Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 7
Til að auðvelda þér aðgang að
þessum einstöku kjörum verð-
ur nýja skrifstofan okkar á
3. hæð í Austurstræti 17.
Austurstræti 17, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Heimsklassaferðir á lágu verði
Töfrar Karíbahafs - Gríptu tækifærið!
á fegurstu eynni, Dominicana - 7. mars - 16 d. Á grundvelli 10 ára starfs-
afmælis á eynni, sértilboð: Verðlækkun! -
Beint flug FI til ORLANDO, áfram til Santo Domingo með AA. 10 dagar á 4*
strandhótelim. Öllu inniföldu, allar máltíðir, drykkir, skemmtanir í 10 d. í JUAN
DOLIO, 1+4 nætur á vinsælasta hóteli Orlando. Ísl. fararstj. Berið ekki saman
krækiber og melónu! - Aðeins kr. 11.000 á dag, innif. allt flug, flutningar,
gisting á völdum hótelum sbr. áætlun - skattar. Alls kr. 176.900 sem jafngildir
ókeypis flugi báðar leiðir! - GILDIR AÐEINS ÞESSA VIKU!
Ódýrara en leiguflug!
Malasía - Bali 9. apríl, 16 d. (8 fríd.)
Fáar ferðir gefa þér jafnmikið af óviðjafnanlegri reynslu og
lífsgæðum. Flug um London til KUALA LUMPUR, höfuðborgar
Malasíu, gist 3 n. á HÖLL HINNA GYLLTU HESTA, einstök
upplifun. Framhaldsflug til töfraeyju guðanna, hinnar ofurfögru
BALI, þar sem allt er komið í samt lag og aldrei betra að vera gestur!
Val um 4* BALI RANI eða eitt fremsta 5* hótel heimsins NIKKO
BALI alveg við ströndina með paradísarlegum garði og 5 sundlaugum.
VERÐLÆKKUN - frá aðeins kr. 159.900 með sköttum.
SPENNANDI NÝJUNG: Undur Thailands og Vietnam
16. apríl-1. maí - 17. d. (9 fríd.): Flug um Kaupmhöfn til Bangkok
með Thai Airw. Lúxusdvöl á RADISSON BANGKOK 4 d. SAIGON (Ho Chi Minh),
ótrúlega spennandi borg í VIETNAM 5 d. Flug aftur til Bangkok, dvalist 6 daga á
strandhóteli PALM BEACH, JOMTIEN.
VERÐLÆKKUN! Frá aðeins kr. 145.900 með sköttum.
GILDIR AÐEINS ÞESSA VIKU!
Hotel Juan Dolio 4* - Allt innifalið
Mestu töfrar heimsins í Austurlöndum
Höll gylltu Hestanna
Eitt glæsilegasta
Hótel heims
Pöntunarsími: 56 20 400
Netfang: prima@heimsklubbur.is
BANGKOK
New World Hotel Saigon
Bali Rani - Garður sundlaug Strönd garður og sjö sundlaugar
Nikko Bali
Litadýrð Nikko Bali
Ávextir
Bali
Herbergi Nikko Bali
VIETNAM
UM 46% af útgjöldum Reykjavíkurborgar til
fjárhagsaðstoðar á síðasta ári fóru til fólks sem
ekki hefur atvinnu. Útgjöld vegna fjárhagsað-
stoðar jukust um 41% milli áranna 2001 og 2002.
Heildarútgjöld vegna fjárhagsaðstoðar námu
tæplega 950 milljónum króna árið 2002, þar af
runnu tæplega 435 milljónir króna til atvinnu-
lausra eða 46% af fjárhagsaðstoð á árinu.
Þetta kemur fram í yfirliti um fjárhagsaðstoð í
Reykjavík sem lagt var fram á fundi í félags-
málaráði Reykjavíkurborgar. „Þessa útgjalda-
aukningu verður að skoða í samhengi við aukið
atvinnuleysi í Reykjavík en fjöldi atvinnulausra
tvöfaldaðist milli áranna 2001 og 2002. Nánar til-
tekið var hlutfallslegt atvinnuleysi á höfuðborg-
arsvæðinu 1,9% árið 2001, en hækkaði í 3,1% ár-
ið 2002. Skv. upplýsingum frá Vinnumálastofnun
fjölgar atvinnulausum Reykvíkingum enn í jan-
úar 2003. Ef svo fer fram sem horfir í atvinnu-
málum, munu útgjöld borgarinnar vegna fjár-
hagsaðstoðar verða meiri árið 2003 en þau voru
árið 2002,“ segir í frétt frá Félagsþjónustunni.
