Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 29. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 mbl.is Hélt fram hjá Játvarði með leynilegum elskhuga 20 Jafnrétti og leyndarmál Tvær frumsýningar hjá Leikfélagi Akureyrar Listir 26 F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? Graham Taylor vonast til að geta nýtt forkaupsrétt Íþróttir 8 Þrumufleygur Jóhannesar Kemur víða við Stofnkostnaður virkjunarinnar samkvæmt nýrri tillögu getur orðið allt að 2 milljörðum kr. minni, eða 8,9 til 9,4 milljarðar, en orkugetan minnkar um 15% og rekstrarkostn- aður eykst fyrir Landsvirkjun. Jón var settur umhverfisráðherra þar sem Siv Friðleifsdóttir lýsti sig vanhæfa, vegna fyrri opinberra um- mæla um Þjórsárver, til að fjalla um kærur sem bárust vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar í ágúst 2002. Alls bárust ellefu kærur. Jón kynnti úrskurð sinn á fundi með frétta- mönnum í Þjóðmenningarhúsinu í gær, nokkrum vikum eftir að lögboð- inn frestur fyrir hann rann út til að skila niðurstöðu. Á fundinum vísaði Jón til ákvæðis í stjórnsýslulögum þess efnis að hann hefði ríka rann- sóknarskyldu í svona málum og því hefði hann tekið þann tíma sem þurfti. Hafði hann sérstakan vinnu- hóp sér til fulltingis, skipaðan inn- lendum og erlendum sérfræðingum. Tillaga um nýtt miðlunarlón kem- ur frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og var unnin að beiðni ráðherra af Viðari Ólafssyni verk- fræðingi. Settur umhverfisráðherra setur ennfremur þau skilyrði að nátt- úrufar og vatnsbúskapur í friðland- inu raskist ekki og að nær ekkert gróið land fari undir vatn. Í því skyni er Landsvirkjun gert heimilt að færa stíflu neðar í Þjórsá um allt að 1,4 km og að breyta veituleið í tengslum við það. Gert er ráð fyrir ýmsum veitu- mannvirkjum, s.s. dælustöð, skurð- um og jarðgöngum, frá miðlunarlón- inu yfir á vatnasvið Þórisvatns. Einnig þarf veituskurð frá setlóni vestan núverandi Þjórsárlóns og ráðast þarf í ýmsar smærri fram- kvæmdir, eins og vegi, slóðir, jarð- efnanámur og haugsvæði. Landsvirkjun ber að viðhalda meðalrennsli í Þjórsá yfir hádaginn á sumrin til að tryggja vatnsrennsli í fossum „eins og frekast er unnt,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Einnig ber Landsvirkjun, í samráði við heimamenn, Landgræðslu ríkis- ins og Umhverfisstofnun, að undir- búa vöktun og framkvæmdaráætlun til að stjórna og draga úr áhrifum vegna jarðvegsrofs og fokefna með- fram miðlunarlóni og setlóni. Misjöfn viðbrögð Viðbrögð við úrskurði Jóns Krist- jánssonar eru misjöfn. Skoðanir for- svarsmanna stjórnmálaflokka eru skiptar og talsmenn náttúruvernd- arsamtaka lýsa vonbrigðum með að ráðherra hafi fallist á framkvæmd- ina. Þeir segja baráttu sína þó hafa skilað ákveðnum árangri. Ný tillaga að miðlunarlóni Norðlingaöldu lögð fram í úrskurði setts umhverfisráðherra Friðlandið er óskert Aukinn rekstrarkostnaður fyrir Landsvirkjun en minni stofnkostnaður SETTUR umhverfisráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, hefur í úrskurði sínum fallist á að Landsvirkjun fái heimild til að virkja Efri-Þjórsá fyrir Norðlingaölduveitu, en með ströngum skilyrðum. Meginskilyrðið er að fyrirhugað miðlunarlón fari alveg út fyrir friðlýst svæði Þjórsárvera suður af Hofsjökli og gerð er tillaga að lóni í 566 metra hæð yfir sjó þar sem flatarmál þess er 3,3 ferkílómetrar (km2). Morgunblaðið/Jim Smart Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, tilkynnti úrskurð sinn í Þjóðmenningarhúsinu ásamt Davíð Á. Gunnars- syni, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu (t.v.), og dr. Conor Skehan, írskum umhverfisráðgjafa, og fleirum.  Norðlingaölduveita/ 12, 14–15, 28–29, baksíða TVEGGJA hæða járnbrautar- lest með fjórum vögnum fór út af sporinu við þorpið Waterfall skammt sunnan við Sydney í Ástralíu í gærmorgun, (gær- kvöldi að ísl. tíma), og var vitað að minnst átta manns týndu lífi auk þess sem margir slösuðust. Að sögn embættismanna voru tugir manna enn þá innilokaðir í tveim vögnum sem ultu. Slysið varð um klukkan hálf- átta um morguninn að staðar- tíma, fremsti vagninn fór út af teinunum í þröngu gili. Ekki var vitað hvað olli slysinu en óttast að mun fleiri hefðu farist. Björgunarmenn áttu erfitt með að komast að slysstaðnum en þar er landslag mjög hrjóstr- ugt. Ekki var ljóst í gærkvöldi hve margir voru í lestinni. Lestarslys í Ástralíu Sydney. AFP. COSTAS Simitis, forsætisráðherra Grikklands, gagnrýndi í gær leiðtoga átta Evrópuríkja er birt höfðu opið bréf þar sem lýst er stuðningi við af- stöðu Bandaríkjastjórnar í Íraksmál- inu. George W. Bush Bandaríkjafor- seti fagnaði hins vegar bréfinu og sagði það „skorinort“. Grikkir sitja í forsæti Evrópusam- bandsins þetta misserið. „ESB er áfram um að hafa sameiginlega stefnu í utanríkismálum. Þar af leið- andi verður að eiga sér stað samráð um málefni Íraks, rétt eins og gerðist á fundi sl. mánudag,“ sagði Simitis. Utanríkisráðherra Frakklands gerði þó lítið úr málinu í gær og sagði bréfið aðeins „framlag til umræðu“. Bréf átta Evrópu- leiðtoga gagnrýnt Aþenu, París. AFP.  Sýnir/18 ÚRSKURÐUR setts umhverfis- ráðherra gerir ráð fyrir miðl- unarlóni utan friðlands Þjórsárvera þar sem lónhæðin er allt að 566 metrar yfir sjávarmáli (m.y.s.) og flatarmál þess er 3,3 ferkílómetrar (km2). Landsvirkjun hafði óskað eft- ir heimild fyrir lónhæð í 575 m.y.s. þar sem flatarmálið var ríflega 25 km2 meira, eða tæpir 29 km2. Þar af lentu rúmir 6 km2 innan friðlands- ins og gróður lenti undir lón á 7,2 km2 svæði, í samanburði við 0,2 km2 svæði í nýrri útfærslu. Gerð er tillaga um 3,7 km2 setlón vestan núverandi Þjórsárlóns og ut- an friðlandsins. Er það gert til að tryggja hagkvæmni framkvæmdar- innar. Setlóninu er m.a. ætlað að veita nægu vatni niður aura Vest- urkvíslar og áfram niður aura Þjórsár í gegnum friðlandið, þann- ig að grunnvatnsborð næst Þjórs- árfarvegi lækki ekki.            29 ferkíló- metra lón verði 3,3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.