Morgunblaðið - 07.02.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 07.02.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 9 FYRIRTAKA er hafin hjá Óbyggðanefnd vegna þjóðlendna í Rangárvallasýslu og V-Skaftafells- sýslu en aðalmeðferð fer fram í sumar og haust. Óvíst er hvenær úrskurðir verða kveðnir upp og hið sama má segja um sveitarfélagið Hornafjörð, eða A-Skaftafellssýslu, en aðalmeðferð vegna þess svæðis lauk sl. haust. Í fyrirtökum eru lögmenn ríkisins og landeigenda kallaðir til og skjöl lögð fram. Kynning á heildarkröfum vegna Rangárvallasýslu og V- Skaftafellssýslu fór fram í október sl. og bárust í kjölfarið engar at- hugasemdir til Óbyggðanefndar. Nefndin hefur skipt sýslunum í níu svæði. Byrjað var á Mýrdal í vikunni, Eyjafjallasvæði verður tek- ið fyrir um miðjan febrúar og Álfta- ver og Skaftártunga í lok mánaðar- ins. Í apríl verður fyrirtaka vegna Fljótshlíðarsvæðis, Rangárvalla, Síðu og Fljótshverfis og í maí er áformað að taka fyrir Holtamanna- afrétt og Holta- og Landsveit, ásamt Landmannaafrétti. Aðalmeð- ferð hefst svo í júní, samkvæmt fyrrnefndri röð á svæðunum, og stendur fram í október. Bændur boða til fundar Bændur og jarðeigendur í Skafta- fellssýslum hafa boðað til almenns fundar um miðjan mánuðinn þar sem fundarefnið er kröfugerð fjár- málaráðherra f.h. ríkisins fyrir Óbyggðanefnd og dómstólum. Frummælendur á fundinum verða Sigurður Líndal lagaprófessor, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Reynir Sigursteinsson bóndi og Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtakanna. Á vefsíðu sam- takanna, bondi.is, segir að þing- mönnum og frambjóðendum til Al- þingis á Suðurlandi verði boðið að sækja fundinn, ásamt ráðherrum úr ríkisstjórninni. Öllum er boðið sem „hafa áhuga á að á Íslandi séu þing- lýst eignarréttindi virt“, eins og segir í fundarboði, og að komið verði í veg fyrir „mestu eignaupp- töku í Íslandssögunni“. Fundurinn hefur verið settur á föstudaginn 14. febrúar nk. og á að hefjast kl. 16 í Hofgarði í Öræfum. Þjóðlendur í Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu Fyrirtaka hafin hjá Óbyggðanefnd STAÐFEST hefur verið að steind sem fannst á Fljótsdalshéraði árið 2001 er cavansít, mjög sjaldgæf steind sem aðeins finnst á tveimur öðrum stöðum í heiminum. Cavansítsteindin er skærblá og fannst í örmjórri sprungu í svoköll- uðu túffi, en það er ein tegund mó- bergs. Nákvæmur staður hefur ekki verið gefin upp þar sem starfsmenn Náttúrufræðistofnunar eiga eftir að rannsaka staðinn. Steindir eru kristallar og hefur Náttúrufræðistofnun staðið fyrir skipulegri söfnun og greiningu þeirra á Íslandi frá árinu 1980. Finn- ast að jafnaði um þrjár nýjar á ári. Áður hefur cavansít fundist í Poona-héraði á Indlandi og í Oregon í Bandaríkjunum. Svæðin eru bæði jarðfræðilega lík Fljótsdalshéraði, einkum hvað varðar miklar syrpur basalthraunlaga. Sjaldgæf cavansít- steind fannst Egilsstöðum. Morgunblaðið. Nýkomin gallavesti Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Bankastræti 14, sími 552 1555 Gallabuxur frá Margir litir • Tvær síddir Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Frábær stórútsala Allt á hálfvirði Engjateigi 5, sími 581 2141. Laugavegi 1 • sími 561 7760 Útsölulok 50-70% afsláttur Gerið mjög góð kaup kvenfataverslun, Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. 40-60% afsláttur af öllum vörum Gallabuxur verð áður 7.990 nú 3.990 Gallajakkar nú 3.490 Hettupelsar verð áður 19.900 nú 11.990 Stærðir 36-52 Opið frá kl. 11–18 • Laugardaga frá kl. 10.30–16 Norðurlandamót á listskautum í Skautahöllinni í Reykjavík 6.-9. febrúar 2003 Skautasamband Íslands Keppnistímar Föstudag kl. 16.00 Laugardag kl. 12.45 Sunnudag kl. 9.00 Laugavegi 56, sími 552 2201 Nýjar vörur frá Flottir bolir, buxur, pils og kjólar og TEENO CACAO PARIS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.