Öryrkjum sem fá aðstoð fækkar
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, gerði útgjöld til fjárhagsaðstoð-
ar að umfjöllunarefni í borgarstjórn fyrir
skömmu. Hún vakti m.a. athygli á því að 8%
færri öryrkjar hefðu þegið fjárhagsaðstoð á
árinu 2002 en 2001.
Guðrún Ebba sagði nauðsynlegt að skoða sér-
staklega úrræði fyrir einhleypa karlmenn, en sá
hópur er langfjölmennasti hópurinn sem fær
fjárhagsaðstoð eða liðlega 40% af þeim sem fá
aðstoð. Hún sagði ljóst að héldi sú þróun áfram
sem orðið hefði í þessum málaflokki væri ljóst að
útgjöldin keyrðu um þverbak. Mikilvægt væri
því að leita leiða til að fyrirbyggja vandann með
einhverjum hætti.
Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar jókst í fyrra
46% af fjárhagsaðstoð til atvinnulausra
Vagn fauk á
bensíndælu
NOKKURRA tonna þungur aftan-
ívagn flutningabifreiðar fauk í vind-
hviðu á plani bensínstöðvar á Hólma-
vík í gær og skall á bensíndælu í
leiðinni. Vagninn fauk um 60 metra
vegalengd og braut niður bensíndæl-
una en ekki hlaust þó bensínmengun
af við óhappið. Lögreglan á Hólma-
vík segir fólki ekki hafa stafað hætta
af fjúkandi vagninum.
Hvasst var víða á landinu í gær
þótt ekki hafi veðrið haft eins víð-
tækar afleiðingar og á mánudag.
Innanlandsflug lá niðri frameftir
degi í gær og þá tafðist ferð Vest-
mannaeyjaferjunnar Herjólfs um
tvær klukkustundir.
LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðv-
aði 17 ára ökumann á 147 km hraða á
Hafnarfjarðarvegi um miðnætti í
fyrrinótt. Hámarkshraði á veginum
er 70 km. Ekki var um að ræða að
drengurinn væri á sportbifreið að
sögn lögreglu, heldur 1987 árgerð af
japanskri fólksbifreið. Má hann bú-
ast við þriggja mánaða ökuleyfis-
sviptingu og 60 þúsund króna sekt.
Sjö ökumenn til viðbótar voru stöðv-
aðir fyrir hraðakstur í bænum í
fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum
lögreglu.
Tekinn á 147
km hraða
Samtök atvinnulífsins
og Samtök iðnaðarins
um álfrumvarpið
Benda á
misræmi í
skattalög-
gjöfinni
Í UMSÖGNUM sínum um álvers-
frumvarp iðnaðarráðherra benda
stjórnir Samtaka atvinnulífsins (SA)
og Samtaka iðnaðarins (SI) á mis-
ræmi í skattalöggjöf fyrirtækja.
Samningur stjórnvalda við Alcoa
beini sjónum að þeim ákvæðum lög-
gjafarinnar sem ekki tíðkist annars
staðar. Er þar einkum átt við eign-
arskatta, vörugjöld og stimpilgjöld
og telja samtökin brýnt að þessu
verði breytt í svipað horf og gildi
annars staðar í sambærilegum lönd-
um.
Eignarskattar á fyrirtæki eru
sagðir vart þekkjast í vestrænum
löndum og vörugjöld á byggingar-
efni þekkist hvergi. Samtökin benda
einnig á að enn hafi ekki komið fram
frumvarp á yfirstandandi þingi um
breytingar á lögum um stimpilgjald,
líkt og boðað hafi verið sl. haust.
Þá benda SA og SI á að skattaleg
ákvæði frumvarps iðnaðarráðherra
um álver Alcoa séu hagstæðari en
sérsamningar við starfandi fyrirtæki
í orkufrekum iðnaði. Telja samtökin
það óviðunandi stöðu að skattalegt
ójafnræði ríki milli fyrirtækja í sömu
atvinnugrein.
Fagna að öðru leyti
Frumvarpi ráðherra er að öðru
leyti fagnað í sameiginlegri umsögn
samtakanna til iðnaðarnefndar Al-
þingis. Segjast samtökin eindregið
styðja það að frumvarpið verði að
lögum. Bygging álvers og virkjunar
á Austurlandi verði lyftistöng fyrir
íslenskt atvinnulíf og stuðlað sé að
bættum hag landsmanna og fjöl-
breyttari samsetningu atvinnulífs.
Þá segjast samtökin ekki gera efn-
islegar athugasemdir við að Alcoa
séu veittar mikilvægar undanþágur
frá íslenskum skattalögum til 20 ára.
Eðlilegt sé að gerður sé samningur
við erlenda aðila sem hyggist festa
mikla fjármuni hér á landi til margra
áratuga. Aðeins er vakin athygli á
misræmi í skattalöggjöf fyrirtækja.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