Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HINN 3. júlí dæmdi héraðsdómurReykjavíkur Árna Johnsen, fyrrver-andi alþingismann, í 15 mánaða fang-elsi. Hæstiréttur þyngdi í gær dóm- inn yfir honum um níu mánuði og dæmdi Árna í tveggja ára fangelsi. Fjórir menn sem ákærðir voru ýmist fyrir mútugreiðslur eða þátttöku í umboðssvikum voru allir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur sakfelldi einn þeirra í gær, Gísla Hafliða Guðmundsson, fyrrv. starfsmann Þjóð- leikhúskjallarans. Var Gísli fundinn sekur um að hafa greitt Árna 650.000 krónur í mútur. Ríkissaksóknari ákærði Árna fyrir fjárdrátt, umboðssvik, rangar skýrslur til yfirvalda, mútu- þægni og umboðssvik í starfi sínu sem alþing- ismaður, formaður bygginganefndar Þjóðleik- hússins og Brattahlíðarnefndar. Ákæran er í 27 liðum. Hæstiréttur sakfelldi hann fyrir 22 liði hennar en sýknaði í fimm til- vikum, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sakfellt hann fyrir 18 liði en sýknað í níu. Ekki fært að skilorðsbinda Við ákvörðun refsingar yfir Árna leit Hæsti- réttur til þess sem lýst var í héraðsdómnum að Árni hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar hann var skipaður til að sinna op- inberum störfum. Brotin framdi hann í opinberu starfi og horfði það til refsiþyngingar, en sam- kvæmt lögum má þyngja refsingu um allt að helming í slíkum tilfellum. Hæstiréttur leit einn- ig til þess að Árni var sakfelldur fyrir fleiri brot, sem varða hærri fjárhæð en í héraðsdómnum. „Jafnframt verður að líta til þess að hann lét af starfi alþingismanns vegna málsins og gekkst greiðlega við hluta þeirra sakargifta, sem hann var borinn. Er refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Á það er fallist með héraðsdómi að hvorki sé unnt að skilorðsbinda refsinguna að öllu leyti né að hluta,“ segir í dómi Hæstaréttar. Líkt og Árni hafði Gísli ekki áður unnið til refs- ingar. Var hann dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi og er refsingin óskilorðsbundin. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ríkissak- sóknari skaut málinu til Hæstaréttar 2. ágúst 2002 í samræmi við yfirlýsingar Árna um áfrýj- un en jafnframt af hálfu ríkissaksóknara. Árni krafðist staðfestingar á sýknu af níu ákæru- atriðum og sýknu af sex til viðbótar. Jafnframt að refsingin yrði milduð og hún öll skilorðs- bundin. Ríkissaksóknari krafðist þess að Árni yrði sakfelldur samkvæmt ákæru og refsing hans yrði þyngd. Jafnframt að Björn Kristmann Leifsson, Gísli Hafliði Guðmundsson, Stefán Ax- el Stefánsson og Tómas Tómasson yrðu allir sakfelldir. Árni var alþingismaður þar til hann sagði af sér 2. ágúst 2001. Jafnframt var hann til sama dags formaður í þriggja manna byggingarnefnd, sem ætlað var að fjalla um endurbætur og upp- byggingu Þjóðleikhússins, sbr. skipunarbréfi menntamálaráðherra 13. febrúar 1996. Í dómn- um segir að í bréfi ráðherra hafi nánar verið greint frá hlutverki og valdsviði nefndarinnar. Kom þar fram að henni væri ætlað meðal annars að skipuleggja framhald þess uppbyggingar- starfs, sem staðið hefði um skeið í Þjóðleikhús- inu, gera áætlanir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag. Í nefndina voru auk ákærða Árna skipaðir þjóðleikhússtjóri og þáverandi forstöðumaður Framkvæmdasýslu ríkisins. Þóknun fyrir nefndarstörfin skyldi greidd eftir umsögn þóknananefndar ríkisins. Í þremur nefndum Vikið er að starfsháttum nefndarinnar í dómnum og segir þar m.a. að engir formlegir fundir hafi verið haldnir í nefndinni eða fund- argerðir færðar, sem rétt hefði verið. „Þá er ljóst af gögnum málsins að starfsemi nefnd- arinnar hafi fljótlega þróast á þann veg að þjóð- leikhússtjóri gat þess við ákærða Árna hvað þyrfti lagfæringar við í leikhúsinu og hann svo séð um að bæta úr því með því að fela verkið Ís- taki hf., sem hafði verið verktaki við fyrri end- urbætur á leikhúsinu, eða jafnvel leysa úr því sjálfur [...] Ákærði Árni kvaðst í skýrslu hjá lög- reglu hafa verið allt í senn formaður nefnd- arinnar, framkvæmdastjóri, samn- ingamaður, sendill og eftirlitsmaður verkefna.