Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SKÓLAVELLIR – SELFOSSI
Frábær 4ra herb. 119 fm íbúð á 2. hæð miðsvæðis á Selfossi í 3-býli.
Stutt er í alla þjónustu. Eigandi er tilbúinn til að skoða skipti á íb. í Selja-
hverfinu í Rvík. Parket á forstofu, stofu og öllum herb., svalir endurnýjað-
ar, sérinngangur og sameiginlegt þvottahús niðri. Húsið er nýmálað og
með stórum garði. Falleg eign á góðum stað. Verð 10,9 millj. Áhv. ca 6,5
millj. í húsbr. Uppl. eru veittar á Hóli, Selfossi, s. 590 7200 - Karólína.
Austurvegi 6
Sími 590 7200 - holl@holl.is www.holl.is
Selfoss
GERT er ráð fyrir miklum fram-
kvæmdum við höfnina í Þorlákshöfn
á næstu árum samkvæmt tillögu til
þingsályktunar um samgönguáætlun
fyrir árin 2003 til 2006. Í tengslum
við fyrirhugaðar framkvæmdir hafa
líkantilraunir staðið yfir hjá Sigl-
ingastofnun síðan í fyrra og eru þær
með þeim umfangsmestu í sögu
stofnunarinnar.
Gísli Viggósson, forstöðumaður
hafnasviðs hjá Siglingastofnun, segir
að mikil vinna hafi átt sér stað und-
anfarna mánuði við líkantilraunirn-
ar, en markmið þeirra hafi verið að
finna leiðir til að auka kyrrð í höfn-
inni í Þorlákshöfn og stækka aðstöðu
fyrir fiskiskip og flutningaskip með
framtíðarmöguleika hafnarinnar í
huga. „Það hafa verið reyndar ýmsar
leiðir í líkaninu en allar tilraunirnar
benda til þess að hagkvæmast sé að
halda núverandi innsiglingu, en auk
þess er lagt til að gamla Norðurvar-
arbryggjan verði fjarlægð og ný
fiskiskipahöfn verði byggð austan
við norðurgarðinn,“ segir hann.
Langur aðdragandi
Fyrir um fjórum árum ályktaði Al-
þingi að fela samgönguráðherra að
hlutast til um að Siglingastofnun Ís-
lands hæfi sem fyrst undirbúnings-
rannsóknir og hagrænar athuganir á
stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn.
Í greinargerð með tillögu til þings-
ályktunar kom meðal annars fram að
við suðurströnd landsins væri algjör
hafnleysa. Eina skjólið fyrir suðvest-
anöldunni væri í Skötubótinni í Þor-
lákshöfn og þessar aðstæður hefðu
verið nýttar þegar byrjað hafi verið á
byggingu fiskiskipahafnar í Þorláks-
höfn upp úr 1960. Höfnin hafi verið
hönnuð fyrir algenga gerð vertíðar-
báta en við Vestmannaeyjagosið
1973 hafi komið í ljós þörf fyrir
stækkun hafnarinnar. Í það hafi ver-
ið ráðist og framkvæmdum lokið
1976. Aðstaða fyrir Herjólf hafi verið
gerð 1991 og 1992 og nýr vörukantur
tekinn í notkun 1997, en Siglinga-
stofnun hafi að ósk hafnarstjórnar
Þorlákshafnar unnið að gerð frum-
draga að stækkun hafnarinnar miðað
við 10.000 tonna vöruflutningaskip
annars vegar og hins vegar allt að
20.000 tonna vöruflutningaskip.
Áður en líkantilraunirnar hófust
voru gerðar botnrannsóknir á öllu
svæðinu og miklir öldufarsreikning-
ar en auk þess var byggt á eldri
bergmálsmælingum. Við hafnar-
mynnið er aldan oft um 4 metra há og
hana þarf að lækka niður í um 20 til
30 sentimetra við hafnarbakkana.
„Þessari löngu suðvestan úthafsöldu
fylgir mikið sog og það er vanda-
málið sem við þurftum að minnka
eins mikið og hægt er,“ segir Sig-
urður Sigurðarson, verkfræðingur
hjá Siglingastofnun. Hann segir enn-
fremur að garðarnir taki mið af
hæstu mögulegu öldum, meira en 10
metra háum, sem komi að jafnaði
ekki nema á um 100 ára fresti, en
gera megi ráð fyrir fjögurra metra
hárri öldu nokkrum sinnum á ári.
Aldan skellur á svonefndum Suð-
urvarargarði og í líkantilraunum var
hann lengdur og stefnu hans breytt
með aukna kyrrð í höfninni í huga, en
Gísli segir að sama hvað hafi verið
gert hafi núverandi staða garðsins
alltaf komið best út. „Það er ósk
heimamanna að fá meiri kyrrð í höfn-
ina og bæta jafnframt aðstöðuna fyr-
ir vöruflutningaskip, en þetta höfum
við haft í huga við tilraunir okkar.
