Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 11 OD DI H F J 37 55 /2 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Nú eru kjarakaupadagar hjá okkur. Gerðu reyfarakaup hvort sem þig vantar lampa í svefnherbergin eða stofuna, þráðlausan síma eða farsíma, prentara eða faxtæki, sísogandi ryksugu, kaffivél, brauðrist eða matvinnsluvél, eldunargræjur, svalan kæliskáp, hljóðláta og lúsiðna uppþvottavél eða velvirka og vinnusama þvottavél. • Öll heimilistæki í eldhúsið frá Siemens. Eldunartæki, kæli- og frystiskápar, uppþvottavélar og smátæki af ýmsu tagi. • Þvottavélar og þurrkarar frá Siemens sem snúast í þína þágu. • Öflugar Siemens ryksugur á skotsilfursparandi kostakjörum. • Ótrúlega, já hreint lygilega ódýr smátæki frá Bomann. • Þráðlausir símar og farsímar frá Siemens á firnagóðu verði. • Tölvuprentarar frá Olivetti á hláturtaugakitlandi kostaverði. • Mikið úrval glæsilegra og vandaðra lampa. Ýmis sértilboð og útsala á mörgum lampagerðum. Gerðu frábær kaup. Láttu sjá þig. Við tökum vel á móti þér. Engum flýgur sofanda steikt gæs í munn! Gerðu reyfarakaup hjá okkur fram að þorralokum Kjarakaupadagar Friðgeir. Hann bendir á að sl. 30 ár hafi það verið aðalregla í héraðs- dómstólum landsins að taka skýrslur aðila og vitna upp á seg- ulband og hafi hlotist af því mikið vinnuhagræði, tímasparnaður auk þess sem það hefur tryggt betur réttaröryggi. Með hljóðritunum eigi ekki að fara milli mála hvað sá sem gefur skýrslu sagði fyrir dómi. „Ég er þeirrar skoðunar að sama hljóti að eiga við um yfirheyrslur lögreglu og víst er að væru til upptökur af því sem sakborningar og vitni sögðu við yfirheyrslur lögreglu þyrfti ákæru- valdið og ákærðu ekki að standa í deilum um það hvað sagt var á þeim tíma, þegar mál eru komin til dóm- stólanna.“ Freyr Ófeigsson, dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra, tekur í sama streng og segir það hafa verið rætt hjá sínum dómstól að til bóta væri ef lögregluyfir- heyrslur væri hljóðritaðar í örygg- isskyni ef á þyrfti að halda í dóms- málum. Bæði Freyr og Friðgeir vísa til skýrslu Evrópunefndar um varn- ir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs- ingu. Skýrslan kom út árið 1994 og var send ríkisstjórn Íslands. Segir nefndin það mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem handteknir hafa verið, að yfirheyrslur yfir þeim séu hljóð- ritaðar, og sé það einnig til hagræðis fyrir lögreglu. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld athugi möguleika á að gera hljóðritun á lögregluyfir- heyrslum að fastri starfsreglu. Sú tilhögun sem upp væri tekin ætti að DÓMSTJÓRAR þriggja héraðs- dómstóla legga misþunga áherslu á mikilvægi þess að lögregla hljóðriti yfirheyrslur sínar, en leitað var álits þeirra í kjölfar harkalegra við- bragða ríkissaksóknara á gagnrýni sem lögreglan sætti í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir að hljóðrita ekki yfirheyrslur sínar. Dómstjórar í Reykjavík og Akureyri eru á því að lögregla hljóðriti allar yfirheyrslur sínar en dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjaness telur nægilegt að hljóðrita í stærri málum og ganga enn lengra með því að taka þær upp á myndband. Bogi Nilsson ríkissaksóknari, sagði við Morgunblaðið fyrir skömmu, að gagnrýnin væri bæði heimildar- og tilhæfulaus. Umrædd- ur dómari, Pétur Guðgeirsson hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, tjáir