Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 51 SÚ ÍMYND, sem Íslendingar hafa af Norðmönnum er vægast sagt ekki að þeir séu töff og í takt við tímann. En þetta eru náttúrulega bara fordóm- ar, sem hljómsveitir á borð við Röyk- sopp og nú síðast tónlistarmaðurinn Erlend Øye hafa og geta breytt. Erlend er líkt og Röyksopp frá Bergen í Noregi. Hann er ábyrgur fyrir söngnum á tveimur þekktum lögum hljómsveitarinnar, „Poor Leno“ og „Remind Me“ en lögin er að finna á frumraun Röyksopp, Mel- ody A.M. Erlend er ennfremur helmingur hljómsveitarinnar Kings of Conven- ience en hefur að undanförnu ein- beitt sér að gerð rafrænnar tónlistar. Á mánudaginn kom út fyrsta eigin- lega sólóskífa hans, Unrest. Þema plötunnar er heldur sér- stakt, eirðarleysi og hverju það get- ur skilað, eins og nafn plötunnar gef- ur til kynna. Tíu borgir og tíu lög Erlend gerði plötuna á tímabilinu júlí 2001 til júní 2002. Hann ferðaðist til tíu borga þar sem hann samdi og tók upp eitt lag í hverri borg, í sam- vinnu við tónlistarmann á staðnum. Alls eru því tíu lög á disknum, sem tekin eru upp í New York, Connecti- cut, Uddevalla, Róm, Barcelona, Rennes, Turku, Bergen, Helsinki og Berlín. Lögin vinnur Erlend með tónlist- armönnum á borð við Björn Torske í Noregi, Schneider TM í Þýskalandi og Mr. Velcro Fastener í Finnlandi. Útkoman er skemmtileg raftón- listarplata í anda níunda áratugar- ins, með tíu lögum, sem öll tengjast í gegnum seiðandi rödd Erlends. „Röddin mín er eins og tómatsósa frá Heinz. Það er hægt að nota hana með öllu og allt bragðast það eins,“ segir Erlend og bætir við að „bjart- sýnn dapurleiki“ einkenni margt sem hann geri. Þrátt fyrir að vera nokkuð sjóaður í ferðalögum hefur Erlend ekki stigið fæti á Ísland en hefur fullan hug á því. „Veit einhver hver ég er á Ís- landi?“ spyr þessi rólegi og hæverski tónlistarmaður. Kannski ekki enn sem komið er en það á vonandi eftir að breytast. Erlend hefur þó tengingu við Ís- land því hann er kunnugur múm-lið- um en hluti hljómsveitarinnar er bú- settur í Berlín líkt og Erlend. Kunni ekki að gera raftónlist „Ein ástæða þess að ég lagðist í ferðalög var að mig langaði til að gera raftónlistarplötu. Vandinn var að ég kunni ekki að gera raftónlist sumarið 2001. Ég hafði samt unnið með strákunum í Röyksopp og hefði mest langað til að gera plötuna með þeim. En ég vissi að þeir ættu eftir að hafa nóg annað að gera og að plat- an myndi ganga vel, eins og hefur komið á daginn.“ Hann segir að samstarfið við Röyksopp hafi gefið honum hug- myndina að ferðast og leita að fólki á borð við norsku sveitina til að vinna með. „Ég söng „Remind me“ með Röyksopp eftir að hafa verið í burtu frá Bergen í langan tíma. Ég hafði verið að ganga um borgina áður en ég fór í hljóðverið og fékk innblástur frá augnablikinu. Söngurinn kom frá þessu augnabliki og var tekinn upp strax,“ segir Erlend og bætir við að þetta hafi verið allt önnur vinnu- brögð en með rólega gítardúettinum Kings of Convenience. Sköpunarkraftur borganna „Þarna sá ég að ég gæti samið lög á nýjan hátt. Mér datt í hug að ef ég færi til nokkurra mismunandi borga, þá fengi ég orkuna frá því að vera á nýjum stað og hitta nýtt fólk. Að þá færu hlutirnir að gerast,“ segir Er- lend og virðist hafa haft rétt fyrir sér. Hann er þó enn hluti af Kings of Convenience. „Við ætlum að gera nýja plötu í sumar, á svipuðum nót- um og áður.