Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Hann segir ekki útlit fyrir að hægt verði að fara á sjó fyrr en eftir helgi. Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík að undanförnu, einkum hjá stærri bátum. Að sögn Ómars hafa menn fiskað svo fremi sem þeir hafa komist frá landi og t.a.m. fékk Dúddi Gísla „VIÐ bíðum í rauninni bara í ofvæni eftir að hann lægi,“ segir Ómar Davíð Ólafsson, vélstjóri á línubátnum Dúdda Gísla GK. Ómar fór á sjó 4. febrúar sl. og hefur ekki farið út síðan sökum brælu. Í fyrradag náði ölduhæðin úti fyrir Grindavík átta og hálfum metra þegar mest var. rúm fimm tonn í síðasta róðri, mest af þorski. Meðan ekki viðrar til sjósóknar dytta menn hins vegar að bátunum, huga að landfestum og setja í gang. Á myndinni ræðast þeir við, Ómar t.h., og Þór- hallur Benónýsson á línubátnum Gísla Einars GK. Morgunblaðið /RAX Beðið eftir að hann lægi urðaverðs og nauðsynlegar leiðrétt- ingar ekki náð fram að ganga hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Þetta gerist á sama tíma og fyrirtækin taka á sig aukin útgjöld í samræmi við ákvæði kjarasamninga.“ Arnar segir að fiskverð til sjó- manna á vinnsluskipum og á fiski sem seldur er beint á erlendum markaði fylgi nokkuð gengissveifl- um. Eins komi þessar sveiflur fram í fiskverði á innlendum fiskmarkaði en þær séu þó hægari. Í beinum við- skiptum hafi fiskverð hinsvegar hækkað og það auki mjög á vanda fyrirtækjanna þegar afurðaverð fari lækkandi með styrkingu krónunnar. „Við áttum ekki von á þessari miklu styrkingu krónunar. Mönnum er því brugðið þegar þriðjungur af fram- legðinni er horfinn á skömmum tíma. Þetta veldur miklum erfiðleikum, einkum í rækjuvinnslunni þar sem reksturinn var mjög þröngur áður. Þegar færri krónur fást fyrir afurð- irnar getur það riðið baggamuninn í rekstri nokkurra fyrirtækja. Við gerum okkur hinsvegar grein fyrir því að gengi krónunnar ræðst á markaði og þess vegna fannst okkur skilaboðin frá Seðlabankanum á mánudag heldur rýr, þegar stýri- vextir voru aðeins lækkaðir um 0,5%,“ segir Arnar. nánast staðið í stað. Raunar hefur verðið lækkað um 4,4% í saltfiski og hækkað um 4,7% í landfrystum þorski. Arnar Sigurmundsson, formaður SF, segir að þessi niðurstaða komi heim og saman við framlegðarút- reikninga SF, en þar hafi framlegð minnkað um þriðjung á einu ári. Hann segir að helstu ástæður minnkandi framlegðar í fiskvinnslu megi rekja til hækkunar á gengi ís- lensku krónunnar á undanförnum mánuðum. „Ástæða þess að verðþró- un í þorski er sérstaklega tekin fyrir í samantekt SF er einkum vegna mikilvægis hans í útflutningi sjávar- afurða og áhrifa á afkomuna. Svip- aða sögu um breytingu á framlegð má segja af vinnslu annarra fiskteg- unda. Við þessar aðstæður hefur hráefnisverð ekki fylgt lækkun af- FRAMLEGÐ í fiskvinnslu, þ.e. það sem eftir stendur til greiðslu hráefn- is og vinnulauna í frystingu í landi, hefur minnkað um rúmlega þriðjung á einu ári. Hráefnisverð á þorski í beinum viðskiptum og innlendum fiskmörkuðum hækkaði um 15% á árunum 2001 og 2002. Á sama tíma- bili stóð skilaverð fyrir þorskafurðir nánast í stað, samkvæmt samantekt Samtaka fiskvinnslustöðva á þróun hráefnisverðs á þorski á innlendum fiskmörkuðum og í beinum viðskipt- um. Í upplýsingum frá SF kemur fram að samanvegið hráefnisverð á slægð- um þorski í beinum viðskiptum hefur hækkað um tæp 29% á umræddu tímabili en lækkað um rúm 7% á inn- lendum fiskmörkuðum. Á sama tímabili hefur skilaverð fyrir þorsk- afurðir umreiknað í íslenskar krónur Þriðjungslækkun á framlegð í