Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 33 ✝ Sigurður Al-bertsson fæddist 20. júní 1915. Hann lést á hjúkrunar- deild Sjúkrahúss Akraness 31. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Petrína Jónsdóttir og Albert Gunn- laugsson og fóstur- foreldrar hans Guð- rún Gísladóttir og Þorsteinn Þorsteins- son, sem bjuggu í Brúsholti í Flókadal í Borgarfirði og hjá þeim ólst Sigurður upp og gerðist bóndi þar eftir þeirra dag. Eiginkona Sigurð- ar er Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, f. 1928. Börn þeirra eru Ásdís bóndi í Brúsholti, f. 1956, og Gunnar Þorsteinn rafverktaki í Kópa- vogi, f. 1960, synir hans og Hildar Hebu Theodórsdóttur eru Theodór og Ingi Steinn. Síðustu æviárin dvaldist Sigurður á Sjúkrahúsi Akra- ness. Útför Sigurðar var gerð frá Reykholtskirkju 8. febrúar. Hann Siggi í Brúsholti, en þannig nefndum við, vinir hans og sveitung- ar, hann okkar á milli, er látinn. Sig- urður hét hann Albertsson og var bóndi í Brúsholti í Flókadal í Borg- arfirði. Foreldrar Sigurðar voru Petrína Jónsdóttir og Albert Gunnlaugsson, sem voru þá bæði vinnuhjú og fengu ekki að hafa drenginn hjá sér og var honum komið í fóstur ársgömlum. Fósturforeldrar hans voru Guðrún Gísladóttir og Þorsteinn Þorsteins- son, sem bjuggu í Brúsholti, og hjá þeim ólst hann upp og gerðist bóndi þar eftir þeirra dag. Þar bjó hann til æviloka, en síðustu æviárin varð hann að dveljast á sjúkrahúsi á Akranesi, þar sem hann naut bestu hjúkrunar og umhyggju starfsfólksins og leið því eftir atvikum vel. Aldrei mun hann samt hafa fellt sig við að fara frá Brúsholti, sem var hans heimili alla tíð. Við Steðjabræður, Ívar og Kristinn Björnssynir, eignuðumst Sigga í Brúsholti fljótt að leikfélaga. Nokk- urra ára aldursmunur skipti þá engu máli, flest börn ólust upp í svipuðu umhverfi og andrúmslofti, kynslóða- bilið ekki komið til sögu. Miðlungs bæjarleið er á milli Steðja og Brús- holts og samskipti nokkur milli full- orðna fólksins eins og þá tíðkaðist milli góðra granna, þá var farið á tveim eða fjórum jafnfljótum og eng- inn taldi eftir sér sporin, síst af öllum hann Siggi í Brúsholti. Fáa vissi ég jafnviljuga og fljóta til verka og snún- inga eins og hann. Þannig var hann strax í æsku og það breyttist ekki á meðan heilsa og kraftar entust, gilti það jafnt hvort sem hann vann fyrir sjálfan sig eða aðra. Hugsun og löngun drengja, sem ól- ust upp í sveit á þeim tíma, snérust um það, að verða stórir og sterkir og gerast bændur í sveit eins og feður þeirra. Af þessu mótuðust bernsku- leikir þeirra, leikföngin voru þá kind- arbein, sem táknuðu bústofninn, legg- irnir voru hestar, kjálkarnir voru kýr og hornin voru sauðfé, einnig völur (völubein) ef leikurinn fór fram innan- húss. Bæði í Brúsholti og Steðja stóðu bæirnir við lág, grýtt holt, Brúsholtið og Steðjann. Í brúnum holtunum fyrir ofan túnin reistum við okkur bæi, hlaðna úr grjóti. Þar gekk búféð á beit á grastóm milli klappa og kletta. Grip- unum fjölgaði árleg, búin stækkuðu, því að við vildum ekki vera neinir kot- bændur. Hér var því nóg að starfa eins og í alvörubúskap, koma skepn- um í hagann á beit og aftur