Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 41
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 41 STÓRMEISTARINN Helgi Áss Grétarsson teflir blindandi við 11 andstæðinga í einu í dag og reynir þar með að slá Íslandsmetið sem þeir Helgi Ólafsson og Dan Hans- son eiga. Fæstir geta teflt eina skák blindandi, en það þarf óvenjulega hæfileika til að geta teflt margar skákir samtímis, munað allar stöðurnar og fundið bestu leikina. Það verður því mjög spennandi að fylgjast með þessari viður- eign, sem fyrirhugað er að hefjist klukkan 16:30 í höfuðstöðvum Olís í Sundagörðum 2, efstu hæð. Áhorfend- ur eru velkomnir, en verða þó að taka tillit til þess að blindskák- in krefst algerrar einbeitingar sem allar truflanir hafa slæm áhrif á. Movsesjan sigraði í fyrstu skákinni Sergei Movsesjan sigraði Hann- es Hlífar Stefánsson í fyrstu skák Olís-einvígisins. Hannes, sem hafði svart, fékk verra tafl í kjölfar nýj- ungar Movsesjan í byrjun tafls og þrátt fyrir góða vörn og betri tíma tókst honum ekki að jafna taflið og varð að gefa eftir 41 leik. Hvítt: Movsesjan Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 Rc6 6.Bc4 6...Db6 7.Rb3 e6 8.0–0 Be7 9.Kh1 Dc7 10.Bd3 0–0 11.f4 a6 12.Df3 b5 13.Bd2 Bb7 14.Dh3 -- Movsesjan hefur undirbúið þessa nýjung við eldhúsborðið heima hjá sér, því að leikurinn kom að bragði. Hugmyndin er þekkt, hvítur hótar að opna skál- ínu biskupsins á d3 til h7, með e4- e5 á réttu augnabliki. Þekkt er 14.Hae1, t.d. 14.-- b4 15.Re2 a5 16.Dh3 Ba6 17.Rbd4 Rd7 18.Rxc6 Dxc6 19.Rd4 Dc7 20.f5 e5 21.f6 Bxf6 22.Rf5 Bc8 23.He3 Rc5 24.Hg3 Kh8 25.Dh5 g6 26.Dh6 Bxf5 27.exf5 Bg7 28.Dh4 Rxd3 29.cxd3 Dc2 30.Bg5 De2 31.Kg1 Kg8 32.f6 Bh8 33.Dh6 og svartur gafst upp (Klundt-Benkö, Augsburg 1986). 14...Hfd8?! Hrókurinn stendur ekki vel á d8 eins og framhaldið sýnir. Eðlilegra virðist að leika 14. -- Hfe8 o.s.frv. 15.a4!? b4 16.Rd1! -- Þessi leikur er betri en 16.Re2, því að nú kemst riddarinn til e3, þar sem hann hefur góð tök á d5 og f5 (kemur í veg fyrir e6-e5). 16. -- d5 17.e5 Re4 18.Re3 Ra5?! Betra virðist að leika 18...Hac8 19.Hae1 h6, t.d. 20.Bc1 He8 21.Rg4 Bf8 22.Bxe4 dxe4 23.Hxe4 Re7 24.He2 Bc6 25.Hd2 Bxa4 26.Rd4 með nokkuð jöfnu tafli. 19.Rxa5 Dxa5 20.f5! -- 20...exf5 Það er varla um annað að velja. Ef svartur tekur manninn, lendir hann í tapaðri stöðu, t.d. 20...Rxd2 21.fxe6 Re4 22.Bxe4 dxe4 23.Hxf7 He8 24.Rf5 Bf8 25.Dg3 g6 26.Dh4 h5 27.Df6 og hvítur vinnur. 21.Dxf5 -- Slóvakinn fer ekki þá leið, sem menn voru að skoða í skýringa- herberginu, 21.Rxf5. Við nánari athugun er sú leið lakari, þótt hvítur fái peð yfir og virkari stöðu, eftir 21...Bf8 22.e6 fxe6 23.Bxe4 dxe4 24.Re7+ Bxe7 25.Dxe6+ Kh8 26.Dxe7 o.s.frv. 21...Hf8 22.e6 Dc5 Eftir 22...f6 23.Bxe4 g6 24.Rxd5 gxf5 25.Rxe7+ Kh8 26.Bxb7 Ha7 27.Rc6 Dc7 28.Rxa7 Dxb7 29.Be3 ætti hvítur að eiga vinningsstöðu, þótt málið sé ekki ein- falt. Reyndar gefur 23.Dg4 (í stað 23.Bxe4) hvíti mun betra tafl. 23.exf7+ Kh8 24.Hae1 Had8 25.Bc1 Rf6 26.Dh3 Bc8 27.Dh4 Re4 28.Dh5 Be6 Eftir 28...d4 29.De2 dxe3 30.Bxe3 Dc6 31.Ba7 Bb7 32.Bxe4 Dxe4 33.Dxe4 Bxe4 34.Hxe4 Bf6 35.Hxb4 Hxf7 á hvítur tveimur peðum meira og unnið tafl. 29.Rg4! -- Óvæntur og óþægilegur leikur. Vegna hótunarinnar R-e5-g6+ á svartur ekki um annað að velja en að drepa riddarann. 29...Bxg4 30.Dxg4 Bf6 31.Bxe4 dxe4 32.De6! Hd6 Hvítur hótaði 33.Hxf6 og eftir 32...Dd6 33.Dxd6 Hxd6 34.Hxe4 a5 35.Be3 Hdd8 36.Bb6 Ha8 37.Hf5 fær hvítur unnið tafl. 33.Dxe4 Hc6 34.Be3 Dc4 Ekki gengur að leika 34...Dxc2 35.Dxb4 Hxf7 36.Hf2 Dc4 (36...Dd3 37.Db8+ Dd8 38.Dxd8+ Bxd8 39.Hxf7) 37.Bc5 He7 38.Bxe7 o.s.frv. 35.Bf4 Dxe4 Eða 35...Dxc2 36.Dxc2 Hxc2 37.Bd6 og hvítur vinnur, eða . 35...Dc5 36.Bd2 a5 37.De8 Hc8 38.Hxf6 gxf6 39.Bh6 o.s.frv. 36.Hxe4 g5 Svartur má enn ekki drepa peð- ið á c2, vegna 36...Hxc2 37.He8 Hc8 38.Hxc8 Hxc8 39.Bd6 o.s.frv. 37.Be3 Kg7 38.Hxb4 Hxc2 39.Hb6 Be5 Eða 39...Hxf7 40.Hbxf6 Hxf6 41.Bd4 Hcc6 42.b4 Kg6 43.Hxf6+ Hxf6 44.Bxf6 Kxf6 45.a5 Ke7 46.b5 Kd7 (46...axb5 47.a6 b4 48.a7 b3 49.a8D) 47.b6 og hvítur vinnur endataflið. 40.He6 Bf4 Eftir 40...Bxb2 41.Bxg5 Hcc8 42.Bh6+ Kh8 43.Bxf8 Hxf8 44.He8 Kg7 45.Hxf8 Kxf8 vinnur hvítur. 41.Bd4+ og svartur gafst upp, því að hann á tveimur peðum minna og tapað tafl, eftir 42.Hxa6 o.s.frv. Þriðja skák einvígisins verður tefld í dag og hefst klukkan 17. Auk Olís er Guðmundur Arason styrktaraðili einvígisins. Helgi Áss reynir við Íslandsmet í blindskák í dag SKÁK Faxafen 12 OLÍS-EINVÍGIÐ 10.–15. febrúar 2003 Helgi Áss Grétarsson dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema Faðir minn, Gestur Guðmundsson, fædd- ist í Rauðbarðaholti í Hvammssveit í Dala- sýslu 12. febrúar 1923. Foreldrar hans voru Sigríður Guð- mundsdóttir og Guð- mundur Eggertsson. Eins og hálfs árs fluttist hann að Nýp á Skarðsströnd ásamt foreldrum sínum og systkinum árið 1924, og þar ólst hann upp framundir tvítugsald- ur er hann flutti til Reykjavíkur. Hann giftist Kristínu Katarínus- dóttur árið 1946 og er ég einkabarn þeirra. Þau bjuggu nokkur ár í Reykjavík en fluttust í Kópavog ár- ið 1947 og áttu þar heima í um 50 ára skeið, þar til þau fluttu aftur til Reykjavíkur fyirr nokkrum árum, í Sigtún 33. Faðir minn vann við verslunar- störf í Reykjavík og Kópavogi alla tíð eftir að hann flutti suður, þar til hann fór á eftirlaun. Hann vann í versluninni Geysi í Hafnarstræti í 8 ár. Verslunarstjóri hjá Kron í Reykjavík í 2 ár og síðan hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík í 36 ár, sem umsjónarmaður mjólk- urbúða samsölunnar í 22 ár og síð- an sölumaður hjá því fyrirtæki. Faðir minn hefur alla tíð haft mikinn áhuga á félagsmálum og vann mikið að þeim málum í Kópa- vogi. Hann var einn af aðalstofn- endum Ungmennafélagsins Breiða- bliks, í stjórn þess í 17 ár, formaður í 5 ár, og er heiðursfélagi þess, var 12 ár í stjórn Ungmenna- sambands Kjalarnesþings, formað- ur í 2 ár og var nokkur ár í vara- stjórn Ungmenna- félags Íslands. Honum var veitt gullmerki Íþróttasambands Ís- lands fyrir störf að ungmenna- og íþrótta- málum. Þá var hann um árabil í stjórn Framsóknarfélags Kópavogs, formaður þess um eitt ár. Faðir minn var yfir tuttugu ára skeið matsmaður fasteigna í Kópavogi og einnig virðingarmaður húsa- trygginga í Kópavogi. Eftir að hann hætti störfum hef- ur hann ásamt móður minni dvalist lengst af hjá mér á Írlandi, þar hefur hann unað sér vel meðal ann- ars við trjá- og blómarækt, ásamt fleiru. Faðir minn hefur verið hraustur alla tíð og er enn við mjög góða heilsu. Hefur góða sjón og styrka hönd. Hann hefur mjög góða rit- hönd og hefur nokkuð átt við skrautritun til þessa dags. Ég óska honum til hamingju með afmælið og vona að hann megi enn um sinn njóta góðra heilsu og ánægjulegra ævidaga. Gestur Valgeir Gestsson. GESTUR GUÐMUNDSSON Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi í vor. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Helgarferð til Prag 6. mars frá kr. 39.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 10. mars, með 8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 15. febrúar. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 6. mars. Skattar innifaldir. Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl www.nowfoods.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.