Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 31 Gripið & greitt ehf. er leiðandi birgðaverslun með um 1.000 millj. króna veltu á ári. Við leitum að framkvæmdastjóra Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá Gripið & greitt. Umsóknir óskast sendar til Hagvangs merktar „Gripið & greitt“ fyrir 7. febrúar nk. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarsong og Ari Eyberg. Netföng:thorir@hagvangur.is og ari@hagvangur.is Menntun og hæfniskröfur Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með góðan skilning á verslunarrekstri og fjármálum. Háskólamenntum og/eða haldgóð reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ Fundur Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til Alþingis í Suðvesturkjördæmi boða til fundar á Garða- torgi 7 í dag, þriðjudaginn 4. febrúar, kl. 20. Dagskrá: 1. Frambjóðendur kjördæmisins reifa stjórnmálaviðhorfið. 2. Kosningabaráttan framund- an. 3. Önnur mál. Allir velkomnir kaffi á könnunni. Stjórnir fulltrúaráðsins og sjálfstæðisfélaganna. TILBOÐ / ÚTBOÐ Eimskip — Opið útboð VSÓ Ráðgjöf, fyrir hönd Eimskips sem verk- kaupa, óskar eftir tilboðum í að innrétta frysti- geymslu og byggja við Óseyrarskála í Hafnar- firði. Helstu stærðir eru: Frystiklefaeiningar 1.900 m² Viðbygging 500 m² Útboðsgögn verða afhent hjá VSÓ ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, gegn 5.000 króna skilatryggingu. Gögn verða til afhendingar frá og með hádegi þriðjudaginn 4. febrúar. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 11.00 mánudaginn 17. febrúar, merktum: Óseyrarskáli Innrétting á frystigeymslu og viðbygging TILBOÐ SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir og Garðar Björgvins- son michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönn- um og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF  EDDA 6003020419 III  FJÖLNIR 6003020419 II  HLÍN 6003020419 VI I.O.O.F.Rb.4  1522048-8½.I.* Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásgeir SH 150, skrnr. 0950, þingl. eig. Sjóferðir Sigurjóns ehf., gerð- arbeiðandi Byggðastofnun, mánudaginn 10. febrúar 2003 kl. 11.00. Brautarholt 12, neðri hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigríður Guðlaug Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., mánudaginn 10 . febrúar 2003 kl. 15.00. Grundarbraut 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Nóntindur ehf., gerðarbeið- endur Snæfellsbær, Tryggingamiðstöðin hf. og Verkiðn ehf., mánu- daginn 10. febrúar 2003 kl. 14.30. Hábrekka 18, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jóhannes Ingi Ragnarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Landsbanki Íslands hf., höðuðst. og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, mánudaginn 10. febrúar 2003 kl. 13. Naustabúð 8, Snæfellsbæ, þingl. eig. Dís Aðalsteinsdóttir, gerðar- beiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalst., mánudaginn 10. febrúar 2003 kl. 15.30. Snoppuvegur 6, ein. 17, hl. Snæfellsbæ, þingl. eig. Sjófugl ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., höfuðst., mánudaginn 10. febrúar 2003 kl. 13.30. Stekkjarholt 1, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þórunn Laufey Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur AX hugbúnaðarhús hf., Fiskmarkaður Íslands hf., Greiðslumiðlun hf., Húsasmiðjan hf., Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður sjómanna, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Snæfellsbær, mánu- daginn 10. febrúar 2003 kl. 14.00. Sýslumaður Snæfellinga, 3. febrúar 2003. NAUÐUNGARSALA ATVINNA mbl.is bus í Prjónastofunni Sólinni, Ægi Ó. Ægis í Deleríum búbónis, Bjarna á Sjöundá í Svartfugli, titilhlutverkið í Jóni Arasyni og Þórð í Stalín er ekki hér. Skopgáfa hans blómstraði í ótal hlutverkum, ekki síst í skringilegum og skemmtilegum körlum í íslensku leikritunum: Jóni bónda í Gullna hliðinu, Jóni hreppstjóra í Sjálf- stæðu fólki og