fiskvinnslu Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar en færri krónur fást fyrir afurðirnar        !" #       $  #" %#     #"  ' (  $! )  ! D A (   B E # ( C  (E8% D8. B%8F BJÖRK Guðmundsdóttir er langt komin með vinnu á nýrri breið- skífu, sem bera mun nafnið Lake Experience. Að sögn starfsmanns vefsíðu Bjarkar, www.bjork.com, hyggst hún ljúka vinnu við plötuna fyrir sumarið, en þá heldur hún í tónleikaferðalag til Evrópu og Bandaríkjanna. Útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn. Ný plata með Björk  Upplifun/53 NOKKUÐ óvenjulegt mál rak á fjörur lögregl- unnar í Ólafsvík síðdegis í gær. Um hálfsexleytið kom kona akandi á Pajero-jeppa sínum að lög- reglustöðinni og tilkynnti varðstjóranum að köttur væri í bílnum hennar, en þó ekki inni í honum heldur í vélinni. Þorði konan ekki að kíkja ofan í vélina af ótta við það sem fyrir augu kynni að bera. Lögreglan fór út með konunni og opnaði vél- arhlífina en enginn köttur var í vélinni og ekki linnti ámátlegu vælinu í honum. Lögreglan gáði þá undir bílinn en þar sást ekki nokkur köttur. Þá var náð í vasaljós og farið aftur undir bílinn og kom lögregla þá auga á köttinn uppi á bens- íntanknum. Að sögn varðstjóra voru menn lengi að baksa við að fá köttinn til að mjaka sér ofan af tanknum, en það tókst þó að lokum. Reyndist þetta vera köttur konunnar sem hafði sníkt sér far með henni sem leið lá frá Rifi til Ólafsvíkur, um 10 kílómetra leið. Þegar lögreglan spurði konuna nánar út í málið kom í ljós að hún hafði heyrt mjálmið í kettinum alla leiðina meðan hún ók til Ólafs- víkur en hélt framan af að kötturinn væri inni í bílnum. „Það er eiginlega stórmerkilegt að kötturinn skyldi lifa þetta ferðalag af,“ sagði varðstjórinn. Konan var að vonum himinlifandi að kötturinn skyldi nást undan bílnum og fékk hann far með konunni heim, í farþegarýminu að þessu sinni. Kötturinn sat fastur á bensíntanknum Kona leitaði aðstoðar lögreglu vegna mjálms í jeppabifreið sinni UNGUR maður beið bana í vinnu- slysi skömmu eftir hádegið í Reykja- vík í gær. Tilkynnt var um slysið til lögreglu um klukkan 13.30. Maðurinn, sem var fæddur 1973, féll niður af vinnu- palli í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Hann kom niður á steinsteypt plan eftir fallið og var fluttur á slysadeild, en um klukkan 15 fékk lögreglan til- kynningu um að hann væri látinn. Tildrög slyssins eru ókunn en lög- reglan vinnur að rannsókn málsins. Ekki er hægt að birta nafn hins látna. Banaslys í Grafarvogi BJÖRGÓLFUR Guðmundsson hyggst samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gefa kost á sér í bankaráð Landsbankans fyrir hönd Samsonar eignarhaldsfélags ehf., sem í lok liðins árs gekk frá kaupum á tæplega helmingshlut í bankanum. Boðað hefur verið til aðalfundar Landsbankans á föstudag. Áður hafði komið fram í fréttum að Samson myndi sækjast eftir því að fagaðilar, sem ekki eiga í eignarhaldsfélaginu, setjist í bankaráðið og að í fyrstu myndi aðeins einn eigenda Samsonar sækjast eftir kjöri í bankaráð. Björgólfur Guðmundsson í bankaráð AUGLÝSENDUR hafa tekið Bílum, sérblaði Morgunblaðsins, vel. Í sér- blaðinu, sem fylgir Morgunblaðinu í dag, eru á þriðja hundrað bílar aug- lýstir til sölu auk fjölda annarra aug- lýsinga sem tengjast bílum og öðrum ökutækjum. Í blaðinu er fjallað í máli og myndum á 32 blaðsíðum um sport- bíla, fólksbíla, jeppa, jeppabreytingar og jeppaferðir, vélsleða og ýmsa hluti sem tilheyra ökutækjum. Auglýsa á þriðja hundrað bíla í Bílum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.