Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EIGANDI kanadíska leiguflug- félagsins HMY Airways hefur ákveðið að hætta flugi til Evrópu eftir 5. mars. Ástæðan er sögð áhrif yfirvofandi stríðs við Persa- flóa og hugsanleg hryðjuverk á markaðinn í Evrópu. Flugvélar fé- lagsins hafa millilent á Keflavík- urflugvelli. HMY Airways hóf um miðjan desember síðastliðinn vikulegt flug frá Vancouver og Calgary í Kanada til Manchester í Englandi með við- komu á Keflavíkurflugvelli. Áform voru um að fjölga viðkomustöðum í Evrópu í sumar og fljúga 4–5 sinn- um í viku eða oftar. Steinþór Jónsson, umboðsmaður flugfélagsins á Íslandi, fékk heimild hjá flugmálayfirvöldum hér á landi til að kanadíska félagið gæti flutt farþega og vörur milli Íslands og Kanada og fóru fyrstu Íslending- arnir vestur um haf 20. janúar. Síð- an hafa um 300 farþegar bókað flug út apríl en sumaráætlun með fleiri ferðum átti að taka gildi 1. maí. Kom á óvart Stjórnendur flugfélagsins til- kynntu Steinþóri Jónssyni það í fyrrakvöld að ákveðið hefði verið að hætta flugi til Evrópu 10. mars vegna yfirvofandi stríðs við Persa- flóa og hugsanlegra hryðjuverka. Fram kemur í bréfi James Westmacott, aðstoðarforstjóra HMY Airways Inc., að félagið telji sig knúið til að endurskoða við- skiptaáætlun sína um Evrópuflugið vegna óvissu um markaðinn þar vegna ástandsins í Írak og annarra öryggisþátta. Í staðinn verður lögð áhersla á flug innan Norður-Am- eríku og þegar til lengri tíma er lit- ið einnig þjónustu við Asíumark- aðinn. Síðasta flug til Íslands verður 3. mars og síðasta flug héðan til Kan- ada 5. mars. Allar ferðir eftir það samkvæmt vetraráætlun til 30. apr- íl eru felldar niður og ákvörðun um sumaráætlun frestað til 28. febr- úar. Af orðsendingu aðstoðarfor- stjórans til Steinþórs er þó ljóst að ólíklegt er að þá verði hafið flug til Evrópu. Steinþór Jónsson segir að far- þegar sem hafi greitt fargjald til Kanada fái það að fullu endurgreitt og kanadíska félagið muni sjá um að koma þeim farþegum sem komnir eru til Kanada heim aftur. Steinþór Jónsson segir að þessi ákvörðun eiganda kanadíska flug- félagsins hafi komið sér mjög á óvart og hann hafi orðið fyrir von- brigðum með hana eftir þá miklu vinnu sem hann hafi lagt í málið. Segist hann hafa það staðfest að stjórnendur félagsins hafi verið að vinna að undirbúningi fjölgunar ferða til Evrópu alveg fram á föstu- dag. Segir hann það ekki sitt hlut- verk að leggja mat á það hvort for- sendur ákvörðunarinnar séu réttar eða ekki. Hins vegar hafi allar aðr- ar ytri aðstæður verið hagstæðar. Nefnir í því sambandi að yfirvöld hér á landi hafi verið fljót að af- greiða ósk félagsins um að flytja farþega milli Íslands og Kanada, margir ferðaþjónustuaðilar hafi sýnt áhuga á að selja ferðir og bók- anir Íslendinga sýndu að mikill áhugi væri hér á landi fyrir þessum valmöguleika í flugi. Segir hann að mikið hafi verið bókað í flug HMY Airways, þannig sé fullbókað í allar ferðir vestur um haf það sem eftir er þessa mánaðar og einnig í sumar vélarnar sem áttu að fara í apríl. Höldum ótrauðir áfram Að sögn Steinþórs er niðurstað- an eftir þessa ákvörðun HMY Air- ways þó sú að mönnum er ljóst að þarna eru mikil sóknarfæri. „Þrátt fyrir erfiðan dag í dag mun ég vissulega leita allra leiða, með eða án HMY Airways, til að koma aftur á flugsamgöngum milli Íslands og Kanada. Við munum halda ótrauðir áfram,“ segir Steinþór. Fram hefur komið áður að hann hefur verið í sambandi við fleiri kanadísk