Albjarti í Syni skóar- ans og dóttur bakarans. Ótalin eru hér öll hans fjölmörgu hlutverk í út- varpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Rúrik dró úr leik eftir að hann fór á eftirlaun en lék þónokkur hlutverk í Þjóðleikhúsinu eftir það, m.a. föður brúðarinnar í Blóðbrullaupi, Hreiðar gamla í Gauragangi og sjoppueig- andann Doxa í West Side Story. Síð- asta hlutverk hans var faðir Júlíu í Sönnum karlmanni, sem hann lék 1995. Rúrik Haraldsson var einn mátt- arstólpanna í sveit íslenskra leikara áratugum saman. Hann var fyrir- mynd þeirra, sem á eftir komu og hann varð einn ástsælasti leikari þjóðarinnar. Sjálfur var hann ein- staklega hlýr og skemmtilegur í samvinnu, hláturmildur, hress og opinn í viðmóti. Eins og ég kynntist honum, bæði sem leikstjóri og sam- starfsmaður, var hann ætíð jákvæð- ur og viljugur – vann best undir sterku aðhaldi og jafnvel aga; það var kannski ekki tilviljun, að mörg eftirminnilegustu hlutverk sín vann hann undir handleiðslu okkar sterk- ustu leikstjóra eða erlendra stórleik- stjóra. Hann átti við nokkur veikindi að stríða síðustu árin en lét það eftir sér að ferðast til Bandaríkjanna til að heimsækja dóttur sína og afkom- endur og var sú ferð honum afar mikils virði. Síðustu árin var hann hættur að leika á sviði en hann kom á frumsýningar til okkar í leikhúsið, alltaf jafnhress og ótrúlega ern fram til hinstu stundar. Það var alltaf skemmtilegt að hitta hann, skiptast á fréttum og rifja upp gömlu dagana hans í leikhúsinu. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með honum minnumst hans sem eins mesta leikara samtíðarinn- ar. Það voru forréttindi að fá að kynnast honum og starfa með hon- um. Fyrir hönd okkar hjóna og sam- starfsfólks Rúriks í Þjóðleikhúsinu sendi ég fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um þennan mikla listamann mun lifa og halda áfram að hvetja okkur til dáða. Stefán Baldursson. Félag íslenskra leikara kveður með söknuði góðan félaga, Rúrik Haraldsson. Rúrik var glæsimenni og heimsborgari í fasi, enda hafði hann eftir leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni, þá rétt um tvítugt, lagt land undir fót til að halda áfram að mennta sig í list sinni í stórborginni London. Rúrik var sannur sjentil- maður, hlýr og elskulegur og kunni þá kúnst að segja frá á hófstilltan, spaugilegan hátt. Á leiksviði naut þessi fágun Rú- riks sín vel og ein fyrsta minning mín um ógleymanlegan leik hans er sá ósvikni breski herra Higgins sem hann skóp á sviði Þjóðleikhússins í May fair lady árið 1962. Skömmu síðar minnist ég þess hvernig hann glansaði á móti Herdísi Þorvalds- dóttur í sjarmörnum og töffaranum Billy Jack í söngleiknum Táningaást og ekki síður sem hinn gáfaði Quent- in í Eftir syndafallið, leikriti Arthur Miller um hjónaband þeirra Marilyn Monroe. Margt annað mætti nefna frá löngum ferli Rúriks í leikhúsinu, en sérstaklega verð ég þó að minn- ast á stórbrotna túlkun hans á Lé konungi árið 1977. Rúrik var virkur í félagsmálum leikara á árum áður og var m.a. ritari stjórnar FÍL árið 1956 og gegndi því embætti í eitt og hálft ár. Hann hafði alla tíð áhuga á réttindamálum leikara og leitaði stundum til okkar sem störfum fyrir félagið með ýmis málefni og fyrir- spurnir, en stundum bara til að spjalla og spekúlera. Þegar ég átti erindi við Rúrik var nokkuð víst að fleira yrði á dagskrá en launa- og réttindamálin því hann og hin glæsi- lega eiginkona hans Anna Sæbjörns- dóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum, fylgdust vel með málefnum líðandi stundar og höfðu ákveðnar skoðanir bæði á mönnum og málefn- um. Þeirra samverustunda er nú ljúft að minnast. Félag íslenskra leikara sendir innilegar samúðarkveðjur börnum Rúriks og Önnu, þeim Birni, Haraldi Steini og Ragnheiði og fjölskyldum þeirra. Edda Þórarinsdóttir, formaður FÍL.  Fleiri minningargreinar um Rúrik Haraldsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.