Morgunblaðið - 07.02.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 07.02.2003, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BÖRN klæðast fullorðinslegum fötum, nota debetkort og snyrtivörur, eru með strípur og göt í eyrum og jafnvel víðar. Á fermingaraldri koma stelpur á snyrtistof- ur í ýmiskonar meðferð; fá gervineglur, hand- og fótsnyrtingu, andlitshreinsun, lit- un og plokkun. Um aldamótin síðustu mátti fá „kampavín“ fyrir krílin. Vænt- anlega svo að þau gætu skálað við pabba og mömmu á gamlárskvöld. Margt bendir til þess að markaðsöflin séu í auknum mæli farin að herja á börn og unglinga sem sérstakan markhóp. Þótt framangreint dæmi sé ekki algilt, og ekki sækist öll börn eða unglingar eftir útliti og lífsvenjum hinna fullorðnu, virðist stund- um ríkja tilhneiging til að markaðssetja vörur og þjónustu gagnvart börnum líkt og þarfir þeirra og langanir væru þær sömu og hinna fullorðnu. „Fyrirtækjum og stofnunum verður sí- fellt ljósara hvað börn og unglingar eru mikilvægir hópar í samskiptum sínum við markaðinn,“ segir Ásta Hrönn Maack, við- skiptafræðingur og stundakennari í mark- aðsfræði við Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Smáfólkið vænlegur markhópur  Litli neytandinn/B2 UPPHAFSFUNDUR alþjóðlegs rannsóknarverkefnis um Suður- landsskjálftana sumarið 2000 verð- ur haldinn í Reykjavík dagana 24. til 26. febrúar nk. Von er á 25-30 innlendum og erlendum vísinda- mönnum á fundinn en verkefninu, sem hlotið hefur vinnuheitið „Prepared“, verður stýrt af Íslend- ingum. Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja rannsóknina um rúma 1,1 milljón evra, eða rúmar 90 milljónir króna, og 14 innlendar og erlendar stofnanir, sem taka þátt í verkefninu, koma með annað eins með sér í krónum talið. Er þetta með stærstu rannsóknar- is,“ sagði Ragnar. Þær íslensku stofnanir sem taka þátt í verkefn- inu eru Veðurstofan, Norræna eld- fjallastöðin, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Verkfræði- stofnun Háskóla Íslands. Meðal er- lendra stofnana má nefna jarðeðl- isfræðistofnanir háskólanna í Uppsölum í Svíþjóð og Edinborg í Skotlandi en þátttakendur koma annars frá Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og Sviss. Flestar þessar stofnanir tóku þátt í sambærilegu verkefni með Veðurstofunni sem hófst árið 1996 og lauk um svipað leyti og skjálft- arnir urðu á Suðurlandi. stig á Richterkvarða. Ætlunin væri að þróa aðferðir til að vara við stórum jarðskjálftum og draga úr hættu af völdum þeirra. „Umsókn okkar um styrk frá Evrópusambandinu hlaut mjög góðar undirtektir, líkt og raunin hefur verið í seinni tíð. Við höfum bent á að Ísland væri tilraunastöð sem gagnaðist öllum heiminum í því að þróa þessa fræðigrein áleið- verkefnum sem Íslendingar hafa leitt á sviði jarðeðlisvísinda. Ragnar Stefánsson, forstöðu- maður jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands, er verkefnisstjóri. Hann sagði við Morgunblaðið að megin- tilgangur verkefnisins, sem standa á yfir í tvö ár, væri að nýta reynsl- una sem hlaust af Suðurlands- skjálftunum, sem riðu yfir 17. og 21. júní árið 2000 og voru um 6½ 90 milljónir frá ESB í skjálftarannsóknir Alþjóðlegu verkefni um Suður- landsskjálftana hleypt af stokk- unum í Reykjavík síðar í febrúar á Íslandi, og þar af eru 18 strákar. Audrey Freyja Clarke frá Skauta- félagi Akureyrar er eini fulltrúi Íslands og sýndi hún listir sínar í skylduæfingum í gær en hún verður aftur á ferðinni í frjálsum æfingum á morgun. NORÐURLANDAMÓTIÐ í list- hlaupi á skautum hófst í Skauta- höllinni í Laugardal í gær og heldur áfram síðdegis í dag en því lýkur á morgun. 