Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 53
ÓHT Rás 2
KRINGLAN
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 og 8. B. I. 16.
Sýnd kl. 5, 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10.
Náðu þeim
í bíó í dag.
í mynd eftir Steven
Spielberg.
KRINGLAN ÁLFABAKKI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 5. ísl. tal. / Sýnd kl. 6. enskt tal.
Fjölskyldudagar á morgun og sunnudag
Ekki missa af þeim!
Radíó X
SV MBL
HK DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 4.
ÁLFABAKKI / KRINGLAN
Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó.
kl. 6 og 8. / kl. 6, 8, og 10. / kl. 6 og 8.
Kvikmyndir.is
Radíó X
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.
ALMENN
FORSÝNING
ÁLFABAKKI/KRINGLAN/AKUREYRI ÁLFABAKKI KRINGLANÁLFABAKKI
/
Almenn forsýnd kl. 10.
Sýnd kl. 4 Ísl tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. / Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI KEFLAVÍK AKUREYRI
SÝNINGIN Lýsir: Jón bóndi Bjarnason - Mannakyn
og meiri fræði var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í
Hafnarhúsinu um helgina.
Á sýningunni getur að líta myndir Jóns bónda
Bjarnasonar og ýmissa annarra myndskreyta, og
skiptast verkin í nokkra efnisflokka, sem gerð er
grein fyrir í sýningarsölunum.
Einnig er flutt hljóðlistaverkið Hvísl skrifarans
eftir Sjón og Hilmar Örn Hilmarsson á sýningunni.
Lýsir er heitið á verkefni sem sett var á stofn með
það að markmiði að búa til gagnagrunn um myndlist
í íslenskum handritum en að verkefninu standa
Árnastofnun og Listasafn Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hákon Skúlason, sýningarstjórinn Ásrún Kristjánsdóttir
og Eiríkur Þorláksson.
Opnun í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu
Saga jafngömul
þjóðinni
Michael Jackson segir að framleið-
endur heimildarmyndarinnar Living
With Michael Jackson, sem Sjón-
varpið sýndi í
gærkvöld, hafi
svikið sig. Jack-
son hefur þurft að
sæta harðri gagn-
rýni eftir að hann
greindi frá því í
heimildarmynd-
inni að hann deildi
reglulega rúmi með börnum.
Talið er að um 14 milljónir manna
hafi séð heimildarmyndina þegar hún
var sýnd í Bretlandi á þriðjudag.
Martin Bashir, sem tók frægt viðtal
við Díönu prinsessu, þar sem hún
greindi frá brestum í hjónabandi
hennar og Karls Bretaprins árið
1995, gerði myndina um Jackson.
Bashir mun hafa varið átta mánuðum
við gerð heimildarmyndarinnar, tek-
ið upp fjölmörg viðtöl við hann og
eytt tíma á búgarði söngvarans í
Kaliforníu. Í heimildarmyndinni
greinir Jackson m.a. frá lýtaaðgerð-
um sem hann hefur látið gera á sér
og dálæti sitt á börnum.
Jackson sá myndina á miðvikudag og
er óánægður með hvernig hann kem-
ur fyrir sjónir. Hann hefur sent frá
sér yfirlýsingu þar sem hann segist
aldrei geta skaðað börn: „Ég treysti
Martin Bashir og hleypti honum inn í
líf mitt og fjölskyldu minnar, því ég
vildi að sannleikurinn kæmi í ljós.“
Þá segir hann: „Ég er undrandi á því
að blaðamaður skuli stofna starfs-
heiðri sínum í hættu með því að
svíkja mig með þessum hætti.“
Þau virðast eiga sérdeilis vel saman,
ungmennin snoppufríðu í stúlkna-
bandinu Atomic Kitten og stráka-
bandinu Westlife, Bryan McFadd-
en er kvæntur og
á tvö börn með
Kerry Katona,
fyrrum liðsmanni
Kettlinganna og
nú hafa þau op-
inberað samband
sitt, Liz McLaron
sem enn er í Ato-
mic Kitten og
Kian Egan, félagi
Bryans í Westlife. Talsmaður þeirra
segir að eftir að hafa verið vinir í
langan tíma sé ástin nú farin að
blómstra milli þeirra. Kian er til-
tölulega nýhættur með Jessicu
Forsman á meðan Liz hefur verið
laus og liðug síðan hún hætti með
Lee Ryan úr Blue. Hún var þar að
auki trúlofuð æskuástinni sinni í
fimm ár.
Chris Martin ku eiga þann draum
heitastan að ganga að eiga hana
Gwyneth Paltrow sína. Vinir segja
hann meira en til í
að festa ráð sitt
og stofna fjöl-
skyldu enda hafi
hann löngum öf-
undað þá vini sína
sem slíka blessun
hefðu hlotið.
Martin á aðeins
eitt annað alvar-
legt samband að
baki og er víst lítið fyrir að hoppa úr
einu bólinu í annað. Paltrow hefur á
hinn bóginn átt í lengri samböndum
við þrjá kunna Hollywood-hjarta-
knúsara, Brad Pitt, Ben Affleck og
Luke Wilson.
Sveitapoppstjarnan LeAnne Rimes
er á batavegi eftir að ölvaður öku-
maður ók á bifreið hennar. Rimes var
lánsöm og hlaut einungis minniháttar
áverka, skurði og marbletti. Bíllinn
hennar er hins vegar gjörónýtur.
Ölvaði ökumaðurinn rakst á bíl Rim-
es er hann rauk yfir á rauðu ljósi.
FÓLK Ífréttum