Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR
38 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Höskuldur Þór Þórhallsson hef-
ur verið ráðinn kosningastjóri
Kjördæmissambands Framsókn-
arflokksins í Norðausturkjördæmi
í komandi kosningabaráttu. Hösk-
uldur lauk grunnskólaprófi frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
stúdentsprófi frá Verkmenntaskól-
anum á Akureyri árið 1995. Hann
er nú á lokaári í lögfræði við laga-
deild Háskóla Íslands. Hluta af
námi sínu tók hann við Háskólann
í Lundi í Svíþjóð. Sumarið 2001
starfaði Höskuldur hjá bæjarlög-
manni Akureyrarbæjar og sum-
arið 2002 hjá Lögmönnum Skóla-
vörðustíg 6b í Reykjavík.
Gestur Kr. Gestsson hefur verið
ráðinn kosningastjóri Framsókn-
arflokksins í Reykjavík fyrir al-
þingiskosningarnar í vor. Gestur
er 44 ára, giftur og á fjögur börn.
Hann er innflutningsfulltrúi hjá
Samskipum og er formaður Fram-
sóknarfélagsins í Reykjavík-
urkjördæmi norður. Hann sat í
kosningastjórn Reykjavíkurlistans
fyrir hönd Framsóknarflokksins
fyrir síðustu borgarstjórnarkosn-
ingar.
Sjö manna kosningastjórn Fram-
sóknarflokksins hefur tekið til
starfa í Reykjavík, en kosninga-
barátta flokksins verður rekin
sameiginlega í kjördæmum borg-
arinnar. Kosningaskrifstofa
flokksins verður í Bankastræti 5
(gamli Verslunarbankinn), en gert
er ráð fyrir að kosningaskrif-
stofur verði opnaðar víðar í borg-
inni þegar nær dregur kosn-
ingum.
STJÓRNMÁL
ÍSLENSKI alpaklúbburinn kynnir
nýjan vef, www.isalp.is. Á forsíðu
vefjarins er að finna dagskrá ÍS-
ALP, fréttir og tilkynningar, um-
ræður, auk vísana í nýjar greinar. Á
undirsíðum er að finna fróðleik sem
viðkemur fjallamennsku á Íslandi.
Skipt er um forsíðumynd daglega.
Á www.isalp.is er einnig að finna
enskar síður með upplýsingum fyrir
erlenda fjallamenn. Öll vinna við
vefinn er unnin í sjálfboðavinnu.
Á næstu mánuðum verður gert
átak í að setja inn á vefinn umfjöllun
um fjallamennsku, viðtöl, leiðarvísa,
fræðslu um búnað, klæðnað, stað-
ina, öryggi o.fl., segir í fréttatil-
kynningu.
Nýr vefur Íslenska
alpaklúbbsins
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Félags stuðningsfulltrúa
í Grunnskólum Íslands verður haldinn á
Grettisgötu 89, 4. hæð, laugardaginn
15. febrúar nk. kl. 13.00—16.00
Efni fundar auk venjulegra aðalfundarstarfa:
1. Tilaga að opnun félagsins fyrir alla starfandi
stuðningsfulltrúa í grunnskólum Íslands.
2. Tillaga að fjölgun stjórnarmanna.
3. Tillaga að deildarskipta félaginu eftir lands-
hlutum.
Fundarstjóri: Sjöfn Ingólfsdóttir.
Þeir félagsmenn, sem vilja ganga í félagið en
komast ekki á fundinn, vinsamlegast sendið
nafn, heimilisfang og kennitölu á netfangið
ingajona9@simnet.is .
Aðalsafnaðarfundur
í Hafnarfjarðarsókn
þann 23. febrúar 2003
Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn
verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar
nk. í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju
og hefst fundurinn að lokinni messu
kl. 12.00.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknar-
innar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar
og kirkjugarðs fyrir sl. ár.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og
héraðsfundar.
4. Prestar flytja skýrslur.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmarg-
ra varamanna til 4ra ára.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna og vara-
manna þeirra til árs.
7. Kosning aðal- og varafulltrúa í stjórn Kirkju-
garðs Hafnarfjarðar.
8. Önnur mál.
Sóknarnefnd.
