Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arnþrúður Guð-mundsdóttir Darolle fæddist í Reykjavík 28. októ- ber 1949 . Hún lést á sjúkrahúsi í Rouen í Frakklandi 22. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Guðmundur Gísli Magnússon kennari, f. 30. sept. 1927, d. 14. des. 1969, og Val- borg Sigurðardóttir kennari, f. 27. ágúst 1926. Systkini Arn- þrúðar eru: 1) Magn- ús, f. 1. okt. 1948, kerfisfræðing- ur, búsettur í Reykjavík. 2) Valgeir, f. 27. júní 1953, stærð- fræðingur, búsettur í Lyon í Frakklandi. 3) Anna Soffía, f. 14. des. 1960, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík. 4) Valgerður, f. 20. mars 1964, hjúkrunarfræð- ingur, búsett í Reykjavík. Arnþrúður giftist í apríl 1973 eftirlifandi eiginmanni sínum Bertrand Alain André Darolle, f. 16. mars 1949. Foreldrar hans eru Raymond Darolle, f. 1919, d. 1995 blaðamaður, og Christiane Cev- aer, f. 1926. Bertrand starfar sem dómforseti í Rouen í Frakklandi. Börn þeirra eru: 1) Katrín, f. 8. janúar 1973 í Reykjavík, lögfræð- ingur, búsett í Lond- on. 2) Astrid, f. 3. apríl 1980 í Lyon, nemi í sagnfræði í Rouen. 3) Eric Temoanantini, f. 11. júlí 1981 á Nuku Hiva í Kyrrahafi, nemi í Tækniháskóla í Frakklandi. Arnþrúður ólst upp í Mosfellssveit, stundaði síðan nám við Menntaskólann á Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi 1970. Á sumrin starfaði hún m.a. á Reykjalundi og Hótel Eddu Skógum. Hún vann á skrifstofu Ríkisspítalanna vetur- inn 1970-71. Hún hélt utan til náms við Sorbonne-háskóla í Par- ís 1971. Þar kynntist hún eigin- manni sínum Bertrand Darolle. Þau stofnuðu heimili sitt í Lyon og bjuggu þar til 1980. Vegna starfa eiginmanns hennar bjuggu þau víða um heim, m.a. á Korsíku, eyj- unni La Reunion í Indlandshafi, eyjunni Nuku Hiva í Kyrrahafi og einnig víðs vegar um Frakkland, síðast í Rouen. Útför Arnþrúðar fór fram í Rouen 28. janúar síðastliðinn og minningarathöfn um hana hefur farið fram í Fossvogskapellu. Ég get svarið ykkur tryggð vegna ljósanna í hjörtum ykkar margt kvöld hefur ylur þeirra bjargað skjálfta mínum (Nína Björk Árnadóttir.) Enn hefur maðurinn með ljáinn, sem engum hlífir, höggvið stórt skarð í fjölskyldu Valborgar systur minnar. Arnþrúður Guðmundsdótt- ir Darolle, dóttir hennar, er fallin frá eftir afar erfið veikindi, 53 ára gömul. Eftir harða baráttu við ill- vígan sjúkdóm er hið óumflýjan- lega orðið að veruleika. Arnþrúður kvaddi þennan heim 22. janúar sl. í Rouen í Frakklandi. Ástvini henn- ar setur hljóða, þeir fyllast sorg og trega. Arnþrúður er nú horfin þangað „sem tíminn sefur“. Arnþrúður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni árið 1970. Rétt fyrir jólin 1969 missti hún föður sinn skyndi- lega. Það var Arnþrúði og fjöl- skyldunni allri þungt áfall. Valborg og Guðmundur áttu fimm börn. Þau voru á aldrinum 4–22 ára þeg- ar faðir þeirra lést. Árið eftir stúd- entspróf vann Arnþrúður á skrif- stofu Ríkisspítalanna. Árið 1971 hélt hún til háskólanáms í Frakk- landi. