Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... TOLLGÆZLAN í Keflavík gerðií gær upptæk þrjú kíló af ítalskri skinku, sem reynt var að smygla til landsins. Skinkan fannst á 28 ára gömlum Hollend- ingi, sem var sektaður um 3.000 krónur fyrir athæfið og að því búnu vísað úr landi. Skinkan var ekki í heilu stykki, heldur niðursneidd í lofttæmdum bréfum, sem maðurinn hafði límt á líkama sinn. Sérþjálfaður skinkuhundur rík- islögreglustjóraembættisins kom í góðar þarfir við leit að kjötinu. Skilaði samstarf tollgæzlunnar og landbúnaðarafurðadeildar lögregl- unnar í Reykjavík jafnframt góð- um árangri við rannsókn málsins. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið svokallað burðardýr fyr- ir leynilegan sælkeraklúbb í Reykjavík. Hann hefur ekki áður komið við sögu kjötinnflutnings- mála. x x x ER Víkverji ekki bara nokkuðsleipur glæpafréttaritari? Vík- verji sér fyrir sér að svona lög- reglufréttir verði í blaðinu þegar draumi hans um fullkomnar varnir gegn ólöglegum innflutningi kjöts og osta hefur verið hrint í fram- kvæmd. Því miður hefur yfir- dýralæknisembættið ekki gert neitt í því undanfarna viku að hrinda í framkvæmd þeim ábend- ingum, sem Víkverji setti fram sl. föstudag um hvernig mætti stoppa í götin, sem eru í núverandi eft- irliti með ólöglegum innflutningi. x x x VÍKVERJI gleymdi þá raunarhugmynd sinni um hvernig setja megi undir stærsta lekann í kerfinu, sem er óhindraður að- gangur hrás fuglakjöts á fæti að landinu í formi farfugla. Mikil hætta getur verið á t.d. salmon- ellusmiti ef fuglarnir komast í drykkjarvatn íslenzkra húsdýra. Víkverji sér fyrir sér lausn í anda atriðis, sem var í áramótaskaupinu 1985, þar sem Örn Árnason lék samvizkusaman eftirlitsmann, sem reyndi að skjóta niður farfugla á leið inn fyrir landsteinana. Auðvit- að þyrfti að reisa varðturna víða við strendur landsins og vopnaðir eftirlitsmenn þyrftu að vinna á vöktum, en það myndi bæta at- vinnuástandið verulega. Það, sem þótti fyndið fyrir rúmum sautján árum, er nú dauðans alvara. Við verðum að verja íslenzkan bú- smala fyrir hættunni að utan. Morgunblaðið/Þorkell Ertu með skinku?     GRÉTA litla er sex ára.Herbergið hennar er bleikt en ekki blátt. Sam- kvæmt því á Gréta ekki eftir að eiga sér við- reisnar von á vinnumark- aðnum. Hún verður alltaf launalægri en Hans. En hversu miklu launa- lægri? Stella Blöndal, að- stoðarforstöðumaður Fé- lagsvísindastofnunar, og Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ, veltu fyrir sér í fyr- irlestri í gær hversu langt ætti að ganga til að leita „eðlilegra“ skýringa á launamun kynjanna.     Ein skýring á launamunkynjanna getur vissu- lega verið sú að herbergi Grétu hafi verið bleikt. Gréta er nefnilega stelpa. En varla getur það talist málefnaleg skýring, því bleiki liturinn hefur engin áhrif á vinnuframlagið. Ef horft er á skatt- framtöl Íslendinga þurfa laun kvenna að hækka um 75% til þess að þau nái launum karla. En þá á eft- ir að „leiðrétta“ launa- muninn. Það er gert með því að taka tillit til þátta eins og starfs, menntunar, vinnutíma, aldurs og starfsaldurs. Þessir þættir hafa áhrif á framleiðni og afköst og þar með laun. Þegar þeir eru hinir sömu hjá báðum kynjum fæst „leiðréttur“ launamunur.     