í hús að kvöldi. Sjálfsagt var að skreppa í út- reiðartúra, þegar vel viðraði. Þá var hlaupið eftir götuslóðum eða göngu- stígum og sauðaleggnum (hestinum) haldið í greipinni milli vísifingurs og löngutangar. Hraðinn réðst af reið- veginum eins og eðlilegt var og fák- arnir voru misviljugir. En bernskuár- in liðu fljótt og alvara lífsins tók við. Okkar bræðranna beið annars konar ævistarf en þessir bernskudraumar bentu til, en Siggi, vinur okkar og leikbróðir, reyndist trúr sínum æsku- draumum og gerðist sveitabóndi og helgaði sig störfum með hesta, kýr og kindur. Siggi var nefnilega mikill og sannur dýravinur og umgengnin við búfénaðinn var hans líf og yndi. Hest- arnir veittu honum þó mesta ánægju. Hann ól þá upp og tamdi þá sjálfur. Varð þá oft gæðingur úr göldnum fola. Ég man best eftir honum Mósa hans, sem var upp á sitt besta síðustu árin, sem ég átti heima í Steðja. Það var á þeim árum, þegar margir bænd- ur voru að kaupa sér landbúnaðar- jeppa og aka þeim um vegi og veg- leysur. Siggi eignaðist aldrei slíkan farkost, en fékk sér heldur traktor (Farmal) til notkunar við bústörfin. Hann átti þá hann Mósa og það nægði, sbr. vísuna: Hann Sigurður bóndi í Brúsholti’ er seggur svo brosandi kátur og laus við allt stolt, á mósótta jeppanum leið sína leggur í lykkjunum og bugðum um mýrar og holt og þó að hann fari’ ekki brautina beint hann berst yfir jörðina’ og það ekki seint. Hér koma svo fram tvö einkenni mannsins, Sigurðar í Brúsholti: Í fyrsta lagi, hvílíkur hestamaður hann var og í öðru lagi, hann var brosandi kátur. Það var hans eðlisfar. Hlátur hans var hjartanlegur og sannur, bar vitni um lífsgleði og gott skap. Aldrei heyri ég hann hlæja á kostnað ann- arra eða niðurlægja nokkurn mann. Í samskiptum sínum við annað fólk var hann fyrst og fremst hinn góði og glaði félagi, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, ef þess þurfti. Sveitin okkar, Reykholtsdals- hreppur, átti ásamt Hálsasveit afrétt á Arnarvatnsheiði. Göngurnar þar voru langsóttar og erfiðar yfirferðar. Við Siggi vorum þar meðal gangna- manna nokkur haust. Það leyndi sér ekki, að fjallkóngarnir þar, hvort sem það var í fyrstu, annarri eða þriðju leit, báru mest traust til Sigga í Brús- holti þegar á reyndi. Hann var jafnan sendur í lengstu og vandasömustu gönguna, svo sem á mörkum afréttar, þar sem flýtis, góðrar erftirtektar og samviskusemi var mest þörf. Vinátta okkar Sigga stóð ekki bara þann tíma, sem við vorum nágrannar og leikbræður. Hún hefur haldist, þótt vík yrði á milli vina og fundir strjálir og stuttir. Það kemur alltaf að skilnaðarstund hér á jörð og þá er bara eftir að kveðja og þakka fyrir samfylgdina. Kristin trú gefur jarð- arbúum að vísu von um annað líf og endurfundi í betri heimi. Einhvers staðar í helgum fræðum munu þau orð standa, að „sá sem er trúr yfir litlu, verði settur yfir mikið“. Við trúum þessum orðum og efumst því ekki um framtíð Sigga í Brúsholti í öðrum heimi. Ég votta samúð mína eiginkonu Sigurðar, Aðalbjörgu Skarphéðinsdóttur, börnum þeirra, Ásdísi og Gunnari, svo og öllum vin- um hans og vandamönnum sem nú sjá honum á bak og sakna hans. Ívar Björnsson frá Steðja. SIGURÐUR ALBERTSSON ✝ GuðmundurTómas Gíslason fæddist í Reykjavík 11. janúar 1946. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 31. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Gísli Guð- mundsson og Ingi- björg Jónsdóttir. Systkini Guðmundar eru Jón Halldór, Brandur, Atli, Ás- mundur og Guðrún. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Vigfúsdóttur 9. nóvember 1967, foreldrar hennar voru Vigfús Þorsteins- son og Þórunn Jónsdóttir. Börn Guðmundar og Jóhönnu eru: 1) Rannveig Þyri, gift Sigurði Óla Guðnasyni, börn þeirra eru Rakel Hekla og Breki Örn. 2) Bryndís Dúa, sambýlismað- ur René Carelse Rasmussen og son- ur þeirra er Emil Máni. 3) Katrín Dröfn, unnusti hennar er Ásgrím- ur Fannar Ásgríms- son. Guðmundur lærði garðyrkju í Garð- yrkjuskóla ríkisins og útskrifaðist það- an sem skrúðgarðyrkjumeistari. Hann stofnaði fyrirtækið Gar- ðaprýði 1970 og rak það til dauðadags. Útför Guðmundar var gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Genginn er kær vinur, Guðmundur Tómas Gíslason garðyrkjumeistari, langt fyrir aldur fram. Minningarnar rifjast upp hver af annarri. Guð- mundur var einn af þessum mönnum sem bar með sér hressilegan blæ þar sem hann fór. Hann kom viðmælanda í betra skap og vakti kátínu og geisl- andi hlýju í kringum sig. Ég man til dæmis glöggt þegar hann kom við hjá mér síðastliðið vor. Hann var þá að ganga frá lóðinni við nýbyggingu Melaskólans og notaði kaffitímann til að heilsa upp á gamla konu í nágrenninu. Það var honum líkt og sannarlega hressandi. Hann sagði mér frá starfi sínu og taldi mikinn ávinning að því að fegra umhverfi barnanna, koma fyrir trjáreitum og brjóta þannig upp steinlagða fleti sem eru annars svo dæmigerðir fyrir borg- ir. Ég hef oft átt þarna leið um síðan og dáðst að þessu verki sem er hluti af þeirri fegrun borgarinnar sem fram hefur farið á undanförnum árum. Það liðna, það sem var og vann, er vorum tíma yfir; því aldur deyðir engan mann, sem á það verk sem lifir. – Já, blessum öll hin hljóðu heit, sem heill vors lands voru’ unnin, hvern kraft, sem studdi stað og sveit og steina lagði’ í grunninn. (Einar Benediktsson.) Starf Guðmundar átti sannarlega vel við hann því að hann hafði næmt auga fyrir gróðri og fögru umhverfi. Hann stofnaði og rak með konu sinni og fjölskyldu eigið fyrirtæki sem hann kallaði Garðaprýði og bar sann- arlega nafn með rentu. Kynni okkar Guðmundar ná nokkra áratugi aftur í tímann allt til þess er hann var að kynnast Jóhönnu bróðurdóttur Vilhjálms heitins, mannsins míns. Góð kynni tókust einnig með Guðmundi, Vilhjálmi, Þorsteini syni okkar og Jóhanni Þóri tengdasyni okkar sem nú er látinn. Fyrrnefnd hlýja og glettni Guðmund- ar átti drjúgan þátt í þeim kynnum og mér er ljúft að þakka þau í nafni allr- ar fjölskyldunnar. Síðustu samfundum okkar Guð- mundar í haust gleymi ég ekki. Hann var þá orðinn helsjúkur af illvígum sjúkdómi. Ég dáðist að andlegu þreki hans og raunsæi þegar hann sagði mér frá gangi mála. Hann horfðist einarðlega í augu við það að hann ætti ekki langt eftir og hann var að búa í haginn fyrir konu sína og börn eftir mætti. Fjölskylda