Morgunblaðið - 09.02.2003, Side 14

Morgunblaðið - 09.02.2003, Side 14
14 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓKIN „1421: Árið semKínverjar fundu Amer-íku“ selst vel í Banda-ríkjunum um þessarmundir en undirtektir fræðimanna við kenningum höf- undarins, Gavins Menzies, eru hins vegar öllu minni. „Bull og vitleysa,“ sagði í yfir- lýsingu frá Zheng He-samtökun- um kínversku, sem stofnuð voru til að halda á loft minningu þessa mikla siglingamanns, en það er einmitt hann, sem á að hafa fundið Ameríku að sögn Menzies. Menz- ies lætur sér þó hvergi bregða og segist ekki skilja hvernig hægt sé að komast að annarri niðurstöðu ef öll gögn séu skoðuð. Málið er þó ekki svo einfalt. Kínverjar voru vissulega mikil siglingaþjóð fram á 15. öld og Zheng He stýrði þá miklum flota með silki, postulín og aðrar ger- semar til Indónesíu, Indlands og alla leið til Austur-Afríku. Það er einmitt þar sem Menzies beygir út af brautinni því að hann segist hafa fyrir því sannanir, að kín- versk skip hafi siglt suður fyrir Góðrarvonarhöfða, yfir Atlants- hafið og til Ameríku. Hafi jafnvel sum skipanna siglt suður fyrir, fyrir Hornhöfða eða um Magell- ansund, og síðan yfir Kyrrahafið til Kína. Kínversk kort? Menzies, sem er fyrrverandi kafbátsforingi í breska sjóhernum, segir, að Kínverjar hafi ekki að- eins orðið fyrri til en Kólumbus, heldur hafi evrópsku sæfararnir síðar notað kínversk kort, eða evr- ópsk kort byggð á þeim kín- versku. Bókin hans, sem kom út í New York fyrr í mánuðinum, komst næstum strax á lista yfir vinsælustu bækurnar aðrar en skáldsögur. Menzies viðurkennir þó, að margir sérfræðingar leggi lítinn trúnað á kenningar hans en gagn- rýnendurnir benda meðal annars Segir Kínverja hafa fu Fræðimenn hafna vinsælli bók sem „bulli og vitleysu“ Kristófer Kólumbus. Var hann 70 ár- um á eftir Kínverjum? Reuters Bronsklukka sem talið er að hafi verið skipsklukka í Santa Maria, skipi Kristófers Kólumbusar, var seld á uppboði í fyrra á Spáni. Hún fannst árið 1994 í flaki við strönd Portúgals. Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Peking. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.