Morgunblaðið - 09.02.2003, Page 23

Morgunblaðið - 09.02.2003, Page 23
Málningar nú, í þeirri línu er m.a. að finna málningu með engum lífrænum leysiefnum. Eitt það nýjasta frá fyr- irtækinu nú er vatnsþynnt epoxý- lakk. Við máluðum gólfin í verksmiðj- unni og lagernum með því, ég hefði ekki haft trú á að slíkt væri hægt fyr- ir nokkrum árum. En þetta vatns- þynnta epoxý-lakk er mjög slitsterkt, það hefur sýnt sig. Nýjasta kynslóðin á þeim vettvangi er Epox I. Þetta vatnsþynnta og lyktarlausa lakk er vara sem fyrirtækið Málning hefur sjálft þróað í sinni vöruþróunardeild.“ Næst er rætt um litina og vinsæld- ir þeirra. „Marmarahvítt er langvinsælasti liturinn í dag og hrímhvítt hefur verið mjög mikið selt. En tískan í litum á málningu tekur breytingum, – það er líf í litunum og við því þarf að bregð- ast. Við erum með mjög öflug lita- kerfi. Hvítu litirnir, sem við seljum svona mikið af, eru „standard“-litir, en litaafbrigði eru svo blönduð á staðnum í tölvuvélum. Við urðum fyrstir til að koma með á markaðinn hér litablöndunarkerfi um 1970 og 1988 komum við fyrstir með tölvu- stýrðar litablöndunarvélar. Við erum líka með litakort sem eru í sífelldri endurnýjun. Ef við erum ekki „á tán- um“ í því hvaða litir eiga að vera á litakortum okkar bitnar það á söl- unni. Litakortin hjá okkur hafa breyst mikið í gegnum tíðina og í dag hefur fólk úr þúsundum lita að velja.“ Sterkir í utanhússmálningu En hver skyldi vera mest selda vara Málningar? „Við erum mjög sterkir í utanhúss- málningu, svo sem Steinvara 2000, Steinakrýl, Steintexi og viðarvarn- arefnum eins og Kjörvara, sem er mikið seld vara og algjörlega þróuð hjá okkur,“ segja þeir feðgar. Þegar Baldvin fylgir blaðamanni að útidyrum að gömlum og góðum sið að loknu samtalinu í fundarherberg- inu leggur hann lykkju á leið sína til að benda blaðamanni á djúpa gryfju úti í porti sem í eru tankar sem geyma hráefni, svo sem upplausn- arefni til málningargerðar. „Við dælum hráefninu inn með tölvustýrðum hætti eins og þörf kref- ur hverju sinni,“ segir Baldvin og bendir blaðamanni áður en inn er far- ið á Sollu „heitna“ málningarhrærivél sem stendur rétt hjá geymslugryfj- unni og er furðu hress að sjá eftir reynslu sína í brunanum. Við rekum líka nefið aðeins inn á rannsóknarstofurnar þar sem bæði er verið að vinna að nýjum vörum og skoða ný umhverfisvæn hráefni sem gætu nýst til málningarframleiðsl- unnar. „Kópal Glitra er dæmi um endur- hannaða vöru sem hefur verið mjög vel tekið,“ segir Baldvin. Við eigum líka leið hjá söludeild- inni. „Hér koma fagmenn og húseig- endur til þess að fá ráðleggingar. Fólk vill kannski mála yfir steinmuln- ing sem var vinsælt utanhússefni áð- ur fyrr, en það er ekki sama hvaða efni eru notuð til þess. Þá má nefna klæðningar sem fluttar voru inn og áttu að vera viðhaldsfríar um áratuga skeið en reyndust svo málningarþurfi samkvæmt rannsóknum eftir 7 til 10 ár. Ef við vitum um hvaða klæðningu er að ræða getum við sagt hvaða efni á að nota hverju sinni. Það er töluvert mikið í húfi, bæði fyrir kaupendur og okkur, að rétt efni séu fengin og þau notuð á þann hátt sem mælt er fyrir um. Þess vegna höldum við námskeið einu sinni til tvisvar á ári fyrir afgreiðslufólk versl- ana og fagmenn til að þeir séu alltaf sem best upplýstir. Hingað er líka mikið hringt með fyrirspurnir,“ segir Baldvin. Hann lýkur samtali okkar með því að geta þess að það sé engin tilviljun að Málning er sterk á svell- inu hvað t.d. utanhússmálningu varð- ar: „Málning hefur alla tíð lagt mikið upp úr vöruþróun og rannsóknum á málningu, þannig að hún falli sem best að íslenskum aðstæðum. Við höf- um verið nánast eina málningarverk- smiðjan sem hefur tekið þátt í all- flestum rannsóknaverkefnum sem hér hafa farið fram á vegum Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins í yfirborðsmeðhöndlun. Við þurf- um að vita hvar við getum bætt okkur, – það er grundvallaratriði.“ gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 23 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir fyrirtaeki.is Bóka›u strax - fla› margborgar sig! ver›læk kun8-15% Opi› í Hlí›asmára í dag frá kl. 13-16 Ver›dæmi SpariPlús Krít Portúgal Mallorca Benidorm 53.980 kr. 47.267 kr. 43.140 kr. 44.340 kr. * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. * * * * Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. Umboðsmenn um allt land: Selfoss Sími 482 1666 Vestmannaeyjar Sími 481 1450 Keflavík Sími 420 6000 Borgarnes Sími 437 1040 Ísafjörður Sími 456 5111 Akureyri Sími 460 0600 Egilsstaðir Sími 471 2000 Netsalan, Garðatorgi 3, sími 544 4210 Nú er lagið! en enginn veit hve lengi GRAND CHEROKEE LIMITED frá kr. 5.350.000 GRAND CHEROKEE OVERLAND frá kr. 5.550.000 Notið tækifærið meðan $ er hagstæður Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12 Árgerð 2003

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.