Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 23 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Andrew Kaye dósent við tón- listardeild Albright College í Pennsylvaníu flytur fyrirlestur á vegum félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri á morgun, laugardag kl. 13.30 í stofu 24 í húsakynnum háskólans við Þing- valla-stræti. Þetta er fyrsti fyr- irlesturinn sem þessi nýja deild við skólann stendur fyrir. Fyrirlest- urinn fjallar um það hvernig sú mynd sem dregin er upp af Afríku í tónlist kvikmynda hefur breyst á sl. eitt hundrað árum, en raktar eru með dæmum breytingar frá dögum þöglu myndanna, Tarzan- myndanna og mynda frá síðustu áratugum síðustu aldar. Á MORGUN Eyþór Ingi Jónsson organisti held- ur hádegistónleika í Akureyr- arkirkju á morgun, laugardaginn 1. febrúar kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Jehan Titelouze, J.S. Bach, Oskar Lindberg og Magnús Blöndal Jóhannsson. Lesari á tónleikunum er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. KOMPAN sem Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir rekur í Listagilinu svonefnda á Akureyri er 5 ára í dag og af því tilefni verður efnt til veislu á vinnustofu hennar í kvöld kl. 21 fyrir velunnara Kompunnar. Þar koma fram Haraldur Bessa- son, Arna Valsdóttir, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson, Bólbræður, Georg Hollandes og Jón Laxdal Halldórsson. Aðalheiður sagði að áhugi sinn á myndlist með ljósmynda- og tölvu- tækni hefði vaknað fyrir nokkrum árum, en sýningar af slíku tagi þá verið sjaldséðar í bænum, ferðir hennar til höfuðborgarinnar og út- landa stopular, „þannig að ég ákvað að flytja listina til okkar,“ sagði Aðalheiður sem útbjó lítið herbergi í vinnustofu sinni sem þótti tilvalið sýningarrými. Það nefndist til að byrja með Ljós- myndakompan og fyrsta sýningin „raunveruleg íslensk gleði“ eftir Birgi Andrésson var opnuð 31. janúar 1998. Síðar stefndi hugur hennar á önnur svið myndlistar og var nafni gallerísins þá breytt í Kompuna. Alls hafa 31 listamaður sýnt verk sín þar, „þessar sýn- ingar hafa vakið áhuga fólks fyrir því nýja og opnað okkur glugga út í heim,“ sagði Aðalheiður, en lista- mennina kvað hún hafa tekið boði um sýningu fagnandi og oft hefðu þeir lagt mikið á sig, vinnu og ferðalög, til að leyfa bæjarbúum og gestum að njóta. Aðalheiður sagði að svo lengi sem sér entist áhugi og aðstaða myndi hún halda áfram að færa Akureyringum litlar en áhugaverðar sýningar. Kompan fagnar 5 ára afmæli Listaverkið Innsetning eftir Jón Laxdal er til sýnis í Kompunni. NÍU fyrirtæki víðs vegar að af landinu hófu í gær þátttöku í verk- efni sem nefnist „Nýsköpun og markaðssókn í starfandi fyrir- tækjum,“ í samstarfi við Impru, nýsköpunarmiðstöð á Akureyri. Fyrirtækin eru Búbót á Húsavík, Hótel Ísafjörður og SKG veitingar á Ísafirði, Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar, Neskaupsstað, Vest- urferðir, Ísafirði, Sæferðir, Stykk- ishólmi, Sölufélag Austur-Hún- vetninga, Blönduósi, Hestasport/ Ævintýraferðir, Varmahlíð,Vilko, Blönduósi og Ístex, Mosfellsbæ. Markmiðið með verkefninu er að gera fyrirtækin hæfari til að tak- ast á við nýsköpun og sækja inn á nýja markaði. Páll Kr. Pálsson er ráðgjafi verkefnisins en verkefn- isstjóri er Sigurður Steingrímsson. „Það má segja að menn hafi ein- blínt um of á nýsköpun þegar kem- ur að atvinnuuppbyggingu á lands- byggðinni, þ.e. að setja á stofn ný fyrirtæki oft með ærnum tilkostn- aði. Við sjáum hins vegar marg- vísleg sóknarfæri í þeim fyrir- tækjum sem þegar eru starfandi á landsbyggðinni og með þessu verk- efni er ætlunin að rækta þau og byggja upp, leita nýrra markaða og hvar ný tækifæri er að finna,“ sagði Páll. Impra mun styrkja fyrirtækin í þessu verkefni gegn framlagi frá fyrirtækjunum sjálfum, en gert er ráð fyrir að því ljúki í nóvember á þessu ári, eða eftir 10 mánuði. „Við gerum ráð fyrir að í kjölfarið hafi fyrirtækin burði til að hefja sókn á grunni nýsköpunar og að á næsta ári muni árangur verkefn- isins skila sér með sýnilegum hætti,“ sagði Páll. Impra mun á næstu vikum hleypa af stokkunum fleiri stuðn- ingsverkefnum, m.a. í vöruþróun, aðstoð við frumkvöðla, netvið- skiptum, virðisstjórnun og eins verður námskeiðið „Brautargengi“ í boði, en þar fær fólk fræðslu um gerð viðskiptaáætlana og stofnun og rekstur fyrirtækja. Fyrsta verkefni nýsköpunarmiðstöðvarinnar Impru Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem þátt taka í verkefni Impru, ásamt Páli Kr. Pálssyni, ráðgjafa verkefnisins (t.v.), og Sigurði Steingrímssyni verkefnisstjóra (t.h.). Markmiðið er að gera fyrirtækin hæfari til að takast á við nýsköpun. Níu fyrirtæki um land allt taka þátt í verkefninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.