Morgunblaðið - 07.02.2003, Síða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 17
Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi
sími 577 4949
Næs
Glæsilegir
árshátíðarkjólar
skór - veski
Opnunartími
miðvikudag kl. 14-18
fimmtudag kl. 14-18 og 20-22
föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14
TÚRBÍNU-
ÞJÓNUSTA
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500 • www.velaland
velaland@velaland.is
d
es
ig
n.
is
2
00
3
RÁÐAMENN varnarmála í Banda-
ríkjunum hafa stóraukið viðbúnað-
inn á Persaflóasvæðinu og embætt-
ismenn segja líklegt að tvö eða þrjú
flugmóðurskip verði send þangað á
næstu dögum.
Þrjú flugmóðurskip eru fyrir á
svæðinu og eitt er á leiðinni þangað.
Herinn er tilbúinn að senda þangað
tvö flugmóðurskip til viðbótar og
hugsanlega það þriðja ef þörf þykir,
að sögn embættismannanna.
Um það bil 113.000 bandarískir
hermenn eru nú á Persaflóasvæðinu
og um 50.000 þeirra eru í Kúveit.
Gert er ráð fyrir því að alls verði
150.000 bandarískir hermenn á
svæðinu eftir viku.
Sjö herskip komu á Persaflóa-
svæðið í vikunni með um 7.000 land-
gönguliða og sjö skip til viðbótar
með svipaðan fjölda hermanna eru á
leiðinni þangað.
Háttsettur embættismaður í
bandaríska varnarmálaráðuneytinu
segir að sjóherinn verði með sex eða
sjö flugmóðurskip á svæðinu fyrir
lok mánaðarins.
Margir telja að Bandaríkjaher
verði ekki tilbúinn að hefja innrás í
Írak fyrr en í fyrsta lagi um miðjan
mánuðinn en heimildarmenn AP-
fréttastofunnar segja að ef til vill
þurfi hann tvær eða fleiri vikur í við-
bót til að undirbúa aðgerðirnar. Lík-
legt er að yfir 200.000 bandarískir
hermenn verði á svæðinu í byrjun
mars.
Tvær varnarlínur
umhverfis Bagdad
Hermálasérfræðingar, sem fylgj-
ast með viðbúnaði Íraka, segja að
þeir séu að skipuleggja tvær varn-
arlínur umhverfis írösku höfuðborg-
ina, Bagdad. Þeir eru einnig að efla
varnir nokkurra annarra mikilvægra
borga.
Ennfremur hafa komið fram vís-
bendingar um að verið sé að þjálfa
íraska hermenn í borgarhernaði og
að þeir eigi að berjast á götunum í
borgaralegum klæðnaði, þannig að
ógjörningur verði fyrir innrásarher-
inn að greina hermenn frá óbreytt-
um borgurum.
Talið er að í fastaher Íraka séu um
389.000 manns og að þeir eigi allt að
2.600 skriðdreka, 3.700 önnur bryn-
varin farartæki, 2.400 stórskotavopn
og 300 herflugvélar. Þá er áætlað að
þeir eigi 850 tæki til að skjóta flug-
skeytum á flugvélar og um 3.000 loft-
varnabyssur.
Bandaríkin í óða önn við að styrkja herafla sinn á Persaflóasvæðinu
Fjöldi hermanna sennilega
kominn í 150.000 eftir viku
Reuters
Bandarískir hermenn í eyðimörk í norðanverðu Kúveit. Um 50.000 banda-
rískir hermenn eru nú í landinu vegna hugsanlegrar innrásar í Írak.
Washington. AP.
Sex eða sjö flugmóðurskip verða lík-
lega á svæðinu fyrir lok mánaðarins
OSAMA bin Laden, leiðtogi
hryðjuverkasamtakanna al-
Qaeda, er líklega á lífi og í fel-
um í Afganistan. Kom þetta
fram hjá
Pervez
Musharraf,
forseta
Pakistans, í
Moskvu í
gær. Hefur
hann átt
viðræður
við rúss-
nesk stjórn-
völd í þrjá
daga en hélt heim í gær. Mush-
arraf sagði, að pakistanska
leyniþjónustan hefði talið, að
bin Laden væri látinn, en síðan
hefðu komið fram vísbendingar
um, að hann væri á lífi. Þvertók
hann fyrir, að bin Laden væri í
Pakistan, og því líklegast, að
hann væri enn í Afganistan.
Aðgerðir í
vaxtamálum
EVRÓPSKI seðlabankinn
gerði enga breytingu á almenn-
um vöxtum í gær og hafa þeir
því verið óbreyttir í tvo mánuði.
Því er þó spáð að gengishækk-
un evrunnar og erfiðleikar í
efnahagslífinu muni boða nýja
vaxtalækkun með vorinu. Meg-
invextir eru nú 2,75%. Eng-
landsbanki ákvað hins vegar
sína fyrstu vaxtalækkun í 14
mánuði og lækkaði þá úr 4% í
3,75%. Talið er, að samdráttur í
ýmsum framleiðslugreinum
hafi ráðið hér mestu.
STUTT
Bin Laden
á lífi?
Osama bin Laden
LÖGREGLAN í Bretlandi réðst til
atlögu gegn meintum hryðju-
verkamönnum í fjórum borgum í
gær og voru sjö handteknir, sex
karlar og ein kona. Í Þýskalandi
voru sömuleiðis þrír íslamskir
harðlínumenn handteknir og eru
þeir grunaðir um að hafa lagt á
ráðin um hryðjuverk.