Þær hafa verið mjög viðamiklar en
þetta er með stærri líkönum og
hærri öldum sem við höfum tekist á
við hérna.“
Breytt og betri aðstaða
Ný og breytt aðstaða verður í
höfninni og m.a. munar mikið um
sérstaka löndunarbryggju fyrir upp-
sjávarfisk, en nú þarf að færa lönd-
unarbúnaðinn fram og til baka.
Samkvæmt samgönguáætluninni
er gert ráð fyrir að byrja á því að
reisa nýjan skjólgarð að norðan og
austan við núverandi höfn, Austur-
garð, og ljúka gerð hans á því næsta.
2004 verði líka dýpkað norðan
Svartaskersgarðs, en 2005 verði stál-
þil rekið norðan Svartaskers, Norð-
urvararbryggja rifin og lokið við
þvergarðinn inn í höfnina. Árið 2006
lýkur svo áætluðum framkvæmdum,
en kostnaðaráætlun hljóðar upp á
um 524 milljónir króna.
Gísli segir að Norðurvararbryggj-
an verði að víkja vegna þess að hún
verði komin á tíma innan nokkurra
ára og auk þess þurfi að nýta núver-
andi hafnarmynni betur. Nú sé að-
eins hægt að taka á móti 100 m löngu
flutningaskipi, en með fyrirhuguðum
úrbótum megi taka á móti um 120 m
löngu skipi sem sé tæplega 10.000
tonn að stærð. Ennfremur verði
hægt að flytja fiskiskipaflotann á
nýjan stað og aðstaða verði fyrir
smábáta. „Með þessu fáum við meira
og öruggara rými fyrir fiskiskip,
meiri kyrrð í höfninni og meira pláss
fyrir stærri skip sem eykur viðskipti
hafnarinnar,“ segir Indriði Kristins-
son, hafnarstjóri í Þorlákshöfn.
Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar við höfnina í Þorlákshöfn í kjölfar líkantilrauna
Með stærstu
líkönum
Siglinga-
stofnunar
Morgunblaðið/RAX
Sigurður Sigurðarson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, Indriði Kristinsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, Gísli
Viggósson, forstöðumaður hafnasviðs hjá Siglingastofnun, og Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður og umsjón-
armaður líkansins, standa á Svartaskersgarði í líkaninu. Austurgarðurinn er vinstra megin við þá og Suðurvar-
argarðurinn lengst til hægri. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að auka kyrrð í höfninni.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
forsætisráðherraefni Samfylkingar,
segir að hún hafi ekki verið að saka
ríkislögreglustjóra og skattrann-
sóknarstjóra um að hafa haft önnur
sjónarmið en fagleg að leiðarljósi, í
ræðu sem hún flutti á flokksstjórn-
arfundi Samfylkingarinnar í Borgar-
nesi á sunnudag. Þar sagði hún að
leiða mætti að því rök að afskipta-
semi stjórnmálamanna af fyrirtækj-
um landsins væru ein aðal meinsemd
íslensks efnahags- og atvinnulífs.
„Ég vil þannig leyfa mér að halda
því fram að það hafi skaðað faglega
umfjöllun um Íslenska erfðagrein-
ingu, bæði hérlendis og erlendis, að
sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið
njóti sérstaks dálætis hjá forsætis-
ráðherranum. Það vekur upp um-
ræðu og tortryggni um að gagna-
grunnur fyrirtækisins og
ríkisábyrgðin byggist á málefnaleg-
um og faglegum forsendum en ekki
flokkspólitískum. Sama má segja um
Baug, Norðurljós og Kaupþing.
Byggist gagnrýni og eftir atvikum
rannsókn á þessum fyrirtækjum á
málefnalegum og faglegum forsend-
um eða flokkspólitískum?“ sagði
Ingibjörg Sólrún í ræðunni.
Í 132. gr. almennra hegningarlaga
segir að gæti opinber starfsmaður
ekki „af ásetningi eða stórfelldu gá-
leysi réttra aðferða við meðferð máls
eða úrlausn, handtöku, leit, fangels-
an, framkvæmd refsingar eða hald-
setningu, eða brýtur aðrar þess kon-
ar reglur“ þá skuli hann sæta
sektum eða fangelsi, allt að einu ári,
nema brot hans varði þyngri refs-
ingu að lögum. Er opinber starfs-
maður skilgreindur sem handhafi
dómsvalds eða annars opinbers úr-
skurðarvalds um lögskipti eða dóm-
ari eða annar opinber starfsmaður
sem á að halda uppi refsivaldi rík-
isins.
Lögfróður maður sem blaðið leit-
aði álits hjá taldi að embætti ríkis-
lögreglustjóra og skattrannsóknar-
stjóra falli undir þessa skilgreiningu.
