Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Höskuldur Þór Þórhallsson hef- ur verið ráðinn kosningastjóri Kjördæmissambands Framsókn- arflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningabaráttu. Hösk- uldur lauk grunnskólaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og stúdentsprófi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri árið 1995. Hann er nú á lokaári í lögfræði við laga- deild Háskóla Íslands. Hluta af námi sínu tók hann við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Sumarið 2001 starfaði Höskuldur hjá bæjarlög- manni Akureyrarbæjar og sum- arið 2002 hjá Lögmönnum Skóla- vörðustíg 6b í Reykjavík. Gestur Kr. Gestsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Framsókn- arflokksins í Reykjavík fyrir al- þingiskosningarnar í vor. Gestur er 44 ára, giftur og á fjögur börn. Hann er innflutningsfulltrúi hjá Samskipum og er formaður Fram- sóknarfélagsins í Reykjavík- urkjördæmi norður. Hann sat í kosningastjórn Reykjavíkurlistans fyrir hönd Framsóknarflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar. Sjö manna kosningastjórn Fram- sóknarflokksins hefur tekið til starfa í Reykjavík, en kosninga- barátta flokksins verður rekin sameiginlega í kjördæmum borg- arinnar. Kosningaskrifstofa flokksins verður í Bankastræti 5 (gamli Verslunarbankinn), en gert er ráð fyrir að kosningaskrif- stofur verði opnaðar víðar í borg- inni þegar nær dregur kosn- ingum. STJÓRNMÁL ÍSLENSKI alpaklúbburinn kynnir nýjan vef, www.isalp.is. Á forsíðu vefjarins er að finna dagskrá ÍS- ALP, fréttir og tilkynningar, um- ræður, auk vísana í nýjar greinar. Á undirsíðum er að finna fróðleik sem viðkemur fjallamennsku á Íslandi. Skipt er um forsíðumynd daglega. Á www.isalp.is er einnig að finna enskar síður með upplýsingum fyrir erlenda fjallamenn. Öll vinna við vefinn er unnin í sjálfboðavinnu. Á næstu mánuðum verður gert átak í að setja inn á vefinn umfjöllun um fjallamennsku, viðtöl, leiðarvísa, fræðslu um búnað, klæðnað, stað- ina, öryggi o.fl., segir í fréttatil- kynningu. Nýr vefur Íslenska alpaklúbbsins R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Félags stuðningsfulltrúa í Grunnskólum Íslands verður haldinn á Grettisgötu 89, 4. hæð, laugardaginn 15. febrúar nk. kl. 13.00—16.00 Efni fundar auk venjulegra aðalfundarstarfa: 1. Tilaga að opnun félagsins fyrir alla starfandi stuðningsfulltrúa í grunnskólum Íslands. 2. Tillaga að fjölgun stjórnarmanna. 3. Tillaga að deildarskipta félaginu eftir lands- hlutum. Fundarstjóri: Sjöfn Ingólfsdóttir. Þeir félagsmenn, sem vilja ganga í félagið en komast ekki á fundinn, vinsamlegast sendið nafn, heimilisfang og kennitölu á netfangið ingajona9@simnet.is . Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn þann 23. febrúar 2003 Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar nk. í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og hefst fundurinn að lokinni messu kl. 12.00. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknar- innar á liðnu starfsári. 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár. 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar. 4. Prestar flytja skýrslur. 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmarg- ra varamanna til 4ra ára. 6. Kosning tveggja skoðunarmanna og vara- manna þeirra til árs. 7. Kosning aðal- og varafulltrúa í stjórn Kirkju- garðs Hafnarfjarðar. 8. Önnur mál. Sóknarnefnd. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi og Sjálfstæðisfélagið Ægir, Ölfusi Almennur stjórnmálafundur Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi: Árni Ragnar Árnason, Drífa Hjartardóttir, Guðjón Hjör- leifsson, Kjartan Ólafsson og Böðvar Jónsson ásamt Sjálf- stæðisfélaginu Ægi, boða til al- menns stjórnmálafundar í Kiwanis-húsinu Þorlákshöfn fimmtud. 13. feb. kl. 20.30. Allir velkomnir. KENNSLA Námskeið í hljóðupp- tökum Enn eru nokkur laus pláss á byrjendanámskeiði í hljóðupptökum, sem hefst í Tónlistarskóla Kópavogs þann 18. febrúar. Námskeiðið er haldið í samvinnu skólans og Stafræna hljóðupptökufélagsins ehf. og fer kennslan fram í nýju og fullkomnu hljóðveri í Tónlistarskólanum. Kennarar á námskeiðinu eru Sveinn Kjartansson og Ari Daníelsson. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á tónlistar- upptökur, þar sem farið verður yfir allt ferlið, allt frá undirbúningi að lokafrágangi. Unnið verður með ólíkar tónlistartegundir, en lögð er áhersla á lifandi upptökur í lifandi rými. Námskeiðið gæti nýst vel hljóðfæraleikurum jafnt sem þeim er hyggja á frekara nám við hljóðupptökur. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tónlistar- skóla Kópavogs í síma 570 0410. TILKYNNINGAR Mosfellsbær Deiliskipulag á lóð fyrir frístundahús við Hafravatn, Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þ. 29. janúar 2003 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi á lóð fyrir frístundahús við Hafravatn, Mosfellsbæ. Skipulagstillagan tekur til einnar lóða úr landi Úlfarsfells, norðvestan við Hafravatn. Um er að ræða lóðir með þjóðskrárnr. 9700- 3280. Svæðið er samkvæmt aðalskipulagi ætlað til frístundahúsabyggðar. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu Mos- fellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 12. febrúar 2003 til 17. mars 2003. Athuga- semdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæj- ar fyrir 31. mars 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ Menntamálaráðuneytið Ráðstefna um mat á óformlegu námi Menntamálaráðuneytið og Verkefnisstjórn um símenntun standa fyrir ráðstefnu um mat á óformlegu námi föstudaginn 14. febrúar nk. á Grand Hóteli Reykjavík frá kl. 13:00 til 17:00. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja umræðu um þá starfsemi, sem tengist mati á óformlegu námi, færni og þekkingu fullorðinna. Dagskrá: 13:00-13:15 Ráðstefnan sett — Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra. 13:15-14:00 Realkompetanseprosjektet? (Raunfærniverkefnið í Noregi) — Bård Pettersen, sérfræðingur í ráðuneyti menntamála og vísinda, Noregi. 14:00-14:20 Mat á óformlegu námi á Íslandi — Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. 14:20-14:40 Hvað kunna Jón og Gunna? — Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. 14:40-15:00 Ný viðhorf óskast — Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis - símenntunar ehf. 15:00-15:15 Fyrirspurnir 15:15-15:30 Kaffihlé 15:30-15:45 Það vantar fólk til að byggja brýr — Haukur Harðarson, formaður starfsgreinaráðs farartækja- og flutningsgreina. 15:45-16:00 Reynsla og þarfir á almenna vinnumarkaðinum fyrir mat á námi og reynslu. — Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformaður Eflingar-stéttarfélags. 16:00-16:15 Alþjóðlegt mat á námi í tölvugreinum. — Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar. 16:15-16:30 Fyrirspurnir 16:30-16:45 Samantekt — Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Ráðstefnustjóri — Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu menntamála. Ráðstefnan er öllum opin og án endurgjalds. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfang: radstefna@mrn.stjr.is eða í síma 545 9500. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefsíðu ráðuneytisins www.menntamalaradu- neyti.is . Menntamálaráðuneytið, 11. febrúar 2003. menntamalaraduneyti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.