flugfélög sem hafa verið að íhuga flug til Evrópu, bæði frá vesturhluta Kanada og austurhlut- anum. Meðal þessara félaga er Canada West, sem hefur verið að kanna forsendur flugs á sömu nót- um og HMY Airways. Steinþór segist ekki vita hvaða áhrif ákvörð- un HMY Airways hafi á önnur flugfélög, hvort hún auki eða minnki líkurnar á að þau hefji flug á þessari leið. HMY Airways hættir öllu flugi til Evrópu eftir 5. mars Óttast afleiðingar stríðs við Persaflóa Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Keflavíkurflugvöllur KOMINN er til starfa heilsugæslu- læknir í Grindavík. Hóf hann störf hjá Heilbrigðisstofun Suðurnesja um mánaðamótin. Læknir hefur ekki verið starfandi í Grindavík frá því allir heilsugæslu- læknar á Suðurnesjum sögðu upp störfum og hættu á síðasta ári. Læknirinn, Jacek Kantorski, kemur af Landspítala Íslands–háskóla- sjúkrahúsi þar sem hann var að ljúka sérnámi í heimilislækningum. Krabbameinslæknir ráðinn Tveir læknar eru á heilsugæslu- stöðinni í Keflavík, eins og verið hef- ur undanfarnar vikur. Sigríður Snæ- björnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir að Sigurður Árnason krabba- meinslæknir hafi verið ráðinn í 80% starf hjá stofnuninni sem yfirlæknir og starfi hann bæði á sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni. Þá sé búið að fá innkirtlasérfræðing til að starfa í móttöku einu sinni í viku og vonast sé til að hægt verði að auka þjónustu barnalækna. Loks getur hún þess að næringarfræðingur hafi verið ráðinn í hlutastarf. Sigríður segist gjarnan vilja fá fleiri heimilislækna til starfa en það sé ekki hægt eins og er. Hún segir að þrátt fyrir fámennið á heilsugæslu- stöðinni gangi þokkalega að veita fólki þjónustu. Heilsu- gæslulæknir kominn til starfa Grindavík ÁGÚST GK 95, skip Þorbjarnar Fiskaness hf. í Grindavík, er á leið heim frá Póllandi. Í skipasmíðastöð í Gdynia var skipinu breytt úr nóta- og togveiðiskipi í línu- og netaskip. Verður skipið stærsta línuveiðiskip landsmanna, um 600 brúttótonn. Skipið hélt af stað frá Póllandi síðastliðinn sunnudag og er vænt- anlegt til Grindavíkur næstkom- andi laugardag. Áður en haldið var af stað var farið í reynslusiglingu sem gekk vel, að því er fram kemur á heimasíðu Þorbjarnar Fiskaness. Þegar Ágúst kemur til Grindvík- ur verða sett tæki í skipið, meðal annars línuspil, ískerfi, beitning- arvél, kælikerfi og aðgerðarlína. Í skipinu verður kælilest sem mun taka 370 ker fyrir krapaísaðan fisk og tekur hvert þeirra 460 lítra. Ágúst GK á heim- leið eftir breytingar Grindavík „ÞETTA var frekar rólegt og engin mál komu upp sem hægt var að hrista upp í,“ segir Hallvarður V. Rúnarsson sem nýlega sat sinn fyrsta fund í bæjarstjórn Sandgerð- is. Hann er með yngstu bæjarfulltrú- um í sögu Sandgerðisbæjar en upp- lýsingar liggja ekki fyrir um það hvort hann er sá alyngsti. Hallvarður er varabæjarfulltrúi Sandgerðislistans og tók sæti á fund- inum í forföllum Ólafs Þór Ólafsson- ar, bæjarfulltrúa listans. Þeir stóðu að þessu nýja framboði í vor og fengu einn mann kjörinn. Hallvarður segist hafa haft áhuga á að hrista upp í hlut- unum þegar hann tók þátt í að bjóða fram listann. Síðan hafi vinnan orðið málefnalegri og menn séð að ýmis- legt þyrfti að bæta í bæjarfélaginu. Hann segir að hvorki hann né Ólafur Þór hafi séð sig í því hlutverki að leiða framboðið en þeir sátu síðan uppi með það og hafa nú báðir setið fund bæjarstjórnar. Hallvarður segir að ekki hafi orðið harðar umræður á hans fyrsta