Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert framsýnn friðarsinni. Þú ert víðsýnn og sannfær- andi og átt auðvelt með sam- skipti. Á árinu hefst nýtt tímabil í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert að endurskoða stefnu þína og væntingar til lífsins. Það er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir því hvort væntingar þínar byggi í raun á vilja þínum eða vilja ann- arra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður tími til að hefja nám sem getur komið þér vel í starfi. Þú hefur hug á að læra nýja tækni eða auka þekkingu þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert að hefja spennandi tímabil lærdóms og mennt- unar. Forvitni þín hvetur þig til náms og ferðalaga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir lent í samninga- viðræðum um sameiginlega fjármuni og eignir. Þetta er hentugur tími til að sinna slíkum málum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur þörf fyrir fjörugar og krefjandi samræður sem örva huga þinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Á næstunni muntu hafa óvenju miklar áhyggjur af heilsu þinni. Þú gætir farið í megrun, líkamsrækt eða leitað annarra leiða til að bæta heilsu þína. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt óvenju auðvelt með að tjá þig. Gefðu sköp- unarkrafti þínum lausan tauminn og njóttu þess sem þú ert að gera og skapa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt eiga mikilvægar samræður við fjölskyldu þína og vini á næstu vikum. Af þessum sökum mun hug- ur þinn leita til fortíðarinnar og æsku þinnar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er ekki rétti tíminn til að slaka á. Það er að færast aukinn hraði í líf þitt og hann mun vara næstu mán- uði. Reyndu að laga þig að þessu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gerðu ráð fyrir auknum fjár- útlátum þennan mánuðinn. Þú ert að endurskoða gild- ismat þitt og gerir það m.a. með því að kaupa nýja hluti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sólin, Merkúr, Úranus og Neptúnus eru allar í merki þínu og það dregur fólk að þér. Fólk leitar ráða hjá þér um ýmis efni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Á komandi mánuði mun þér ganga vel að vinna að eigin rannsóknum. Þú þarft á friði og ró að halda og því hentar þér best að vinna upp á eigin spýtur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. TIL að byrja með leggur sagnhafi á ráðin út frá for- sendum líkindafræðinnar. En eftir því sem spilinu vindur fram koma fleiri sjónarmið til sögunnar: Norður ♠ 1093 ♥ ÁK105 ♦ ÁG64 ♣97 Vestur Austur ♠ G ♠ 762 ♥ 94 ♥ D872 ♦ 10532 ♦ K987 ♣ÁG10865 ♣43 Suður ♠ ÁKD854 ♥ G63 ♦ D ♣KD2 Suður opnar á einum spaða og verður svo sagn- hafi í sex spöðum. AV segja aldrei neitt. Vestur hefur vörnina með laufás og gosa. Setjum okkur í spor suð- urs. Fyrsta hugdettan er að reyna að trompa niður tígulkónginn þriðja, en svína svo í hjarta ef kóng- urinn fellur ekki. Þetta er augljóslega „prósentuleið- in“. Til að byrja með er spaðaásinn tekinn og gos- inn fellur. Nú er taktískt að spila tíguldrottningu og kanna viðbögðin. Vestur lætur hiklaust lítið og sagnhafi tekur með ás og stingur tígul hátt. Tekur svo tvisvar tromp í viðbót og slag á lauf. Þá kemur á daginn að vestur hefur byrjað með góðan sexlit í laufi. Ekki sagði hann þó neitt við einum spaða. Hann sýndi heldur engin viðbrögð við tíguldrottn- ingunni og því aukast lík- urnar sífellt á því að austur sé með tígulkóng. Ef aust- ur á hjartadrottningu líka má ná á hann skemmtilegri þvingun. Sagnhafi tekur eitt tromp í viðbót og hend- ir hjartatíu úr borði: Norður ♠ -- ♥ ÁK ♦ G6 ♣ -- Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ 94 ♥ D8(7) ♦ 105 ♦ K(9) ♣ -- ♣ -- Suður ♠ 4 ♥ G63 ♦ -- ♣ -- Austur á eftir að henda af sér í þessari stöðu. Ef hann kastar hjarta, verður gosinn slagur, en hendi hann tígli má trompa niður kónginn. Spilið kom upp á lands- liðsæfingu á sunnudaginn, en slemma var ekki sögð, svo ekki reyndi á „lestr- argáfur“ keppenda. Ellefu slagir fengust á báðum borðum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 12. febrúar, er fimmtug Alda Ólafsdóttir Wessman, þing- freyja á Hótel Loftleiðum, Hrísmóum 1, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Ragnar Wessman. Þau eru að heiman í dag. 90 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 16. febrúar verður níræð Guðfinna Karlsdóttir, Knútsstöðum í Aðaldal. Guðfinna verður heima með heitt á könnunni og vinir og vandamenn sem vilja gleðja hana með því að láta sjá sig eru hjartanlega velkomnir. 70ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 12. febrúar, er sjötug Kristín A. Samsonardóttir, Þver- brekku 6, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum laug- ardaginn 15. febrúar milli kl. 17 og 19 í sal Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Álfabakka 14. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 12. febrúar, verður áttræð Sig- ríður Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki, Austurvegi 31, Selfossi. Eiginmaður henn- ar er Jón Sigurðsson. Þau verða að heiman á afmæl- isdaginn en Sigríður sendir öllum ættingjum og vinum bestu kveðjur. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. R1c3 a6 7. Ra3 b5 8. Rd5 Rce7 9. c4 Rxd5 10. exd5 bxc4 11. Rxc4 Rf6 12. Be3 Hb8 13. Be2 Be7 14. a4 O-O 15. O-O Bb7 16. Rb6 Rd7 17. a5 f5 18. f3 Rxb6 19. Bxb6 Dd7 20. b4 Bd8 21. Be3 Bf6 22. Hb1 Df7 23. Bc4 Hfc8 24. Dd3 Ha8 25. Hfc1 Dh5 26. Bb3 Bg5 27. Dd2 Bxe3+ 28. Dxe3 Df7 29. Db6 Bxd5 30. Dxa6 Hxc1+ 31. Hxc1 Hxa6 32. Hc8+ De8 33. Hxe8+ Kf7 Staðan kom upp í einvígi 13 ára undrabarns- ins Sergey Kar- jakin (2.547) frá Úkraínu og rúss- nesku skák- drottningarinnar Alexöndru Ko- senjuk (2.456) sem lauk fyrir skömmu í Sviss. Undrabarnið knáa lauk skákinni á snilld- arlegan máta. 34. Ha8!! og svartur gafst upp enda verð- ur hann manni undir eftir 34...Hxa8 35. Bxd5+. 3. skák Olís-einvígisins hefst kl. 17.00 í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2. Atlaga Helga Áss Grétarssonar að Íslandsmetinu í blindskák- arfjöltefli hefst kl. 17.15 á sama stað og Olís-einvígið. Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir en Guðmundur Arason styrkir þessa skák- veislu ásamt Olís. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.         FRÉTTIR RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur kynnt framboðslista sinn fyrir stúdenta- ráðs- og háskólafundarkosningar 2003. Framboðslista Röskvu skipa eftirfarandi: Til stúdentaráðs: 1. Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræði, 2. Alma Ýr Ingólfsdóttir, stjórnmálafræði, 3. Grétar H. Gunnarsson, guðfræði, 4. Rakel Dögg Óskarsdóttir, líffræði, 5. Pétur Ólafsson, sagnfræði/stjórn- málafræði, 6. Silja Jóhannesdóttir, stjórnmálafræði, 7. Sigurbjörn Gunnlaugsson, viðskiptafræði, 8. Hannes Óli Ágústsson, bókmennta- fræði, 9. Þorbjörg Sæmundsdóttir, véla- og iðnaðarverkfræði, 10. Eyj- ólfur Þorkelsson, læknisfræði, 11. Þóra Gunnlaugsdóttir, hjúkrunar- fræði, 12. Albertína Elíasdóttir, sál- fræði/fjölmiðlafræði, 13. Valgeir Bjarnason, ferðamálafræði, 14. Guð- rún Ása Björnsdóttir, lífefnafræði, 15. Óli Halldór Konráðsson, hag- fræði, 16. David Nacho Arjona Pé- res, ensku, 17. Sæunn Stefánsdóttir, viðskiptafræði, og 18. Kolbrún Bene- diktsdóttir, lögfræði. Í efstu sætum til háskólaráðs eru: 1. Eiríkur Gíslason, umhverfis- og byggingarverkfræði, 2. Kristín Laufey Steinadóttir, lyfjafræði, 3. Ingvi Snær Einarsson, lögfræði, 4. Pétur Ólafsson, sagnfræði/stjórn- málafræði, 5. Valgerður B. Eggerts- dóttir, lögfræði, 6. Gunnar Örn Heimisson, íslensku, 7. Kamilla Ingi- bergsdóttir, hagnýtri fjölmiðlun/ mannfræði, 8. Gestur Óskar Magn- ússon, lögfræði, 9. Lára Kristín Skúladóttir, viðskiptafræði. Framboðslisti Röskvu ÚR ÍSLANDSLJÓÐI Ég ann þínum mætti í orði þungu, ég ann þínum leik í hálfum svörum, grætandi mál á grátins tungu, gleðimál í ljúfum kjörum. Ég elska þig, málið undurfríða, og undrandi krýp að lindum þínum. Ég hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum mínum. Einar Benediktsson LJÓÐABROT lið-a-mót 1.990 Reykjavík Árbæjarapótek Borgar Apótek Garðs Apótek Grafarvogs Apótek Hringbrautar Apótek Laugarnes Apótek Rima Apótek Landsbyggðin Borgarness Aótek Stykkishólms Apótek Apótek Ólafsvíkur Ísafjarðar Apótek Siglufjarðar Apótek Dalvíkur Apótek Apótek Austurlands Hafnar Apótek Apótek Vestmannaeyja Apótek Keflavíkur TILBOÐ Extra sterkt Fyrir fólk á öllum aldri LANDSÝN skógrækt, landgræðsla og skipulag Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri 26.-27. febrúar 2003 Suðurlandsskógar, Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins standa fyrir ráðstefnu um skipulag við mismunandi landnýtingu svo sem skógrækt og landgræðslu. Breyttar áherslur í landnýtingu hér á landi kalla á umræður um viðhorf og vinnubrögð í skipulagsmálum. Ráðstefnan verður sett miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13:00 og er öllum opin. Upplýsingar er að finna á heimasíðu Suðurlandsskóga www.sudskogur.is Tekið er við skráningu hjá Suðurlandsskógum, netfang hronn@sudskogur.is Nánari upplýsingar fást hjá Suðurlandsskógum, sími 480 1800. Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi miðvikudaginn 19. febrúar. CRANIO-NÁM • 2003-2004 A stig 22.-27. febrúar Námsefni á íslensku, íslenskir leiðbeinendur. Upplýsingar og skráning hjá Gunnari í síma 564 1803 og 699 8064. C.C.S.T College of Cranio-Sacral Therapy. www.cranio.cc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.