Morgunblaðið - 07.02.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TIL SNARPRAR orðasennu kom
milli Halldórs Blöndal, forseta Al-
þingis, og þingmanna Samfylkingar-
innar á Alþingi í gær þegar til um-
ræðu var þingsályktunartillaga
þingmanna Samfylkingarinnar um að
ríkisstjórninni verði falið að skipa
nefnd sem hafi það hlutverk að kanna
þróun vöruverðs og rekstrar- og sam-
keppnisstöðu atvinnufyrirtækja á
landsbyggðinni síðastliðin tíu ár. Vilja
þingmenn Samfylkingarinnar að sú
könnun verði borin saman við sam-
bærilega þróun á höfuðborgarsvæð-
inu. Segir í greinargerð tillögunnar að
verðlagskannanir hafi sýnt að verðlag
á landsbyggðinni sé yfirleitt hærra en
á höfuðborgarsvæðinu og að oft muni
talsverðu. Þá hafa kannanir sýnt að
fólk telji óhagstætt verðlag á meðal
helstu ókosta þess að búa á lands-
byggðinni.
Halldór Blöndal, sem var ekki í for-
setastól heldur tók þátt í umræðunni,
gerði það m.a. að umtalsefni að Lúð-
vík Bergvinsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, hefði sagt að lífskjör á
landsbyggðinni hefðu versnað borið
saman við höfuðborgarsvæðið. „Nú er
það auðvitað þannig að við erum að
tala um háalvarlegt mál,“ sagði Hall-
dór og bætti við „rólegur, rólegur,“
þegar Lúðvík Bergvinsson kallaði til
hans í umræðunni. „Við erum að tala
hér um háalvarlegt mál; við erum að
tala um kjör manna á landsbyggð-
inni,“ sagði Halldór aftur og hélt
áfram. „Meðal þess sem fram hefur
komið hjá háttvirtum þingmanni,
Lúðvíki Bergvinssyni, er að lífskjör
manna úti á landsbyggðinni hafi
versnað á síðustu árum.“ Halldór
sagði þá fullyrðingu Lúðvíks ranga.
Lífskjör hefðu þvert á móti batnað
hvarvetna á landinu. „Og ef við förum
aftur í tímann þá veit háttvirtur þing-
maður líka, svo ég taki nú nauðsynja-
vörur eða matvörur [...] að Bónus hef-
ur opnað verslanir víðs vegar um
land; á Selfossi, Egilsstöðum, Akur-
eyri og Ísafirði að minnsta kosti. Og
verðið í þessum verslunum er hið
sama á öllum þessum stöðum. Sömu-
leiðis verð hjá Hagkaupum og ef til
vill hjá Samkaupum, ég bara veit það
ekki, ég hef ekki gert slíka vörukönn-
un. En eins og þessi tillaga liggur fyr-
ir og eins og málflutningur Samfylk-
ingarmanna er þá á vöruverð að vera
miklu, miklu hærra alls staðar úti á
landi heldur en hér í Reykjavík. Þetta
er vitaskuld rangt. Vitaskuld rangt.“
Halldór benti einnig á að „sterkar
keðjur“ eins og Hagkaup, Samkaup
og aðrar slíkar fengju magnafslátt hjá
stærstu birgjum. Af þeim sökum væri
vöruverð hærra hjá smásölukaup-
mönnum en hjá Bónus eða Hagkaup-
um.
Pilsfaldur Jóhönnu
Lúðvík Bergvinsson kom upp eftir
þessa ræðu Halldórs og sagði: „Það
var eftirtektarvert að hlýða á það að
helsta bjargræði landsbyggðarinnar
nú um stundir er fyrirtækið Bónus
sem sjálfstæðismenn hafa hér á
stundum ekki talað svo vel um. En nú
er það orðið þeirra helsta bjargræði í
þessum efnum.“ Lúðvík gerði einnig
að umtalsefni að sjálfstæðismenn
ítrekuðu það í umræðunum á Alþingi
um þessar mundir að ræður stjórn-
arandstæðinga væru haldnar vegna
komandi kosninga. Um þetta sagði
Lúðvík: „Það er alveg sama hvaða
málefni eru vakin hér til umræðu á
hinu háa Alþingi. Þegar þingmenn
Sjálfstæðisflokksins koma hér upp til
að ræða um þau þá eru þau orðin
kosningauppsláttur. Meira að segja
háttvirtur þingmaður Jóhanna Sig-
urðardóttir, sem hefur talað fyrir
þeim sem minna mega sín frá árinu
1978, hefur þurft að þola það hér í
ræðu eða í andsvari við hæstvirtan
forsætiráðherra að hennar umræða
væri kosningauppsláttur. Menn verða
nú aðeins að gæta að sér þegar þeir
eru í þeirri stöðu að geta ekki fært
nokkur rök fyrir máli sínu.“
Halldór kom aftur í pontu og sagði:
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
þingmenn Samfylkingarinnar reyna
að fela sig í pilsfaldi háttvirtrar þing-
konu, Jóhönnu Sigurðardóttur, og má
kannski segja að hennar þingsaga sé
slík, borið saman við þingsögu sumra
annarra þingmanna Samfylkingar-
innar, að það sé eðlilegt að þeir reyni
að fela sig í þeim pilsfaldi. Og má vera
að háttvirtum þingmanni Lúðvíki
Bergvinssyni fari það betur heldur en
að reyna að standa einn.“
Síðar í umræðunni urðu einnig
snörp orðaskipti milli Halldórs og
annarra þingmanna Samfylkingar-
innar, s.s. Guðmundar Árna Stefáns-
sonar og Kristjáns L. Möller.