“ Í dómi Hæstaréttar er bent á að samkvæmt niðurstöðu at- hugunar ríkisendurskoðunar á fjár- reiðum byggingarnefndarinnar væri nærtækara að skilgreina þriðjung þessa heildarkostnaðar sem hefðbundinn rekstrarkostnað leikhússins, sem ekki komi byggingarnefndinni við. Samkvæmt þessu virð- ist sem störf nefndarinnar hafi þróast á allt ann- an veg en skipunarbréfið gaf til kynna, en engar athugasemdir hafi verið gerðar af hálfu mennta- málaráðherra eða Framkvæmdasýslu ríkisins við verklag nefndarinnar, þótt nefndin hafi í engu farið eftir ákvæðum laga um skipan op- inberra framkvæmda. Árið 1997 var Árni, sem sat í Vestnorræna ráðinu, valinn til þess að vera formaður bygg- ingarnefndar á vegum ráðsins og heimastjórn- arinnar á Grænlandi vegna byggingar Þjóðhild- arkirkju og bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð. Í mars 1999 var Árni loks skipaður formaður nefndar og átti að sjá um stjórn og yfirumsjón með framkvæmdum og öðru er lyti að móttöku stafkirkju, sem norsk stjórnvöld færðu Íslend- ingum að gjöf í tilefni af 1.000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Kirkjan var reist í Vest- mannaeyjum. Ístak hf. sá um að flytja inn efni í kirkjuna og reisa hana. Ekki fallist á játningar fyrir mistök Árni er í 27 töluliðum ákærunnar borinn sök- um um fjárdrátt, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik í opinberu starfi sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins og Brattahlíðarnefndar. Fyrir héraðsdómi játaði hann brot sín samkvæmt sakargiftum í 12 af þessum töluliðum, en fyrir Hæstarétti dró hann játninguna til baka varðandi tvö tilvik. Í héraðs- dómi var ákærði Árni sakfelldur fyrir öll brotin sem hann játaði. Þessa niðurstöðu staðfesti Hæstiréttur enda hefði ekkert komið fram sem sýndi að játning hans fyrir héraðsdómi hafi ver- ið gerð fyrir mistök eða að hún yrði dregin í efa að öðru leyti. Í héraðsdómi var Árni sakfelldur til viðbótar fyrir brot í sex töluliðum sem hann ekki hafði játað. Krafðist hann þess að verða sýknaður af fjórum þessara liða, en sætti sig við niðurstöðu héraðsdóms í tveimur öðrum liðum. Þrír ákæruliðir, 5, 10 og 13, sem Árni krafðist að vera sýknaður af, varða allir sakarefni, þar sem hann er einn sakaður um fjárdrátt í op- inberu starfi sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins vegna úttekta í nafni hennar á fánum og veifum, timbri, saumi og fleiri bygg- ingarvörum og þéttidúk. Í lið 21 eru honum gef- in að sök umboðssvik með útgáfu á tilhæfulaus- um reikningi að fjárhæð 169.000 krónur. Stefán Axel Stefánsson var sakaður um hlutdeild í þeim brotum. Hæstiréttur staðfesti sektardóm hér- aðsdóms varðandi Árna en sýknaði sem fyrr Stefán. Árni mótmælti því m.a. að hann hefði komið fram sem opinber starfsmaður í þessum tilvikum en á það féllst Hæstiréttur ekki. Sýknaður í héraði Í héraðsdómi var ákærði Árni sýknaður af sakargiftum í níu töluliðum ákærunnar. Árni krafðist staðfestingar héraðsdóms að þessu leyti en ríkissaksóknari krafðist þess að hann yrði sakfelldur fyrir þá alla. Þá krafðist ríkissak- sóknari að aðrir ákærðu yrðu einnig sakfelldir, sem þessir liðir beinast að, en þeir voru allir sýknaðir í héraðsdómi. Hér er fjallað um þá