Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 37 KIRKJUSTARF Á FIMMTUDAGSMORGNUM frá tíu til tólf hittast foreldrar ungra barna á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju til skrafs og ráða- gerða. Hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast foreldrum með börn á sama reki. Mikil áhersla er lögð á að foreldrar hafi nægan tíma til þess að spjalla saman, hvort held- ur börnin sofa úti í vagni eða leika sér. Öðru hvoru er boðið upp á 20 mínútna fræðsluerindi eða breytt út af vanalegri dagskrá með föndri eða öðru. Þessar tilbreytingar verða á eftirtöldum dögum í vor: 13. febrúar: Anna Björg Eyjólfs- dóttir hjúkrunarfræðingur fjallar um mataræði ungbarna og kynnir nýjar áherslur. 27. febrúar: Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, fjallar um velferð og réttindi barna. 6. mars: Gunnur Hinriksdóttir íþróttafræðingur ráðleggur hvern- ig standa eigi að vali á skóm á börn. 3. apríl: Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur og fram- kvæmdastjóri Árvekni, fjallar um öryggismál barna. 10. apríl: Við búum til okkar eigin súkkulaðipáskaegg. 15. maí: Ömmukaffi og anda- brauð. Við göngum niður að Tjörn og gefum öndunum brauð áður en við setjumst inn á Ömmukaffi og fáum vöfflur í boði Háteigskirkju. Foreldramorgnar í Háteigskirkju eru alla fimmtudagsmorgna frá síð- asta fimmtudegi í ágúst og út júní- mánuð. Á fimmtudögum sem ber upp á almenna frídaga (skírdag, sumardaginn fyrsta...) er ekki for- eldramorgunn. Umsjón með for- eldramorgnum í Háteigskirkju hef- ur Guðrún Helga Harðardóttir, barnastarf@hateigskirkja.is. Nán- ari upplýsingar gefur starfsfólk Há- teigskirkju í síma 511 5400. Uppbygging og for- varnir í atvinnumissi Í DAG, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13:30, verður haldinn fræðslu- og umræðufundur um atvinnumissi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a (gengið inn frá horni Vonarstrætis og Lækjargötu). Að missa atvinnuna raskar hög- um fólks á margan hátt, bæði fé- lagslega, andlega og fjárhagslega. Þess vegna getur verið gagnlegt að koma saman og leiða hugann að því hvernig hægt sé að bregðast við mótlæti sem mætir okkur þegar við missum vinnuna. Á fundinum mun Þórunn Svein- björnsdóttir varaformaður Eflingar ræða um uppbyggingu og forvarnir með námi og öðrum leiðum þegar fólk hefur misst vinnuna og orðið atvinnulaust. Í framhaldi mun þátt- takendum gefinn kostur á um- ræðum. Kærleiksþjónustusvið Bisk- upsstofu býður alla velkomna. Þess skal getið að kyrrðar- og bænastund er í Dómkirkjunni kl. 12.10 og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð. Helgistund í Grafarvogskirkju HELGISTUND í hádegi kl. 12:00 alla miðvikudaga. Altarisganga og fyrirbænir. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Foreldramorgn- ar á fimmtu- dögum í Háteigskirkju Háteigskirkja í Reykjavík. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestur Árni Norðfjörð. Bílaþjón- usta í símum 553 8500, 553 0448 og 864 1448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. www.domkirkjan.is Grensáskirkja. Þorrahátíð aldraðra kl. 12.10. Helgistund, þorraveisla. Alfa- námskeið kl. 19.30–22. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Um skírnina, sr. Sigurður Pálsson sóknar- prestur. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Allir vel- komnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safn- aðarheimilinu (kr. 300). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Jóhanna G. Ólafsdótt- ir guðfræðinemi og Hannes Guðrúnar- son, tónlistarmaður og kennari, leiða starfið ásamt sóknarpresti. TTT-fundur kl. 16.15 (5.–7. bekkur). Andri Bjarna- son og Þorkell Sigurbjörnsson leiða starfið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni framkvæmdastjóra safnaðarins og hópi ungra sjálfboðaliða. Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). Umsjón hefur Sigurvin Jónsson guðfræðinemi og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tóm- stundaráðgjafi hjá Þróttheimum. Adrena- línhópurinn kemur saman kl. 20 á Ömmukaffi, Austurstræti 20. Krakkar úr 9. og 10. bekk Laugalækjarskóla vel- komnir. Rútufar heim að fundi loknum. (Sjá síðu 650 í Textavarpinu.) Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárus- dóttir. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíufræðsla kl. 17. Rætt verður um hirðisbréfin. Umsjón sr. Frank M. Hall- dórsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa-námskeið í safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og bænastund í kapellu safnaðarins í safn- aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl. 12. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbæn- ir og íhugun. Kl. 13–16 opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is.) Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Grafarvogs- kirkju kl. 16.30–17.30. Kirkjukrakkar fyr- ir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30– 18.30. TTT (10–12 ára) í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8.–9. bekk í Engjaskóla kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10– 12. Opið hús kl. 12–14. Léttur hádeg- isverður og stund með Þorvaldi Halldórs- syni. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12- spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45– 18.45. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa-nám- skeið í safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart- anlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfundur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20. Röð biblíulestra hefst kl. 19.30. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borg- ara á Álftanesi. Notalegar samverustund- ir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Gott tæki- færi til að hittast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verið velkomin. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur flyt- ur erindi í safnaðarheimili Landakirkju um svefnvenjur barna. Þegar barnið fer að sofa. Allir foreldrar velkomnir. Þátt- tökugjald kr. 500. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10–12. Umsjón hafa Arndís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D. Hjalta- dóttir. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafells- kirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning- ur hefst að nýju í Kirkjulundi. Kirkjan opn- uð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón: Sigfús Baldvin Ingvason. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19.30– 22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurðar- dóttur. Baldur Rafn Sigurðsson. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleik- ur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20. Dóminn getur enginn flúið. Jónas Þórisson talar. Allir velkomn- ir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Opið hús, kaffi og spjall, safi fyrir börnin. ÆFAK, yngri deild, kl. 20. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 20 hjálp- arflokkur. Fundur fyrir konur. Safnaðarstarf Nú er Sigurfinnur móðurbróðir minn fall- inn frá á tíræðisaldri og langar mig að minn- ast Sigga frænda með nokkrum orðum. Foreldrar Sigurfinns voru Jósef- ína Þorfinnsdóttir og Ólafur Sæ- mundsson, og ólst Sigurfinnur upp í Reykjavík ásamt systrum sínum Önnu Ástrós og Svanhvíti Unni, sem fylgja nú bróður sínum til hinstu hvílu, en þriðja systirin Jónína Mar- grét er látin. Á uppvaxtarárum Sigurfinns var ástand oft erfitt, atvinnuleysi og kreppa, sem setti svip sinn á ís- lenskt þjóðfélag á þeim arum, og lífsbaráttan var hörð. Sigurfinnur kynntist því snemma erfiðum kring- umstæðum, sem hafa eflaust mótað hann að nokkru leyti. En dugnaður hans kom snemma í ljós, því hann var vel af Guði gerður, hraustur og sterkur. Hann fékk snemma mikinn áhuga á kappróðri, en á þeim árum var sú íþrótt, sem mér finnst hin eðlilegasta hjá þjóð, sem á flest komið undir sjónum, talsvert vinsæl. Siggi æfði kappróður stíft með Glímufélaginu Ármanni og var í kappróðrarsveit félagsins í nokkur ár og fór með félaginu til keppni í Danmörku. Eftir hefðbundið skólanám fór hann í Iðnskólann í Reykjavík til náms í húsgagnasmíði, sem hann lauk með góðum árangri. Hann vann síðan lengi á Húsgagnaverkstæði Þorsteins Sigurðssonar á Grettis- götu, eða þar til það hætti starfs- semi, en Þorsteinn heitinn Sigurðs- son reyndist Sigga ætíð ákaflega vel. Réðst Siggi þá til Ragnars Har- aldssonar og vann þar meðan heils- an leyfði. Er það gott vitni um sam- viskusemi og tryggð Sigga að hann vann aðeins á tveimur vinnustöðum um ævina. Nú er það gjarnan svo að þegar fólk hættir störfum vil það af einhverjum ástæðum gleymast, þeg- ar daglegu samneyti við vinnufélaga sleppir. En ekki hjá Ragnari, sem hélt áfram sambandi við Sigga, heimsótti hann og færði stundum gjafir til hins síðasta. Er mér full- kunnugt um að hann mat mikils um- hyggju Ragnars. Áður en Sigurfinnur festi ráð sitt leigði hann herbergi hjá foreldrum mínum á Hverfisgötu 98, þannig að ég hafði dagleg samskipti við Sigga frænda um árabil. Hann var litlum frænda sínum ákaflega góður, enda barngóður að eðlisfari. Minnist ég enn hve ég hlakkaði til að taka upp jólagjafirnar hans, sem voru vegleg- ar mjög. Árið 1949 kynntist Sigurfinnur stúlku frá Norðfirði, Esther Svan Jónsdóttur. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 4. júní það ár og flutti Siggi nú af Hverfisgötunni, er hann og Esther stofnuðu heimili, en udirritaður erfði herbergið hans Sigga frænda, sem varð minn íveru- staður þangað til ég stofnaði heimili sjálfur. Esther reyndist Sigga ákaf- lega vel. Þau voru samhent hjón, hún var harðdugleg, mikil húsmóðir og flink í allri matargerð. Auk hús- móðurstarfsins vann Esther árum saman utan heimilisins. Minnist ég enn hve góðar kökurnar hennar Estherar voru. SIGURFINNUR ÓLAFSSON ✝ SigurfinnurÓlafsson fæddist í Reykjavík 12. sept- ember 1912. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 15. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 27. janúar. Siggi og Esther áttu ekki börn saman en ár- ið 1956 urðu þau þeirr- ar gæfu aðnjótandi að ættleiða nýfæddan dreng, Gunnar Sigur- finnsson, sem kom eins og sólargeisli inn í líf þeirra og færði þeim mikla hamingju og ólst Gunnar upp við mikið ástríki foreldra sinna. Ský dró fyrir sólu Sigga frænda árið 1997, þegar Esther lést eftir langvarandi veik- indi, og harmaði Siggi eiginkonu sína mjög. Siggi var nú orðinn einn aftur, en Gunnar sonur þeirra var þá búinn að stofna sitt eigið heimili. Siggi hélt áfram heimilishaldi um árabil í íbúð þeirra á Álfhólsvegi 125 í Kópavogi, eða þar til heilsan leyfði slíkt ekki lengur. Seinustu árin dvaldist hann á sambýlinu á Skjól- braut í Kópavogi, þar sem hann naut frábærrar umönnunar og var mjög sáttur við dvölina þar og eru starfs- fólki sambýlisins hér færðar þakkir. Þegar ég minnist Sigga frænda kemur margt upp í hugann. Siggi var einn af þeim mönnum, sem allt lék í höndunum á. Hann var frábær í sinni iðn, húsgagnasmíðinni, gat smíðað nánast allt og gert við allt. Siggi fékk snemma mikinn áhuga á skáklistinni, varð slyngur skákmað- ur og fylgdist með skákinni til hins síðasta. Á unglingsárum mínum kenndi hann mér mannganginn. Ár- in sem Siggi og Esther bjuggu á Há- teigsvegi 4 var oft skroppið þangað til að tefla. Ef ég man rétt tókst mér aðeins tvisvar eða þrisvar að vinna skák á Sigga, en hefi alltaf haft þann grun að hann hafi leyft mér að vinna sig, en ég varð aldrei slyngur í skák- inni. Eitt atvik líður mér aldrei úr minni. Þá var ég að tefla við Sigga, þungt hugsi, hallaði mér fram og studdi báðum olnbogum á hnén. Skyndilega gerðist eitthvað, sem varð til þess að höfuðið á mér féll niður á skákborðið, en munir féllu úr hillum. Hér reyndist um að ræða snarpan jarðskjálftakipp, upprunn- inn í Sveifluhálsi við Kleifarvatn. Annað helsta áhugamál Sigga var stangveiði, sem lék eins og annað í höndum hans. Hann var virkilega slyngur veiðimaður og fór hann ásamt föður mínum oft til veiða á sumri hverju. Sjálfum var mér í blóð borin mikil veiðigleði, en ég minnist enn þegar ég stóð hágrenjandi á úti- tröppunum á Hverfisgötu 98, vegna þess að ég fékk ekki að fara með þeim fyrir æsku sakir. Síðar meir fór ég í nokkrar veiðiferðir með Sigga frænda mér til mikillar ánægju, enda kenndi hann mér ým- islegt, sem átti eftir að nýtast mér. Sigurfinnur Ólafsson var einn af þessum hógværu mönnum, sem unnu sín verk samviskusamlega án óþarfa hávaða. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, og aldrei heyrði ég hann kvarta yfir einu né neinu, lét hverjum degi nægja sína þjáningu, með sínu ein- staka jafnaðargeði, þótt stundum væri erfitt hjá þeim Esther vegna veikinda. Hann var hófsamur og nægjusamur alla ævi, gerði ekki miklar kröfur og var einn af þessu lítilláta fólki, sem kann að gleðjast yfir því smáa í sátt við Guð og menn. Að leiðarlokum sendum við Birna og börnin okkar samúðarkveðjur til aðstandenda, en minningin um góð- an dreng dregur úr sorg okkar. Megi alvaldur blessa og varðveita sál Sigurfinns Ólafssonar og láta hið eilífa ljós lýsa honum. Svavar Davíðsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.