Morgunblaðið - 04.02.2003, Qupperneq 36
GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri
Aston Villa, er enn sannfærðari en
áður um að félag sitt verði að kaupa
Jóhannes Karl Guðjónsson af Real
Betis eftir frammistöðu hans í 3:0 sig-
urleiknum gegn Blackburn á sunnu-
daginn. Hann setur nú mikla pressu á
stjórnarmann félagsins, Doug Ellis,
að reiða fram fé til kaupanna.
Jóhannes hefur nú leikið tvo leiki
með Villa í úrvalsdeildinni, skorað
eitt mark og lagt annað upp, og staðið
sig mjög vel í stöðu varnartengiliðs.
„Hann hefur aðeins spilað tvo leiki
en ég er sannfærður um að hann er
þess virði að við kaupum hann. Það
Taylor setur
pressu á
stjórn Villa
vilja eflaust fleiri krækja í hann ef
hann heldur áfram á þessari braut.
Áhangendur Villa hafa nú tvívegis
risið úr sætum til að hylla hann og
það hjálpar honum að festa sig í
sessi,“ sagði Taylor í gær.
Jóhannes Karl var í gær valinn í lið
vikunnar hjá netmiðlinum Soccernet.
ÍÞRÓTTIR
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALLUR hugbúnaður og
gagnagrunnur Heimsmeist-
aramótsins í handknattleik var
hannaður af kínversku fyr-
irtæki og hafa starfsmenn
þess séð um að slá inn töl-
fræði, gang leiksins og hvaðan
af vellinum mörkin í leikjum
HM eru skoruð.
Hinsvegar er ljóst að skil-
greiningar á hvaða mörk eru
skoruð úr hraðaupphlaupi hef-
ur vafist fyrir mönnum hér í
Portúgal því ekkert samræmi
er á milli keppnisstaða hvað
þetta varðar.
Króatar léku í fyrsta sinn til úr-slita á HM árið 1995 er keppnin
fór fram á Íslandi. Aðspurður sagði
Guðmundur að hann hefði fylgst með
leikjunum sem áhugamaður um
íþróttina og auðvitað sem fagmaður.
„Ég get ekki annað en hrifist með
þegar svona hlutir gerast. Króatar
léku með hjartanu og höfðu meiri
vilja en Þjóðverjar, svo einfalt er
það.“ Guðmundur játti því að hann
hefði leitt hugann að þessu augna-
bliki, þegar sigurliðið á HM hampar
gullstyttunni, stund sem allir hand-
knattleiksmenn þrá að upplifa og var
Guðmundur á því að íslenskt landslið
ætti möguleika á að upplifa slíka
stund, fyrr eða síðar. „Ég sat og
horfði á undanúrslitaleikina sem og
leikina um bronsið og gullið sem
aðdáandi heillandi íþróttar sem virð-
ist vera í mikilli sókn,“ sagði Guð-
mundur fyrir utan Atlantico-höllina
að loknum úrslitaleik Þjóðverja og
Króata.
„Úrslit leiksins komu mér ekki á
óvart þar sem lið Króatíu hafði meiri
vilja til þess að ná settu marki. Það
er bara mjög einfalt að þau lið sem
mæta til leiks með viljann að vopni
hafa oftar en ekki betur og það sýndi
sig í úrslitaleiknum,“ sagði Guð-
mundur og var inntur eftir því hvað
honum fyndist um að mæta Áströl-
um, Grænlendingum og Katar í
riðlakeppni á heimsmeistaramóti.
Of mörg slök lið
í riðlakeppninni
„Fyrirkomulagið á þessu móti er í
raun ekki frábrugðið því sem gerist í
knattspyrnu. Þjóðir vinna sér rétt til
þátttöku, sumar þeirra eru vissulega
veikar og það er mitt mat að þær hafi
verið of margar að þessu sinni. Það
má skoða hvort það sé nóg að hafa 16
lið sem leika til úrslita á heimsmeist-
aramóti í stað þess að hafa þau 24.