“ Erlend tók sköpunarkraft borg- anna og nýtti hann í hljóðverinu og úr varð lag, eins og hann útskýrir það. „Það var bæði auðvelt og erfitt að vinna alltaf með nýju fólki, sem er ólíkt innbyrðis. Ég varð að læra inn á það og kynnast þeirra sterkustu hlið- um. Ég þurfti líka sjálfur að læra margt varðandi samvinnu við fólk,“ játar hann. Erlend hefur verið búsettur í Berl- ín í um ár. „Borgin er ennþá í mótun. Það er rými fyrir fólk með mismun- andi hugmyndir og skoðanir.“ Hann segir Bergen vera þá norsku borg, sem mest spennandi raftónlist- in hafi komið frá síðustu ár. „Ég veit ekki af hverju. Kannski af því að borgin er frekar einangruð,“ segir hann og nefnir að tónar frá Tromsö hafi einnig borist víða. Ný smáskífa og The Rapture Hann gerir ekki mikið upp á milli borganna, sem hann heimsótti. „Það er gaman að fara út á lífið í Turku og það er auðvitað frábært að vera í New York,“ nefnir Erlend sérstak- lega. „Þegar ég var í New York sá ég frábæra hljómsveit sem heitir The Rapture. Við höfum líka spilað oft á sömu stöðum þannig að ég þekki þá vel núna,“ segir hann en hljómsveitin er Íslendingum að góðu kunn eftir síðustu Iceland Airwaves-tónlist- arhátíð. „Hljómsveitin er frábær. Þeir eru að endurhljóðblanda lagið mitt „Sheltered Life“,“ segir Erlend og gleður það eflaust aðdáendur sveit- arinnar hérlendis. „Ég hlakka til að heyra útkomuna,“ segir hann en smáskífan með laginu er væntanleg í apríl. Erlend stefnir á að hafa aðsetur í Berlín eitthvað áfram en framundan eru ferðalög tengd tónlistinni. Hann spilar bæði sem plötusnúður og ferðast um með fjögurra manna hljómsveit. „Ég hef mikið verið að spila sem plötusnúður undanfarið. Ótrúlegt en satt þá kaus þýskt tónlistartímarit mig fjórða besta plötusnúð Þýska- lands. Ég kann ekki einu sinni að taktblanda. Ég spila bara hvern smellinn á fætur öðrum, Michael Jackson og New Order. Fólk var kannski komið með leiða á gömlu plötusnúðunum.“ Erlend Øye gefur út plötuna Unrest Rödd eins og tómatsósa Hann er norskur og var valinn fjórði besti plötu- snúður Þýskalands af tónlistartímariti þrátt fyrir að kunna ekki að taktblanda. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Erlend Øye, annan helming Kings of Convenience, sem þekktastur er fyrir að syngja með löndum sínum í Röyksopp. Margir kannast áreiðanlega við seiðandi rödd Erlends Øye úr lögum Röyksopp en hann er norskur tónlistarmaður búsettur í Berlín. ingarun@mbl.is Platan Unrest með Erlend Øye kom út á mánudag. Nýr og betri Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Hverfisgötu  551 9000 Kvikmyndir.com SV MBL Sýnd kl. 10. B.i. 14.  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd 13 6 Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. Salma Hyaek sem besta leikona í aðalhlutverki GRÚPP- ÍURNAR Sýnd kl. 6 og 8. CATHERINE ZETA - JONES RENÉE ZELLWEGER RICHARD GERE Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i 12. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5,30. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. SV. MBL Kvikmyndir.com Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar RENÉE ZELLWEGER CATHERINE ZETA - JONES RICHARD GERE Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd 13 YFIR 90.000 GESTIR 6Tilnefningar tilÓskarsverðlaunaþ. á. m. besta mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.