Morgunblaðið - 09.02.2003, Page 37

Morgunblaðið - 09.02.2003, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 37 FYRIR nokkrum árum var gerð hér á landi könnun hjá nokkrum hóp- um sjúklinga hvernig þeir mætu lífs- gæði sín. Einn hópur skar sig úr að tvennu leyti. Um var að ræða sjúk- linga með ónýtan mjaðmarlið. Annað var að engir töldu lífsgæði sín eins lé- leg og þessir sjúklingar. Þeir höfðu stöðuga verki, þurftu mikið af verkja- lyfjum, sváfu illa, gátu lítið hreyft sig og þurftu að bíða lengi eftir að fá bót meina sinna. Biðtími þessara sjúk- linga hefur verið 1–2 ár og oftast hafa verið á annað hundrað sjúklingar á biðlista. Hagræðing? Samkvæmt nýlegri skýrslu land- læknis um stöðu Landspítala – há- skólasjúkrahúss fækkaði liðskiptaað- gerðum á mjöðm úr 222 árið 1999 í 162 árið 2001. Ástæður þessarar fækkunar skipta ekki máli en þær voru að hluta til tengdar sameiningu spítalanna. Ef miðað er við verðskrá norska heilbrigðiskerfisins sem hef- ur kostnaðargreint mun meira held- ur en gert hefur verið hér á landi er kostnaður við þessa aðgerð 3.62 DRG einingar og hver eining kostar í dag 334 þús. ísl krónur. Það þýðir að að- gerðin kostar 1209 þúsund krónur. Með því að aðgerðum fækkar um 60 hefur Landspítali sparað í rekstri sem nemur þriðjungi þessarar upp- hæðar því að spítalinn situr áfram uppi með allan fasta kostnaðinn. Sparnaðurinn er því um 24 milljónir króna og stjórn spítalans og aðrir ráðamenn hrósa sér af aukinni rekstrarhagkvæmni. Í Noregi væri litið allt öðru vísi á málið. Þar kæmi í ljós að kostnaður við hverja aðgerð hefur aukist verulega vegna þess að fasti kostnaðurinn dreifist á þann fjölda aðgerða sem gerðar voru. Kostnaður við hverja aðgerð hefur sem sé aukist úr 1209 þús. kr. í 1507 þús. krónur eða um 25%. Í Noregi hefði verið litið á niðurstöðuna sem mun minni hagkvæmni í rekstri spít- alans en áður. Eins og áður kom fram bíða marg- ir sjúklingar eftir aðgerð og biðtími getur farið allt upp í 1–2 ár. Kostn- aður vegna sjúklinga sem bíða eftir þjónustu hefur ekki verið rannsak- aður hér á landi af opinberum aðilum. Það hefur hins vegar verið gert er- lendis og niðurstaðan er að kostnað- urinn er verulegur. Fyrir nokkru skoðaði hópur nemenda í MBA-námi við Háskóla Íslands þetta biðlista- ferli og hver áhrifin væru á kostnað vegna þessara sjúklinga. Að gefnum ákveðnum forsendum, t.d. lyfjanotk- un, þörf á aukinni endurhæfingu vegna biðar, vinnutaps þeirra sem voru undir 65 ára aldri o.fl. var nið- urstaðan sú að kostnaður við hvern sjúkling að meðaltali væri 818 þús- und krónur og því í heild fyrir kerfið um 81 milljón króna miðað við 99 sjúklinga sem þá voru á biðlista. Þessi kostnaður bætist að sjálfsögðu við aðgerðarkostnaðinn þegar met- inn er heildarkostnaður við meðferð sjúkdómsins. Fram hefur komið að aðstæður eru fyrir hendi hvað mannafla og húsnæði snertir til að klára biðlistann á 2 árum. Góður árangur meðferðar Í ofangreindri könnun um mat sjúklinga á lífsgæðum skar umrædd- ur hópur sjúklinga sig úr að öðru leyti en að ofan er nefnt. Engir töldu lífsgæði sín batna jafn mikið við þá meðferð sem mögulegt er að beita. Eftir liðskipti hurfu verkir, svefn batnaði, hreyfing varð sársaukalaus og margir gátu tekið upp fyrri iðju sem þeir höfðu orðið að hætta við. Vanþekking á rekstri Hvers vegna í ósköpunum fara heilbrigðisyfirvöld svona með þessa sjúklinga og ef ályktanir undirritaðs eru réttar, kosta jafnvel til þess nokkru fé úr ríkissjóði? Varla er um illmennsku að ræða, þetta hlýtur að stafa af vanþekkingu á rekstri heil- brigðisþjónustunnar. Eins og undir- ritaður hefur margoft bent á erum við sennilega eina menningarþjóðin í veröldinni sem býr enn við úrelt kerfi til fjármögnunar þjónustunnar. Föst fjárlög eru ekki tengd afköstum og gera ekki kröfu um að kostnaður sé færður á sjúkling og því hafa menn mjög óljósar hugmyndir um hvernig hann verður til. Norðmenn skiptu um kerfi 1997 og eru í óða önn að eyða biðlistum. Niðurskurðar- og biðlist- astefna ríkisstjórna undanfarinna ára fer vonandi að renna sitt skeið. Ill meðferð á sjúklingum Eftir Ólaf Örn Arnarson „Niðurskurð- ar- og bið- listastefna ríkisstjórna undanfar- inna ára fer vonandi að renna sitt skeið.