Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  IGNACE Heinrich, fyrrverandi Evrópumeistari í tugþraut og „Ís- landsvinur“ lést á dögunum 77 ára gamall. Heinrich var einn vinsælasti íþróttamaður Frakka á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina og var kall- aður „Herra tugþraut“ í Frakklandi. Hann vann m.a. gull í tugþraut á EM í Brussel 1950 eftir harða keppni við Örn Clausen sem hreppti silfurverð- laun. Þá varð hann annar í tugþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum 1948 en var ekki með í Helsinki fjór- um árum síðar vegna meiðsla.  HEINRICH kom til Íslands árið 1951 og keppti í tugþraut á Melavell- inum 29. og 30. júlí við Örn Clausen og Tómas Lárusson. Líkt og á EM árið áður vann Heinrich naumlega. Talið er að nærri 10.000 áhorfendur hafi mætt á Melavöllinn til að fylgj- ast með keppninni. Á Melavelli bætti Heinrich franska metið í síðasta sinn á ferli sínum og Örn bætti Íslands- og Norðurlandametið, en aðeins munaði 23 stigum á þeim þegar upp var staðið eftir tveggja daga keppni. Þetta var jafnframt í síðasta sinn sem Örn keppti í tugþraut – lagði skóna á hilluna árið eftir, 23 ára.  ÓLAFUR Stefánsson er meiddur í öxl eftir því sem Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, segir í samtali við Magdeburger Volksstimme í gær. Alfreð segist þó gera sér þokkalegar vonir um að hann geti teflt Ólafi fram þegar Magdeburg leikur við Wetzlar í þýsku 1. deild- inni í handknattleik á sunnudag.  FRAMHERJI bandaríska körfu- knattleiksliðsins Boston Celtics, Vin Baker, hefur fengið leyfi frá læknum félagsins til þess að leika með liðinu á ný en hann lék ekki með liðinu í sl. viku þar sem hann fann fyrir verkj- um í brjósti. Læknar liðsins töldu að um væri að ræða óreglulegan hjart- slátt en ekkert væri því til fyrirstöðu að Baker gæti leikið með liðinu. For- ráðamenn Boston þykja mjög strangir hvað þessa hluti varðar þar sem einn besti leikmaður liðsins, Reggie Lewis, lést úr hjartaslagi fyrir nokkrum árum.  KVENNALIÐ Hauka í körfu- knattleik er að skoða leikmann frá Bandaríkjunum sem hefur leikið sem atvinnumaður í Lúxemborg. Kathrine Hannon heitir leikmaður- inn, sem kemur frá Kansas-háskól- anum og er líklegt að hún leiki sinn fyrsta leik 13. febrúar gegn ÍS.  LOTHAR Matthäus, fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins og Bayern München, er hættur við að fara í mál við Bayern – vegna þess að liðið væri ekki búið að gera upp við sig vegna kveðjuleiks hans fyrir þremur árum. Eftir að Matthäus átti fund með forráðamönnum Bayern um sl. helgi – náðust sættir í málinu og hann hætti við málsókn. FÓLK Erfitt hjá Ipswich ENSKA 1. deildarliðið Ips- wich, sem landsliðsmiðvörð- urinn Hermanns Hreið- arssonar leikur með, hefur sótt um nauðasamninga við lánardrottna sína. Íslandsvin- urinn David Sheepshanks, eigandi liðsins, segir Ipswich hafa tapað 15 miljónum sterl- ingspunda, eða ríflega tveim- ur milljörðum ísl. króna, við að falla úr úrvalsdeildinni sl. keppnistímabil. Endurskoð- unarfyrirtækið Deloitte og Touche mun reyna að ná samningum við lánardrottna.  JÓN Arnar Magnússon fær harða keppni á hinu árlega sjö- þrautarmóti sem fram fer í Tallinn í Eistlandi um næstu helgi, en þar hyggst hann freista þess að tryggja sér eitt hinna sex lausu sæta sem í boði eru á heimsmeistaramótið í Birmingham um miðjan næsta mán- uð.  