sig ekki um orð ríkissaksóknara. Friðgeir Björnsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir það rétt hjá ríkissaksóknara að dómarar hafi ekki afskipti af rannsókn lög- reglu nema þeir séu beðnir um það og lagaheimild sé fyrir hendi til þeirra afskipta. En séu rannsókn- argögn lögð fram sem skjöl í dóms- máli, samkvæmt aðalreglu, ber dómara bæði réttur og skylda til að taka afstöðu til þeirra, sönnunar- gildis þeirra og aðferðanna sem not- aðar hafa verið við öflun þeirra. „Á þessum forsendum er ekkert við því að segja að mínum dómi þótt dómari tjái sig í dómi um rannsóknarað- ferðir lögreglu, enda hefur það tíðk- ast af og til í áranna rás,“ segir fela í sér allar viðeigandi öryggis- ráðstafanir s.s. að nota tvö segul- bönd, annað innsiglað í viðurvist hins handtekna en hitt haft sem vinnueintak. Freyr segir að í yfirgnæfandi meirihluta dómsmála sé að vísu ekki nauðsyn á að fá upptökur af yfir- heyrslum fyrir dóm, en alltaf komi eitt og eitt slíkt tilvik upp og því sé réttlætanlegt að taka yfirheyrslur upp á band eins og nefndin leggur til. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness segir að skoða verði ýmsa þætti ef ákveðið yrði að hljóðrita lögregluyfir- heyrslur. Væri sú stefna tekin að hljóðrita yfirheyrslur í öllum tilvik- um þyrfti að líka ákveða hvað gert yrði í framhaldinu s.s. hvort líka ætti þá að vélrita skýrslur hinna yf- irheyrðu og sömuleiðis upptökurn- ar. Spyr hún jafnframt hvort lög- regla eigi að láta nægja að senda eingöngu frá sér upptökur af yfir- heyrslum eða láta þær fylgja með skriflegri skýrslu. Lýsir hún þeirri skoðun að í öllum minniháttar mál- um séu hljóðritanir óþarfar. „En mér finnst alveg sjálfsagt að athuga það í stærri málunum. Ég tel að það geti ekki aðeins verið nauðsynlegt að hljóðrita yfirheyrslur í stærri málunum, heldur líka að taka þær upp á myndband,“ segir hún. Vísar hún í þessu sambandi til dæma úr erlendum sakamálum þar sem sýnt hefur verið fram á falskar játningar sakbornings með athugunum á myndbandsupptökum af lögregluyf- irheyrslum. Leggja misþunga áherslu á hljóðritanir FLUGVIRKJAR Landhelgisgæsl- unnar eru að framkvæma svokall- aða 500 tíma skoðun á minni þyrlu stofnunarinnar, TF SIF. Slitfletir, gangverk, þar með talið aflvélar, þyrilblöð, gírkassar og burðarvirki vélarinnar eru yfirfarin og lagfærð eftir því sem nauðsyn krefur. Skoð- un sem þessi er framkvæmd á u.þ.b. tveggja ára fresti. Gert er ráð fyrir að skoðunin muni taka 3–4 vikur. Að henni lokinni verður vélin prófuð og henni reynsluflogið til að ganga úr skugga um að öll kerfi hennar starfi eðlilega. SIF er af gerðinni Aerospatiale SA365N. Hún kom til landsins ný ár- ið 1985 og er því nokkuð komin til ára sinna. Vélinni hefur verið flogið um 6.000 flugstundir á þeim tíma. Björgunarþyrlan TF- SIF í 500 tíma skoðun RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem felur í sér að Kópavogshöfn, sem til þessa hefur verið tollhöfn, verði gerð að aðaltollhöfn. Frumvarpið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Verði frumvarpið samþykkt hefur það í för með sér að skip í millilanda- siglingum geta lagst þar að bryggju og fengið tollafgreiðslu, án þess að sækja um sérstakt leyfi tollyfirvalda. Frumvarpið verður lagt fyrir þingið á næstu dögum. Kópavogshöfn verði aðaltollhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.