Markmið Alþjóðahandknattleiks-
sambandsins, IHF, er að nota HM til
þess að kynna íþróttina og kynna sitt
starf, en það er mitt mat að HM í
handknattleik eigi aðeins að vera
vettvangur fyrir bestu lið heimsins
hverju sinni,“ sagði þjálfarinn og
kvartaði ekki undan skipulagi
keppninnar að öðru leyti. „Það fór
ágætlega um okkur, margt var gert á
síðustu stundu en hótelin voru ágæt
og maturinn líka. Það þýðir lítið að
vera að velta sér upp úr þessum hlut-
um þar sem hlutirnir eru einfaldlega
framkvæmdir í dag á þennan hátt í
Portúgal og við gátum litlu breytt
þegar við mættum til leiks.“
Eftir harða rimmu við Þjóðverja
um efsta sætið í riðlakeppninni í Vis-
eu hélt íslenska liðið til Caminha með
tvö stig í farteskinu og lék gegn Pól-
verjum og Spánverjum í milliriðli.
„Það var gríðarlega mikilvægt að
leggja Pólverjana að velli þrátt fyrir
að við byrjuðum illa gegn þeim. Gegn
Spánverjum lentum við undir og það
kostaði mikla orku að minnka mun-
inn gegn þeim. Því miður tókst ekki
að vinna. Margir spurðu mig hvort
við hefðum ekki átt að gera margt
öðruvísi í þeim leik þar sem svo
margt hefði farið úrskeiðis. Ég er
ekki sammála því þar sem við vorum
að leika gegn einu af bestu liðum í
heimi. Það voru í raun smáatriði sem
fóru úrskeiðis í varnarleiknum í þeim
leik. Leikaðferð okkar gekk í heild
upp með ágætum en það vantaði
herslumuninn,“ sagði Guðmundur og
bætti því við að Spánverjar hefðu í
raun getað endað sem heimsmeist-
arar að þessu sinni, svo jöfn væru
þau lið sem léku til undanúrslita í
keppninni. Svíar enduðu í efsta sæti í
sínum riðli en fengu samt sem áður
ekkert stig með sér í milliriðilinn og
voru margir á því að fyrirkomulagið í
keppninni væri ósanngjarnt. Þegar
upp var staðið hefði sjálfsmark frá
Svíum í lokaleik þeirra gegn Dönum
skilað liðinu betri stöðu.
Sáttur við keppnis-
fyrirkomulagið
Guðmundur var hins vegar sáttur
við þær breytingar sem gerðar voru
á mótinu þrátt fyrir að lið eins og Sví-
ar hefðu lent illa í því að þessu sinni.
„Menn þurfa að vera á tánum í öllum
leikjum á slíku móti, helst vinna alla
leiki til þess að vera öruggir. Að
mínu mati kom þessi breyting ágæt-
lega út.“
Það vakti athygli þeirra sem sáu til
íslenska liðsins á HM hve heitt var í
kolunum á varamannabekk liðsins,
menn létu oftar en ekki skapið
hlaupa með sig í gönur, sendu fé-
lögum sínum tóninn og á stundum
fannst mönnum ástandið vera eld-
fimt. Guðmundur hafði ekki miklar
áhyggjur af þessu og benti á lið Kró-
atíu sem fagnaði titlinum skömmu
áður. „Það var engin lognmolla á
bekknum hjá því liði. Við sem stönd-
um að íslenska liðinu vitum að það
þarf að vera viss stemmning í liðinu
ef við eigum að leggja sterk lið að
velli. Þannig erum við þar sem við er-
um ekki með bestu leikmennina í
hverri stöðu en sem lið getum við náð
langt og unnið hvaða lið sem er. Það
er því okkar styrkur þegar við erum í
miklum ham og ég hef ekki áhyggjur
af því þegar menn eru æstir. Það
væri meira áhyggjuefni ef menn
sýndu ekki lit í leikjunum og væru
daufir. Hins vegar er ljóst að við vor-
um að pirra okkur á hlutum sem við
vildum ná en náðum ekki, en sá pirr-
ingur var ekki alvarlegur og ristir
grunnt.“
Vinstri vængurinn var daufur
Flest lið sem íslenska liðið mætti á
HM að þessu sinni lögðu áherslu á að
stöðva Ólaf Stefánsson í sóknarleikn-
um og oft og tíðum bar hann íslenska
liðið á herðum sér þegar í sóknina
var komið. Guðmundur var samt sem
áður ánægður með hvernig íslenska
liðið leysti úr þeim vandamálum sem
skapast þegar Ólafur er tekinn föst-
um tökum. „Mér fannst við leysa
þetta vandamál mjög vel þegar ég lít
til baka yfir þessa leiki. Handknatt-
leikurinn sem við leikum undir þeim
kringumstæðum verður kannski
ekki áferðarfallegur þar sem búið er
að klippa út annan vænginn. Sókn-
arleikurinn verður stirðari og erfið-
ari en eins og áður segir fannst mér
við leysa þessa hluti vel. Sem dæmi
skoruðum við 18 mörk í fyrri hálfleik
gegn Þjóðverjum í riðlakeppninni
þar sem þeir tóku Ólaf úr umferð.