44 keppendur taka þátt í mótinu, sem nú fer fram í þriðja sinn og í fyrsta sinn Morgunblaðið/RAX Leikur listir sínar á skautasvellinu SVISSNESKUR fiskræktandi, Ru- dolf Lamprecht, hefur sýnt áhuga á að festa kaup á tveimur jörðum í Heiðardal í Mýrdal og taka á leigu Heiðarvatn og Vatnsá til tíu ára. Líkur eru taldar á að samningar um kaupin og leiguna takist fljótlega. Svisslendingurinn, sem rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í eldi á beitarfiski og sölu á ferskum og frystum beitarfiskflökum, kom hingað til lands síðasta sumar og sýndi þá áhuga á að taka ána á leigu. Gerði hann jafnframt tilboð í jarð- irnar Litlu-Heiði og Stóru-Heiði í Heiðardal. Heiðarvatn liggur í daln- um og þar er töluverð silungsveiði. Vatnsá rennur úr Heiðarvatni í Kerlingardalsá og í henni er bæði lax og silungur. Verði af kaupunum eignast hann 25% réttinda í ánum og helming réttinda í Heiðarvatni. Bjarni Benediktsson, héraðs- dómslögmaður og lögfræðingur mannsins, staðfesti í gær að málin væru langt komin þótt ekki hefði verið gengið frá samningum. Áður en gengið er frá hugsanlegri sölu verður sveitarstjórn Mýrdals- hrepps að taka afstöðu til þess hvort hún nýtir forkaupsrétt sinn. Svisslendingur vill kaupa jarðir í Mýrdal :.       !1 7#  .   /   -"#   C%#  "#                Samningar langt/6 ÞÓTT breiðbandsnotendur séu ekki hlutfallslega flestir á Ís- landi er Landssíminn engu að síður kominn lengst í því að bjóða upp háhraða breiðbands- þjónustu af norrænum fjar- skiptafyrirtækjum, segir í grein í Computerworld. Alcatel hefur nú afhent fleiri en 20 þúsund háhraðalínur til Íslands og bráðum verður boðið upp á svokallaðar SHDSL lausnir þar sem flutningshrað- inn er allt að 2Mbit á sekúndu sem er tvöfalt meiri flutnings- hraði en í svipuðum lausnum í Noregi. Að sögn talsmanna Alcatel stefnir í að 15% Íslend- inga noti breiðbandið. Þá muni notendur sem tengjast breið- bandinu með háhraðasíteng- ingu verða hlutfallslega flestir á Íslandi af öllum löndum Evr- ópu, segir í Computerworld. Heiðrún Jónsdóttir hjá Sím- anum segir notendur há- hraðasítengingar Símans vera um 20 þúsund talsins og vænt- anlega séu í heild 24–25 þúsund háhraðasítengingar á Íslandi. „Samkvæmt nýjustu tölum okkar eru það aðeins Suður- Kórea og Taívan sem eru með hlutfallslega meiri útbreiðslu háhraðasítengingar en við hér á Íslandi. Háhraðasítenging hef- ur verið í mjög mikilli sókn og það er alveg ljóst að Íslend- ingar eru mjög fljótir að bregð- ast við tækninýjungum. Það má heldur ekki gleyma í þessu sambandi að Síminn hefur verið að byggja upp háhraðasíteng- ingu á landsbyggðinni og við stefnum að því að ljúka henni í vor .“ Ísland fremst Evrópulanda Háhraðasítengingar FYRIR stjórnarfundi Landsvirkjunar í dag liggur tillaga um að samþykktur verði samningur við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um gerð stíflu og aðrennslis- ganga Kárahnjúkavirkjunar. Stefnt er að því að veita Ítölunum verkið með svonefndu veitingarbréfi í næstu viku. Fyrirtækið átti sem kunnugt er lægsta tilboð í verkið, eða fyrir um 44 milljarða króna. Að sögn Þor- steins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, er reiknað með að Imp- regilo hefjist handa við Kárahnjúka í lok mars eða fyrri hluta aprílmánaðar. Undirritun samnings við Impregilo fer hins vegar ekki fram fyrr en skrifað hefur verið undir orkusamning við Alcoa vegna ál- versins í Reyðarfirði. Sú undirritun er svo háð því hvenær Alþingi afgreiðir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um heilmild til fjárfestingarsamninga við Alcoa. Stefnir Valgerður að því að fá heim- ild Alþingis í þessum mánuði. Þá er einnig beðið eftir áliti frá Eftirlitsstofnun EFTA varðandi ríkisstyrk við framkvæmdirnar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er svo stefnt að því að skrifa undir alla samninga við Alcoa fyrri hluta marsmán- aðar, þegar tæpt ár verður liðið frá því að fyrst var rætt við fyrirtækið. Stefnt að undirritun samninga við Alcoa í mars ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.