Morgunblaðið - 07.02.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.02.2003, Qupperneq 15
BANDARÍSKA geimvísindastofnun- in, NASA, telur ekki að skemmdir af völdum kvoðubúts, sem lenti á vinstri væng geimferjunnar Kólumbíu rúmri mínútu eftir flugtak, séu meginorsök þess að geimferjan leystist upp yfir Texas. Ron Dittemore, yfirmaður geimferjuáætlunar NASA, segir að rannsóknin á slysinu beinist nú að öðrum hugsanlegum skýringum, svo sem árekstri við geimrusl, ef til vill hlut frá öðru geimfari, sprengingu í lendingarbúnaði eða einhvers konar galla á vinstri væng ferjunnar. Dittemore sagði að eftir gaumgæfi- lega rannsókn á hugsanlegum skemmdum af völdum kvoðubútsins, sem talinn er hafa verið 51 sm langur og kíló á þyngd, væru rannsóknar- mennirnir að leita annarra skýringa. „Sem stendur teljum við það ekki ganga upp að kvoðubútur hafi verið meginorsök þess að Kólumbía og áhöfn ferjunnar fórust,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera önnur skýring.“ Dittemore sagði að rannsóknar- mennirnir væru að kanna hvort eitt- hvað annað hefði gerst sem farið hefði framhjá þeim og kynni að hafa valdið því að Kólumbía leystist upp nokkr- um mínútum áður en hún átti að lenda. NASA hefur rannsakað þann möguleika að harður kvoðubútur, sem brotnaði af stórum eldsneytis- geymi utan á geimferjunni 81 sek- úndu eftir flugtak 16. janúar, hafi skemmt hlífðarflísar sem eiga að verja ferjuna fyrir núningshita þegar hún fer í gufuhvolfið. Þegar Kólumbía var enn á lofti rannsökuðu sérfræðingar NASA hugsanlegar skemmdir á hlífðarflís- unum undir vinstri væng ferjunnar og komust að þeirri niðurstöðu að skemmdirnar hefðu verið smávægi- legar og ekki stefnt áhöfninni í hættu. Þessi niðurstaða byggðist á áætlaðri stærð, þyngd og ferli kvoðubútsins. Dittemore sagði að í rannsókninni hefðu sérfræðingarnir tvöfaldað af- stæðan hraða kvoðubútsins og ferj- unnar, úr 825 km á klst. í 1.625 km á klst., og áætlað þyngd bútsins var- lega. Þrátt fyrir þær forsendur hefðu þeir komist að þeirri niðurstöðu að skemmdir hefðu verið smávægilegar. Engin merki um ísingu Nokkrir sérfræðingar í geimferð- um hafa sett fram þá tilgátu að kvoðu- búturinn hafi verið þyngri vegna ís- ingar og valdið meiri skemmdum en ella af þeim sökum. Dittemore kvaðst ekki telja að þessi tilgáta væri rétt og bætti við að einangrunarkvoðan sem notuð var í geimferjuna hefði verið vatnsvarin og rannsóknarmennirnir hefðu ekki fundið nein merki um ís- ingu þennan dag. Dittemore sagði að síðustu mínút- urnar áður en Kólumbía leystist upp hefði sjálfstýringin fært stýrisfleti og ræst stýrishreyfla í árangurslausri tilraun til að halda ferjunni í réttri stefnu til að hún kæmist heilu og höldnu til jarðar. Að sögn Dittemore gerðist eitthvað á vinstri væng Kól- umbíu sem varð til þess að óvænt vindmótstaða myndaðist og olli því að ferjan leitaði til vinstri. Hitinn hækkaði einnig á vinstri hlið ferjunnar og hugsanlegt er að hann hafi með einhverjum hætti stuðlað að slysinu, til að mynda valdið spreng- ingu í lendingarbúnaði, en Dittemore telur það ólíklegt. Hann sagði að síðustu 32 sekúnd- urnar fyrir slysið hefðu rafeinda- merkin frá geimferjunni verið of dauf til að teljast áreiðanleg og tölvusér- fræðingar legðu nú kapp á að vinna úr þessum gögnum til að hægt yrði að komast að því hvers