Alls taka átta menn þátt í sjö- þrautarkeppni heimsmeistaramóts- ins. Tveir efstu menn afrekslista Al- þjóðafrjálsíþróttasambandsins fá sjálfkrafa keppnisrétt á HM, en það eru þeir Roman Sebrle frá Tékk- landi og Bandaríkjamaðurinn Tom Pappas. Hverjir hinir sex keppend- urnir verða ræðst af árangri þeirra í sjöþrautarkeppni næstu vikna og ætlar Jón Arnar að taka þátt í þeim slag, en hann varð í öðru sæti í sjö- þrautarkeppni HM í Portúgal fyrir tveimur árum.  Meðal þeirra sem Jón Arnar keppir við í Tallinn um næstu helgi má nefna Tékkanna Tomás Dvo- rák, fyrrverandi heimsmethafa i tugþraut og margfaldan verðlauna- hafa í tugþraut og sjöþraut, Sebast- ian Chmara frá Póllandi, Evr- ópumeistara í sjöþraut árið 1998 og einn fremsta sjöþrautarmann síð- ustu ára, Eistlendinginn Erki Nool, Ólympíumeistara í tugþraut, Lev Lobodin frá Rússlandi, Attila Zsi- votsky frá Ungverjalandi, Þjóðverj- ann Mike Maczey, Volodimir Mih- hailenko frá Úkraínu, sem náði góðum árangri í sjöþraut í fyrra, Dmítrí Ivanov frá Rússlandi, Chiel Warners frá Hollandi, sem er sterkur sjö- þrautarmaður, og Finninn ungi, Jakko Oj- aniemi, sem náði afar athygl- isverðum árangri í tug- þraut í fyrrasumar. Ekki má heldur gleyma heims- og Evrópumeistaranum Roman Sebrle þótt árang- ur hans á mótinu skipti ekki máli þar hann hefur þegar tryggt sér farseð- ilinn til Birmingham.  Þetta er aðeins hluti þeirra keppenda sem reyna með sér í Tallinn um næstu helgi en alls eru 17 skráð- ir til leiks í sjöþrautinni. Af þeim á Jón Arnar fimmta besta árang- urinn, 6.283 stig, en það er bæði Ís- lands- og Norðurlandamet. Jón setti það á HM í Japan fyrir fjórum árum.  Sennilegt má telja að Jón Arnar verði að fara yfir 6.000 stiga múr- inn til þess að tryggja sér keppn- isrétt á HM. Takist það ekki um helgina hyggst hann taka þátt í austurríska meistaramótinu í fjöl- þrautum sem fram fer um aðra helgi.  Þórey Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, er eini Íslend- ingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á HM í Birmingham í mars. Hörð glíma hjá Jóni Arnari í Tallinn Þjálfari Pusan er Englendingur-inn Ian Portefield og það var hann sem bauð mér að koma út og kíkja á aðstæður. Ég hafði engu að tapa og ákvað að slá til þegar boðið kom en ég reikna ekki með því að gera neina samninga,“ sagði Arn- ar í samtali við Morgunblaðið í gær. Arnar segist hafa farið á fjórar æf- ingar með liðinu og hann lék æfinga- leik með því í gær. „Mér gekk ágæt- lega í leiknum en boltinn hér er talsvert öðruvísi en maður á að venj- ast. Hann er hægur og ekki mjög skemmtilegur fyrir minn smekk.“ Aðspurður um framhaldið sagðist Arnar reikna með því að halda frá S- Kóreu í vikulokin og hann reiknaði ekki með því að fara til Pusan aftur. „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert ýkja spennandi að vera hérna í S-Kóreu og þarf eitthvað mikið að koma til ef ég á að spila hérna. Ég hefði aldrei farið hingað út nema af því að þessi staða kom upp hjá mér hjá Dundee United. Það hef- ur hins vegar verið gaman að sjá þennan heim og kynnast annarri menningu.