Morgunblaðið - 04.02.2003, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FRJÁLSI fjárfestingarbankinn skil-
aði 483 milljóna króna hagnaði á síð-
asta ári, sem er 5% aukning frá fyrra
ári. Fyrir skatta jókst hagnaðurinn
um 23% og nam 583 milljónum króna
í fyrra. Arðsemi eigin fjár breyttist
lítið milli ára, nam 22,1% í fyrra, en
22,3% árið áður.
Vaxtatekjur drógust saman um
18% og vaxtagjöld um 41%. Hreinar
vaxtatekjur nær tvöfölduðust milli
ára og vaxtamunur hækkaði úr 3,3% í
4,6%. Í rekstraráætlun þessa árs er
gert ráð fyrir að vaxtamunurinn
lækki um hálft prósent í ár.
Kostnaðarhlutfall lækkar
Rekstrartekjur drógust saman um
69% milli ára og námu 163 milljónum
króna í fyrra. Mesta breytingin fólst í
meira en hálfs milljarðs króna sölu-
hagnaði árið 2001 ásamt því sem
rúmlega eitt hundrað milljóna króna
gengistap af annarri fjármálastarf-
semi árið 2001 snerist í nokkurra
milljóna króna gengishagnað í fyrra.
Rekstrargjöld lækkuðu um 26%
milli ára í 209 milljónir króna. Stærst-
ur hluti breytingarinnar felst í 55
milljóna króna lækkun launakostnað-
ar, en starfsmönnum fækkaði úr 36
að meðaltali árið 2001 í 22 að með-
altali í fyrra. Miklar breytingar urðu
á rekstri bankans á árinu, sem fólust
meðal annars í því að eignastýringa-
svið hans var selt.
Kostnaðarhlutfall, þ.e. rekstrar-
gjöld sem hlutfall af rekstrartekjum,
lækkaði úr 32% í 24% milli ára.
Framlag í afskriftareikning útlána
lækkaði úr 120 milljónum króna í 70
milljónir króna, eða um 42%. Fram-
lagið sem hlutfall af útlánum lækkaði
úr 1,1% í 0,6%, en afskriftareikningur
sem hlutfall af útlánum stóð í stað
milli ára og nam 2,3% um síðustu ára-
mót. Vanskil sem hlutfall af heildar-
útlánum lækkuðu úr 1,2% í 1,1% milli
ára.
Útlán jukust um 5%
Útlán jukust um 5% og námu 11,6
milljörðum króna um áramót. Heild-
areignir jukust um 3% í 16,8 milljarða
króna. Eigið fé jókst um 7% á tíma-
bilinu og nam 2,4 milljörðum króna
um áramót og eiginfjárhlutfall á
CAD-grunni hækkaði milli ára úr
22% í 24%.
Frjálsi fjárfestingarbankinn
483 milljóna
króna hagnaður
!
" #
$
%
&%
%'
()(
"(#
"(
)"
"!
")
"
$(
((
""(
&%
% *+,-.
%%
%
%
% /
"0 1
""01
"
"0)1
""0(1
""
("
!
GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmdastjóri
Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV,
segir að markmiðið með þeirri vinnu sem nú
eigi sér stað innan Evrópusambandsins sé að
ná fram fullri samræmingu reglna á Evrópska
efnahagssvæðinu, en eins og sagt var frá í gær
hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
lagt fram tillögu um ýmsar breytingar á til-
skipun um neytendalán. „Reglur sem um þetta
gilda eru orðnar um 15 ára gamlar og þær eru
mjög ólíkar milli landa, svo það er mjög já-
kvætt að vinna að endurskoðun á þeim. Mark-
aðsaðilar, þar á meðal hér heima, eru mjög
ánægðir með að verið sé að vinna að þessari
samræmingu,“ segir Guðjón.
