Morgunblaðið - 07.02.2003, Page 40

Morgunblaðið - 07.02.2003, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                             !   !      "          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í HEIMILDARRITINU „Öldin okkar“, sem tekur yfir tímann frá 1931–1950, er sagt frá eldsumbrot- um í Vatnajökli í marsmánuði árið 1934. Í tilefni af ákvörðun um virkjun á Jökulsá langar mig að segja frá því sem ég man að gerðist þá. Ég átti heima á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, bærinn á land að Jök- ulsá. Þegar við fréttum af gosinu í Vatnajökli gengum við fjögur saman systkinin upp á fjallið ofan við bæinn á Vaðbrekku, til þess að sjá eldgosið. Það var að kveldi dags, orðið dimmt, en heiðskír himinn og skyggni gott, svo að við sáum eldbjarmann vel. Þetta var á þeim degi skemmtiferð fyrir okkur krakkana. Ég man ekki að við skynjuðum neinn voða af þess- um hamförum. Seinna kom þó annað í ljós. Í júlí sama ár komu afleiðingarnar við okkur með óvæntum hætti. Þá óx vatnsrennsli í Jökulsá með þeim ósköpum að eftirminnilegt varð. Þannig háttaði til á Vaðbrekku að við ætluðum að fara að heyja engi sem var vel sprottið, en það er allgóð grund nokkru framan við kláfinn, sem er á Jöklu fyrir neðan bæinn Brú á Jökuldal. Þegar áin var í sem mestum vexti hafði myndast lón fyr- ir framan gilið þar sem kláfurinn er og flætt yfir allt þetta engi. Þar sá ekki í strá, en við óðum sandinn í skóvarp. Það var ekki heyjað þar næstu tvö árin. Hins vegar var vatnshæð svo mikil að það var með öllu ófært að fara yfir á kláfnum. Kunnugustu menn segja að þá sé vatnsborðið hið minnsta tíu til tólf metrum hærra en í venjulegu ár- ferði. Þetta reyndist svo um Jökuldal allan. Fréttir fóru ekki með hraði á þess- um árum. En það voru váleg tíðindi sem bárust milli bæja næstu daga. Maður að nafni Lúðvík Þorgríms- son, kennari, hafði drukknað í Jök- ulsánni. Hann hafði verið að fara yfir á kláfnum fyrir neðan bæinn Merki. Aðdragandi þessarar sorgarsögu er sá að hinn 17. júlí fór Lúðvík frá Arn- órsstöðum, ásamt ungri stúlku, Önnu Björnsdóttur, sem var á leið að Hákonarstöðum, þar sem hún var í kaupavinnu. Á Arnórsstöðum bjuggu Bergþóra Bergsdóttir og Gunnar Jónsson, seinni maður henn- ar, ásamt nokkrum börnum hennar af fyrra hjónabandi og fimm ára dóttur þeirra hjóna, Rögnu Gunn- arsdóttur hagyrðingi, sem nú býr í Kópavogi. Lúðvík var kvæntur dótt- ur Bergþóru af fyrra hjónabandi, Margréti Þorkelsdóttur, og áttu þau von á sínu fyrsta barni. Þegar Anna og Lúðvík komu á móts við kláfinn komu þeir Stefán bóndi í Merki og Benedikt sonur hans niður að ánni að austan og reyndu að vara Lúðvík við því að fara í kláfinn. En hann taldi að sér væri óhætt að fara. Anna beið svo þarna til að sjá hvað setti. Þegar kláfurinn var kominn út yfir miðja ána seig hann lítið eitt undan þunga manns- ins, sem var nóg til þess að ólgandi straumurinn skall á kassanum; sem hvolfdi og maðurinn hvarf. Þarna stóðu svo þessar þrjár manneskjur og máttu horfa á þennan harmleik án þess að geta nokkuð að gert. Það kom nú í hlut Önnu að snúa við út í Arnórsstaði og flytja tengda- fólkinu þessa sorgarfrétt. Hún kvaddi dyra og bað að finna Gunnar. Hann gekk út, en þær Bergþóra og Ragna litla eltu hann fram í bæjar- dyr. Anna, sem hefur sýnt ótrúlegt sálarþrek, stóð þarna jafn yfirveguð og siðprúð og hennar var vandi og segir: „Hann Lúðvík datt í ána.“ Þetta man Ragna enn, eins og gerst hefði í gær, því að það steinleið yfir Bergþóru mömmu hennar og mátti bera hana inn í rúm. Þetta eru ógleymanlegar hamfarir sem höfðu umtalsverð áhrif á búskap og líf fólks. Því spyr ég mig nú: Hvaða áhrif hefur þetta á mannvirk- in sem nú er verið að reisa, komi þetta fyrir aftur? Jökullinn er óræð- ur, hvenær gerist þetta næst? JÓHANNA AÐALSTEINSDÓTTIR, Dalsgerði 7e, Akureyri. Virkjun á Jökulsá Frá Jóhönnu Aðalsteinsdóttur: AF og til hefur verið fjallað um of- virkni barna í fjölmiðlum og hvort æskilegt sé að gefa ritalín í því magni sem gert er. Undanfarið hafa verið skrif um þetta á síðum Morgunblaðsins og sýnist sitt hverjum. Á netsíðunni www.alter- nativemedicine.com (slá inn leit- arorðið „adhd“) er fróðleg grein um hugsanlegt samband ofvirkni og fæðuofnæmis. Einnig er sagt frá vísbendingum um að skortur á ákveðnum næringarefnum geti verið afgerandi orsakavaldur sjúk- dómsins. Á það er bent í greininni að ritalín er mjög ávanabindandi (í sama flokki og kókaín og morfín), auk þess sem það getur valdið al- varlegum aukaverkunum og því eðlilegt að foreldrar reyni önnur úrræði áður en börnum þeirra er gefið þetta lyf. Greinin heitir „Kicking the Ritalin habit“ og greinir frá verulegum árangri lækna við meðferð ofvirkni með aðferðum eins og breyttu mat- aræði, fyrst og fremst með því að útiloka úr fæðunni þekkta ofnæm- isvalda, svo sem hveiti, mjólk og mjólkurvörur, jarðhnetur, sykur og ávexti, einnig matvæli með rot- varnar- og litarefnum. Einnig er greint frá niðurstöðum rannsókna sem birst hafa í bandarískum vís- indaritum og benda til þess að tengsl séu á milli ofvirkni og skorts á ákveðnum fitusýrum, sinki og magnesíum. Hafa menn dregið þá ályktun að ofvirknisjúk- lingar geti verið með fæðuofnæmi og/eða skort á næringarefnum sem veldur lífefnafræðilegu ójafnvægi í heila, t.d. skorti á taugaboðefnum, og þessir þættir séu raunverulega undirliggjandi ástæður sjúkdóms- ins. Nálgast má greinina eins og fyrr er getið, en einnig má smella beint á slóðina á netsíðunni www.heilsa.is. ÖRN SVAVARSSON, Sævargörðum 6. Ofvirkni barna Frá Erni Svavarssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.