Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 34

Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 34
DAGBÓK 34 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vigri, Arnarfell og Goðafoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bay Bulker fór í gær, Regína og Selfoss komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmánun, kl. 14 söng- stund. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla og bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Graf- arvogslaug á þriðju- dögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids og saumur og pútt kl. 13.30 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 10. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. glerskurður, kl. 13 boccia. Veitingar í há- degi og kaffitíma í Kaffi Berg. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 silkmálun, handavinnustofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund, kl. 14.15 og kl. 15 spænska. Fótaaðgerð- ir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og leikfimi, kl. 13 handmennt og postulínsmálning, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Mosfellsbær, Kjal- arnes og Kjós Guðjón Haraldsson sérfræð- ingur í þvagfæra- sjúkdómum heldur fræðsluerindi um þvag- færavandamál karla, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20 í Dvalarheimili aldraðra á Hlaðhömr- um. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Slysavarnakonur í Reykjavík. Aðalfundur deildarinnar er 13. febrúar kl. 19. Venjuleg aðalfundarstörf, þorra- matur. Í dag er þriðjudagur 4. febrúar, 35. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 26.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta LÁRÉTT 1 lofa, 4 ífæru, 7 voru í vafa um, 8 hjólgjörð, 9 fótaferð, 11 nöldra, 13 kólna, 14 streyma, 15 þægileg viðureignar, 17 blíð, 20 viðarklæðning, 22 erfingjar, 23 ástæða, 24 ögn, 25 bik. LÓÐRÉTT 1 prentað mál, 2 óhóf, 3 sýll, 4 stafn, 5 borguðu, 6 fiskur, 10 ódámur, 12 kraftur, 13 frostskemmd, 15 karp, 16 kjáni, 18 leika illa, 19 segl, 20 þroska, 21 taugaáfall. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kunngerir, 8 játti, 9 rýjan, 10 tíð, 11 rimma, 13 innan, 15 skarf, 18 hrönn, 21 jór, 22 padda, 23 elgur, 24 hillingar. Lóðrétt: 2 urtum, 3 neita, 4 eirði, 5 iðjan, 6 þjór, 7 unun, 12 mar, 14 nár, 15 súpa, 16 aldni, 17 fjall, 18 hrein, 19 öngla, 20 nýra. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er áhugamaður umleikhús og fylgist því ágætlega með á því sviði. Það verður þó að segjast eins og er að hann man varla eftir jafnviðburðaríkri leikhúshelgi og þeirri sem nú er afstaðin. Hvorki fleiri né færri en fjórar sýningar voru frumsýndar í atvinnuleikhúsum landsins, ef við teljum Nemendaleik- húsið með, en það ágæta hús er vissulega á því stigi. Síðastliðinn föstudag frumsýndi Nemendaleikhúsið nýtt íslenskt leikrit, Tattú eftir Sigurð Pálsson, en á sama tíma stóð yfir frumsýning á Leyndarmáli rósanna eftir Manuel Puig hjá Leikfélagi Akureyrar. Norðanmenn gerðu það ekki enda- sleppt um helgina því á laugardag frumsýndu þeir aðra sýningu, Uppi- stand um jafnréttismál, sem sam- anstendur af þremur frumsömdum íslenskum einleikjum. Sama kvöld frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur leikritið Maðurinn sem hélt að kon- an hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne í Borgarleikhúsinu. Við þetta má bæta að Íslenska óperan frumsýndi á laugardag Mac- beth eftir Verdi en ópera og leikhús eru vitaskuld náskyld fög. Það má