Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 39
ÍSLANDSPÓSTUR í samvinnu við Valdísi Gunnarsdóttur hefur sett á markað valentínusarkort í tilefni val- entínusardags, sem er 14. febrúar ár hvert. Sex mismunandi valentínus- arkort eru í boði á öllum Shell-stöðv- um á höfuðborgarsvæðinu og á póst- húsum um allt land. Fólki gefst kostur á að kaupa kort- in gegn vægu gjaldi, segir í frétta- tilkynningu. Burðargjald er innifalið og því hægt að stinga þeim í næsta póstkassa án mikillar fyrirhafnar. Dagurinn verður kynntur yngri kyn- slóðinni í sjónvarpsþættinum 70 mínútur á Popp-tíví. Ungt fólk á öll- um aldri er hvatt til að senda eitt af þessum kortum á Popp-tíví, skrifa t.d. ljóð eða línu. Valin verður besta og versta línan og eru verðlaun í boði. Kort á valentín- usardegi Röskva, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla Íslands, er 15 ára í dag, 12. febrúar. Í tilefni afmælisins munu frambjóðendur Röskvu í gegn- um árin hittast á efri hæð Kaffi Sól- ons í Bankastræti kl. 21. Nokkrir for- menn Röskvu í gegnum tíðina troða upp og aðrar uppákomur verða óvæntar. Allir eru velkomnir. Viðskiptaþing Verslunarráðs Ís- lands verður haldið í dag, miðviku- daginn 12. febrúar, undir yfirskrift- inni Árangur fyrir Ísland. Þingið hefst kl. 13 á Grand Hóteli Reykjavík. Á þinginu verður kynnt stefnumótun Verslunarráðs fyrir Ísland 2003– 2010. Erindi halda: Auk ræðu Boga Pálssonar, formanns Verslunarráðs, og Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra munu þeir Ingimundur Sigfús- son sendiherra, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Sigurður Ein- arsson, forstjóri Kaupþings, segja frá hugmyndum sínum um hvernig best megi tryggja árangur fyrir Ísland. Viðskiptaþing er öllum opið en skrán- ing fyrirfram er nauðsynleg. Í DAG FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 39 Hveragerðisbær Eftirtaldar lóðir eru nú lausar til umsóknar Kjarrheiði 5 — 972,6 fm einbýlishúsalóð. Kambahraun 53 — 1.036,3 fm einbýlishúsalóð. Austurmörk 18a — 1.654,0 fm verslunar-, þjónustu- og iðnaðarlóð. Sunnumörk 2 — 15.339,6 fermetra verslunar- og þjónustulóð. Verði tvær eða fleiri umsóknir um einstaka lóð mun fulltrúi sýslumanns draga á milli umsækj- anda. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu bæjarins, Hverahlíð 24, Hveragerði, og á heimasíðu Hveragerðisbæjar, http://www.hveragerdi.is/, undir flipanum „eyðublöð“. Bæjartæknifræðingur. TIL LEIGU Bílskúr/geymsluhúsnæði Óska eftir að taka á leigu bílskúr eða geymslu- húsnæði með góðri aðkomu. Áhugasamir sendi svar til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merkt: „B — 13339.“ LÓÐIR S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Huglækningar/heilun Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslu- miðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 milli kl. 18.00 og 19.00. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir og Garðar Björgvins- son michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönn- um og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA CRANIO-NÁM 2003-2004 A-hluti 22.