Hann segir að einstök ákvæði í drögunum
eins og þau líti út í dag bendi hins vegar til að
ekki sé búið að hugsa málið alveg til enda. Ýmis
ákvæði séu þess eðlis að hætta sé á að þau
muni hamla þróun á fjármálamarkaði og
minnka vöruframboð til neytenda. „Dæmi um
það er til dæmis að finna í 14. grein draganna
þar sem veruleg takmörkun eða jafnvel bann á
að verða við lánum með breytilegum vöxtum,
en slík lán eru mikið notuð á Norðurlöndum,
samanber kjörvaxtakerfið hér heima. Með
slíkri reglu væri verið að draga úr þjónustu og
fara nokkur ár aftur í tímann. Fyrir fjármála-
fyrirtækin og viðskiptamenn þeirra væri vissu-
lega slæmt ef reglur takmörkuðu það vöru-
framboð sem hægt væri að bjóða upp á,“ segir
Guðjón.
Lengri bið eftir láni
Um reglu um að hægt sé að hætta við lán-
töku innan 14 daga frá því lán var tekið segir
hann að reglan sé ef til vill ekki stórmál, en þó
hafi verið bent á að 14 dagar séu fulllangur tími
og 7 dagar væru ef til vill eðlilegri frestur. Þar
fyrir utan gerist ekkert annað en það að við-
skiptavinurinn þurfi að bíða lengur eftir að fá
lánið. „Fjármálamarkaðurinn hér á landi er
mjög skilvirkur og það er mikil nálægð við við-
skiptavini og bankarnir þekkja þá mjög vel,“
segir Guðjón. „Neytendalán ganga mjög hratt
fyrir sig hér og þetta ákvæði myndi ekki
hindra það. Ef þetta ákvæði væri í gildi myndi
lánastofnunin hins vegar þurfa að taka þá
áhættu að viðskiptavinurinn kæmi eftir nokkra
daga og endurgreiddi lánið. Þetta hefði líklega
sáralítil áhrif á lánsviðskipti hér heima og er
ekkert sem fyrirtækin hafa miklar áhyggjur af.
Þó væri ekki gott ef nýjar reglur drægju úr
skilvirkni fyrir viðskiptavininn.“
Guðjón segir að ákvæði um greiðslumat og
ábyrga útlánastarfsemi muni líklega ekki
breyta miklu, því greiðslumat fari fram nú þeg-
ar. Oftast sé lánað út frá viðskiptasögu og sé
lánað til nýs viðskiptavinar hafi lánafyrirtæki
vaðið yfirleitt fyrir neðan sig og geti þá óskað
eftir því að viðkomandi viðskiptavinur sýni sér-
stakt yfirlit yfir skuldastöðu hjá öðrum fjár-
málafyrirtækjum. Helstu áhyggjurnar sem
menn hafi af ákvæðinu eins og það liggi fyrir í
drögunum sé að verði reglan sett muni hún
tefja ferlið, eins og stundum sé hætta á með
regluverk Evrópusambandsins.
Hærri kostnaður
Varðandi þessa reglu sé þó eitt sem menn
geri sérstaka athugasemd við, en það sé að inni
í henni séu nokkurs konar refsiákvæði ef fjár-
málastofnun láni viðskiptavini sem ekki stend-
ur undir láninu. Fjármálastofnun geti aldrei
vitað með fullri vissu hvort lánið fáist endur-
greitt, því það geti alltaf eitthvað komið upp á.
Það sé þess vegna býsna langt gengið og þjóni
tæplega því markmiði sem lagt sé af stað með
að setja slíka reglu. Menn vonist því til að
breyting verði á þessu.
Spurður að því hvaða áhrif þessar reglur
muni hafa á kostnaðinn í bankakerfinu segir
Guðjón að eins og þær líti út nú muni þessi
auknu skilyrði kalla á aukna vinnu og þar með
aukinn kostnað, sem fari væntanlega út í verð-
lagið. Þess vegna leggi fjármálafyrirtæki
áherslu á að reglurnar verði það skilvirkar að
þær muni ekki leiða til aukins kostnaðar og þau
bindi vonir við að breytingar í þá átt muni ná
fram að ganga.