Pólverjar reyndu ekki að taka hann
úr umferð og ekki heldur Spánverjar
þannig að við leystum þetta vel.“
Guðmundur var sammála því að
það væri ekki óeðlilegt að einn besti
handknattleiksmaður heims bæri
uppi sóknarleik íslenska liðsins. „Við
njótum þess að hafa þennan frábæra
leikmann og félaga. En það er alveg
ljóst að við verðum að miða framtíð-
arskipulag okkar og undirbúning við
að það verði fleiri leikmenn sem geta
létt á hans hlutverki í sóknarleikn-
um. Í þessari keppni er það stað-
reynd að það hefði mátt koma meira
út úr skyttunum sem léku á vinstri
vængnum.“
Skorum minna úr
hraðaupphlaupum
Hraðaupphlaupin hafa verið lykil-
atriði í velgengni íslenska landsliðs-
ins og þá sérstaklega á EM í Svíþjóð
en í þessari keppni var þessi hluti
leiksins ekki eins áberandi hjá ís-
lenska liðinu. „Við náðum ekki að
skora eins mikið úr hraðaupphlaup-
um og á EM. Þar spilar varnarleik-
urinn stórt hlutverk þar sem við lék-
um vörnina ekki eins vel og á EM.
Við sóttum hins vegar í okkur veðrið
þegar leið á keppnina en gegn Spán-
ÞRÁTT fyrir að Norðmenn eigi
ekki lið í úrslitum Heimsmeist-
arakeppninnar í handknattleik
er stór hópur norskra þjálfara
og starfsmanna handknattleiks-
sambands þeirra í Lissabon að
fylgjast með gangi mála á HM
auk þess sem þjálfararáðstefna
er haldin á vegum IHF, Al-
þjóðahandknattleikssambands-
ins. Íslendingurinn Þórir Her-
geirsson er einn af sjö
þjálfurum norska handknatt-
leikssambandsins sem staddir
eru í Lissabon en hann er að-
stoðarþjálfari kvennalandsliðs-
ins. Að auki eru rúmlega 20
aðrir þjálfarar frá norskum fé-
lagsliðum í karla- og kvenna-
flokki.
Norðmenn fylgdust með
Hugbún-
aður á HM
frá Kína
„Við vorum ótrúlega nálægt því að leika um verðlaun á
HM,“ segir Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari
„Við spjöllum saman eftir að sigurliðið er
búið að hampa gullstyttunni,“ sagði Guð-
mundur Þórður Guðmundsson, þjálfari ís-
lenska landsliðsins í handknatteik, við
Sigurð Elvar Þórólfsson í Lissabon á
sunnudag, en þann dag gekk mikið á í hand-
knattleiksheiminum. Íslenska liðið tryggði
sér sæti á næstu Ólympíuleikum og Króatar
lögðu „þýska stálið“ að velli í mögnuðum úr-
slitaleik og tryggðu sér gullið í fyrsta sinn.
„Læt mig
dreyma um
að lyfta gullstyttunni“
Morgunblaðið/RAX
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari, brosandi
eftir viðureignina við Júgóslavíu, ásamt nokkrum leikmanna
sinna – Guðjón Valur Sigurðsson, Dagur Sigurðssson, Sigurður
Bjarnason, Ólafur Stefánsson og Róbert Sighvatsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson