Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 35
stoltið sem skein úr augum þínum leyndi sér ekki. Já minningarnar eru endalausar, enda þegar við setj- umst niður þá eigum við eftir að rifja allar okkar kærustu minningar upp aftur og aftur. En okkur langar að segja þér að við elskum þig og við erum betri persónur eftir að hafa notið þeirra forréttinda að alast upp í kringum þig. Við vitum líka að þér líður vel núna. Hvíl í friði. Þín barnabörn, Jón, Soffía og Kristinn. ✝ Jón GuðmundurÞorsteinn Jó- hannsson fæddist 12. desember 1915. Hann andaðist á elli- heimilinu Grund 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Þorbjörn Pétursson, f. 5.7. 1879, og Ingiríður Benjamínsdóttir, f. 4.7. 1882. Þau eru bæði látin. Systkini hans voru Margrét Þóra, f. 27.10. 1905, dó ung, Helga Jó- hanna, f. 12.5. 1908, d. 11.8. 1998, Sigurjóna Guðrún, f. 4.5. 1910, d. 11.4. 1995, Hulda Dagmar, f. 25.5. 1914, d. 14.4. 1997, Ólafía, f. 18.7. 1924, d. 20.10. 1988, og Sigrún Þorbjörg, f. 14.4. 1926, d. 1934. Sonur Jóns og sambýliskonu hans Júlíönu Þórhildar Arnórs- dóttur, f. 18.6. 1917, d. 29.5. 1947, var Árni, f. 13.1. 1943, d. 29.5. 1947. Eiginkona Jóns er Christa J. Jóhannsson, f. 8.2. 1924. Þau giftu sig 17. júní 1950. Dætur þeirra eru: 1) Inge- borg Wilfriede, f. 25.8. 1950, gift Guð- mundi Jóhanni Kristóferssyni, f. 18.8. 1947, börn þeirra eru: a) Jón Þorsteinn, f. 9.5. 1972, b) Guðrún Soffía, f. 13.7. 1973, gift Bjarka Gunn- arssyni, f. 7.6. 1969, börn þeirra eru Guðmundur Jóhann og Birgitta Ýr, c) Kristinn Freyr, f. 7.9. 1974, sambýliskona Kristín B. Helgadóttir, f. 30.3. 1972, dótt- ir þeirra er Nadía Eir. 2) Donna Lóa, f. 22.6. 1955, gift Jo Jo Il- umin, f. 16.5. 1942. Sonur þeirra er David JoJo, f. 24.6. 1976, sam- býliskona Maureen Gallagher. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Útför Jóns verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Okkur systkinin langar að minnast þín með nokkrum orð- um. Við vorum heppin að eiga afa sem heimsótti okkur næstum dag- lega alla okkar æsku, enda var notalegt að vita af því að maður myndi alltaf sjá afa í dag. Þegar við systkinin hugsum um Nonna afa, þá hlæjum við alltaf og byrjum að tala hvert í kapp við annað, því minning- arnar um þig eru endalausar. Þú varst alltaf svo góður við okkur. En það sem okkur finnst standa upp úr eru bíltúrarnir á flotta svarta kagg- anum þínum sem þú varst svo stolt- ur af, þú rúntaðir með okkur um bæinn og við hlustuðum saman á tónlist og sungum með, já okkur finnst Roger Whittaker enn í dag nokkuð flottur. Þú varst alltaf svo duglegur að fara í sund og þangað fengum við stundum að fara með þér. Það var líka alltaf gaman hjá okkur þegar þú varst að passa okk- ur, sérstaklega þar sem þú hafðir gaman af því að spila, við sátum oft heilu kvöldin og spiluðum saman. Okkur er það mjög minnisstætt eft- ir að við fórum að eldast og við fór- um að fara með þig í bíltúr, þá horf- ir þú alltaf á okkur og sagðir: „Þið eruð afbragðsbílstjórar, enda eigið þið ekki langt að sækja það,“ og JÓN G. Þ. JÓHANNSSON herþjónustu í Alsír og Nýju Kal- edóníu og víðar. Það var einstaklega gaman að spjalla við Addú. Hún hafði góða nærveru og hvort