Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 7 Til að auðvelda þér aðgang að þessum einstöku kjörum verð- ur nýja skrifstofan okkar á 3. hæð í Austurstræti 17. Austurstræti 17, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Heimsklassaferðir á lágu verði Töfrar Karíbahafs - Gríptu tækifærið! á fegurstu eynni, Dominicana - 7. mars - 16 d. Á grundvelli 10 ára starfs- afmælis á eynni, sértilboð: Verðlækkun! - Beint flug FI til ORLANDO, áfram til Santo Domingo með AA. 10 dagar á 4* strandhótelim. Öllu inniföldu, allar máltíðir, drykkir, skemmtanir í 10 d. í JUAN DOLIO, 1+4 nætur á vinsælasta hóteli Orlando. Ísl. fararstj. Berið ekki saman krækiber og melónu! - Aðeins kr. 11.000 á dag, innif. allt flug, flutningar, gisting á völdum hótelum sbr. áætlun - skattar. Alls kr. 176.900 sem jafngildir ókeypis flugi báðar leiðir! - GILDIR AÐEINS ÞESSA VIKU! Ódýrara en leiguflug! Malasía - Bali 9. apríl, 16 d. (8 fríd.) Fáar ferðir gefa þér jafnmikið af óviðjafnanlegri reynslu og lífsgæðum. Flug um London til KUALA LUMPUR, höfuðborgar Malasíu, gist 3 n. á HÖLL HINNA GYLLTU HESTA, einstök upplifun. Framhaldsflug til töfraeyju guðanna, hinnar ofurfögru BALI, þar sem allt er komið í samt lag og aldrei betra að vera gestur! Val um 4* BALI RANI eða eitt fremsta 5* hótel heimsins NIKKO BALI alveg við ströndina með paradísarlegum garði og 5 sundlaugum. VERÐLÆKKUN - frá aðeins kr. 159.900 með sköttum. SPENNANDI NÝJUNG: Undur Thailands og Vietnam 16. apríl-1. maí - 17. d. (9 fríd.): Flug um Kaupmhöfn til Bangkok með Thai Airw. Lúxusdvöl á RADISSON BANGKOK 4 d. SAIGON (Ho Chi Minh), ótrúlega spennandi borg í VIETNAM 5 d. Flug aftur til Bangkok, dvalist 6 daga á strandhóteli PALM BEACH, JOMTIEN. VERÐLÆKKUN! Frá aðeins kr. 145.900 með sköttum. GILDIR AÐEINS ÞESSA VIKU! Hotel Juan Dolio 4* - Allt innifalið Mestu töfrar heimsins í Austurlöndum Höll gylltu Hestanna Eitt glæsilegasta Hótel heims Pöntunarsími: 56 20 400 Netfang: prima@heimsklubbur.is BANGKOK New World Hotel Saigon Bali Rani - Garður sundlaug Strönd garður og sjö sundlaugar Nikko Bali Litadýrð Nikko Bali Ávextir Bali Herbergi Nikko Bali VIETNAM UM 46% af útgjöldum Reykjavíkurborgar til fjárhagsaðstoðar á síðasta ári fóru til fólks sem ekki hefur atvinnu. Útgjöld vegna fjárhagsað- stoðar jukust um 41% milli áranna 2001 og 2002. Heildarútgjöld vegna fjárhagsaðstoðar námu tæplega 950 milljónum króna árið 2002, þar af runnu tæplega 435 milljónir króna til atvinnu- lausra eða 46% af fjárhagsaðstoð á árinu. Þetta kemur fram í yfirliti um fjárhagsaðstoð í Reykjavík sem lagt var fram á fundi í félags- málaráði Reykjavíkurborgar. „Þessa útgjalda- aukningu verður að skoða í samhengi við aukið atvinnuleysi í Reykjavík en fjöldi atvinnulausra tvöfaldaðist milli áranna 2001 og 2002. Nánar til- tekið var hlutfallslegt atvinnuleysi á höfuðborg- arsvæðinu 1,9% árið 2001, en hækkaði í 3,1% ár- ið 2002. Skv. upplýsingum frá Vinnumálastofnun fjölgar atvinnulausum Reykvíkingum enn í jan- úar 2003. Ef svo fer fram sem horfir í atvinnu- málum, munu útgjöld borgarinnar vegna fjár- hagsaðstoðar verða meiri árið 2003 en þau voru árið 2002,“ segir í frétt frá Félagsþjónustunni. Öryrkjum sem fá aðstoð fækkar Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, gerði útgjöld til fjárhagsaðstoð- ar að umfjöllunarefni í borgarstjórn fyrir skömmu. Hún vakti m.a. athygli á því að 8% færri öryrkjar hefðu þegið fjárhagsaðstoð á árinu 2002 en 2001. Guðrún Ebba sagði nauðsynlegt að skoða sér- staklega úrræði fyrir einhleypa karlmenn, en sá hópur er langfjölmennasti hópurinn sem fær fjárhagsaðstoð eða liðlega 40% af þeim sem fá aðstoð. Hún sagði ljóst að héldi sú þróun áfram sem orðið hefði í þessum málaflokki væri ljóst að útgjöldin keyrðu um þverbak. Mikilvægt væri því að leita leiða til að fyrirbyggja vandann með einhverjum hætti. Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar jókst í fyrra 46% af fjárhagsaðstoð til atvinnulausra Vagn fauk á bensíndælu NOKKURRA tonna þungur aftan- ívagn flutningabifreiðar fauk í vind- hviðu á plani bensínstöðvar á Hólma- vík í gær og skall á bensíndælu í leiðinni. Vagninn fauk um 60 metra vegalengd og braut niður bensíndæl- una en ekki hlaust þó bensínmengun af við óhappið. Lögreglan á Hólma- vík segir fólki ekki hafa stafað hætta af fjúkandi vagninum. Hvasst var víða á landinu í gær þótt ekki hafi veðrið haft eins víð- tækar afleiðingar og á mánudag. Innanlandsflug lá niðri frameftir degi í gær og þá tafðist ferð Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs um tvær klukkustundir. LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðv- aði 17 ára ökumann á 147 km hraða á Hafnarfjarðarvegi um miðnætti í fyrrinótt. Hámarkshraði á veginum er 70 km. Ekki var um að ræða að drengurinn væri á sportbifreið að sögn lögreglu, heldur 1987 árgerð af japanskri fólksbifreið. Má hann bú- ast við þriggja mánaða ökuleyfis- sviptingu og 60 þúsund króna sekt. Sjö ökumenn til viðbótar voru stöðv- aðir fyrir hraðakstur í bænum í fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Tekinn á 147 km hraða Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins um álfrumvarpið Benda á misræmi í skattalög- gjöfinni Í UMSÖGNUM sínum um álvers- frumvarp iðnaðarráðherra benda stjórnir Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka iðnaðarins (SI) á mis- ræmi í skattalöggjöf fyrirtækja. Samningur stjórnvalda við Alcoa beini sjónum að þeim ákvæðum lög- gjafarinnar sem ekki tíðkist annars staðar. Er þar einkum átt við eign- arskatta, vörugjöld og stimpilgjöld og telja samtökin brýnt að þessu verði breytt í svipað horf og gildi annars staðar í sambærilegum lönd- um. Eignarskattar á fyrirtæki eru sagðir vart þekkjast í vestrænum löndum og vörugjöld á byggingar- efni þekkist hvergi. Samtökin benda einnig á að enn hafi ekki komið fram frumvarp á yfirstandandi þingi um breytingar á lögum um stimpilgjald, líkt og boðað hafi verið sl. haust. Þá benda SA og SI á að skattaleg ákvæði frumvarps iðnaðarráðherra um álver Alcoa séu hagstæðari en sérsamningar við starfandi fyrirtæki í orkufrekum iðnaði. Telja samtökin það óviðunandi stöðu að skattalegt ójafnræði ríki milli fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fagna að öðru leyti Frumvarpi ráðherra er að öðru leyti fagnað í sameiginlegri umsögn samtakanna til iðnaðarnefndar Al- þingis. Segjast samtökin eindregið styðja það að frumvarpið verði að lögum. Bygging álvers og virkjunar á Austurlandi verði lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og stuðlað sé að bættum hag landsmanna og fjöl- breyttari samsetningu atvinnulífs. Þá segjast samtökin ekki gera efn- islegar athugasemdir við að Alcoa séu veittar mikilvægar undanþágur frá íslenskum skattalögum til 20 ára. Eðlilegt sé að gerður sé samningur við erlenda aðila sem hyggist festa mikla fjármuni hér á landi til margra áratuga. Aðeins er vakin athygli á misræmi í skattalöggjöf fyrirtækja. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.