-27.feb. Námsefni á ísl. Ísl. leiðbeinendur. Uppl. Gunnar, s. 564 1803/699 8064. www.canio.cc FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  1832128  I.O.O.F. 7  18321271/2  FI. I.O.O.F. 9  1832128½  9.II  HELGAFELL 6003021219 IV/V GLITNIR 6003021219 I Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20:00. „Dóminn getur enginn flúið“, Jónas Þórisson talar. Heitt á könnunni á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Í kvöld kl. 20.00 Hjálparflokkur. Allar konur velkomnar. Skyggnilýsingarfundur á vegum Sálarrannsóknarfélags- ins í Hafnarfirði fer fram fimmtu- daginn 13. febrúar í Góðtempl- arahúsinu kl. 20.30. Skyggnilýsinguna annast María Sigurðardóttir. Aðgöngumiðar verða seldir í Góðtemplarahúsinu í kvöld, miðvikudagskvöldið 12. febrúar, frá kl. 18—19 og við innganginn fyrir fundinn frá kl. 19.30— 20.30. Stjórnin. Skíðagönguferð á Nesjavelli 15. - 16. feb. 2003 Á laugardeginum er gengið af Hellisheiði um Ölkelduháls á Nesjavelli. Gangan tekur um 5-6 klst. með kaffistoppum. Á Nesjavöllum verður kvöld- máltíð og þar bíður heiti pott- urinn og uppbúin rúm. Á sunnudeginum er gengið í Dyradal inn Marardal yfir Húsmúla og endað við Kol- viðarhól. Dagleiðin er um 6 klst. Brottför frá BSÍ kl. 08.30. Fararstjóri: Hákon Gunnars- son Verð 8.900/10.200. Sjá nánar á www.utivist.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R mbl.is ATVINNA KIWANISKLÚBBURINN Skjálf- andi hefur í gegnum tíðina stutt ötullega Björgunarsveitina Garðar á Húsavík. Þær eru orðnar marg- ar gjafirnar sem björgunarsveitin hefur fengið frá Skjálfanda og nú bætist við þær nýr nætursjónauki af fullkomnustu gerð, utanborðs- vél á slöngubát og flotgalli. Það var Sigurgeir Aðalgeirsson sem fyrir hönd Skjálfanda afhenti Friðriki Jónssyni, formanni Garð- ars, gjafabréf upp á 550.000 krón- ur ætlaðar til kaupa á áðurgreind- um hlutum. Sigurgeir sagði við þetta tæki- færi að Húsvíkingar og nærsveit- armenn hefðu verið duglegir í flugeldakaupum fyrir síðustu ára- mót en Skjálfandi hefur séð um sölu þeirra á Húsavík allt frá stofnun klúbbsins eða í þrjátíu ár. Afrakstur flugeldasölunnar gerir klúbbnum síðan kleift að styrkja góð málefni eins og björg- unarsveitina og að venju hefði verið haft samband við sveitina og spurst fyrir um hvað hana van- hagaði helst um og var þetta þrennt efst á óskalistanum. Sigurgeir sagði að lokum að þeir Kiwanismenn vonuðust til að þessi tæki kæmu björgunarsveit- inni að góðum notum en þó jafn- framt að ekki kæmi til þess að það þyrfti að nota þau. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frá vinstri eru Sigurgeir Aðalgeirsson, Friðrik Jónsson, Guðmundur Flosi Arnarson og Karl V. Halldórsson. Björgunarsveitinni Garðari færðar góðar gjafir Húsavík. Morgunblaðið. Feldenkrais-námskeið verður hald- ið laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. febrúar í sal FÍH, Rauðagerði 27, Reykjavík. Leiðbeinandi verður Sibyl Urbancic. Um er að ræða kerfi ein- faldra hreyfinga sem henta öllum. Í lok tímans fara fram umræður, þar sem spurningum er svarað. Þrjár kennslustundir verða hvorn dag: kl. 10–11.30, kl. 12–13.30 og kl. 14.–16. Opið verður frá kl. 9. 30. Verð er 5.000 kr. fyrir allt námskeiðið, 2.500 kr. fyr- ir einn dag, 1.000 kr. fyrir stakan tíma og skólaafsláttur er 50%. Námskeiðið fer fram á íslensku og er öllum opið. Þeir sem áhuga hafa á einkatímum geta sótt þá virka daga fyrir hádegi til 27. febrúar í Söngskólanum í Reykja- vík, Snorrabraut 54. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu FÍH. Á NÆSTUNNI Rannsóknastofa í kvennafræðum heldur opinberan fyrirlestur á morg- un, fimmtudaginn 13. febrúar, kl. 16 í stofu 101 í Lögbergi. Oddný Mjöll Arnardóttir lögfræðingur flytur fyr- irlesturinn „Jafnrétti og bann við mismunun í Mannréttindasáttmála Evrópu“. Í fyrirlestrinum fjallar Oddný m.a. um jafnræðisreglur 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 1. gr. viðauka nr. 12 við sáttmál- ann sem ekki hefur enn tekið gildi. Á MORGUN að hraðað sé nauðsynlegum verk- legum framkvæmdum eins og í samgöngubótum, en þau störf sem skapast við það eru mjög einhæf og leysa því aðeins