ákæruliði sem Árni var sýknaður af í héraði: 7. töluliður – ljósaseríur Í þessum lið ákæru er ákærði Árni sakaður um að hafa dregið sér tvær jólaljósaseríur, sem hann tók út hjá Dengsa ehf. í Reykjavík sam- kvæmt reikningi 22. desember 2000 að fjárhæð 217.257 krónur og látið greiða af fjárveitingum byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Árni skýrði svo frá að haustið 2000 hafi hann viljað auka við jólaskreytingu og hringt í þjóðleikhússtjóra en ekki náð til hans þar sem hann var erlendis. Þá hafi hann pantað þessi ljós. Síðar hafi hann rætt þetta lítillega við þjóðleikhússtjóra og fékk þau svör að hann hefði ekki áhuga á þessu í bili. Árni kvaðst þá hafa ákveðið að afpanta ljósin en þau verið tilbúin og hann því tekið þau í sína vörslu með það fyrir augum að koma þeim upp í leik- húsinu ári síðar en það hafi dregist. Árni afhenti þær lögreglunni 17. september 2001 er hann gaf þar skýrslu. Í dómi Hæstaréttar segir að bæði þjóðleikhússtjóri og umsjónarmaður leikhússins hafi sagt að Árni hafi ekki rætt við þá um þessi kaup. Það hafi ekki verið á verksviði bygging- arnefndar Þjóðleikhússins að festa kaup á slíkum ljósum og því síður á verksviði Árna án samráðs við nefnd- armenn. Ekkert styðji þá staðhæf- ingu ákærða að ljósin hafi verið ætl- uð leikhúsinu. Komin væri fram nægileg sönnun um að hann hafi dregið sér þessi verðmæti og var Árni sakfelld- ur. 11. töluliður – þéttidúkur og lím Í þessum lið ákæru er Árni sakaður um að hafa dregið sér þéttidúk og lím, sem hann tók út hjá Gróðurvörum ehf. í Reykjavík samkvæmt reikningi 2. júlí 2001 að fjárhæð 173.658 krónur, en reikninginn lét hann stíla á byggingarnefnd Þjóðleikhússins vegna bílaplans og smíðaverk- stæðis. Fram kom að þak smíðaverkstæðis leik- hússins lak. Enginn forsvarsmanna leikhússins bar þó að fyrirhugaðar hafi verið viðgerðir vegna þessa, hvað þá hannaðar. „Í þessu ljósi er afar ósennilegt að ákærði hafi sem formaður byggingarnefndarinnar farið án vitundar nefnd- armanna til að kaupa og taka út vörur til þess að l s t h v r s h s u þ ú j í l á m i k g u r e u b n á a r t r h v i n h v u u b h j r R í n j á t l Refsing yfir Árna Johnsen þyngd úr 15 mánu Hæstir fjögu Fjarstæðu- kennd frásögn af þéttidúk – en samt sýknað MEÐ GLERAUGUM NEYTANDANS Augnlæknar og sjóntækjafræð-ingar deila nú hart um þaðhvort sjóntækjafræðingar eigi að fá að mæla sjón fólks, sem þarf að fá sér gleraugu. Samkvæmt lögum mega sjóntækjafræðingar ekki gera sjónlagsmælingar og mega eingöngu afgreiða gleraugu sam- kvæmt tilvísun eða forskrift augn- læknis. Svona er þetta ekki í nágranna- löndunum; þar mega sjóntækjafræð- ingar víðast hvar afgreiða gleraugu til fólks samkvæmt eigin sjónlags- mælingu, með ákveðnum takmörk- unum þó. Þannig gilda t.d. í Noregi þær takmarkanir að ef grunur er um augnsjúkdóm, skulu sjóntækjafræð- ingar vísa viðkomandi til læknis, ekki má afgreiða gleraugu til ungra barna nema þau hafi fyrst farið til augnlæknis, ekki má afgreiða þá sem eiga við mjög mikla sjónskerðingu að stríða o.s.frv. Sjóntækjafræðingar telja að nú- verandi löggjöf brjóti í bága við sam- keppnislög. Þeir eru nú farnir að mæla fyrir gleraugum, í trássi við lög. Það er út af fyrir sig ekki til fyr- irmyndar. En athyglisvert er í þessu sambandi að sjóntækjafræðingar hafa í nærri tuttugu ár mælt fyrir snertilinsum, án þess að landlæknir eða aðrir opinberir aðilar hafi haft út á það að setja. Stéttirnar tvær, sem hér deila, halda því báðar fram með ýmsum rökum að deilan snúist ekki um fjár- hagslega hagsmuni þeirra. Það eru auðvitað meira og minna tilbúin rök. Með þeirri breytingu, sem sjón- tækjafræðingar leggja