vegna vinstri vængur geimferjunnar varð fyrir vindmótstöðunni. Dittemore sagði að brakið, sem fundist hefur úr ferjunni hefði ekki varpað ljósi á orsakir slyssins. Sér- fræðingar NASA eru nú í Kaliforníu og Arizona til að kanna hvort hæft sé í fréttum um að brak hafi fallið þar. Reynist þetta rétt bendir það til þess að ferjan hafi byrjað að leysast upp löngu áður en hún fórst yfir Texas. Tveir Texas-búar hafa verið ákærðir fyrir að stela hlutum sem féllu úr ferjunni og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Dittemore sagði að mikilvægt væri að koma í veg fyrir að fólk stæli hlutum úr ferjunni því sérfræðingar NASA þyrfti að rannsaka þá alla til að grafast fyrir um orsakir slyssins. NASA telur að líkamsleifar allra geimfaranna sjö, sem fórust í slysinu, hafi fundist. Telja að kvoðubúturinn hafi ekki valdið slysinu AP Stórt stykki úr Kólumbíu sem fannst í skógi í Louisiana. NASA leitar annarra skýringa á Kólumbíu-slysinu Houston. AP, AFP. NORÐUR-Kóreumenn sögðust í gær vera að búa sig undir stríð við Banda- ríkin og hótuðu „fyrirbyggjandi árás“ ef Bandaríkjastjórn sendi fleiri her- menn og herþotur til Suður-Kóreu. Yfirhershöfðingi Norður-Kóreu, Kim Yong-Chun, sagði á fundi norð- ur-kóreska herráðsins að það þyrfti að vera viðbúið stríði og lokauppgjöri við Bandaríkin. „Hann mæltist til þess að máttur alþýðuhersins yrði aukinn með öllum ráðum … til að tryggja glæstan sigur í lokauppgjör- inu við bandarísku heimsvalda- sinnana,“ að sögn málgagna komm- únistastjórnar Norður-Kóreu. Háttsettur embættismaður í utan- ríkisráðuneyti landsins, Ri Pyong- Gap, sagði að stjórnin í Pyongyang myndi ekki sætta sig við að Banda- ríkjamenn efldu herafla sinn á svæð- inu. „Bandaríkjamenn eru ekki þeir einu sem geta gert fyrirbyggjandi árás. Við getum það líka ef um líf eða dauða er að tefla,“ sagði hann. „Við erum tilbúnir að ræða við Bandaríkja- menn en líka til að heyja stríð við þá.“ Segja Bandaríkin undirbúa kjarnorkuárás George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að hann vilji leysa deiluna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu- stjórnar með friðsamlegum hætti en hún hefur sagt að markmiðið með slíkum yfirlýsingum sé að blekkja Norður-Kóreumenn í von um að þeir verði ekki á varðbergi meðan Banda- ríkjamenn undirbúi innrás. Ri sagði Norður-Kóreustjórn hafa miklar áhyggjur af vísbendingum um að Bandaríkjamenn hygðust senda fleiri hermenn, flugmóðurskip og sprengjuflugvélar á svæðið. Hún myndi líta á það sem innrás eða árás á Norður-Kóreu. Stjórnin í Pyongyang hefur oft sak- að Bandaríkjamenn um að vera að undirbúa kjarnorkuárás á Norður- Kóreu og fjölmiðlar landsins sögðu í gær að áformin um að efla bandaríska heraflann á svæðinu væru liður í þeim undirbúningi. „Hernaðaruppbygging Bandaríkj- anna bendir til þess að nýtt stríð sé óhjákvæmilegt á Kóreuskaga og verði kjarnorkustríð,“ sagði eitt mál- gagna stjórnarinnar í Pyongyang. „Norður-Kóreumenn munu svara al- gjöru stríði með algjöru stríði.“ Daginn áður sögðust stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa gangsett á ný kjarnaofna og óttast er að markmið þeirra sé að hefja framleiðslu á plú- toni sem notað yrði til að búa til kjarnavopn. Norður-Kóreumenn hóta „fyrirbyggjandi árás“ Seoul. AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.