Framkvæmdastjóri SBV um breytingar á evrópskum reglum um neytendalán
Jákvætt að end-
urskoða reglur
Ákvæði gætu hamlað þróun á fjármálamarkaði
HAGNAÐUR Hraðfrystihúss
Eskifjarðar hf., HRESK, nam
ríflega 1.010 milljónum króna eft-
ir skatta á árinu 2002. Árið 2001
var hagnaður fyrirtækisins 156
milljónir króna. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsgjöld
(EBITDA) nam 1.254 milljónum
króna eða 33,03% af vergum
rekstrartekjum, miðað við 1.280
milljónir eða 34,02% árið 2001.
EBITDA-hagnaður var svipað-
ur árið áður, eða 1.280 milljónir
króna. Þá voru fjármagnsliðir
hins vegar neikvæðir um 750
milljónir, en voru nú jákvæðir um
ríflega 530 milljónir króna. Í til-
kynningu frá HRESK segir að
þessi munur skýrist fyrst og
fremst af styrkingu krónunnar á
milli ára. Í tilkynningunni segir
að rekstrarniðurstaða ársins sé í
takt við áætlanir félagsins.
Veltufjárhlutfall
lækkar
Afskriftir ársins námu rúmum
542 milljónum og hækkuðu um
139 milljónir á milli ára, en til
sérstakrar 100 milljóna króna
aukaafskriftar kom á skipastóli
félagsins. Veltufé frá rekstri nam
1.043 milljónum og handbært fé
frá rekstri jókst um 156 milljónir
milli ára; úr 728 milljónum í 884
milljónir. Fjárfestingahreyfingar
voru 1.188 milljónir á árinu, en
uppistaða þeirra var kaup á
47,48% hlut í Tanga hf. á Vopna-
firði. Eigið fé félagsins nemur nú
2.251 milljón eða 32,87% af heild-
areignum, og hækkar um tæp
10% milli ára. Veltufjárhlutfall
félagsins lækkar hins vegar úr
1,00 í 0,9. Innra virði hlutafjár
hækkar úr 3,08 í 5,13.
Í tilkynningu HRESK segir að
mjög góður árangur hafi náðst í
veiðum uppsjávarfisks á árinu.
Afli skipa félagsins var ríflega
171 þúsund tonn. Mjöl- og lýs-
isvinnsla félagsins tók við 172
þúsund tonnum, sem er metmót-
taka íslenskrar verksmiðju á einu
ári. Veidd voru 2.138 tonn af bol-
fiski og 1.126 tonn af rækju. Öllu
hráefni var landað í eigin vinnslu.
„Verð afurða félagsins var að
flestu leyti hagstætt á árinu fyrir
utan verð rækjuafurða sem fór
hríðlækkandi samfara lækkandi
gengi sölumyntar. Tilraunir í
þorskeldi, er hófust á árinu, hafa
gengið vel og er stefnt að eflingu
þeirrar starfsemi á næstu miss-
erum,“ segir í tilkynningunni.
Kvótastaða
styrkist á árinu
„Niðurstaða tímabilsins er í
takt við áætlanir félagsins en
gert var ráð fyrir 33% framlegð í
endurskoðaðri rekstraráætlun
um mitt árið. Félagið hefur gert
framvirkan samning um kaup á
Hópi ehf. og Strýthóli ehf. í
Grindavík er miðast við 1. sept-
ember 2003. Við kaupin á fyr-
irtækjunum mun kvótastaða fé-
lagsins styrkjast um 1.357
þorskígildistonn – aðallega í bol-
fiski.
Áætlað er að kaupin verði að
hluta til fjármögnuð með hluta-
fjáraukningu í félaginu, en fyr-
irhugað er að leggja tillögu þar
að lútandi fyrir næsta aðalfund
félagsins. Rekstraráætlun ársins
gerir ráð fyrir nokkrum sam-
drætti í vergum rekstrartekjum,
einkum vegna lokunar rækju-
vinnslu félagsins og styrkingar
íslensku krónunnar,“ segir í frétt
frá HRESK.
HRESK með rúman
milljarð í hagnað
"#$ % "
2 2
%%
%%
&%
%'
%
&"$#'(
$)*
' *
&%
% *
3 4% %*
(#!