Þingmenn Samfylkingar
feli sig í pilsfaldi Jóhönnu
Morgunblaðið/Golli
Kristján L. Möller og Guðmundur Hallvarðsson stinga saman nefjum. Fámennt er að öðru leyti í þingsal.
Halldór Blöndal í umræðum um vöruverð og samkeppnisstöðu á landsbyggðinni
LÚÐVÍK Bergvinsson, þing-
maður Samfylkingarinnar,
gerði stöðu Almannavarna rík-
isins að umtalsefni í upphafi
þingfundar á Alþingi í gær, en
skv. frumvarpi um breytingu á
lögum um almannavarnir, sem
dómsmálaráðherra, Sólveig
Pétursdóttir, lagði fram á Al-
þingi fyrir áramót, átti að
leggja starfsemi Almanna-
varna niður hinn 1. janúar sl.
og færa verkefni stofnunarinn-
ar til ríkislögreglustjóra.
Frumvarpið var hins vegar
ekki afgreitt frá þingi fyrir jól
og var því starfsemi Almanna-
varna ekki formlega lögð nið-
ur. „Ég beini þeirri fyrirspurn
til dómsmálaráðherra hver
staða almannavarna sé nú í
augnablikinu? Hver er staðan
ef eitthvað kemur upp á á
næstu vikum og mánuðum?“
Lúðvík sagði að stofnunin væri
að liðast í sundur vegna óviss-
unnar um framtíð hennar. Þar
ynnu nú sex manns, þ.e. sex
manns ynnu hjá stofnun sem
ekki hefði nein fjárframlög. Þá
sagði Lúðvík að mikil óánægja
væri með umrætt frumvarp
dómsmálaráðherra og að ekk-
ert samráð hefði verið haft við
viðkomandi aðila við gerð
þess.
Sólveig Pétursdóttir svaraði
því til að þetta væri „afar sér-
stök uppákoma“ hjá Lúðvíki.
Hann sæti í allsherjarnefnd
þingsins og vissi mætavel hver
staða mála væri. „Staða al-
mannavarna hér á landi er í
góðu lagi,“ sagði ráðherra.
Fullt samráð haft við aðila
málsins, segir ráðherra
Hún sagði ennfremur að
fullyrðingar Lúðvíks um að Al-
mannavarnir hefðu ekki fengið
fjárframlög væru á misskiln-
ingi byggðar. Þegar ljóst hefði
verið að frumvarpið yrði ekki
afgreitt fyrir jól hefði verið
gert samkomulag við m.a. fjár-
málaráðuneytið um óbreytt
fjárframlög frá því sem áður
hefði verið. Þá sagði ráðherra:
„Ég vil taka það fram að það
var haft fullt samráð við full-
trúa frá ríkislögreglustjóra,
við formann almannavarna-
ráðs og framkvæmdastjóra al-
mannavarnaráðs, strax þegar
þessar hugmyndir [sem koma
fram í frumvarpinu] voru
ræddar í sumar.“
Guðrún Ögmundsdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
tók hins vegar undir með Lúð-
víki og sagði að komið hefði
fram í allsherjarnefnd að ekki
hefði verið haft samráð við
viðkomandi aðila um að al-
mannavarnaráð skyldi lagt
niður, en í frumvarpinu er
gert ráð fyrir því að verkefni
þess sem og Almannavarna
ríkisins, eins og áður sagði,
verði flutt til embættis rík-
islögreglustjóra.