Gengið var enn lengra ílaunakönnun nefndar um efnahagsleg völd kvenna og litið á fjöl- skylduaðstæður, þ.e. hjú- skaparstöðu og barn- eignir, sem einn af þáttunum sem þyrfti að „leiðrétta“. Að sama skapi var horft til þess í launa- könnun á vegum Reykja- víkurborgar hvort um karla- eða kvennastarf væri að ræða, sem og hvort fleiri konur eða karlar væru í stétt- arfélaginu. Sú spurning vaknar hvort þetta séu málefnalegar leiðrétt- ingar, þar sem hvorki fjöl- skylduaðstæður né hlut- fall karla í stéttinni hafa bein áhrif á frammistöðu í vinnunni.     Allir þeir þættir semnotaðir eru til leið- réttingar eiga það sam- eiginlegt að draga úr kynjabundnum launamun. Eftir að þeir hafa verið reiknaðir inn í myndina þurfa konur ekki að hækka um 70% í launum til að verða jafnháar körl- um heldur munar 7,5 til 18%, eftir því við hvaða rannsókn er miðað. Mun- urinn hefur því verið leið- réttur. En Stella og Þor- gerður benda á að ekki sé sama hvernig það sé gert. Getur verið að leiðrétt- ingarpenninn sé stöðugt á lofti til að minnka þann ægilega mun sem er á launum kynjanna? Því hvernig getum við annars lifað með því að konur fái einfaldlega borgað miklu minna fyrir sín störf? Gréta litla er 26 ára. Hún er á miklu lægri launum en Hans. En þeg- ar tekið hefur verið tillit til þess að herbergið hennar var bleikt en ekki blátt, þá er launamunur- inn kannski ekkert svo mikill eftir allt saman. STAKSTEINAR Hans, Gréta og launamunurinn MIG langaði til að bæta svolitlu við grein á bls. 24 í Morgunblaðinu 9. jan. sl. Bílastæði í miðborginni, eru alltof dýr og allt of fá, þetta er ein af ástæðum McDonalds fyrir að flýja úr miðbænum. Ekki var hægt að reka Austurbæjarbíó við Snorrabraut vegna skorts á stæðum við bíóið. Bíó- gestir hættu alveg að reyna að leggja í nágrenn- inu því allt of margir fengu á sig sektir, kr. 2.500, fyrir ólögleg stæði. Sama sagan er um Stjörnubíó og Regn- bogann, hvergi hægt að leggja bíl. Svo er komið við öll fyrirtæki í mið- borginni, ofursektir er menn voga sér á bíl í miðbæinn. Stöðumælar eru nauð- synlegir til að hafa reglu á bílastæðum, en þeir eru alltof margir. Reyndar eru stöðumælar í öllum gamla bænum og í stórum hluta íbúðahverfa innan Hring- brautar. Þetta er mikill skattur á miðborgaríbúa umfram aðra íbúa borg- arinnar. Sigurður P. Þorleifsson, Egilsgötu 12, R. Norræna Í MORGUNBLAÐINU um helgina kom ágæt og langþráð auglýsing um ferðir sumarsins með Nor- rænu. Nú vil ég leggja fram fyrirspurn til ferðaskrif- stofunnar: Verður tryggt að vel sé farið með bíla í ferjunni, þannig að hægt verði að ganga milli þeirra með far- angur og opna hurðir án þess að bílarnir skaðist? Ástæða fyrirspurn- arinnar eru gífurleg þrengsli í gömlu ferjunni og þau svo mikil að við lá að þyrfti að klifra yfir bíl- ana til að komast að þeim. Einnig virðast þeir fluttir úr stað án þess að eig- endur séu með í ráðum. Reynslan sýndi að ekki var gerlegt að fara með nýja bíla í gömlu Norrænu. Verður nú breyting á? Eggert. Hringadróttins- spilið – Erfitt ÉG hef verið að spila Hringadróttinsspilið heima hjá mér undanfarið með kunningja mínum en okk- ur gengur eitthvað brösug- lega með það. Þannig er það að svarta styttan (Sauron) hittir alltaf hobb- itana og ég tapa spilinu. Viljum við benda á að þetta spil er ansi erfitt og eilítið flókið að læra allar reglurnar utanbókar. R.