bæj- arstjórnarfundi og engin mál komið upp sem hægt hefði verið að hrista upp í. Tímabundinn maður Hallvarður er fæddur og uppalinn í Sandgerði og hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, meðal annars í grunnskóla og fjölbrautaskóla þar sem hann var varaformaður. Þá situr hann í stjórn Félags ungra jafnaðar- manna á Suðurnesjum. Hann hefur ekki mikinn tíma fyrir félagsstörf um þessar mundir vegna anna í vinnu. Hallvarður starfar við forfallakennslu við Grunnskóla Sandgerðis fyrir hádegi og er stuðn- ingsfulltrúi í dagvist fyrir fatlaða í Ragnarsseli í Keflavík eftir hádegi. Þá vinnur hann aðra hvora helgi við dagvist fatlaðra í Lyngseli í Sand- gerði og hina helgina í sambýli fyrir fatlaða í Njarðvík. 21 árs varabæjarfulltrúi situr sinn fyrsta fund Ekki hægt að hrista upp í neinu Sandgerði HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur áhuga á frekari uppbyggingu í þágu aldraðra á eignarlóð Garðvangs í Garði. Stjórn Dvalarheimila á Suð- urnesjum vill bíða með umfjöllun um þessar hugmyndir vegna úttektar á stöðu öldrunarmála á Suðurnesjum sem verið er að ráðast í. Hrepps- nefnd Gerðahrepps óskaði eftir því við stjórn Dvalarheimila á Suður- nesjum að hafinn yrði undirbúningur að byggingu þjónustuíbúða á lóð Garðvangs. Stjórnin taldi ekki tíma- bært að ræða beiðni hreppsins og vísaði í því efni til mikilvægis þess að stefnan í öldrunarmálum á Suður- nesjum lægi fyrst fyrir. Dvalarheim- ili á Suðurnesjum hafa samþykkt að eiga aðild að slíkri stefnumörkun. Á síðasta fundi hreppsnefndar Gerðahrepps var samþykkt sam- hljóða að leggja áherslu á að þau sveitarfélög sem standa að rekstri DS nái samkomulagi hið fyrsta um að hefja undirbúning og framkvæmdir að frekari uppbyggingu íbúða aldr- aðra og þjónusturýmis sem tengist Garðvangi þjónustulega. Bent er á upplýsingar frá þjónustuhópi aldr- aðra þar sem fram komi að brýn þörf sé fyrir þjónustuhúsnæði og hjúkr- unarrými. Vilja frekari uppbygg- ingu við Garðvang Garður VERIÐ er að kanna möguleika á að bæta við ferðum almenningsvagna í Reykjanesbæ um helgar. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar og SBK hf. standa að þessari könnun. Gert er ráð fyrir tveimur til fjórum ferðum á dag, á laugardögum og sunnudögum, og er óskað eftir ábend- ingum íbúa um það á hvaða tíma dags hentugast sé að ferðir séu farnar. Unnt er að koma ábendingum á fram- færi með því að senda tölvupóst á straeto@reykjanesbaer.is. Hugað að strætóferðum um helgar Reykjanesbær NÝ stjórn og varastjórn var kosin á aukaaðalfundi Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Georg Brynjarsson er nýr formað- ur félagsins. Að venju skipti stjórn með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi en þá var Guðmundur Jóhann Árna- son kjörinn varaformaður, Árni Árnason ritari og Pétur Örn Helga- son gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Hermann Helgason, Rúnar Sigur- vinsson og Kristján Pétur Krist- jánsson. Varastjórn skipa Íris Ósk Val- þórsdóttir, Björgvin Árnason, Atli Már Gylfason, Védís Hervör Árna- dóttir og Andri Örn Víðisson. Þessu til viðbótar valdi stjórn félagsins í þrjár nefndir, bæjarmálanefnd, málefnanefnd og félagsnefnd. Með þessu er ætlunin að gefa áhugasöm- um félagsmönnum tækifæri á því að taka þátt í starfi félagsins og efla það fyrir komandi kosningabaráttu, segir í fréttatilkynningu frá Heimi.Nýkjörin stjórn Heimis í Reykjanesbæ. Georg Brynjarsson kosinn formaður Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.