Ingibjörg Sólrún sagði að í ræðu
sinni hefði hún ekki verið að saka
embættismenn um lögbrot.
„Það sem ég var að tala um í ræðu
minni er þessi skortur á trausti sem
er orðinn í íslensku samfélagi. Fólk
treystir ekki stofnunum samfélags-
ins, það treystir ekki stjórnmála-
mönnum, það treystir ekki ríkis-
stjórn, ráðherrum, það treystir ekki
lögreglu, kirkju, fjölmiðlum. Það er
almennur skortur á trausti á stofn-
unum. Ég færði rök fyrir því að það
mætti m.a. rekja til þess að það væri
búið að skapa þannig andrúmsloft í
samfélaginu m.a. vegna pólitískra af-
skipta af ýmsum toga. Þegar gripið
er til einhverra aðgerða, burtséð frá
því hverjar þær eru, þá vakna þær
spurningar hjá fólki hvort þessar að-
gerðir séu af faglegum og málefna-
legum toga eða hugsanlega einhverj-
um öðrum. Það þarf ekki að vera
með réttu sem þær röksemdir eða
grunsemdir vakna hjá fólki, þær
þurfa ekki endilega að eiga sér stoð í
raunveruleikanum, en andrúmsloftið
í samfélaginu er orðið þannig að
þessi umræða kemur upp og menn
geta ekki horft fram hjá því,“ segir
Ingibjörg.
Þú sagðir að þessum fyrirtækjum
hefði komið illa að forsætisráðherra
væri þeim ekki hliðhollur.
„Ég var þar ekki að vísa til þess-
ara rannsókna í sjálfu sér. Það kem-
ur þeim bara illa að vera alltaf á milli
tannanna á forsætisráðherra. Það
endurspeglast auðvitað í hinni al-
mennu umræðu í samfélaginu og
endurómar m.a. í umfjöllun um ís-
lenskt viðskiptalíf og fyrirtæki er-
lendis. Þetta kemur fram í greinum á
erlendum vettvangi í Guardian, Eu-
roMoney og fleiri stöðum, þar sem
einmitt er talað um þesssa samtvinn-
un stjórnmála og viðskiptalífs á Ís-
landi. Það þarf ekki mig til að segja
þetta. Það var viðtal í Morgun-
blaðinu í desember við Björgúlf Thor
þar sem hann vísar til þess að hann
hafi að mestu verið í Rússlandi síð-
ustu tíu ár, það sé nú land sem ekki
hafi orð á sér fyrir að markaðsöflin
ráði ferðinni. Svo kom hann til Ís-
lands og þá sjái hann að markaðs-
öflin séu ekki höfð í hávegum hér og
hér sé það pólitíkin sem ráði.“
Þú ert þá í raun ekki að saka þessa
embættismenn um að hafa framið
lögbrot?
„Nei, alls ekki. Þetta er algjörlega
rifið úr samhengi við það sem ég
sagði í minni ræðu.“
Áttu við að embættismenn geti
orðið fyrir áhrifum og reyni að þókn-
ast stjórnvöldum þótt þeir fái ekki
bein tilmæli um slíkt?
„Ég er ekkert að velta því fyrir
mér og legg ekkert mat á það hvað
þarna búi að baki. Ég geri ráð fyrir
því að þessar stofnanir, eins og Sam-
keppnisstofnun, Fjármálaeftirlit,
ríkislögreglustjóri og fleiri, séu að
vinna á faglegum og málefnalegum
grundvelli. Ég er að segja og hef séð
mörg vitni um það að sú umræða er í
samfélaginu og almannarómur er
þannig að fólk telur sig ekki vera
visst. Ég er að vísa til þess að þegar
þessar rannsóknir koma upp fara af
stað umræður um hvort þetta séu
pólitísk afskipti eða málefnaleg og
fagleg afskipti. Í raun ætti sú um-
ræða ekki að þurfa að koma upp
heldur ættum við öll að vera sann-
færð um það þegar þessar stofnanir
láta til skarar skríða séu þær bara að
vinna sín verk og þær ættu ekki að
þurfa að sæta slíkri umræðu. En þær
gera það og það endurspeglar ákveð-
ið andrúmsloft sem er í samfélaginu
og sem stafar af þessum pólitísku af-
skiptum.“
Telur þú að flokkspólitísk sjónar-
mið ráði ferðinni í þessum rannsókn-
um?
„Ég gef mér að þessar stofnanir
sinni sínu eftirlitshlutverki á algjör-
lega málefnalegum og faglegum for-
sendum. Ég gef mér það.“
Sakar ekki ríkislögreglu-
stjóra og skattrann-
sóknarstjóra um lögbrot
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir almenning ekki
bera traust til stofnana ríkisins og því þurfi að breyta