Á. og V.A. Íslenskt mál ÉG sakna þáttarins Ís- lenskt mál í Morg- unblaðinu og er viss um að svo er um fleiri. Það eru sorgartíðindi ef þátturinn hefur verið lagður niður. Sverrir Júlíusson. Tapað/fundið Kassi í óskilum – Gabríela FYRIR 2 vikum fannst kassi með barnafötum, svefnpoka og almanak með nafninu Gabríela. Upplýs- ingar í síma 562 5521. Rautt barnareið- hjól í óskilum RAUTT barnareiðhjól er í óskilum á Skekkjargötu. Upplýsingar í síma 562 5521. Dýrahald Kettlingar fást gefins YNDISLEGIR kettlingar, tæplega 8 vikna, kassavan- ir, fást gefins. Upplýsingar í síma 863 8550. Hvolpar fást gefins FJÓRIR hálfíslenskir hvolpar fást gefins. Ein- ungis góð heimili koma til greina. Upplýsingar í síma 846 3405. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Um stöðumæla Morgunblaðið/Golli 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT 1 galsi, 4 harmar, 7 lág- fótan, 8 bjargbúum, 9 kraftur, 11 skelin, 13 sorg, 14 styrkir, 15 lög- un, 17 bergmál, 20 ílát, 22 málreif, 23 hefð- arkona, 24 hirða um, 25 hæsi. LÓÐRÉTT 1 skvampa, 2 kvarta, 3 sí- vinnandi, 4 málmur, 5 refsa, 6 víðum, 10 lýðs, 12 læri, 13 skar, 15 gaff- als, 16 glerið, 18 fuglum, 19 byggja, 20 ilma, 21 lé- leg skrift. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 liðleskja, 8 skjór, 9 lúpur, 10 fit, 11 merja, 13 asnar, 15 fjörs, 18 slæpt, 21 kyn, 22 eldur, 23 aflar, 24 hranalegt. Lóðrétt: 2 iljar, 3 larfa, 4 selta, 5 Japan, 6 ásum, 7 grær, 12 jór, 14 sál, 15 frek, 16 öldur, 17 skran, 18 snarl, 19 ærleg, 20 tíra. Krossgáta Skipin Reykjavíkurhöfn: Dellach kemur í dag. Haukur, Skógarfoss og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó fellur niður í dag vegna þorrablótsins, húsið opnað kl. 17.30. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla, bað, og opin handavinnustofa. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Bingó. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 14 bingó. Gler- skurður byrjar aftur 6. febrúar. Skráning í s. 553 6040. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs ofl., kl. 9.30 göngu- hópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, kl. 14 brids og almenn spila- mennska. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30 og kl. 12.30 glerbræðsla, kl. 14 spænska, kl. 13 félagsvist í Garðabergi. Akstur samkvæmt venju. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Opið hús í Gullsmára 13, laugardaginn 1. febrúar kl. 14. Mynda- sýning, harmónikku- leikur o.fl. Kaffi og meðlæti. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt og brids kl 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3, kl. 12.20 þáttur um málefni aldraðra. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111, opið frá kl. 10–16. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9. 15 vefn- aður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 gler- listahópur, kl. 10 ganga. Kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 og kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í að- alsal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 12. 30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Farið verður í morg- unverðarboð til Göngu-Hrólfa á laug- ardagsmorgun í Glæsibæ. Lagt af stað frá Gullsmára kl. 10 en Gjábakka kl. 10.10. Guðni Stefánsson mætir með nikkuna. Upplýsingar í Gjá- bakka, 554 3400, og Gullsmára, 564 5260. Allir velkomnir með í för. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könn- unni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Í dag er föstudagur 31. janúar, 31. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Honum bera allir spámenn- irnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrir- gefningu syndanna. (Post. 10, 43.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.