""
$(
(
$"(!
""
#
(
0#
("0#1
0(
(!(
")(
$
5
(
((
!)
"
0
""01
(0 )
("
STJÓRNENDUR Hugvits, með
stuðningi hóps fjárfesta, hafa gert
samning um að kaupa Hugvit af
GoPro Landsteinum Group.
Sigurður Smári Gylfason, fram-
kvæmdastjóri Íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins, sem á eftir viðskiptin 38% í
GoPro, segir að salan sé liður í fjár-
hagslegri endurskipulagningu
GoPro.
Eftir samninginn er starfsemi
GoPro Landsteina í eftirtöldum fé-
lögum: Landsteinum á Íslandi, Navi-
Plus, Landsteinum í Hollandi, Þekk-
ingu, Landsteinum CI á Jersey og
Alpha Landsteinum í Englandi.
Í tilkynningu frá ÍSHUG segir að
áætlanir fyrrnefndra félaga geri ráð
fyrir 1.050 milljóna króna veltu á
árinu 2003 og um 130 milljóna króna
EBITDA-framlegð, þ.e. hagnaði fyr-
ir afskriftir og fjármagnsliði.
Ólafur Daðason, framkvæmda-
stjóri Hugvits, vill ekki á þessu stigi
gefa upp hverjir kaupi félagið, en
segir þó að þar sé um að ræða lyk-
ilstarfsmenn og fjárfesta sem stutt
hafi félagið. Hann segir að um gott
fjárfestingartækifæri hafi verið að
ræða.
Stjórnendur kaupa
Hugvit af GoPro FEÐGARNIR Jón Ólafsson, stjórn-arformaður Norðurljósa, og Kristján
Jónsson hafa tekið að sér rekstur og
stjórnun enska þjónustufyrirtækis-
ins Room Service Deliveries Limi-
ted. Kristján verður framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins en Jón
stjórnarformaður.
Room Service var stofnað fyrir 10
árum en fyrir fáum árum lenti það í
rekstrarerfiðleikum og hafði verið
lýst gjaldþrota. Nýir fjárfestar, m.a.
breska ráðgjafarfyrirtækið Catalyst
Media Management, hafa keypt fé-
lagið úr gjaldþroti og lagt um 1 millj-
ón sterlingspunda, eða um 127 millj-
ónir króna, í rekstur þess. Hjá
fyrirtækinu starfa á annað hundrað
manns. Room Service býður upp á
hverskonar heimsendingarþjónustu
í Lundúnum. Það gefur m.a. út bækl-
inga í helstu hverfum borgarinnar
þar sem boðið er upp á heimsend-
ingu af matseðlum þekktra veitinga-
húsa.
Eins býður fyrirtækið upp á heim-
sendingu frá þvottahúsum borgar-
innar. Meginstarfsemi félagsins felst
hins vegar í veisluþjónustu fyrir
banka, tryggingafélög, lögfræði-
skrifstofur og endurskoðunarfyrir-
tæki. Í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækinu kemur fram að rekstur þess
verði óbreyttur fyrst um sinn en
ýmsum nýjungum verði hrint í fram-
kvæmd á þessu ári.
Taka að sér stjórn-
un heimsendinga
Halldór Haf-
steinsson hefur ver-
ið ráðinn fjár-
málastjóri
Flugfélagsins Atl-
anta hf. frá og með
1. febrúar. Hann
tekur við starfi Arn-
ars Þórissonar, fjár-
málastjóra og að-
stoðarforstjóra, sem
hætti hjá félaginu
um áramót.
Ekki verður ráðið í stöðu aðstoðarfor-
stjóra. Halldór er 32 ára og vann hjá fé-
laginu á árunum 1996–1999 sem fjár-
reiðustjóri. Síðan hefur hann verið
hlutabréfamiðlari hjá Kaupþingi, fjár-
málastjóri hjá Línu.Neti og MD-
flugfélaginu.
Nýr fjármála-
stjóri hjá
Atlanta
Halldór
Hafsteinsson