Lögreglan í Bretlandi vildi ekki
veita miklar upplýsingar um fólkið
sem var handtekið í gær, en það
var handtekin á grundvelli laga er
miða að því að ráða niðurlögum
hryðjuverkahópa. Tveir voru
handteknir í Edinborg í Skotlandi
og einn maður og ein kona voru
handtekin í Glasgow. Þá var einn
handtekinn í borginni Manchester
og tveir í London. Í síðasta mán-
uði fann lögreglan rísín, sem er
stórhættulegt eitur, við húsleit í
London og voru nokkrir hand-
teknir í kjölfar þess fundar. Einn
lögreglumaður féll í þeim aðgerð-
um.
Tengsl við al-Qaeda
Mennirnir sem handteknir voru
í Þýskalandi eru allir leiðtogar ísl-
amistahreyfinga í borgunum Mind-
en og Münster í vesturhluta lands-
ins. Þeir eru grunaðir um að hafa
lagt á ráðin um hryðjuverk gegn
bandarískum skotmörkum í
Þýskalandi árið 2001 og snemma
árs 2002.
Einn hinna handteknu er sagður
hafa haft tengsl við sellu al-
Qaeda-hryðjuverkasamtakanna
sem á sínum tíma hafði höf-
uðstöðvar í Hamborg. Talið er að
þrír mannanna, sem tóku þátt í
árásunum á Bandaríkin 11. sept-
ember 2001, hafi komið úr Ham-
borgarsellunni.
Meintir
hryðju-
verkamenn
handteknir
London, Frankfurt. AFP.
EINN æðsti lífvörður Saddams Husseins, forseta Íraks,
hefur flúið land og er nú í Ísrael. Hefur hann veitt miklar
upplýsingar um leynilega vopnaframleiðslu Íraka og
meðal annars vegna þeirra telja Bandaríkjamenn sig
hafa nægar sannanir fyrir brotum Íraka á ályktunum
Sameinuðu þjóðanna. Var skýrt frá þessu í ástralska
blaðinu The Herald Sun fyrir fáum dögum.
Abu Hamdi Mahmoud hefur látið Ísraelum í té upplýs-
ingar um ýmsa staði, sem vopnaeftirlitsmenn SÞ hafa
ekki skoðað hingað til. Meðal þeirra eru neðanjarðar-
efnaverksmiðja í Bagdad; samsetningarverksmiðja fyrir
Scud-flaugar frá Norður-Kóreu og tvö neðanjarðarbyrgi
fyrir efnavopn í eyðimörkinni í vesturhluta landsins. Hef-
ur blaðið það eftir William Tierney, fyrrverandi vopna-
eftirlitsmanni, að upplýsingarnar frá Mahmoud séu
„sannkallað sprengiefni“.
„Fari eftirlitsmennirnir á þessa staði, þá er búið með
Saddam,“ sagði Tierney.
„Innri hringurinn“
Mahmoud var í sérsveit, sem gætir Saddams og er
kölluð „Innri hringurinn“. Var hann sjálfur kallaður
„Hliðvörðurinn“ og sást oft á myndum með Saddam, stóð
þá jafnan fyrir aftan stólinn, sem forsetinn sat á.
The Herald Sun segir, að Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, hafi aðeins deilt upplýsingunum frá
Mahmoud með bandarísku og bresku leyniþjónustunni
og haft er eftir ónefndum aðstoðarmanni Sharons, að
hann hyggist nota upplýsingarnar til að sannfæra evr-
ópska leiðtoga um, að ekki sé um annað að ræða en ráðast
gegn Saddam.
Meðal þess, sem hefur komið fram í yfirheyrslum yfir
Mahmoud, er þetta:
„Gereyðingarvopn Saddams eru einnig falin í ganga-
kerfi, djúpt undir holræsakerfinu í Bagdad, og í neð-
anjarðargöngum í Ouja, norður af Tikrit. Voru þau grafin
fyrir fimm árum með aðstoð kínverskra verkfræðinga.
Inngangurinn er í húsi í Tikrit, á heimili frændfólks
Saddams, og í meira en hálfrar mílu fjarlægð frá göng-
unum.“
Mahmoud segist hafa verið í þeim hópi, sem næstur
komst Saddam: „Mjög fáir fá að koma nálægt honum.
Margar sjónvarpsmyndanna, sem sýndar eru af honum,
eru gamlar og yfirleitt talar hann ekki við menn nema í
síma og hringir þá sjálfur. Ef þeir þurfa að ná í hann aft-
ur vegna upplýsinga, sem hann hefur beðið um, verða
þeir að koma þeim til sona hans eða Tariq Aziz, aðstoð-
arforsætisráðherra.
Allir, sem standa nærri Saddam, hafa lykilorð til að
þeir geti haft samband við „Ytri hringinn“ en þeir komast
þó aldrei nær forsetanum en að „Innri hringnum“. Það er
jafnvel leitað á Tariq Aziz svo öruggt sé, að hann sé ekki
vopnaður,“ sagði Mahmoud.
Eins og gangandi vopnabúr
Haft er eftir Mahmoud, að Saddam viti, að margir vilji
hann feigan og hafi ótti hans vaxið mjög er Uday, syni
hans, var sýnt banatilræði 1996. Meðal annars þess
vegna sé Saddam eins og gangandi vopnabúr enda
treysti hann engum, ekki einu sinni „Innri hringnum“.
Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem hjálp-
aði Mahmoud við að komast úr landi og var það í samn-
ingum, að fjölskyldu hans yrði líka komið burt.
Einn helsti lífvörður Saddams sagður hafa flúið til Ísraels
Efnavopn falin í djúpum
neðanjarðargöngum
Reuters
Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna ganga fram-
hjá mynd af Saddam Hussein Íraksforseta í Bagdad.
Myndir af honum eru á hverju strái um allt landið.