því hæglega tala um fimm frumsýningar á tveimur dögum í ís- lensku leikhúsi. Geri aðrir betur! x x x VÍKVERJI hafði því miður ekkitök á að sækja neina af þessum sýningum en vonast til að bæta úr því á næstu vikum. Í það minnsta voru umsagnir um þær hér í Morg- unblaðinu, sl. laugardag og í gær, síst til þess fallnar að draga úr hon- um kjarkinn. Allar fengu þessar sýn- ingar góða dóma. Sumar jafnvel frá- bæra. Þannig sparaði Bergþóra Jóns- dóttir ekki stóru orðin í umsögn um Macbeth. „Það má segja Íslensku óperunni til hróss að sýna þá dirfsku að velja til sýninga óperu, sem ekki hefur verið sett upp hér áður – óp- eru sem ekki er þekkt fyrir margar frægar aríur, óperu sem ekki er grín og sprell, og eitthvað sem „gengur auðveldlega í fólkið“, heldur alvöru- þrungið drama, eftir eitt mesta óp- eruskáld sögunnar eftir drama eins mesta leikskálds sögunnar. Dirfskan í þessu verkefnavali er ekki síst gleðileg fyrir það, að sýningin á óp- erunni Macbeth eftir Verdi, byggð á leikriti Shakespeares, er ákaflega vel heppnuð og besta sýning Ís- lensku óperunnar í það minnsta um nokkurra ára skeið,“ segir hún með- al annars. Víkverji fagnar þessu. Íslenska óperan hefur alltof oft róið á örugg mið. Skiljanlega kannski, þar sem hefðin er ekki til staðar. En þeim mun stærri verða sigrar sem þessi fyrir vikið. Morgunblaðið/Sverrir Macbeth í Íslensku óperunni. Ein af fimm frumsýningum um liðna helgi. Mellon – hvað er það? KÆRI Velvakandi. Tengdamóðir mín, 89 ára gömul sem býr í íbúð fyrir aldraða, fékk í vikunni póst- kröfu sem komið var með til hennar. Þetta var diskur sem á stendur Mellon með einhverri músík. Upphæðin var kr. 3.200.- og gamla kon- an kunni ekki við annað en að greiða póstkröfuna þó að hún ætti varla fyrir henni. Sennilega hefur verið hringt í hana áður þó að hún myndi ekki eftir því. Hún var hálf- leið yfir að hafa ekki haft bein í nefinu til að segja nei. Ég hef reynt að komast í samband við sendanda póst- kröfunnar en án árangurs. Vildi að minnsta kosti vita fyrir hennar hönd hvaða málefni hún væri að styrkja. Það er með ólíkindum að svokölluð áhugamannafélög skuli ekki geta látið háaldr- að fólk í friði. Margt af þessu fólki hefur ekki mikið fé milli handanna en kann ekki við að segja nei þegar hringt er í það. Þarna er verið að notfæra sér góð- mennsku og samviskusemi þessa fólks til að komast yfir fé. Ég vil með þessu vara gamalt fólk og aðstandend- ur þess við ágangi af þessu tagi. Verið óhrædd við að segja nei. Þið hafið skilað nægu til samfélagsins. Jafn- framt skora ég á áhuga- mannafélög að láta gamla fólkið í friði og vera ekki að hrella það með símhringing- um og póstkröfum. Kristín Eiríksdóttir. Slæm síma- þjónusta ÉG vil kvarta undan síma- þjónustunni hjá Þjónustu- veri Íslandssíma. Ég beið í 17 mínútur eftir að fá af- greiðslu. Finnst það óskilj- anlegt að ekki sé hægt að bæta þessa þjónustu. Ég þekki ekkert fyrirtæki sem býður fólki upp á jafn slæma símaþjónustu, þetta slær öll met. Gyða Jóhannsdóttir. Þakklæti HINN 20. janúar sl. lögð- umst við inn á handlækn- ingadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Viljum við koma á framfæri þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks fyrir frábæra aðhlynningu og gott viðmót. Þrjár ánægðar á stofu 15. Dýrahald Músjú er týndur 6 MÁNAÐA grár og hvítur högni týndist í Grafarvogi 21. janúar sl. Hann var með ól. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar hafi samband í síma 587 3515. Keli er týndur SVARTUR og hvítur snögghærður köttur sem hlýðir nafninu Keli týndist frá heimili sínu Austurbergi 28 síðastliðinn þriðjudag. Hann er eyrnamerktur nr. 570. Hann er mjög mann- elskur og gæti því hafa farið á eftir einhverjum inn í geymslur og lokast svo inni. Ef einhver hefur séð til hans Kela eða veit hvar hann er, þá er sá vinsamlegast beð- inn um að hafa samband við Erlu eða Pálma í síma 587 4477 eða 699 3873. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is     Að friða merkir að„friðlýsa, banna að hreyfa við einhverju“ samkvæmt íslenskri orðabók Eddu. En það er augljóslega bara póli- tískur áróður, enda er Mörður Árnason, þing- maður Samfylking- arinnar, ritstjóri bók- arinnar. Ef marka má orð Val- gerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra í fréttum Sjónvarps sl. laugardagskvöld notast ríkisstjórnin ekki við orðabókarskilgreiningu stjórnarandstöðunnar.     Borið var undir við-skiptaráðherra af hverju Landsvirkjun hefði áform um að rann- saka jarðhita á Torfa- jökulssvæðinu með tilliti til hugsanlegrar raf- orkuframleiðslu, þrátt fyrir að svæðið væri innan friðlands. Við- skiptaráðherra svaraði því til að engin ákvörð- un hefði verið tekin um að virkja á þessu svæði. Svo fyrtist hún við fréttamann og sagði að ef friðun á landi merkti að ekki mætti hrófla við því, þá þyrfti að und- irbúa ákvarðanir um friðun mun betur en nú væri gert.     Ef það er rangur skiln-ingur að friðun á landi þýði að ekki megi hrófla við því, hvernig ber þá að skilja það þeg- ar land er friðlýst? Er þá bannað að tjalda á svæðinu eða reisa sum- arbústað, en ekkert því til fyrirstöðu að „hrófla við“ landinu með því að bora eða sprengja það sundur með viðamiklum virkjanaframkvæmdum? Hvað er þá að marka friðlýsingu ef engin er friðunin?     Áður en friðun landsmerkir í raun að landið sé friðað, sem ekki virðist eins sjálf- sagt og margur gæti haldið, hvað þarf þá að bæta í undirbúningi friðlýsingarinnar til þess að stjórnvöld sjái sér fært að standa við hana? Vantar ef til vill í undirbúninginn raun- verulegan vilja til þess að friða landið? Ef verið er að friða land, þá hlýt- ur það að vera til fram- tíðar. Þarf ekki að haga undirbúningnum þannig að friðunin byggist á stefnumótun til langs tíma? Er þessi stefnu- mótun til?     Úrskurður Jóns Krist-jánssonar, setts um- hverfisráðherra um Norðlingaölduveitu, þar sem hann virti friðland Þjórsárvera, virðist hafa fallið í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Margir hafa talið úrskurðinn stefnumarkandi af hálfu stjórnvalda og staðfest- ingu á því að friðlýsing landsvæða sé annað og meira en orðin tóm. Kannski þurfa Jón og Valgerður að tala meira saman. STAKSTEINAR Er allt í lagi að hrófla við friðuðu landi? MIG langar að spyrja Val- gerði Sverrisdóttur hvaða ávinning ég hafi af verð- andi Kárahnjúkavirkjun og álveri þar sem hún fullyrðir að verkefnið sé ávinningur fyrir alla landsmenn. Þá meina ég bara langtímaáhrif því að skammtímaáhrif afsaka engan veginn slíkar fram- kvæmdir. Rökin þurfa að vera sterk svo hún geti sann- fært mig um rétt ráða- manna til að taka slíkar ákvarðanir fyrir okkur al- menning og komandi kyn- slóðir því að mínu mati færir slík framkvæmd okkur þrjátíu ár aftur í tímann og hver þarf að svara til saka ef illa fer? Þá langar mig einnig að vita hvort það sé rétt að landið sem fer undir þessar framkvæmdir sé ókeypis. Óska ég eftir svari opinberlega. Marín Ásmundsdóttir, nemi. Fyrirspurn til Valgerðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.