sem samræð- urnar voru um Michel Platini eða Jacques Prévert – eða pólitíkina fyrr og síðar var hún alls staðar vel heima. Hún var hreinræktaður heimsborgari í jákvæðasta skiln- ingi þess orðs. Það var tvennt sem einkenndi Addú umfram annað. Í fyrsta lagi djúp réttlætiskennd og hins vegar afar sérstæð og mögnuð kímnigáfa. Sá eiginleiki er reyndar eitt af góð- um lyndiseinkennum þessarar samhentu fjölskyldu og ég man enn þegar Addú sagðist geta fyr- irgefið fólki flest – nema húmors- leysi. Tómleiki og undrun og jafnvel reiði yfir þessum örlögum. Þannig er líðan minni kannski best lýst þegar Valgeir hringdi frá lestar- stöðinni í París þennan dimma jan- úareftirmiðdag og flutti þessi tíð- indi. Ég vissi að hún var veik en alls ekki að hún væri dauðvona. Við Addú hittumst ekki oft eftir veturinn góða í Lyon en töluðumst nokkuð reglulega við og þegar hún kom til Íslands vorum við iðulega í sambandi. Hins vegar hef ég alltaf litið á hana sem einn minn besta velgjörðarmann og bjóst alltaf við að geta endurgoldið henni það síð- ar á einhvern hátt. Ég er hins- vegar ekki einn um þá skoðun að Addú gaf einhvern veginn alltaf miklu meira en hún tók. Bertrand, Katrín, Astrid og Eric – innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls einstakrar eiginkonu og móður. Sömuleiðis sendum við Bryndís hlýjar kveðjur til Valborg- ar móður hennar, þeirrar öðling- skonu, og systkinanna Magnúsar, Valgeirs, Önnu Soffíu og Völu og fjölskyldna þeirra. Hákon Gunnarsson. Elsku vinkona, þá er komið að kveðjustundinni og hygg ég, að þú sért hvíldinni fegin eftir erfiða sjúkdómslegu. Þar sem ég sit hér og syrgi þig, fljúga æskuminning- arnar í gegnum huga minn Við Arnþrúður slitum barns- skónum saman í Mosfellssveitinni, vorum nánast aldar upp saman og aðeins Brúarlandshlaðið skildi heimili okkar að. Við hlógum sam- an, rifumst, reyndum að veiða ál með berum höndum í Varmánni og leituðum að gulli og gimsteinum á árbökkum hennar. Við fylgdumst áfram að, þar til við urðum stúd- entar en þá leiddi ævintýraþrá og löngunin til að kanna ný svæði, tungu og menningu, Arnþrúði til Frakklands. Eftir það bjuggum við aldrei í sama landi, en vinátta okk- ar var alla tíð jafndjúp og sönn. Fljótlega eftir komuna til Frakk- lands kynntist hún eftirlifandi manni sínum Bertrand og eign- uðust þau þrjú börn. Starf hans leiddi þau um víða veröld og voru þau búsett lengri og skemmri tíma í hinum ýmsu nýlendum Frakka. Gat því liðið langur tími á milli funda okkar en þá notuðum við pennann og símann og samband okkar féll aldrei niður. Það var alltaf upplífgandi að spjalla við Arnþrúði. Hún las mikið, greind og skemmtileg kona, sem hafði mjög ákveðnar skoðanir á því sem var að gerast í heiminum á hverjum tíma. Hún gerði ávallt góðlátlegt grín að sjálfri sér og hinum snobbaða heimi, sem hún hrærðist í. Þau hjón heimsóttu okkur hér í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári og áttum við saman yndislega og ógleymanlega viku. Minningarn- ar frá þessari viku mun ég geyma eins og gull í hjarta mínu. Maður veit ekki hvað framtíðin geymir og ekki hafði mig dreymt um, að fyrsta ferð mín til Rouen yrði kveðjustund, hinsta kveðja til ást- kærrar vinkonu. Elsku Arnþrúður, vertu ævinlega blessuð, kæra vin- kona. Ég og fjölskylda mín kveðj- um þig með söknuði og vottum Bertrand, börnunum þínum, móður og systkinum okkar dýpstu samúð. Þín vinkona, Hildur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 35 ✝ Erla KroknesJóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 22. júlí 1936. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 1. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Ögmunds- dóttir f. 1.12. 1899, d. 28.11. 1948, og Johann Matthías Petersen Kroknes, f. 12.12. 1901, d. 4.1. 1995. Hún var yngst þriggja systkina, á lífi eru Sigríður, f. 9.8. 1933, og Árni Pétur, f. 20.3. 1935. Eiginmaður Erlu er Steinþór Guðmundur Halldórsson, f. 20.2. 1931. Börn þeirra eru fjögur: 1) Guðrún Jóhanna, eiginmaður Ásvaldur Jónatansson, börn þeirra Svanur Veigar Þráins- son, Erla Sigurlaug og Unnur Ósk. 2) Jóhanna Ágústa, eigin- maður Ágúst Rafn Kristjánsson, börn þeirra Árni Pétur, Edda Fanný og Eva Rún. 3) Benedikt, eiginkona Jó- hanna Árnadóttir, börn Rannveig Svanhvít og Nat- an Orri. 4) Ás- gerður Helga, eig- inmaður Sigurður Enoksson, börn þeirra Enok Steinar, Hrafn- hildur Anna og Steinþór Guð- mundur. Fyrir átti Steinþór dóttur, Lilju Báru, eigin- maður Kristinn Gunnarsson, börn þeirra Steinþór, Svanhild- ur og Styrmir og eitt barna- barn, Kristofer. Erla starfaði hjá Vinnufata- gerðinni VÍR og MAX í 25 ár, einnig vann hún á kvöldin og um nætur á skemmtistöðunum Sigtúni og Glæsibæ í ein 35 ár. Útför Erlu verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma, nú kveð ég þig með miklum söknuði, eftir standa margar minningar um yndislega mömmu, sem setti okkur fjölskyld- una alltaf framar öllu öðru. Ávallt voru allir velkomnir í ykk- ar pabba hús. Þar var alltaf boðið eitthvað að drekka og með því, að ekki sé minnst á þegar komið var í sumarbústaðinn til þín og pabba. Einnig má sjá á heimili og í sum- arhúsi ykkar mikið af handunnum munum eftir ykkur bæði. Ég minn- ist ferðalaganna sem við fórum um landið, í hjólhýsi á Kirkjubæjar- klaustur eða þegar farið var vestur til Siggu og Torfa, þar var nú fjör- ið. Þegar þú varst að gera þig klára fyrir vinnuna á kvöldin, þú sast inni í eldhúsi og settir rúllur í hárið, oft sat ég og horfði á, en alltaf varst þú eitthvað að gera eftir vinnu, þvo þvott í opinni þvottavél, leggja í bleyti eða laga til. Margar eru minningarnar sem ég á um þig og mun ég varðveita þær meðan ég er hér. Þegar minn tími kemur veit ég hver kemur til mín. Þú hafðir alltaf gaman af barna- börnunum þínum. Þið pabbi tókuð yfirleitt einhver börn með ykkur í sumarbústaðinn, og munu þau geyma þær minningar um ókomna tíð. Elsku pabbi minn, megi góður Guð vera með þér á þessum erfiðu tímum, við styðjum þig öll og hvert annað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( V. Briem.) Nú kveð ég þig, mamma mín, með söknuði og megi englar Guðs umvefja þig. Þín Ásgerður Helga. Hvað er mýkra en móðurhöndin kær og mildara en hún að lækna sárin. Og nú er þungur harmur hugann slær já hver á þá að strjúka burtu tárin. Þó hlýja móðurhöndin væri smá, hún hafði styrk að miðla öllu góðu. Það munu fáir greina götu þá né ganga í spor sem nettir