með öllum um borð. Ofrisu. Ég hef ekki orðið var við mikið þakklæti til þeirra flugmanna sem skiluðu þeirri vél og farþegum heilu og höldnu niður á jörðina. Staðreynd- in er sú að íslenskir flugmenn eru með þeim bestu í heimi og þess má einnig geta að Boeing-757 er einhver öruggasta farþegaflugvél sem byggð hefur verið fyrr og síðar enda slysa- tíðni þessarar tegundar sú lægsta allra farþegavéla. Þegar við þetta bætist stöðug þjálfun áhafna og gott viðhald þá geta Íslendingar flogið ró- legir um loftin blá. Hvað mig og mína fjölskyldu varð- ar þá vel ég Flugleiðir alltaf nr. eitt. ÓLI HILMAR JÓNSSON arkitekt. Atvikið við Gardermo- en og „nærflugslys“ Frá Óla Hilmari Jónssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.