Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arndís Þorvalds-dóttir fæddist í Hafnarfirði 23. mars 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudag- inn 23. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- valdur Ásgeir Krist- jánsson málarameist- ari, f. 10.10. 1900, d. 9.3. 1976, og Eyvör Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 27.7. 1904, d. 21.4. 1990. Arndís giftist 14.11. 1946 eftirlifandi eigin- manni sínum Hauki Þ. Benedikts- syni fv. framkvæmdastjóra, f. á Ísafirði 29.2. 1924, sonur hjónanna Benedikts Gabríels Benediktssonar, f. 10.12. 1893, d. 4.1. 1954, og Sesselju Þorgríms- dóttur, f. 9.6. 1889, d. 11.9. 1971. Arndís og Haukur eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Erna, f. 26.8. 1947, maki Júlíus Hafstein, f. 6.3.1947. Þau eiga Birnu, f. 1972, og Júlíus, f. 1976, og tvö barna- börn. 2) Þorvaldur Ásgeir, f. 28.2. 1949, maki Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir, f. 28.9. 1949. Þau eiga Hafrúnu, f. 1969, Arndísi, f. 1972, Karen, f. 1976, Jón Ásgeir, f. 1989, og Lísu Margréti, f. 1990, og sex barnabörn. 3) Benedikt, f. 5.10. 1954, maki Guðlaug Sveinsdóttir, f. 1.6. 1952. Þau eiga Svein, f. 1979, Hauk, f. 1983, og Maríu Bryndísi, f. 1989. 4) Haukur Þór, f. 9.2. 1957, maki Ásta Möller, f. 12.1. 1957. Þau eiga Helgu Láru, f. 1983, Hildi, f. 1986, Ástu Sess- elju, f. og d. 1991, og Stein Hauk, f. 1992. 5) Hörður, f. 3.10. 1963, maki Jóna Jak- obsdóttir, f. 29.11. 1950. Þau eiga Lilju, f. 1990, og Egil Sölva, f. 1993. Arndís og Haukur hófu búskap á Ísafirði en fluttust fljótlega til Reykjavíkur. Árið 1952 byggðu þau hús við Breiðagerði númer 4 sem átti eftir að verða heimili þeirra hátt í 50 ár. Hún sinnti börnum og heimili á uppvaxtarár- um barna sinna en á árinu 1978 hóf hún kaupmennsku og rak fyr- irtækið Borgarljós ásamt Hauki Þór syni sínum um 20 ára skeið. Arndís og Haukur fluttust árið 1999 í Hæðargarð 29 en Arndís bjó síðasta árið á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni sökum heilsubrests. Útför Arndísar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Látin er í Reykjavík tengdamóðir mín, Arndís Þorvaldsdóttir, fyrrver- andi kaupmaður í Borgarljósum, á sjötugasta og níunda aldursári. Arn- dís, eða Adda eins og hún var oftast kölluð, hafði átt við nokkur veikindi að stríða undanfarin misseri og síð- ustu vikurnar var ljóst að hverju stefndi. Þó svo væri er það alltaf jafnsárt þegar kallið kemur, og vinur og samferðamaður í fjörutíu ár hverfur yfir móðuna miklu. Það var um miðjan sjöunda ára- tuginn að ég fór að venja komur mín- ar í Breiðagerði 4, þar sem Adda bjó með eiginmanni sínum, Hauki Bene- diktssyni, framkvæmdastjóra Borg- arspítalans, og fimm börnum þeirra. Fyrst voru þetta heimsóknir með skólafélögum úr Verslunarskólanum til dóttur þeirra hjóna, Ernu, en þeg- ar fram liðu stundir og vinskapur okkar Ernu varð nánari þá breyttist vitanlega yfirbragð heimsóknanna. Ég var strax boðinn velkominn á þetta myndarlega og glaðværa heim- ili og tekið með mikilli hlýju. Skap- aðist fljótt sönn vinátta milli mín og tilvonandi tengdaforeldra minna sem varað hefur alla tíð síðan og aldrei borið skugga á. Ég lærði það fljótt að í þessari fjölskyldu var það Adda sem stjórnaði mestu og var miðdepill fjölskyldulífsins, sem hafði kraft og dugnað til þess að láta allt ganga vel fyrir sig á stóru heimili. Hið sama var uppi á teningnum þegar fram liðu stundir og fjölskyldan stækkaði með tengdabörnum og síðar barnabörn- um. Adda var allt í öllu þegar stór- fjölskyldan kom saman og virtist hafa endalaust þrek og tíma þótt erill hversdagsins væri oft mikill. Hana munaði ekki um að efna til veislu fyr- ir fjölda manns með nánast engum fyrirvara, eða taka að sér eitt eða fleiri ömmubörn í lengri