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi
og Sjálfstæðisfélagið Ægir,
Ölfusi
Almennur
stjórnmálafundur
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi:
Árni Ragnar Árnason, Drífa
Hjartardóttir, Guðjón Hjör-
leifsson, Kjartan Ólafsson og
Böðvar Jónsson ásamt Sjálf-
stæðisfélaginu Ægi, boða til al-
menns stjórnmálafundar í
Kiwanis-húsinu Þorlákshöfn
fimmtud. 13. feb. kl. 20.30.
Allir velkomnir.
KENNSLA
Námskeið í hljóðupp-
tökum
Enn eru nokkur laus pláss á byrjendanámskeiði
í hljóðupptökum, sem hefst í Tónlistarskóla
Kópavogs þann 18. febrúar.
Námskeiðið er haldið í samvinnu skólans og
Stafræna hljóðupptökufélagsins ehf. og fer
kennslan fram í nýju og fullkomnu hljóðveri
í Tónlistarskólanum. Kennarar á námskeiðinu
eru Sveinn Kjartansson og Ari Daníelsson.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á tónlistar-
upptökur, þar sem farið verður yfir allt ferlið,
allt frá undirbúningi að lokafrágangi. Unnið
verður með ólíkar tónlistartegundir, en lögð
er áhersla á lifandi upptökur í lifandi rými.
Námskeiðið gæti nýst vel hljóðfæraleikurum
jafnt sem þeim er hyggja á frekara nám við
hljóðupptökur.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tónlistar-
skóla Kópavogs í síma 570 0410.
TILKYNNINGAR
Mosfellsbær
Deiliskipulag
á lóð fyrir frístundahús við
Hafravatn, Mosfellsbæ
Á fundi bæjarstjórnar þ. 29. janúar 2003 var
samþykkt tillaga að deiliskipulagi á lóð fyrir
frístundahús við Hafravatn, Mosfellsbæ.
Skipulagstillagan tekur til einnar lóða úr
landi Úlfarsfells, norðvestan við Hafravatn.
Um er að ræða lóðir með þjóðskrárnr. 9700-
3280. Svæðið er samkvæmt aðalskipulagi
ætlað til frístundahúsabyggðar.
Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu Mos-
fellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 12.
febrúar 2003 til 17. mars 2003. Athuga-
semdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist
skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæj-
ar fyrir 31. mars 2003.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tillögunum.
Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ
Menntamálaráðuneytið
Ráðstefna um mat á óformlegu námi
Menntamálaráðuneytið og Verkefnisstjórn um símenntun standa fyrir ráðstefnu um mat á
óformlegu námi föstudaginn 14. febrúar nk. á Grand Hóteli Reykjavík frá kl. 13:00 til 17:00.
Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja umræðu um þá starfsemi, sem tengist mati á óformlegu
námi, færni og þekkingu fullorðinna.
Dagskrá:
13:00-13:15 Ráðstefnan sett — Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra.
13:15-14:00 Realkompetanseprosjektet? (Raunfærniverkefnið í Noregi) — Bård Pettersen,
sérfræðingur í ráðuneyti menntamála og vísinda, Noregi.
14:00-14:20 Mat á óformlegu námi á Íslandi — Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur
í menntamálaráðuneytinu.
14:20-14:40 Hvað kunna Jón og Gunna? — Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans
við Ármúla.
14:40-15:00 Ný viðhorf óskast — Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis
- símenntunar ehf.
15:00-15:15 Fyrirspurnir
15:15-15:30 Kaffihlé
15:30-15:45 Það vantar fólk til að byggja brýr — Haukur Harðarson, formaður starfsgreinaráðs
farartækja- og flutningsgreina.
15:45-16:00 Reynsla og þarfir á almenna vinnumarkaðinum fyrir mat á námi og reynslu.
— Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformaður Eflingar-stéttarfélags.
16:00-16:15 Alþjóðlegt mat á námi í tölvugreinum. — Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar.
16:15-16:30 Fyrirspurnir
16:30-16:45 Samantekt — Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
Ráðstefnustjóri — Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu menntamála.
Ráðstefnan er öllum opin og án endurgjalds. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfang:
radstefna@mrn.stjr.is eða í síma 545 9500. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna
á vefsíðu ráðuneytisins www.menntamalaradu- neyti.is .
Menntamálaráðuneytið, 11. febrúar 2003.
menntamalaraduneyti.is