Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 41. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 mbl.is
Hver hreppir
Óskarinn?
Nokkrar frægustu leikkonur
Hollywood tilnefndar Fólk 50
Átti erindi
við fiðluna
Una Sveinbjarnardóttir og Anna
Guðný í Ými Menning 23
Eldsnemma
í boltann
Arnór Guðjohnsen stofnar
knattspyrnuskóla Íþróttir 46
GEORGE Tenet, yfirmaður bandarísku
leyniþjónustunnar (CIA), varaði í gær við
hryðjuverkaárás á allra næstu dögum.
Sagði hann liggja fyrir upplýsingar sem
bentu til að hryðjuverkamenn hygðust
standa fyrir árás jafnvel fyrir lok þess-
arar viku, en þá lýkur Hajj, helstu
trúarhátíð múslima. „Þessar upplýsingar
eru ekki tilhæfulaust hjal af hálfu hryðju-
verkamanna,“ sagði Tenet, sem í gær
vitnaði fyrir nefnd Bandaríkjaþings.
„Við höfum ekki áður fengið jafnskýr-
ar vísbendingar, og þetta er í samræmi
við þekkingu okkar á kenningum al-
Qaeda og vitneskju okkar um samsæri
sem hreyfingin – þ.e. helstu forystumenn
hennar – hafa unnið að um margra ára
skeið,“ sagði Tenet. Voru þessar upplýs-
ingar ástæða þess að bandarísk yfirvöld
gáfu fyrir helgi út skipun um aukinn við-
búnað vegna hættu á hryðjuverkum.
Tenet sagði vísbendingar um að
hryðjuverkamenn hygðust nota geisla-
sprengju eða efnavopn við árásina og að
flest benti til að árásin myndi eiga sér
stað í Bandaríkjunum sjálfum, eða á Ar-
abíuskaganum, þ.e. í Sádi-Arabíu, Kúv-
eit, Bahrain, Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum, Jemen, Óman eða Katar.
Varað við
hryðju-
verkaárás
Washington. AFP.
Reuters
George Tenet (t.v.) og Robert Mueller,
yfirmaður alríkislögreglunnar, í gær.
RÍKISSTJÓRNIN ætlast til að 6,3
milljarðar sem hún hyggst verja til
aukinna vegaframkvæmda, bygging-
ar menningarhúsa og til atvinnuþró-
unarverkefna á næstu 18 mánuðum
stuðli að atvinnu fyrir hundruð
manns og dragi úr slaka í efnahagslíf-
inu fram að þeim tíma sem áhrifa af
framkvæmdum við stóriðju fer að
gæta til fulls. Jafnframt verður um-
fangsmiklum vegaframvæmdum sem
þegar höfðu verið ákveðnar flýtt.
Til að fjármagna stærstan hluta
hinna nýju verkefna verða öll hluta-
bréf sem ríkið á enn í Búnaðarbanka
Íslands, Landsbanka Íslands og Ís-
lenskum aðalverktökum seld og á sal-
an að skila fimm milljörðum króna.
Afgangurinn verður fjármagnaður
með fé sem þegar hefur fengist fyrir
sölu bankanna.
Þetta var samþykkt á ríkisstjórn-
arfundi í gærmorgun og af þingflokk-
um stjórnarflokkanna. Viðbótarfé til
vegagerðar er 4,6 milljarðar, einn
milljarður fer til byggingar menning-
arhúsa á Akureyri og í Vestmanna-
eyjum og 700 milljónir verða settar í
atvinnuþróunarátak undir stjórn
Byggðastofnunar.
Á blaðamannafundi í gær sagði
Davíð Oddsson forsætisráðherra að
engin dæmi væru til um svo mikla
innspýtingu í efnahagslífið. Bersýni-
lega væri ekki um að ræða varanlega
efnahagslega aðgerð, heldur skamm-
tímaaðgerðir sem féllu mjög vel að
stórframkvæmdum á Austurlandi
sem þegar hefðu verið ákveðnar. Þær
framkvæmdir hæfust ekki af fullum
þunga fyrr en eftir 18–24 mánuði og
því miðaðist samþykkt ríkisstjórnar-
innar við næstu 18 mánuði. „Og
reyndar er gert ráð fyrir því að þær
verði framþungar, þannig að það
verði byrjað eins fljótt á þeim og
hægt er vegna skipulags, umhverfis-
mats og annarra reglna, útboða og
þess háttar,“ sagði Davíð.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði að ríkisstjórnin
hefði ætíð ætlað að verja hluta af
því fjármagni sem fengist vegna
einkavæðingar í bankakerfinu til
samgöngumála, annarra fram-
kvæmda og til menningarhúsa.
„Við höfum alllengi verið að bíða
eftir réttu tækifæri til að ljúka
þessu máli. Nú er rétta tækifærið.
Það er farið að gera ráð fyrir miklum
framkvæmdum 2005, 2006 og 2007.
Og það er slaki í efnahagslífinu um
þessar mundir, þannig að nú er rétti
tíminn,“ sagði Halldór.
Um 6,3 milljarðar til að
auka atvinnu í landinu
Dragi úr slaka í
efnahagslífinu
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra sögðu á blaðamanna-
fundi sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum í gær
að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem leggur 6,3
milljarða króna í ýmis verkefni á næstu 18 mán-
uðum, miðuðu að því að veita vinnufúsum höndum
störf og styrkja efnahagslífið.