Segir að ekki hafi
verið haft samráð
Lúðvík tók aftur til máls og
sagði að í skriflegum athuga-
semdum frá embætti ríkislög-
reglustjóra og almannavörnum
kæmi fram að ekki hefði verið
haft samráð við þá. Sólveig
Pétursdóttir sagði hins vegar
greinilegt að kosningar væru í
nánd og taldi fullyrðingar
Lúðvíks ekki svaraverðar.
Segir
stöðu al-
manna-
varna
góða
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, hefur tví-
vegis á 12 mánaða tímabili vítt þingmenn fyrir
ósæmileg ummæli á Alþingi. Ákvæði þingskap-
arlaga um þingvíti var, eftir því sem næst verður
komist, síðast þar á undan notað árið 1957 eða fyr-
ir 45 árum.
Á þingfundi sl. þriðjudag kom til orðaskipta
milli forseta Alþingis og þingmanna Samfylking-
arinnar vegna kröfu þeirra um að skýrsla Rík-
isendurskoðunar um starfslok fyrrverandi for-
stjóra Símans yrði gerð opinber. Sá Halldór
Blöndal ástæðu til að minna þingmenn á að sýna
háttprýði. Kallaði þá Lúðvík Bergvinsson fram í
og sagði: „Virðulegur forseti ætti heldur ekki að
misnota stöðu sína í forsetastóli.“
Halldór sagði þessi ummæli Lúðvíks vítaverð.
Ögmundur víttur í fyrra
Aðeins er eitt ár síðan Halldór vítti annan þing-
mann fyrir frammíköll. Í því tilviki hafði komið til
ágreinings um dagskrá fundarins. Nokkrir þing-
menn höfðu óskað eftir því að umræðu um byggða-
mál yrði haldið áfram, en ekki hafði tekist að ljúka
umræðunni sem hófst á þingfundi í desember.
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyf-
ingarinnar, kallaði fram í fyrir forseta sem sagði
að hann hefði í sakleysi sínu og sökum þess að
hann væri ekki þingreyndur maður haldið að þing-
menn væru svo háttvísir að þeir gripu ekki fram í
fyrir forseta þingsins þegar hann væri að tala við
þá. Kallaði Ögmundur þá aftur fram í fyrir forseta
með orðunum: „Það þekkir hann allavega, háttvís-
ina.“
Halldór sagði þessi ummæli vítaverð.
Gömul ákvæði
Ákvæði um vítur eiga upphaf sitt í þingsköpum
Alþingis árið 1876, en þar sagði: „Sérhver þing-
maður er skyldur til að gefa sig undir úrskurð for-
setans að því leyti er snertir viðhald á góðri reglu.
Ef þingmaður tvisvar á sama fundi hefur verið
áminntur getur forseti stungið upp á því við þingið
að honum sé alveg synjað þess að taka til máls á
þeim fundi.“
Ákvæðinu var síðan breytt árið 1915 og hljóðaði
þá á þessa leið: „Ef þingmaður talar óvirðulega
um konunginn (síðar forseta Íslands) eða ber
þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann
brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu
skal forseti kalla til hans: „Þetta er vítavert“, og
nefna þau ummæli sem hann vítir. Nú er þingmað-
ur víttur tvisvar á sama fundi og má þá forseti,
með samþykki fundarins, svipta þingmanninn
málfrelsi á þeim fundi.“ Er þetta ákvæði enn í
þingsköpum.
Ekki hefur verið tekinn saman tæmandi listi yf-
ir þingvíti, en ákvæðinu hefur ekki oft verið beitt.
Árið 1950 vítti Jón Pálmason þingforseti Magn-
ús Kjartansson, sem þá var varaþingmaður, fyrir
meiðandi og óviðurkvæmileg ummæli sem fram
komu í nefndaráliti 1950. Árið 1953 vítti Gísli Jóns-
son, forseti efri deildar, Pál Zóphóníasson fyrir
blótsyrði í þingræðu. Og árið 1957 fór Sigurður
Bjarnason ófögrum orðum um aðfarir framsókn-
armanna við kosningasmölun á Austurlandi en þá
vítti Bernharð Stefánsson, forseti efri deildar, Sig-
urð.
Síðan virðist ákvæði þingskaparlaga um þing-
víti ekki hafa verið notað í 45 ár eða þangað til
Halldór Blöndal vítti Ögmund Jónasson.
Tveir þingmenn
víttir á einu ári
Morgunblaðið/Golli
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hefur tvívegis
vítt þingmenn fyrir ósæmileg ummæli.