eða skemmri tíma, hvað þá ef um það var að ræða að skjótast vestur að Fróðá á Snæfellsnesi í nokkurra daga ferð með flokk af gestum með sér eða í sumarbústaðinn í Grímsnesinu með góðan hluta fjölskyldunnar til dvalar í nokkra daga. Mitt í önnum við að sinna sínu fólki stofnaði hún svo til myndarlegs verslunarreksturs með einum sona sinna, Hauki, en þar var um að ræða verslunina Borgarljós. Áður höfðu þau hjónin rekið verslun í Búðargerðinu í nokkur ár. Á þessu sviði var Adda sannarlega á heima- velli þar sem kaupmennska var henni í blóð borin. Oft undraðist maður hve kraftur hennar og þrek var mikið. Þannig var það einnig í veikindum hennar. Þótt líkamlegt þrek fjaraði út var andlegi kraftur- inn óþrjótandi. Arndís fæddist á fyrsta hluta síð- ustu aldar þegar lífskjör þjóðarinnar og lífsbarátta var með öðrum og erf- iðari hætt en nú. Hún var tuttutu og tveggja ára þegar hún giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum og þegar þau hófu búskap var það af litlum efnum eins og hjá mörgum á þeim árum. Þetta átti eftir að breytast síðar meir. Adda taldi þó alltaf að verald- legur auður væri ekki mestu verð- mæti lífsins, heldur ást, vinátta og virðing sinna nánustu og annarra samferðamanna. Og með viðhorfi sínu og störfum ávann hún sér það sem var henni mikilverðast. Hún varð vinamörg og lét sér annt um vel- ferð þeirra sem hún umgekkst. Þeg- ar barnabörnin tóku að vaxa úr grasi fylgdist hún með hverju fótmáli þeirra. Henni stóð ekki á sama hvaða skref ungviðið tók út í lífið. Ráð hennar voru gefin af væntumþykju og voru því vel þegin og óspör var hún að rétta til afkomenda sinna það sem hún taldi að gæti komið þeim til góða. Yfir velferð fjölskyldunnar var hún vakin og sofin. Það skipti hana meginmáli að hópnum vegnaði vel og hún hafði sannarlega ástæðu til gleðjast yfir þeim árangri sem börn hennar og fjölskyldur þeirra hafa náð. Mikið jafnræði var þeim þeim hjónum Öddu og Hauki. Lífshlaup og lífsstarf þeirra var ein saga. Sam- staða þeirra brást aldrei í þau tæp 60 ár sem þau voru gift. Þau voru glæsi- leg hjón sem áttu gott líf saman og gæfan var þeim hliðholl. Lífsgleði þeirra og farsæld smitaði út frá sér til afkomendanna og aldrei hef ég kynnst fjölskyldu sem stendur eins vel saman og þeirri sem ég var svo lánsamur að tengjast fyrir tæpum fjörutíu árum. Það voru og eru mín mestu gæfuspor. „Það syrtir að, er sumir kveðja,“ segir Davíð Stefánsson skáld í einu ljóða sinna. Tengdafaðir minn og vin- ur, Haukur Benediktsson, sér nú á eftir lífsförunaut og besta vini. Miss- ir hans er mikill og eru honum og börnum þeirra hjóna sendar dýpstu samúðarkveðjur. Að leiðarlokum eru Arndísi færðar þakkir fyrir velgjörð og vináttu í áratugi. Hennar er sárt saknað. Guð blessi minningu Arndísar Þorvaldsdóttur. Júlíus Hafstein. Í dag kveðjum við einstaka kjarna- konu, Arndísi Þorvaldsdóttur. Arn- dís, tengdamóðir mín, var ein dug- mesta kona sem ég hef kynnst. Hún hafði yfir að ráða óþjótandi atorku til leiks og starfa og vílaði fæst fyrir sér. Þegar aðrir voru vegmóðir eftir ann- ríki dagsins, eftir dagslangan göngu- túr um götur borga eða golfvalla heimsins eða aðrar athafnir sem reyndu á líkams- og sálarþrek, átti hún alltaf orku aukreitis til að upplifa frekari ævintýri eða skapa ánægju- auka fyrir sig og sína nánustu. Á síð- ustu mánuðum þegar líkamsþrek hennar fór hratt þverrandi af völdum erfiðs sjúkdóms hef ég stundum hug- leitt að í óeiginlegri merkingu hefði ótrúlegur kraftur hennar gegnum tíðina gengið svo á orkubrunninn að hann var tæmdur þegar yfir lauk. Hins vegar varð sálarþrekið ekki frá henni tekið. Lífsgleðin og lífsviljinn fylgdi henni allt fram á síðustu stundir. Tæpri viku áður en tengdamóðir mín lést kom ég til hennar niður í Sóltún, þar sem hún var að ræða við djáknann sinn. Þegar djákninn kvaddi spurði hún Arndísi hvort hún mætti biðja fyrir henni. Hún svaraði því játandi og bað hana um leið að ARNDÍS ÞORVALDSDÓTTIR ✝ Þórhildur Gunn-þórsdóttir fædd- ist á Stóra-Steinsvaði í N-Múlasýslu 12. jan- úar 1919. Hún andað- ist í Fellsenda í Dala- sýslu 21. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gunn- þór Þórarinsson, f. 16. júlí 1896, d. 20. júlí 1983, og Vilborg Jósefína Kristjáns- dóttir, f. 11. ágúst 1896, d. 13. apríl 1969. Þórhildur var næstelst 8 systkina. Systkini henn- ar eru: Guðrún Katrín, f. 17. apríl 1917, d. 22. júní 1995; Þórmundur, f. 21. maí 1920, d. 22. mars 1991; Helga Jónína, f. 13. júní 1921, bú- sett á Selfossi; Halldór Ágúst, f. 18. ágúst 1922, búsettur í Reykjavík; Gunnlaugur, f. 18. september 1923, d. 26. apríl 1986; Svavar, f. 15. nóv- ember 1926, búsettur á Egilsstöð- um, og Gróa Stef- anía, f. 21. september 1934, búsett á Borg- arfirði eystri. Flutti fjölskyldan að Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá og bjó hún þar öll æskuár Þórhildar. Hún fór ung til Reykjavíkur og kynntist um 25 ára aldur Sverri Jóns- syni, f. 18. apríl 1912, d. 17. desember 1982, þau bjuggu saman um hríð en slitu svo samvistir. Son- ur þeirra er Jón Þórarinn, f. 24. ágúst 1956, kvæntur Sigrúnu Skúladóttur, f. 19. febrúar 1956, og eiga þau tvö börn: Sverri, f. 30. ágúst 1984, og Hildi Björk, f. 17. mars 1989. Útför Þórhildar verður gerð frá Fossvogskirku í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig langar að minnast tengda- móður minnar í örfáum orðum. Þessi hlýja kona tók alltaf vel á móti okkur þegar við komum og heimsóttum hana. Andlit hennar ljómaði þegar hún sá börnin okkar. Hún hafði svo gaman af börnum. Eins er mér mjög minnisstætt hve vel hún söng. Hún hafði svo gaman af að syngja og söng mjög fallega. Elsku Þórhildur, þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur og ég vona að þjáningum þínum sé nú lokið. Megi Guð vaka yfir þér elsku Þór- hildur mín. Sigrún Skúladóttir. ÞÓRHILDUR GUNNÞÓRSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNEY INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Hlíf II, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 1. febrúar kl. 14.00. Magni Ö. Guðmundsson, Svanhildur Þórðardóttir, Anna Lóa Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson, Bergljót Ása Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR STEINGRÍMSSONAR húsasmíðameistara, Fífuseli 10, Reykjavík. Jóna Ólafsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Ástríður Haraldsdóttir, Steingrímur Haraldsson, Þóra Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÖRUNDUR FINNBOGI ENGILBERTSSON frá Súðavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 3. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Brynja Jörundsdóttir, Birgir Úlfsson, Guðmundur Jörundsson, Atli Viðar Jörundsson, Eiríkur Páll Jörundsson, Heiða Helena Viðarsdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR JÓNS KRISTMUNDSSONAR, Karlsbraut 2, Dalvík. Guð blessi ykkur öll. Birna Sveinbjörnsdóttir, Sigurlína Sigurðardóttir, Vigdís Sigurðardóttir, Anton Harðarson, Sigurður Sigurðsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Kristmundur Sigurðsson, Árný Hólm Stefánsdóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Sindri S. Stefánsson, barnabörn og systkini hins látna. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JENNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Tryggvagötu 7, Selfossi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 29. janúar. Ragnar Hermannsson, Anna Ósk Ragnarsdóttir, Ingvar S. Garðarsson, Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir, Sigurður Grétarsson, Ragna Björk Kristjánsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.