hluta vandans. Því er nauðsynlegt að grípa til fleiri aðgerða og þar liggur beinast við að fjölga störf- um í velferðarþjónustunni þar sem um fjölbreytt störf er að ræða og þar sem víða eru óleyst verkefni. Einnig er mikilvægt að horft sé til ungs fólks sem er að koma út á vinnumarkaðinn en atvinnuleysið hefur aukist mikið meðal þess. Hyggja þarf að því hvort hægt er að stofna til sérstakra átaksverk- efna til að forða ungu fólki frá langtíma atvinnuleysi. En það eru ekki bara ríki og sveitarfélög sem þurfa að axla ábyrgð. Fyrirtæki á almennum markaði þurfa einnig að taka þátt í því að stuðla að stöðugu at- vinnuástandi. BSRB telur því mjög alvarlegt að á sama tíma og fyrirtæki eru að skila milljarða hagnaði segi þau upp fólki í stórum stíl eins og brögð hafa verið að.“ BSRB hefur sent frá sér ályktun vegna stöðu atvinnumála. Banda- lagið lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði á vinnu- markaði. Atvinnuleysi hefur auk- ist mjög mikið og eru nú rúmlega 6.000 manns án atvinnu. „Mikilvægt er að ríki og sveit- arfélög bregðist við þessu ástandi strax og grípi til markvissra að- gerða til að vinna gegn atvinnu- leysinu. BSRB telur rangt að ein- blínt sé á verklegar framkvæmdir á borð við vegagerð eingöngu heldur verði einnig að horfa til velferðarþjónustunnar og þeirra verkefna sem brenna á þar. Víða í velferðarþjónustunni hefur verið gengið of langt í niðurskurði og fækkun starfa undir merkjum svokallaðrar hagræðingar. Þetta hefur einnig verið fylgifiskur markaðsvæðingar almannaþjón- ustu. Í kjölfarið hefur hins vegar komið fram að álag á starfsfólk hefur aukist og er í mörgum til- fellum óhóflegt. Við þessu þarf að bregðast strax og fjölga starfs- fólki. BSRB telur vel koma til álita Uppbyggingu í stað atvinnuleysis Lýst eftir stefnu í málefnum háskóla RÖSKVA, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla Íslands, hefur sent fulltrúum allra stjórnmála- flokka eftirfarandi áskorun í tilefni af kosningum til Alþingis í maí nk. „Málefni háskóla á Íslandi hafa verið mikið í umræðunni síðustu vikur og mánuði. Samkeppnisstöðu skóla á háskólastigi hefur borið þar hæst en Röskva hefur lengi bent á þá skökku samkeppnisstöðu sem Háskóli Íslands býr við í saman- burði við hina svokölluðu einka- skóla. Einnig hefur verið rætt mik- ið um rannsóknaþátt háskóla og skort á skilgreiningu og aðgrein- ingu á rannsóknaháskólum og kennsluháskólum. Í tilefni af alþingiskosningum í maí n.k. lýsir Röskva eftir stefnu allra stjórnmálaflokka í málefnum háskóla. Bæði hvað varðar sam- keppnisstöðu þeirra og einnig hvernig tekið skuli á mismunandi stöðu og hlutverkum háskóla í land- inu. Einnig hvetur Röskva stjórn- málaflokkana til að setja mennta- mál í öndvegi í komandi kosning- um.“ Krafist hærri atvinnu- leysisbóta Á STJÓRNARFUNDI í Bárunni, stéttarfélagi var samþykkt ályktun um atvinnuleysisbætur, en félagið skorar á ráðamenn að hækka atvinnu- leysisbætur til jafns við lágmarkslaun verkafólks sem starfa eftir samning- um Samtaka atvinnulífsins og Starfs- greinasambands Íslands. Lágmarks- laun nema núna 93.000 þúsund kr. „Það er alveg ljóst að sá launamað- ur sem lendir í þeirri ógæfu að missa atvinnu sem hann hefur haft og fær ekki annað en atvinnuleysisbætur sér til framfærslu, getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Hvernig á að vera hægt að lifa á ríflega 77.000 þús- und krónum á mánuði. Hvernig á sá einstaklingur að greiða húsaleigu eða afborgun af íbúð og annað sem nauð- synlegt er hverjum einstaklingi til að lifa?“ segir í ályktun félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.