“ Höfundur er læknir. KATRÍN Fjeldsted alþingismaður fjallar um úrskurð setts umhverfis- ráðherra í Morgunblaðinu á föstudag. Þar gætir misskilnings um fyrirhug- að setlón neðan Þjórsárjökuls, en hann þarf að leiðrétta ekki síst ef þessi skilningur er útbreiddur. Henn- ar skilningur er að setlónið þurfi fyrst og fremst vegna óvissu um árangur aurskolunar úr Norðlingaöldulóni og segir: „ Ef hins vegar aurskolun virk- ar er ekki þörf fyrir lónið.“ Þetta er ekki rétt. Setlón með veitu í Þjórsárlón er að okkar mati for- senda fyrir framkvæmd með lóni utan friðlandsins. Í niðurstöðum athugana VST segir orðrétt: „Ef tryggja á hag- kvæmni þarf ennfremur samhliða Norðlingaölduveitu með lóni í 566 m.y.s. að byggja stækkað setlón og veita hluta vatns úr því til Þjórsárlóns og þaðan til Kvíslaveitu og veita hin- um hluta þess á yfirfalli á stíflu set- lóns til þess að halda lágmarksvatni í kvíslunum sem renna þaðan. Setlónið er jafnframt nauðsynlegt vegna þeirrar óvissu sem eðlilega ríkir um árangur aurskolunar úr Norðlinga- öldulóni í 566 m y.s., þar sem 35% aursins verður eftir í setlóni.“ Annað skilyrðið í úrskurði ráðherra er að gert verði setlón og veitt verði hluta vatns niður kvíslar neðan þess en heimilt að veita vatni að öðru leyti í Þjórsárlón. Niðurstaðan er sem sagt alveg skýr. Setlón með veitu í Þjórs- árlón er forsenda í úrskurði umhverf- isráðherra. Þetta þarf að hafa í huga, þegar menn ígrunda úrskurðinn. Í almennri umfjöllun um úrskurð- inn gætir einnig misskilnings sem vert er að leiðrétta en hann er um eðli tilhögunar um lón í 566 m y.s. sem for- athugun VST fjallar um. Tilhögunin er sett fram í þeim tilgangi, að hægt sé að skoða málið tæknilega og fjár- hagslega, en hún er ekki forhönnun hinnar endanlegu framkvæmdar. Úr- skurðurinn er hins vegar efnislegur. Þar er fallist á framkvæmd Norð- lingaölduveitu með átta tilteknum skilyrðum. Fyrsta skilyrðið er að vatnsborð Norðlingaöldulóns verði lækkað þannig að allt lónið sé utan friðlands Þjórsárvera og hafi engin langtímaáhrif á friðlandið. Í fram- haldi af úrskurðinum mun því virkj- unaraðilinn væntanlega undirbúa breytta framkvæmd á sínum forsend- um en í samræmi við hin efnislegu skilyrði í úrskurðinum og leggja áætl- anir um hana fyrir hlutaðeigandi yf- irvöld. Norðlingaölduveita Eftir Viðar Ólafsson „Setlón með veitu í Þjórs- árlón er for- senda í úr- skurði umhverfisráðherra.“ Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens hf. BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is Ibón Madinabeitia Ógleymanleg upplifun með matreiðslumeistaranum Leyndardómurinn á bak við matargerðarlist Spánverja er ferskt hráefni, nákvæmar uppskriftir, hárfínt bragðskyn, vönduð vinnubrögð og útlit á réttum sem gleður augað um leið og það freistar bragðlaukanna. Matreiðslumeistarinn Ibón Madinabeitia rekur ásamt fjölskyldu sinni veitingastaðinn Restaurant Uréjola í Bilbao. Á Norður-Spáni er rík hefð fyrir matreiðslu úr sjávarafurðum og Ibón tilreiðir á sex rétta matseðli smokkfisk, fiskisúpu, humar, saltfisk, uxahala og nautalund. Fyrir máltíð verður vínkynning í Þingholti þar sem gestum gefst tækifæri til að bera saman spænsk vín- gerðarhús og vínþrúgur. 6 rétta matseðill með borðvínum. Takmarkaður gestafjöldi hvert kvöld. Upplýsingar og borðapantanir í síma 552 5700 12 .-16 . febrúar pænskir Dagar M a t a r g e r ð a r l i s t f r á b a s k a h é r u ð u m Verð: 11.000 kr. Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD DI H F J 37 55 /1 Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.