„Við erum með þessum hætti meðal annars að
skila af okkur afskaplega góðu búi þó að við höfum
ekki sagt síðasta orðið í þeim efnum. En þetta sýnir
á mjög góðan hátt hversu gott bú er hjá Íslend-
ingum í dag, að við skulum vera fær um að gera
svona hluti,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Og Davíð
Odsson bætti við: „Að það sé hægt að fara í svona
útgjöld án þess að hækka nokkurn skatt, það er að
minnsta kosti einsdæmi í sögunni.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Án þess að hækka nokkurn skatt“
JIANG Zemin, forseti Kína, greindi
Jacques Chirac Frakklandsforseta frá
því í gær að Kínverjar styddu hugmyndir
Frakka, Þjóðverja og Rússa sem vilja
víkka út vopnaeftirlit Sameinuðu þjóð-
anna í Írak í stað þess að efna til hernaðar
gegn ríkisstjórn Saddams Husseins.
Fyrr um daginn hafði ónafngreindur,
þýskur embættismaður fullyrt að 11 af 15
ríkjum, sem eiga sæti í öryggisráði SÞ,
styddu nú hugmyndir um frekara vopna-
eftirlit, þ.á m. þrjú sem hafa neitunar-
vald; þ.e. Kína, Frakkland og Rússland.
Árangurslaus fundur hjá NATO
Sendiherrar aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) funduðu í Brussel í
gær í því skyni að finna lausn á deilu, sem
komin er upp meðal aðildarþjóðanna eftir
að Þjóðverjar, Frakkar og Belgar beittu
neitunarvaldi gegn virkjun varnarskuld-
bindinga NATO til handa Tyrkjum vegna
hugsanlegs stríðs við Írak. Enginn ár-
angur náðist hins vegar á fundinum, en
hann stóð aðeins í 20 mínútur. Annar
fundur hefur verið boðaður í dag.
Kína styður
aukið vopna-
eftirlit í Írak
Peking, Brussel, Berlín. AFP.
Sögulegt/16
ARABÍSKA sjónvarpsstöðin al-Jazeera lék í gær-
kvöldi hljóðupptöku sem sögð er geyma nýtt
ávarp frá Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-
hryðjuverkasamtakanna. Í
ávarpinu lýsir bin Laden
stuðningi sínum við írösku
þjóðina og hvetur múslima
hvarvetna til að sameinast og
verja írösku þjóðina gegn árás
Bandaríkjanna. Þá hvetur
hann Íraka til að efna til sjálfs-
morðsárása gegn Bandaríkja-
mönnum því slíkar árásir
hræði þá hvað mest.
Bin Laden sagði Bandaríkin
nú reyna að þvinga Írak til að lúta vilja sínum.
Sagði hann að Írakar mættu vænta loftárása af
hálfu Bandaríkjamanna en gaf þeim síðan góð ráð
um hvernig best mætti verjast sprengjum Banda-
ríkjahers. „Ekki hafa áhyggjur af lygum Banda-
ríkjamanna, „snjallsprengjum“ þeirra og leysi-
sprengjum; þeir ráðast aðeins gegn auðveldustu
skotmörkunum,“ sagði bin Laden. „Besta leiðin til
að verjast loftárásum þeirra er að grafa fjölda
skotgrafa og sveipa þær felubúnaði,“ sagði bin
Laden einnig og hvatti Íraka til að nýta sér þannig
reynslu al-Qaeda-manna sem barist hefðu við
Bandaríkjamenn í Afganistan.
Vísaði hann sérstaklega til loftárása Banda-
ríkjahers á hella í Tora Bora-fjallgarðinum í Aust-
ur-Afganistan, en þar höfðust al-Qaeda-menn við.
„Við mælum með því að óvinurinn sé dreginn inn í
langa og þreytandi bardaga í návígi, og að menn
noti felubúnað til að berjast á sléttum, sveitum,
fjöllum og borgum [Íraks],“ sagði bin Laden.
Sagði hann óvininn lafhræddan við að þurfa að
berjast í návígi í borgum Íraks. Bin Laden sagði
að árás á Írak jafngilti árás á alla múslima og
bætti hann því við að hvert það múslimaríki, sem
styðja myndi hernaðaríhlutun Bandaríkjastjórn-
ar, hefði að geyma „trúníðinga“. Hvatti hann
múslima í löndum eins og Jórdaníu, Marokkó,
Nígeríu, Pakistan, Sádi-Arabíu og Jemen til að
steypa núverandi stjórnvöldum, þær væru lepp-
stjórnir Bandaríkjanna.
„Við núverandi aðstæður er ekkert að því að
múslimar fylki liði með sósíalistunum [sem ráða
ríkjum í Bagdad] gegn „krossförunum“, jafnvel þó
að við teljum og höfum lýst því yfir að þessir sósí-
alistar séu trúvillingar,“ sagði bin Laden og vísaði
þar til Saddams Husseins Íraksforseta.
Fram kom hjá Richard Boucher, talsmanni
bandaríska utanríkisráðuneytisins, að þar tryðu
menn að hér væri bin Laden á ferð, en sumir hafa
talið að hann væri látinn. Sagði hann ummæli bins
Ladens sýna að enn stafaði ógn af al-Qaeda sem
og að samstarf væri milli Íraks og samtakanna.
Bin Laden hvetur Íraka
til sjálfsmorðsárása
Osama bin Laden
Bandaríkjamenn segja
ávarp bins Ladens sanna
tengsl al-Qaeda við Írak
Amman, Doha. AP, AFP.
Núna er rétta/28
Almenn ánægja/12
♦ ♦ ♦