fætur tróðu. Fjölskyldan þín eftir stendur ein þá eins og nakin björk í köldum heimi. Það skjól og ást sem alltaf frá þér skein þó enn er kjölfestan í tómum geymi. Það er sem hafi slokknað leiðarljós sem leiðarstjarna hverfi í myrku kafi. Sem hafi fölnað, kulnað kærleiksrós sem kveikur ankersfestar slitnað hafi. Og guð á himnum hann mun gæta þín, hann kann að meta störf þín hér á jörðu. Hann kallar til sín bestu börnin sín og ber þau út úr jarðarlífi hörðu. Hann leiðir þau í ljósið upp til sín og ljúfur engill brautina þér vísar. Vertu sæl, nú guð mun gæta þín og greiða þína för til Paradísar. (Guðný Jónsdóttir.) Fjölskyldan Langholtsvegi. Nú er hún elsku Erla amma horfin á braut, við söknum hennar sárt, en vitum að nú er hún hjá Guði og líður vel. Það var gaman að koma til Reykjavíkur til þín og afa, því að þar vorum við prinsar og prinsessa. Amma og afi leyfðu okkur systk- inunum að koma með í sumarbú- staðinn og þar lékum við okkur því að þar eru sandkassi, rennibraut, rólur og margt fleira, amma gerði alltaf góðan hafragraut. Amma og afi áttu líka alltaf til kex. Elsku Steini afi, megi góður Guð vera með þér á þessum erfiðu tímum. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Kveðja, þín barnabörn, Enok Steinar, Hrafnhildur Anna og Steinþór Guðmundur. Í dag kveðjum við hinstu kveðju góða félagskonu og vin, Erlu Krók- nes. Erla kom til liðs við okkur í stjórn Safnaðarfélags Áspresta- kalls fyrir sex árum. Það var mikill fengur fyrir okkur að fá svo dug- lega og ósérhlífna konu til liðs við okkur. Erla var frekar hlédræg og lítið fyrir að láta á sér bera, en hún var stórtæk og vildi allt fyrir félagið og kirkjuna gera. Það var ósjaldan fyrir kaffisölur, kirkjudag Áskirkju eða dag aldraðra svo ekki sé talað um kökubasar félagsins að hún og Steinþór maður hennar komu með hlaðinn bíl af dýrindis tertum og brauðtertum er Erla hafði gert af mikilli snilld, enda ekkert of gott að hennar mati fyrir kirkjuna hennar. Erla mín, við í stjórn Safnaðar- félagsins söknum góðs vinar og fé- laga og þökkum þér af alhug öll þín störf fyrir félagið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Steinþóri, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim öllum guðsblessunar. Fh. Safnaðarfélags Áspresta- kalls, Þóranna Þórarinsdóttir. ERLA KROKNES Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, GÍSLI JÓHANN KRISTJÁNSSON, Skólastíg 14, Stykkishólmi, sem lést á St. Franciskusspítalanum Stykkis- hólmi mánudaginn 3. febrúar, verður jarð- sunginn frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 14. Anna Kristjánsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson, Gunnlaugur Kristjánsson, María Guðmundsdóttir, Hörður Kristjánsson, Birna Lárusdóttir og fjölskyldur. Kæru vinir. Hjartans þakkir fyrir samúð ykkar og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og bróður okkar, ÞÓRARINS HJÖRLEIFSSONAR, Háaleitisbraut 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á deild 11g, Landspítala. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Guðmundsdóttir, Þorgeir Hjörleifsson, Steindór Hjörleifsson, Jens Hjörleifsson, Elsa Hjördís Hjörleifsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.