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Bertrand Darolle dómforseta. Þau gengu í hjóna- band árið 1973. Arnþrúður og Bertrand eignuðust þrjú mann- vænleg börn, Katrínu, Astrid og Eric. Saman lifðu þau hamingju- ríku lífi, bjuggu víða um heim vegna starfs Bertrands og áttu hvarvetna fagurt heimili. Og nú er Bertrand kominn til Íslands til að leggja jarðneskar leifar Arnþrúðar í íslenska mold. Þegar ég minnist Arnþrúðar frænku minnar er mér efst í huga elska hennar á fjölskyldu sinni, frændfólki og vinum. Hún gleymdi engum. Hún var hjartahlý, gædd góðleika og manngæsku. Arnþrúð- ur var vel greind og gat verið ákaf- lega glettin og spaugsöm. Hún var fíngerð, með mikið dökkt hár, skipti vel litum og hafði falleg brún augu. Hún bjó yfir miklum per- sónutöfrum og það var sannarlega gott að vera í návist hennar. Þótt Arnþrúður byggi fjarri ættjörð sinni stóran hluta ævi sinnar, með- al annars á Niku Hiva, Korsíku og La Reunion, fylgdist hún náið með velgengni og líðan ástvina sinna. Oft hefur hvarflað að mér sú hugsun hvort Íslendingar sem bú- settir eru erlendis lengstan ævi- tíma sinn séu í eins konar útlegð og hvort þráin eftir Íslandi sé allt- af fyrir hendi. Ekki skal gert lítið úr hæfileika manneskjunnar til að laga sig að ólíkum aðstæðum, víst er sá hæfileiki ótrúlegur. Mig grunar þó að heimþrá hafi alltaf blundað með elskulegri frænku minni. En hún valdi að fylgja ást- inni sinni, honum Bertrand, sem var henni yndislegur eiginmaður. Það sýndi hann hvað best í hinum erfiðu veikindum hennar. Og móð- urást og umhyggju veitti hún börn- unum sínum í ríkum mæli. Nú ríkir sorg í húsi Arnþrúðar, Bertrands og barnanna. Sæti eig- inkonunnar er autt. Söknuður Bertrands, barnanna, Valborgar systur minnar og fjölskyldu hennar mun dvelja í hjörtum þeirra. Ég bið allar góðar vættir að vaka yfir þeim um ókomin ár. Vináttu Arnþrúðar við mig og mitt fólk þakka ég af heilum hug. Ég sendi öllum sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góða og elskulega konu mun lifa. Daggarblár speglast sjórinn í tæru auga blómjurtir og draumur um fjallið í fjarska minning hins bláhvíta hafs seytlar mjúkt í vitund þína snertir eins og lindin. Hólmfríður Sigurðardóttir. Síðdegis hinn 21. október 1979 stóð ég fyrir utan íbúðina þeirra Bertrand Darolle og Arnþrúðar Guðmundsdóttur á Rue Grenette í miðborg Lyon. Valgeir bróðir Addú, sem síðar varð einn af mín- um betri vinum, kom til dyra. Hann bauð mér inn og hún kom síðan stuttu síðar heim með Katr- ínu dóttur sína úr skólanum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti Addú og hún brosti fallega og bauð mig hjartanlega velkominn til Frakk- lands. Ég hafði aldrei hitt þetta fólk – ekki einu sinni talað við það - en þetta varð upphafið að vináttu við þessa fjölskyldu sem varað hef- ur síðan og ég er ævarandi þakk- látur fyrir. Hvers vegna Addú tók mig svona upp á arma sína fæ ég aldrei skilið. Ég varð nánast kost- gangari í bókmenntanáminu hjá þeim Bertrand þennan vetur og hef aldrei – og mun að öllum lík- indum aldrei kynnast annarri eins gestrisni og rausnarskap. Þau tóku mig með allar helgar til Torcieu, þorpsins í Ain þar sem fjölskylda Bertrands átti ættarsetur sitt. Spilaði fótbolta á sunnudögum í 8. deildinni frönsku ásamt Valgeiri með AS Torcieu. Sennilega slak- asta knattspyrnulið sem ég hef spilað með en örugglega það skemmtilegasta. Rafveitustjórinn í bakverðinum, barnakennarinn í markinu og bæjarstjórinn var þjálfarinn en hann vissi nákvæm- lega ekkert um knattspyrnu. Það skipti bara engu máli, þetta var einfaldlega svo gaman. Tíndi epli af trjánum og sat margra klukku- stunda matarveislur sem Addú stýrði, stundum 