“ Arnar segist ætla að selja hús sitt sem hann á í Skotlandi og að því loknu hyggst hann koma heim. En kemur til greina að spila á Íslandi í sumar? „Ég hef svo sem ekkert hugsað út í það. Það er ekkert fyrir mig að gera í Skotlandi svo það er eins gott að koma heim. Þessar nýju félagaskiptareglur gera manni erfitt fyrir. Mér er ekki heimilt að skipta yfir til annars liðs á þess- um tíma nema innan Skotlands og það sem ég þarf að kanna er það hvort ég þurfi að bíða í eitt ár til að komast út aftur ef ég skipti yfir til íslensks liðs í sumar,“ segir Arnar og bætir við: „Það getur svo sem alveg verið líka að ég segi stopp og hætti bara fyrir fullt og allt en það er erfitt þar sem mig dauðlangar að halda áfram í landsliðinu.“ Hafa einhver íslensk lið sett sig í samband við þig? „Óli Þórðar hringdi í mig og bauð mér að æfa með ÍA ef ég kæmi heim en ég hef ekki heyrt í neinum öðr- um.“ Það hefur gengið sú saga að þú færir í KR ef þú kæmir heim? „Bjarki bróðir er byrjaður með KR aftur og maður lokar kannski hringn- um og spilar með honum aftur. Það eru liðin ansi mörg ár síðan við lékum í sama liði,“ sagði Arnar og hló við. SVEN-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, segir að álagið á leikmenn enskra félagsliða komi niður á enska landsliðinu og nú vill Svíinn að enska knattspyrnu- sambandið breyti reglugerðum hvað varðar ensku bikarkeppnina. Eriksson segir að aðeins þurfi að leika einn bikarleik, en ekki einn á heimavelli – og ef jafntefli verði, þá annan á útivelli, eins og tíðkast í keppninni í dag. „Það eru margar hliðar í þessu máli. Minni félagsliðin á Englandi vilja ekki missa af þeim tekjum sem slíkir leikir gefa af sér en ef ég huga að enska landsliðinu þá er álagið of mikið á Englandi og það minnkar líkurnar á því að enska landsliðið nái betri árangri,“ segir Eriksson við AFP-fréttastofuna. „Málið er einfalt. Við spilum of marga leiki. Vandamálið er þekkt víða um Evrópu og við þurfum að finna sameiginlega lausn,“ bætir Eriksson við en hann er talsmaður vetrarleyfis í ensku knattspyrnunni og bendir á niðurstöður úr blóð- prufum sem teknar voru af enskum landsliðsmönnum á meðan Heims- meistarakeppnin stóð yfir sl. sum- ar. „Þar sáum við niðurstöður sem sögðu mér og öðrum að ensku landsliðsmennirnir voru mjög þreyttir í leikjunum. Mjólkursýru- þröskuldur þeirra var mjög lágur og er bein afleiðing af því gífurlega álagi sem fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Eriksson. Reuters Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, fylgist með sínum mönnum á æfingu. Eriksson vill frí og færri leiki Landsliðsmaðurinn frá Akranesi – Arnar Gunnlaugsson, kannar aðstæður hjá liðinu Pusan í Suður-Kóreu Ekkert spenntur ARNAR Gunnlaugsson knatt- spyrnumaður er þessa dagana staddur í Suður-Kóreu en hon- um var boðið að koma út og skoða aðstæður hjá liði Pusan sem er frá samnefndri borg í S- Kóreu, þeirri annarri stærstu í landinu. Arnar er laus allra mála hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Dundee United. Hann ákvað að segja upp samningi sínum við félagið fyrir skömmu enda bú- inn að vera algjörlega úti í kuld- anum og hann sá enga framtíð hjá liðinu sem hann gekk til liðs við síðastliðið sumar. Arnar Gunnlaugsson Eftir Guðmund Hilmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.