til, myndu þeir fá meiri viðskipti og tekjur, en augnlæknar myndu missa spón úr aski sínum. Alþingi, sem eitt getur breytt lögunum, sem hér um ræðir, á hins vegar ekki að horfa á sérhags- muni, heldur setja gleraugu neyt- andans á nefið og velta fyrir sér hvað sé hagstæðast út frá almannahags- munum. Það blasir við að fyrir hinn dæmi- gerða, fullorðna neytanda, sem þyrfti að fá sér gleraugu eða endur- nýja þau, væri bæði þægilegra og ódýrara að geta fengið sjónlagsmæl- ingu í gleraugnabúðinni. Þannig væri neytandinn laus við bið eftir tíma hjá augnlækni (sem oft er all- nokkur) og hann þyrfti bara að fara á einn stað en ekki tvo. Erlendur ferðamaður, sem lenti í því að týna gleraugunum sínum á Íslandi, þyrfti ekki að þvælast til augnlæknis áður en hann gæti fengið ný. Samkvæmt ummælum Kristins Kristinssonar sjóntækjafræðings í Morgunblaðinu sl. miðvikudag munu sjóntækjafræðingar ætla að taka 1.500–3.000 krónur fyrir sjónlags- mælinguna. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að gjald augnlækna fyr- ir sjónlagsmælingu vegna gler- augna, þar með talið viðtal og skoð- un, er 3.800 krónur hjá augnlækni og þar af greiðir „sjúklingurinn“ 3.620 kr., en hlutur skattgreiðenda er 180 kr. Fari jafnframt fram augnþrýst- ingsmæling er heildarverðið 4.600 kr. og þar af er hluti neytandans 3.940 kr. en hluti skattgreiðenda 660 kr. Það liggur í augum uppi að það er hagstæðara fyrir einstaklinginn, jafnt sem neytanda og sem skatt- greiðanda, að vera laus undan þeirri skyldu að fara til augnlæknis ef hann vantar ný gleraugu. Augnlæknar benda á að miklu minna sé um það hér á landi en ann- ars staðar að blinda vegna gláku eða sykursýki sé ekki meðhöndluð og þakka það núverandi kerfi, segjast hafa mikilvægi lýðheilsu í huga frem- ur en eiginhagsmuni þegar þeir legg- ist gegn breytingum. Þetta er götótt röksemdafærsla. Það á áreiðanlega við um fjöldamarga aðra sjúkdóma, að þeir yrðu meðhöndlaðir miklu fyrr ef fólk væri skikkað til að fara til læknis. Slíkar skyldur er bara ekki hægt að leggja á fólk í frjálsu þjóð- félagi, heldur verður að treysta ein- staklingunum fyrir eigin velferð. VITLAUSAR TÖLUR Jóhannes Gunnarsson, lækninga-forstjóri Landspítala–háskóla- sjúkrahúss, lýsti því yfir hér í blaðinu 15. janúar sl. að heildsölu- verð á svokölluðum S-merktum lyfj- um, sem notuð eru á sjúkrahúsinu, hefði hækkað um 28% á síðasta ári, þrátt fyrir hagstæða gengisþróun. M.a. var vísað til þessara ummæla hér í leiðara blaðsins daginn eftir. Eftir að Samtök verzlunarinnar höfðu sent LSH harðort bréf, dró lækningaforstjórinn þessi ummæli sín til baka í blaðinu sl. þriðjudag og orðaði það svo að „vissrar óná- kvæmni hafi gætt“. Svo er haft eftir Jóhannesi: „Þetta hafi verið kostn- aðarhækkun en ekki verðhækkun á lyfjum ein og sér. Inni í þessari hækkun sé aukin notkun lyfja, notkun á nýjum og dýrari lyfjum auk verðbreytinga. Hann segir þetta atriði það eina í málflutningi forsvarsmanna Landspítalans þar sem gætt hafi ónákvæmni.“ Þetta er auðvitað ekki nein óná- kvæmni, heldur hrein og bein rang- færsla, sem ruglaði allar umræður um lyfjaverð hér á síðum blaðsins. Það er afar umhugsunarvert að þetta er a.m.k. í þriðja sinn á stutt- um tíma, sem kolvitlausar tölur koma frá opinberum stofnunum, sem hafa á að skipa færustu sér- fræðingum og menn telja sig eiga að geta treyst. Stutt er síðan Hag- stofan gaf út rangar tölur um arð- semi fiskiskipaflotans og Háskóli Íslands sendi frá sér kolrangan samanburð á launum kynjanna. Svona vinnubrögð leiða náttúrlega til þess að fólk hættir að treysta því, sem frá þessum stofnunum kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.