20 manna, þar sem lagt var upp úr vitrænum samræð- um og dýrindis veitingum. Alltof stutt lífshlaup Addúar var á margan hátt sveipað ævintýra- ljóma. Fyrir utan skólavist þeirra Bertrand í París og Bordeaux þá bjó hún í flestum hornum franska heimsveldisins – í Lyon, á Korsíku , paradísareyjunum La Réunion á Indlandshafi og Les Marqueses á Kyrrahafi. Auk þess Le Havre og Rouen í norður Frakklandi og Montauban í suðri. Sjálfsagt gleymi ég einhverjum stöðum. Þau Bertrand, sem er hátt settur rann- sóknardómari í franska réttar- kerfinu, voru samhent í þessu flandri og nutu sín vel. Hann þekkti þennan lífsstíl úr sinni fjöl- skyldu en faðir hans hafði verið í ARNÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR DAROLLE Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, ERLA KROKNES, Langholtsvegi 4, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, miðviku- daginn 12. febrúar, kl. 13.30. Steinþór G. Halldórsson, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, GÍSLI BJARNASON, Orrahólum 7, Reykjavík, áður til heimilis á Þórólfsgötu 12a, Borgarnesi, sem lést á heimili sínu laugardaginn 1. febrúar, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Sigurður Valur, Gunnþórunn Birna, Ólafur Waage, Jón Valgeir, Guðbjörg Björnsdóttir, Elías Bjarni, Halla Margrét Tryggvadóttir, Magnús Þorkell, Rósa Rögnvaldsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristín H. Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON, andaðist 8. febrúar síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19. febrúar kl. 10.30. Jarðsett verður í Höfnum, Reykjanesi. Þorsteinn Siglaugsson Guðrún Siglaugsdóttir Dóróthea Júlía Siglaugsdóttir Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir Brynleifur Siglaugsson Sigþrúður Siglaugsdóttir Margrét Birna Sveinsdóttir Brynleifur Gísli Siglaugsson Jóhanna Sigurveig Ólafsdóttir Guðbrandur Siglaugsson Guðmundur Breiðfjörð Brynleifsson Júlía Siglaugsdóttir Björn Alexander Þorsteinsson Hallgrímur Siglaugsson Pétur Þórarinsson Hjörleifur Gíslason Anna Árnína Stefánsdóttir Óttar Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför uppeldissystkinanna, ÁGÚSTAR NATHANAELSSONAR og ERLU SVEINSDÓTTUR. Ásta Þorkelsdóttir, Kolbrún Ágústsdóttir, Sigþór Sigurðsson, Nathanael Ágústsson, Margrét Lárusdóttir, Helgi Ágústsson, Guðmunda Reynisdóttir, börn, barnabarnabörn og Kristjana Jónsdóttir. Okkar ástkæri, GYLFI BORGÞÓR GUÐFINNSSON, Jaðarsbraut 25, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 14. febrúar kl. 14.00. Bryndís Ragnarsdóttir, Halldóra Sigríður Gylfadóttir, Leó Ragnarsson, Hrefna Björk Gylfadóttir, Stefán Bjarki Ólafsson, Elva Jóna Gylfadóttir, Elmar Björgvin Einarsson, Ragna Borgþóra Gylfadóttir, Arild Ulset, Erna Björg Gylfadóttir, Þórður Guðnason, Bryndís Þóra Gylfadóttir, Sigurður Axel Axelsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR frá Fíflholtum, Mýrasýslu, Vesturgötu 28, Reykjavík, lést á Landakoti mánudaginn 10. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldóra Baldursdóttir, Reynir Guðlaugsson, Jón Kjartan Baldursson, Sigurjón R. Baldursson, Ármann Þór Baldursson, Sigurrós P. Tafjord, barnabörn og barnabarnabörn. 2. g r e- f. ð- ni f. n n 5. n 3, n- 9, u n r, n t- a l- a m- r. á t gar við ot- p í líð- .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.