mín öll sendir Jóhönnu, dætrum þeirra og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Góður dreng- ur er genginn en hann lifir í minning- unni og í verkum sínum og afkomendum. Við þökkum öll hress- andi og yljandi samfylgd. Kristín María Gísladóttir. Þorrinn er rétt genginn í garð. Ný- fallinn snjór liggur yfir allri Reykja- vík rétt eins og hvít slæða. Undurfag- urt og hreint. Þennan vetrardag kvaddi vinur okkar Guðmundur Tóm- as okkar heim. Baráttunni er lokið. Stutt en erfitt stríð. Guðmundur Tómas sem langaði svo sannarlega að lifa. Einstök lífs- gleði einkenndi þennan mann. Hann kunni þá list að draga jákvæðar hlið- ar fram yfir þær neikvæðu. Rétt eins og hann þefaði uppi það skemmtileg- asta í lífinu hverju sinni. Guðmundi Tómasi kynntumst við fyrir um 30 árum er hann gekk í JC Reykjavík. Þar naut hann sín vel meðal góðra vina. Tók virkan þátt í félagsstarfinu og var hrókur alls fagnaðar. Hann var einn af þessum eftirminnilegu félögum í JC hreyfing- unni á Íslandi. Hláturmildur, skemmtilegur, glæsilegur, duglegur og einlægur. Auk þess var hann sann- ur vinur vina sinna. Hann var vinsæll og sópaði að sér vinum og kunningj- um. Einn af þessum sem var „ómiss- andi“ á góðri stund. Guðmundur átti sérstaklega auð- velt með að finna sér verkefni eða áhugamál sem létti honum lund. Verk- efni sem „krydduðu tilveruna“. Ef hann sá jákvæðan punkt í einhverju, var hann tilbúinn að taka þátt í því. Við minnumst vinar okkar með sérstöku þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og hans fjölskyldu. Fjölskyldunni sem var honum allt. Þegar hugsað er til baka er ótrú- legt hvað Guðmundur náði að áorka. Hann gaf sig allan í það sem hann gerði hverju sinni. Þó gaf hann sér ávallt tíma til að fylgjast með vinum og kunningjum þrátt fyrir annríki. Óvæntar heimsóknir hans báru þess vitni. Sannur vinur vina sinna. Í sumar verða rétt 20 ár frá því hann heimsótti okkur hjónin í sum- arbústað okkar á sérstökum tíma- mótum. Þar færði hann undirritaðri 40 tré sem skyldi gróðursetja í landi okkar hjóna. Þessi 40 tré lifa og munu ávallt hér eftir sem fyrr minna okkur á þann góða dreng sem við eignuð- umst sem vin. Við JC vinir Guðmundar sendum Jóhönnu og börnum okkar dýpstu samúðarkveðjur um leið og við minn- umst okkar kæra JC vinar, Guð- mundar Tómasar. Blessuð sé minning hans. Þórhildur Gunnarsdóttir og Magnús Jónsson. Kveðja frá félagi skrúðgarðyrkjumeistara Engum er ljóst hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Vér sláumst í förina fyrir það jafnt fúsir sem nauðugir bræður. Og hægt hún fer en hún færist um set þessi fylgd yfir veginn auðan. Kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson.) Glaðvær, jákvæður, spaugsamur, fróðleiksfús, ráðagóður og framsýnn foringi eru þau orð sem koma upp í hugann þegar sest er niður og skrifuð nokkur fátækleg minningarorð vegna andláts Guðmundar Tómasar Gíslasonar skrúðgarðyrkjumeistara. Félag skrúðgarðyrkjumeistara er lítið og fámennt félag manna sem hafa valið sér það hlutskipti í lífinu að vinna að því að fegra og bæta um- hverfi sitt og samborgara sinna. Guð- mundur Tómas kom inn í þetta félag og starfaði fyrir það á sama hátt og hann fór um í lífinu. Af eldmóði og krafti hreif hann félagsmenn með sér í því að leita allra leiða til þess að gera betur og beita nýjustu tækni til þess að létta störfin. Félag skrúðgarð- yrkjumeistara hefur átt því láni að fagna að hafa notið ráða og leiðsagn- ar Guðmundar um langt árabil og fyrir það er þakkað af alhug. Minning Guðmundar Tómasar mun lifa í félaginu okkar og við sem á eftir komum munum heiðra hana best með því að halda merkinu á lofti, vinna skrúðgarðyrkjunni allt til heilla og gera betur í dag enn í gær. Fjöl- skyldu Guðmundar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur með þeirri ósk að allt það góða í lífinu megi umvefja þau og hugga. Minning um glaðværan, stórhuga, hjartahlýj- an og ráðagóðan mann mun lifa áfram með okkur sem áttum því láni að fagna að fá að vera honum sam- ferða á lífsins leið. Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Steinþór Einarsson. GUÐMUNDUR TÓMAS GÍSLASON Ég kom til starfa í hagdeild Fram- kvæmdabanka Íslands á miðju ári 1955, að af- loknu háskólanámi árið áður, og var eftirvænt- ingin og spennan mikil, því þetta var einstakt tækifæri fyrir nýgræðing þar sem þörf fyrir fag- menntað fólk á sviði efnahagsmála virtist þá lítil. Önnur sjónarmið en fagleg máttu sín oftar meir á þessum tíma. Hjá Torfa Ásgeirssyni naut ég TORFI ÁSGEIRSSON ✝ Torfi Ásgeirssonhagfræðingur fæddist í Reykjavík 11. marz 1908. Hann andaðist í Reykjavík 31. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Neskirkju 11. febrúar. faglegrar reynslu hans og ráðgjafar og áhuga á að nýta nýja starfs- manninn vel til átaka á sviði hagrænnar áætl- anagerðar. Þessar mót- tökur voru hvetjandi enda ekki vanþörf á eins og ástandi upplýs- inga um einstaka grunnþætti hagkerfis- ins var háttað. Um þetta leyti voru aðeins þrír sérfræðingar, auk Torfa, starfandi í hag- deildinni. Torfi var ekki ein- ungis hagfræðingur, því hann hafði um tíma numið verkfræði, en var í raun sannkallaður fjölfræðingur. Áhugamál hans voru fjölbreytt og þekkingin svo víðtæk, að oft kom hún okkur á óvart, en Torfi hafði náð tökum á að hraðlesa fræðibækur, jafnt smáar sem doðranta, á ör- skömmum tíma og halda öllum aðal- atriðum eftir, sér í minni. Á þennan hátt gerðist hann margra manna þekkingarmaki sem ekki veitti af til afkasta á fámennum vinnustað sem ætlaður var til stórra verka undir yf- irstjórn dr. Benjamíns H. J. Eiríks- sonar bankastjóra. Nú eru liðin rúm fjögur ár síðan við Torfi áttum sam- leið heim til dr. Benjamíns til að bera saman bækur okkar og ræða um samstarfsárin í Framkvæmdabank- anum og dvöldum hjá honum einn eftirminnilegan dagspart. Eftirsjá er að mannkostamanni sem Torfa, þótt öll þreytum við sömu örlagagöngu fyrr eða seinna. Ég er þakklátur fyrir það fræðilega upp- eldi sem ég fékk hjá honum og hefi búið að í lífinu, en ekki síður þá vin- semd sem hann sýndi mér alla tíð og virtist eiginleg framkoma gagnvart öllu samstarfsfólki. Við Kristbjörg vottum Veru og afkomendum þeirra Torfa samúð okkar og vonum að þau megi áfram gæfu njóta í framtíðinni. Helgi Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.